Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 11
STÚDENTABLAÐIÐ 11 Deilt um fyrirkomulag 1. des. kosninga — fulltrúi FVM í kjörstjórn tekin tali Gunnar Jóhann Birgisson: Að afstöönum 1. des. kosningum Eins og fram kemur annarsstað- 'ar í þessu blaði varð framboðs- fundur til I. des. kosninga óvenju stuttur að þessu sinni. Ástæðan var sú að frambjóðendur Vöku lýstu sig andvíga því kosningafyrirkomulagi sem nú ríkir og gengu af fundi ásamt flestum sínurn stuðnings- mönnum. Áður hafi fulltrúi Vöku borið upp tilllögu í kjörstjórn sem fól í sér svofellda breytingu: Framboðs- fundur yrði haldinn i hádeginu í matsal F.S. og síðan kosið allan daginn ogfram á kvöld. (Nánari út- færslu er ekki að finna í gögnum kjörstjórnar). Nú er það svo að þar eð Félag vinstri manna vann 1. des kosningar 1982 þá skipa þeir meirihluta kjörstjórnar í ár, eins og lesa má útúr reglugerð hátíðar- nefndar sem birt er hér á síðunni. Það voru því fulltrúar FVM í kjör- stjórn sem felldu tillögu Sigur- bjarnar Vökumanns. Af málflutningu Sigurbjarnar á framboðsfundinum mátti heyra að þeir vildu fá raunverulegt lýðræði til þess að virka með þessunt kosn- ingum og í því skyni auka kjör- sóknina með lengri kjörfundi. En hvað vakti þá fyrir vinstri mönnum að fella tillögu Sigur- bjarnar. Stúdentablaðið leitaði til Kristjáns Ara Arasonar annars fulltrúa FVM í kjörstjórn með þessa og fleiri spurningar. Hann sagði meðal annars: „Samkvæmt reglugerð hátíða- nefndar skal kjósa nefndina leyni- legri listakosningu á framboðs- fundi. Þar segir ennfremur orðrétt: „Á þessum fundi skal frambjóð- endum gefinn kostur á að kynna stefnu.sína varðandi I. desember, almennar umræður skulu einnig leyfðar." Að mínu mati þarf að vera rík ástæða til að kjörtimi sé lengdur umfram þann tíma sem framboðsfundur stendur. Reynsla undanfarinna ára sýnir að lenging kjörfundar skilar sér ekki í aukinni kjörsókn að neinu marki. Sem dæmi er að 1981 ákvað kjörstjórn að halda framhaldskjörfund dag- inn eftir framboðsfund frá klukkan 9—18.00 og fór hann frarn í aðal- byggingu. Þá kusu aðeins 21.4% stúdentar sem er lítið frávik frá ár- inu áður. Árið eftir var kjörsókn 18,6% og þó var aðeins kosið um kvæðagreiðslu. Með þessu er ég að segja að þessar kosningar eigi fyrst og fremst að snúast um málefni en ekki pólitíska flokkadrætti. Ég tel Stúdentaráðskosningarnar vera vettvang slíkra kosninga og kosn- ingar til 1. des. nefndar eigi ekki að færa á santa plan.“ En nú er kjörsókn ekki nema tæp 16% í ár. Hvernig skýrir þú þennan samdrátt. „Þarna kemur margt til og engin skýring einhlit. Eina þeirra tel ég vera svikula veðurguði. því enda kvöldið. Það má því ljóst vera að ávinningurinn var ekki mikill, nema síður sé því fundarsókn varð iakari en árin á undan og eftir. I ljósi þessa töldum við ekki ástæðu til að lengja kjörfund, enda tel ég sjálfur að útkoma á fundin- um eigi að vega þyngst við at- Vaka vann — úrslit 1. des kosninga ,,Fimmíudaginn 20. október 1983 fór fram kosning til hátíðanefndar 1. desember. Kosning hófst kl. 20.00 og henni lauk stundvíslega kl. 24.00. Kosið var í hliðarsal Félagsstofnunar stúdenta. Um kvöldiðfórfram framboðsfundur í matsal FS. Strax að lokinni kosningu fór fram talning og lauk henni 00.45. Úrslit kosninga urðu sem hér segir: Á kjörskrá voru 3966 og til viðbótar úrskurð- aði kjörstjórn 3 inn á kjörskrá eða alls 3969. Þar af kusu 625 eða 15,75%. A tvkœði skiptust pannig að A-listi Vöku hlaut 308 eða 49,28% atkvæða. B-listi FVM hlaut 306 eða 48,96% atvkæða. A uðir seðlar voru 9 eða 1,44% atkvœða. Ógildir seðlar voru 2 eða 0,32% atkvœða. Kjörstjórn lauk þar sem störfum kl. 00:55. Sigurbjörn Magnússon Hilmar Garðarsson Kristján A ri A rason (Orðrétt fundagerð síðasta fundar kjörstjórnar á árinu 1983) þótt kjörstjórn sé máttug hafði hún ráð þeirra ekki í hendi sér. Önnur skýring getur verið almennt póli- tískt og félagslegt sinnuleysi meðal stúdenta. (Margir sáu þó eftir því daginn eftir að hafa ekki kosið). Mér er annars óskiljanlegt að fólk skuli ekki láta sig það nokkru varða að koma pólitískri sannfæringu sinni á framfæri, einmitt nú þegar við lifurn undir ógnum helsprengj- unnar og troðið er á frelsi okkar og sjálfsögðunt mannréttindum. Sé fólk orðið svo firrt að því sé sama uni allt og alla, ja þá . . . (en hér varð ritskoðun Stúdentablaðsins að klippa á munnsöfnuð Kristjáns). Annars vona ég bara að þessi lé- lega kjörsókn nú verði til þess að stúdentar hugsi sinn gang og mæti í næstu Stúdentaráðskosningar.“ En svo við víkjum nú að öðru. Nú liafa vinstri menn unnið 1. des. kosningarnar allt síðan 1970. Hvað vilt þú sem vinstri maður segja um þessi ,,óvanalegu“ úrslit? Vilji þeirra stúdenta sem mættu á kjörstað kom mjög óskýrt í Ijós'þar sem Vaka fékk innan við helming atkvæða. Það munaði einu atkvæði frá Vöku til okkar að jafnt yrði. En samkvæmt leikreglum lýð- ræðisins ræður þetta eina atkvæði og stúdentar munu því koma til með að minnast fullveldisins með frjálshyggjukjaftæði um frið, frelsi og mannréttindi. Frið borgara- stéttarinnar til arðráns, frelsi stór- velda til íhlutunar og kúgunar og mannréttindi til handa þeim sem Pentagon þóknast að hafi þau. Þó þetta séu sorgleg úrslit þá verða þau vonandi stúdentum víti til varnaðar og augu þeirra opnist fyrir innihaldi frjálshyggjukjaftæð- isins," sagði Kristján Ari að lokum. Já til þesseru vítin að vita um þau til þess að geta varast þau, eis og haft er eftir meistara Megas. -b. Úrslit kosninganna Fimmtudaginn 20. október fóru fram kosningar til 1. des. nefndar stúdenta. Úrslit kosninganna eru öllum stúdentum kunn, enda voru úrslitin söguleg svo ekki sé meira sagt. Vinstri menn biðu lægri hlut í fyrsta skipti í 12 ár og er þar með síðasta vígi stuttbuxnamarxistanna i Háskóla íslands fallið. Þegar úrslit kosninganna voru ljós þá froðu- felldu margir vinstri menn og töldu að Vökumenn gætu ekki talað um sigur þar sem Vaka vann á aðeins tveimur atkvæðum. Vökumenn svöruðu hins vegar hressir í bragði að tvö atkvæði væru tvö atkvæði og varla væri hægt að tala um jafn- tefli! Annars tóku Vökumenn sigr- inum með stóískri ró og hófu að undirbúa hátíðardagskrá stúdenta sem verður nú í fyrsta skipti í 12 ár stúdentum samboðin. Kosningafyrirkomulagið En víkjum þá að kosningafyrir- komulagi 1. des. kosninganna. Kosningafyrirkomulagið sem við- haft er í kosningum þessum er löngu orðið úrelt ef það hefur þá einhvern tímann átt rétt á sér sem ég efa stórlega. Kosningarnar fara þannig fram að kosið er frá kl. 20.00 til kl. 24.00 og aðeins er um einn kjörstað að ræða. Það gefur auga leið að fyrir- komulag þetta auðveldar ekki stúdentum að neyta kosningaréttar síns. Þvert á móti þá er hér um að ræða ólýðræðislegt fyrirkomulag, enda sýnir kjörsóknin, sem nú í ár var með allra lakasta móti, að meginþorri stúdenta situr heima i kosningum þessum í stað þess að greiða atkvæði. Það er Ijóst að stú- dentar sem dreifðir eru út unt allan bæ í fyrirlestrum og eru margir hverjir ekki búnir í skólanum fyrr en um kl. 19.00, þeim finnst of mikið á sig lagt að rölta upp í F.S. að kvöldlagi til þess að greiða at- kvæði, enda hugsar margur að sitt atkvæði skipti ekki máli. Síð- ustu kosningar sýna okkur það hins vegar glögglega að hvert atkvæði er x-A dýrmætt og að engin stúdent eigi að sitja hjá er hann getur haft áhrif á hátíðardagskrá stúdenta. Það er því nauðsynlegt að breyta kosninga- fyrirkomulaginu til þess að auð- velda stúdentum að neyta kosn- ingaréttar síns. Nýtt kerfi Vökumenn hafa lengi barist gegn því kosningafyrirkomulagi sem lýst var hér að ofan og talið það skyldu stúdentahreyfingarinnar að auðvelda stúdentum að kjósa. Vinstri menn hafa hins vegar hing- að til skellt skollaeyrum við mál- flutningi Vökumanna og stutt dyggilega núverandi kosninga- fyrirkomulag. Vinstri menn töldu sig hagnast á kosningafyrirkomu- laginu enda unnu þeir kosningarn- ar samfellt í 12 ár. Það er hins vegar sennilegt að vinstri menn snúi nú við blaðinu eftir rassskellinn sem stúdentar gáfu þeirn í síðustu kosningum og styðji hugmyndir Vöku í þá átt að gera kosningarnar Iýðræðislegri. En hvernig viljum við Vöku- menn breyta kosningafyrirkomu- laginu? Margar hugmyndir eru á lofti í þeim efnum en það sem höfuðmáli skiptir er að kosið verði allan daginn, þ.e.a.s. á skólatíma og að kjörstöðum verði dreift um há- skólasvæðið eins og gert er í stúdentaráðskosningunum. Ég er viss um að verði breytingar gerðar í þessa átt þá glæðist áhugi stúdenta á kosningum þessuni og kjörsókn eykst til muna. Við megum ekki gleyma því að það er eitt einkenni lýðræðislegra stjórnarhátta að kjósendum sé auðveldað að neyta atkvæðisréttar síns. Gunnar Jóhann Birgisson Reglugerö hátíöarnefndar 1. desember l.gr. Tilgangur nefndarinnar er að halda hátíðlegan 1. desember ár hvert og minnast með því fullveldis þjóðarinnar. Einnig skal nefndin gefa út blað í tilefni dagsins. 2. gr. Nefndin skal skipuð 7 mönnum, og skipta þeir sjálfir með sér verkum (formaður, gjaldkeri, ritstjóri o.s.frv.) 3. gr. Nefndarmenn skulu kosnir leynilegri kosningu á stúdentafundi á tímabilinu 16.—22. október. Á þessum fundi skal frambjóðendum gefinn kostur á að kynna stefnu sína varðandi 1. desember; almennar umræður skulu einnig leyfðar. Kosningarétt og kjörgengi skulu hafa allir þeir, sem eru innritaðir í Háskóla íslands haustið er kosning fer fram. Sá listi. sem flest atkvæði hlýtur, fær alla nefndarmenn. 4. gr. Nefndin kýs 3ja manna kjörstjóm til að annast kosningar næsta haust á eftir. A.m.k. 15 dögum fyrir kjördag skal auglýsa kjördag og 10 daga framboðsfrest. Á hverjum lista skulu vera undirskriftir 10 stuðningsmanna frambjóðenda, og honum skulu fylgja tillögur um markmið og tilhögun hátíðahaldanna. 5. gr. Reglugerð þessari má aðeins breyta á almennum fundi stúdenta, sem nefndin skal boða til, komi fram krafa þess efnis frá þrem nefndarmanna eða 50 stúdentum hið fæsta. Slíkur fundur skal auglýstur með a.m.k. 2ja virkra daga fyrirvara. Breytingartillögur skulu því aðeins öðlast gildi, að þær hljóti Vs greiddra atkvæða.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.