Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 5
STÚDEN TABLAÐIÐ 5 Aöalsteinn Steinþórsson, formaöur SHI: Fréttir frá yígstöðunum Af Háskólakórnum Vetrarstarf Háskólakórsins hófst. eins og venja er. með því að sungið var við brautskráningu kandídata þann 22. október. Kórinn kemur ávallt fram við slíkar athafnir. þrisvar á ári. Háskólakórinn er nú skipaður nær 60 ungum og frískum félög- um og eru flestir þeirra nýliðar. A fáum vikum hefur þó tekist að æfa allmörg lög og hinn 31. októ- ber söng kórinn á hátíðarsam- komu MÍR í Þjóðleikhúskjallar- anum. Var gerður góður rómur að því framlagi. Kórinn stendur í mikilli þakkarskuld við MÍR og aðra þá aðila er greiddu götu lians við undirbúning farar um Sovétríkin í mars sl. Söngferðir hafa verið farnar á hverju ári. I vetur verður líklega ferðast innanlands og kemur Norðurland einna helst til álita, en þó er óráðið enn. hvert farið verður. Kórinn hefur á tíu ára ferli sinum þrisvar sinnum tekist á hendur utanlandsferð til Norðurlanda. írlands og Sovét- ríkjanna. Aðaltónleikar Háskólakórsins verða haldnir um mánaðamótin febrúar — ntars. Er þess að vænta. að þá verði auk annars frumflutt ný íslensk verk eins og gert hefur verið undanfarin ár. Þessir tónleikar hafa lengi skipað sess meðal athyglisverðustu tón- listaratburða líðandi stundar. Kórinn syngur einnig við ýmis tækifæri önnur, svo sem við jóla- guðsþjónustu í Kristskirkju. Landakoti. Tvisvar á vetri eru farnar æfingaferðir. oftast í Ölfusborgir. og er ekki óalgengt að sungið sé 15—20 klst. í þeini ferðum. er standa í 2—3 daga, Allmargar hljóðupptökur eru nú til nteð söng kórsins hin síðari misseri. Flest verkanna sem þannig eru varðveitt hafa nú þegar verið flutt í útvarpi. nú síð- ast í sumar. Nú hefur verið ákveðið að fullvinna hluta af þessum upptökum og gefa út á hljómplötu fyrir jólin. Á plötunni verða sungin nýleg verk eftir þá Hjálmar H. Ragnarsson og Jónas Tómasson. Eins og greint var frá í Stúdentablaðinu nú í haust. hefur Hjálmar H. Ragnarsson látið af starfi stjórnanda Háskólakórsins eftir þriggja ára starf. í hans stað var ráðinn ungur og efnilegur tónlistarmaður. Árni Harðarson. sem nýlega lauk námi í píanóleik og tónsmíðum frá Royal College of Mazia í London. Félagi í Háskólakórnum. Fyrsta plata háskólakórsins — frábær jólagjöf Tónleikar í Norrænahúsinu Viðskilnaðurinn Þegar núverandi stjórn tók við rekstri Stúdentaráðs var viðskiln- aður Gunnars Jóhanns Birgissonar fráfarandi formanns SHÍ á þann veg að SHI varkomið i greiðsluþrot og ný stjórn neyddist til að taka víxil til að bjarga málunum. Á skrifstofu SHÍ lá fundarboð á NOM-þing á kafi í óreiðuskjölum. Fundarboðið fannst þar fyrir til- viljun en svo seint að búið var að missa af hagstæðustu fargjöld- ununi til Finnlands á þingið. Á skrifstofu Háskóla Islands lá hluti innritunargjalda Stúdenta- ráðs sem Gunnar Jóhann hafði trassað að sækja í langan tíma. Þar töpuðust umtalsverðar vaxtatekjur. Formannsferill Gunnars Jó- hanns leiðtoga Vöku, var stúdent- um dýrkeyptur. Fjárhagsáœtlun — framkvœmdaáœtlun Við gerð fjárhagsáætlunar SHÍ fyrir árið 1983-1984 voru gerðar tvær grundvallarbreytingar. Bætt var Vi stöðu við ritstjórn Stúdentablaðsins til að gera veg þess ennþá meiri og blaðið vand- aðra. Það var ekki vanþörf á þessu því störf við blaðið voru vanmetin, miklu meira var unnið heldur en launað var fyrir. Félagsmálasjóður var stórefldur og hefur nú verið tryggt fjármagn í framtíðinni. Ráðstöfunarfé sjóðs- ins hækkaði um 400% og því ætti sjóðurinn að geta þjónað betur því hlutverki sínu að styðja við bakið á starfsemi deildarfélaga. Sjóðasukkið afnumið Nú hefur náð fram að ganga gamalt baráttumál Umbótasinna. Viðgengist hafði I Stúdentaráði að gömlu þreyttu fylkingarnar, Vaka og FVM, hrifsuðu til sín stóran hluta af ráðstöfunarfé Stúdenta- skiptasjóðs en fjármagn hans á að nota til að styrkja millilandasam- skipti deildarfélaga. Sér í lagi hefur Vaka sukkað með innritunargjöld- in á þennan hátt. Hin námsmannasamtökin í vetur hefur verið stórbætt sam- starf við önnur námsmannasamtök landsins, þ.e.a.s. SÍNE, BÍSN og LMF. Það hefur verið komið á nokkrum fundum fyrir tilstuðlan SHÍ og hafa þeir tekið á ýmsum mikilvægum málefnum s.s. lána- málum, blaðaútgáfu og fleiru. Einnig var nú í fyrsta skipti gefið út sameiginlegt fríðindakort náms- manna. Þetta aukna samstarf hefur skilað árangri og er almenn ánægja með það meðal námsmannasam- takanna. Húsnæðismiðlun { ár tókst í fyrsta skipti að fá styrk frá félagsmálaráðuneytinu til að reka húsnæðismiðlun fyrir í fjárlögum 1984 er gert ráð fyrir kr. 3.500.000.- til viðhalds Stúdentagarða. Þessi upphæð dugar einungis fyrir afborg- unum og vöxtum af lánum sem nú þegar hafa verið tekin til viðhalds Stúdentagarðanna. Gamla og Nýja Garðs. Enn er ólokið I. áfanga við- gerða á Nýja Garði og staða stúdenta. Það er áfangasigur, i því felst m.a. viðurkenning stjórnvalda á húsnæðiseklunni meðal stúdenta. Rekstur miðlunarinnar hefur gengið allvel og hefur tekist að út- vega sumum húsnæði og öðrum ekki eins og gengur og gerist. Rekstrinum verður haldið áfram í vetur. Húsnæðiskönnun SHI Könnunin var gerð I nemenda- skráningu Háskóla Islands. Könn- unina átti að nota sem lið í átaki í húsnæðismálum stúdenta. Því miður heppnaðist könnunin ekki sem skyldi og verður líkast til að endurtaka hana. Stúdentar sýndu könnuninni lítinn áhuga og skiln- ingur þeirra fyrir nytsemi hennar var ekki fyrir hendi sem er afar slæmt og verst fyrir þátttakendur sjálfa. Fjárlagafrumvarpið Það leit dagsins ljós I þingbyrjun og tölur þess sent varða stúdenta valda vissulega áhyggjum. Fjár- beiðni Lánasjóðs íslenskra náms- manna er skorin verulega niður. I greinargerð með frumvarpinu er ruglingslegt orðalag sem enginn skilur en þó er þar greinilega talað um skerðingu. Meðferð fjárbeiðn- innarfrá LÍN hefur verið mótmælt af hálfu SHÍ og er sú ályktun birt I heild sinni á öðrum stað í blaðinu. Afstaða Vöku í þessu máli vakti furðu mína en fram kom í niáli Óla B. Kárasonar á SHf fundi að námslán séu of há og eitthvað sé að þegar LÍN hirði svo stóran hluta af fjárlögum sem raun ber vitni. Með mála á Garðinum er nú þannig að hann telst ekki boðlegur fólki til ibúðar. Af þeim sökum er ekki hægt að innheimta fullt leiguverð fyrir þetta húsnæði og því er Nýi Garður rekinn með halla. Ef þessi fjárveiting verður ekki hækkuð verður ekkert hægt að vinna að endurbótum á Nýja Garði á árinu 1984. þessu fylgdi enginn rökstuðningur af hálfu Vöku en það er greinilegt að eitthvað túlkar Óli Björn stefnu Vöku á annan hátt heldur en hinn gamalreyndi Vökuslaur. Sigurbjörn Magnússon. Meðan Sigurbjörn var og hét í stjórn LfN gekk hann mjög ötullega fram í því að berjast fyrir hækkun framfærslumats náms- manna en nú vill Óli Björn rífa það starf niður. Þarna sannast hið fornkveðna, stefna Vöku er henti- stefna og félaginu er ekki treyst- andi fyrir hagsmunum stúdenta. Leiðtogar félagsins eru handbendi afla í Sjálfstæðisflokknum og nú vilja þeir Vökuntenn ganga fram í því að skerða námslán vegna þess að það hentar þeim í framapoti þeirra innan Sjálfstæðisflokksins. Framlag til viðgerðarnefndar garðanna var ekki beysnara en svo að það dugar ekki fyrir afborg- unum og vöxtum af þeirn lánum sem hafa verið tekin nú þegar til viðgerðanna. Ef ekki fæst leiðrétt- ing á þessu verður ekki hægt að halda áfram viðgerðum á Nýja garði sem að sjálfsögðu er óvið- unandi og hefur SHÍ þegar sent hlutaðeigandi aðilum skoðun ráðs- ins á þessu máli. Þegar ríkið tók yfir viðgerðir garðanna árið 1980 var áætlað að ljúka þeim á 3—4 árum, þ.e. árið 1984 eru síðustu forvöð fyrir ríkið að standa við þennan hluta samkomulagsins. Framlag til starfsemi stúdenta og námskynningar hækkaði ekki milli ára, heldur er nú á fjárlögum sama krónutala og var árið 1984. Þarna er um augljósa skerðingu að ræða og verður reynt að fá hana af- numda. í því skyni verðurgengið á fund fjárveitingarnefndar Alþingis en nefndinni hefur þegar verið skrifað mótmælabréf. I þessum tilfellum er um óveru- legar fjárhæðir að ræða miðað við viðgerðarnefnd og LfN og er það í raun sér kapítuli útaf fyrir sig hve hlálega lágt framlag ríkisins til starfsemi Stúdentaráðs er miðað við t.d. sum Norðurlöndin. Aðskilnaður vistarvera og vínkjallara Nú sér loks fyrir endann á görnlu baráttumáli garðbúa og fleiri. Ákveðið er að breyta inngangi í Stúdentakjallara á þann hátt að ekki verði lengur um það að ræða að íbúar garðanna og gestir Stúdentakjallara gangi um sömu dyr. Að þessunt breytingum lokn- um ætti hávaði og önnur óþægindi sem garðbúar hafa af kjallaranum að verða úr sögunni. Lokaorð Hér á undan hef ég drepið á það helsta sem hefur verið að gerast og þær nýjungar sem fundið hefur verið upp á í starfinu í vetur. Ég hef með vilja látið hjá líðast að segja frá atburðarásinni i lánamálum, Fé- lagsstofnun stúdenta og fjöldatak- mörkunum. til þess verða aðrir. SHÍ bendir á að árið 1979 tók ríkið að sér að sjá um viðgerðir Gamla og Nýja Garðs og áætl- aði að Ijúka þeim á 3—4 árum. Árið 1984 eru því síðustu forvöð fvrir ríkið að standa við þennan hluta nefndarálitsins. Hjálagt fylgir álit nefndar skipaðrar vegna rekstrarerfið- leika Félagsstofnunar stúdenta, en álit hennar skýrir nánar það sem hér er sagt. Leiðréttinga er þörf, áfram- haldandi tafir á viðgerðum eru óviðunandi. Eins og undanfarin ár gengst Tónleikanefnd Háskólans fyrir há- degistónleikum í Norræna húsinu á miðvikudögum kl. 12.30. Hér er um að ræða stutta tónleika. u.þ.b. hálftíma, þar sem fram koma ein- leikarar og smærri hópar tónlistar- manna. Fyrirhugaðir eru sex tónleikar á haustmisseri og átta á vormisseri, og er efnisskráin allfjölbreytileg (sbr. hjálagða lista). Meðal efnis á skrá tónleika- nefndarinnar á haustmisseri er leikur kvartetts fyrir horn og strengi, einleikur á gítar, samleikur klarinetts og píanós, og fagotts og píanós. Síðastir eru jazztónleikar Guðmundar Ingólfssonar og Reynis Sigurðssonar. Þegar þetta birtist verða fyrstu tveir tónleikar haustannar búnir. Tónleikaröðin fram að jólum er sem hér segir: 23. nóv. Joseph Fung gítar. Melancholy Galliard e. John Dowland. Grand Ou erture e. Giuliani. Prelude. Allemande o.fl. e. Ponce. Fantasy Divisions e. Stephan Dodgson. 30. nóv. Hafsteinn Guðmundsson fagott. Jónas Ingimundarson píanó. Þrír söngvar án orða e. Paul Ben- Haim. Solo de Concert e. Gabriel Pierné Sónata e. Camille Saint-Saéns. 7. des. Sigurður I. Snorrason klarinetta. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó. Variationen ohne Thema e. Wern- er Schulze. Grand Duo Conertant e. Carl Maria von Weber. 14. des. Guðntundur Ingólfsson píanó. Reynir Sigurðsson víbrafónn. Norræn þjóðlög með ,.jazz-ívafi“ eða Frumsamin jazz verk. Athugið, allir tónleikarnir fara fram í hádeginu kl. 12.30 í Nor- ræna húsinu. FJÁRLÖGIN r — Alyktun Stúdentaráðs

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.