Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 8
8 STÚDENTABLAÐIÐ :Frá Stúdentaleikhúsinu: Það er mikill kraftur í Stúdentaleikhúsinu um þessar mundir. Þann 10. og 11. apríl flutti hópurinn dagskrá byggða á verkum Bertolts Brechts í Félags- stofnun undir yfirskriftinni „Lofgjörð um efann“. Rúm- lega 20 manns tóku þátt í þeirri uppfærslu, en virkir félagar eru mun fleiri. Fimmtán manna hópur tók einnig þátt í mikilli götu- leikhússýningu sem framin var í miðbæ Reykjavíkur 25. mars sl. en að henni stóðu að auki flestir frjálsir leikhópar á Stór-Reykjavíkursvæðinu svo og leikhópar (flestra) framhaldsskólanna. Markmið þessarar uppá- komu var að benda á það aðstöðuleysi sem þjakar þá er fást við leiklist hér i bæ. En þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og úrtölur lætur Stúdenta- leikhúsið ekki deigan síga, og 3. frumsýning vetrarins verður um mánaðamótin apríl maí. Þá mun Rúnar Guðbrandsson flytja leik- gerð á smásögu Kafka, „Skýrsla til Akademíunnar". Kolbeinn Bjarnason flautu- leikari og Jóhanna Þórhalls- dóttir munu flytja óvenjulegt verk einskonar músik-teater, „Solo un Paso“ eftir spán- verjann Luis de Pablo. Verkið er skrifað fyrir flautu og rödd, með mjög leikrænu ívafi. Þessu verki leikstýrir Rúnar. Viss skyldleiki er með þess- um verkum þó þau séu sam- in af ólíkum mönnum á ólíkum tímum. Bæði fjalla þau um samband kennara og nemanda, en undirtónninn er napurt háð á Akadem- íuna. Þetta verður frumsún- ing á báðum þessum verkum hér á landi og sýnt verður í Félagsstofnun Stúdenta við Hringbraut. Af æfingu fyrir lofgjörð um efann (ljósmyndir: Ivar Brynjólfsson)

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.