Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 8
8 STÚDENTABLAÐIÐ UTANRÍKISMÁL í STÚDENTARÁÐI Með fundarboði síðasta Stúdentaráðsfundar fylgdi álykt- unartillaga frá fulltrúum Félags vinstri manna í utanríkisnefnd. Efni hennar var m.a. vopnakapp- hlaup stórveldanna, sjálfsákvörð- unarréttur þjóða, barátta stúdenta og allrar alþýðu í rómönsku Ame- ríku gegn fasískri heimsvalda- stefnu, ógnarstjórn á Kýpur, árásir „zíonista" á palestínska stúdenta og fleira sem þessu tengist. Loka- orð tillögunnar voru: „Friður og frelsi er í hœttu. Stuðlum að því að slík luetta hverfi. Stuðlum að friði, frelsi og mann- réttindum öllum til handa. “ Allsnarpar umræður urðu um þessa tillögu sem Vökumenn töldu einkennast af einhæfum málflutn- ingi. Að því kom þó að Þorsteini Húnbogasyni og öðrum umbum leiddist þófið og bar hann upp frá- visunartillögu með svohljóðandi greinagerð: „Forsendur fyrir því eru þœr að Umbótasinnar eru ekki kosnirí SHÍ til að fjalla um þessi mál og eru skuldbundnir gagnvart kjósendum sínum tilað svona mál séu ekki tekin fyrir hér á fundinum. “ Tillaga þessi var samþykkt með 11 atkvæðum Vökumanna og umba gegn 10 atkvæðum FVM. Undir Iok fundarins komust mál þessi aftur á dagskrá þegar Elín Margrét Lýðsdóttir umbi lagði til að tillögunni yrði vísað til utanrík- isnefndar til frekari umfjöllunar. Því næst lögðu fulltrúar FVM í utanríkisnefnd fram nýja tillögu. Fjallaði sú um innrás Bandaríkj- anna í Grenada, sem er þar harð- lega fordæmd. Til þess að koma í veg fyrir langt málþóf lögðu vinstri mennirnir Jóna Hálfdánar og Halldór Birgis fram dagskrártillögu þess efnis að þessi tillaga skyldi borin undir atkvæði strax. Það var samþykkt og tillagan síðan felld með 8 atkvæðum gegn 8. Þá báru sömu menn upp aðra tillögu um Grenada, svipaða en heldur styttri og ef til vill ekki eins róttæka. Þá kom enn ein Grenadatillagan. nú frá Antoni Pjetri Þorsteinssyni Vökumanni. þar sem íhlutun Bandaríkjamanna eru hörmuð. Enn vildi Þorsteinn Húnbogason vísa þessum utanríkismálum frá en nú var tillaga hans felld. Þessu næst var seinni tillaga vinstri manna um Grenada felld með atkvæðum Vöku og umba, 8 á móti 9. Sáu nú vinstri menn að í óefni horfði með utanríkismálaafskipti SHÍ og sam- þykktu einum rómi tillögu Antons Pjeturs sem ekki mætti nema þremur mótatkvæðum frá um- bótasinnum. Tillaga Antons og sem sagt ályktun SHÍ um Grenada er svo- hljóðandi: SHÍ harmar íhlutun Banda- ríkjamanna og rikja i Karíba- hafinu í málefni Grenada. Hér er um að rœða fullvalda ríki og ber að fordœma óeðlileg af- skipti erlendra þjóða af þeirra málefnum. Jafnframt er hvatt til þess að erlendar hersveitir verði dregnar sem fyrsl til baka og efril til kosninga þar sem Grenadabúar velja um sína eigin framtíð. Félag vinstri manna þykir jú hafa farið nokkuð halloka í þessari afgreiðslu.Stúdentablaðiðbarþetta og eins hversvegna þessar tillögur koma fram nú, undirannan fulltrúa FVM í utanríkisnefnd, Ólaf Sig- urðsson. Hann taldi alla þessa af- greiðslu hið versta mál. „Ástæðan fyrir þessum tillöguflutningi nú var að utanríkisnefnd hafði borist all- mikið af bréfum frá erlendum stúdentasamtökum. Má þar nefna stúdenta á Kýpur, Líbanon, vesturbakka Jórdanár svo og al- þjóðleg stúdentasamtök þar sem SHÍ er beðið um að gera eitt- hvað í málunum. Nokkurs konar neyðaróp sem við teljum að stúdentum hér sé skylt að svara. Hvað Grenadatillöguna snertir eru það mál sem eru í deiglunni nú. Mál þessi voru rædd á fundi í utanríkisnefnd, farið í gegnum bréfin og ályktanirnar samdar. Þess má geta að hvorki fulltrúar Vöku i nefndinni né sá eini umbótasinni sem þar situr sáu ástæðu til þess að mæta á þann fund. Engu að síður voru þessar ályktanir bornar undir þennan umbótasinna sem lýsti yfir velþóknun sinni yfir þeim. Það kom okkur því mjög á óvart að Þorsteinn Húnbogason skyldi með fulltingi annarra umbótasinna og Vöku visa þessum málum frá. Hvað ætlast maðurinn til; að við endursendum þau bréf sem okkur hafa borist og segjum því miður, en þetta vesen ykkar kemur íslenskum stúdentum ekki við. Þetta eru stúdentasamtök sem leita til okkar með neyðaróp en eru svikin. Að lokum vil ég taka fram að ég tel Anton Pjetur hafa bjargað and- liti SHf fyrir horn með tillögu- flutningi sínum. Þó hans tillaga hafi alls ekki verið eins og við hefðum helst viljað er hún þó skárra en ekkert," sagði Ólafur Sigurðsson fulltrúi FVM í Utan- ríkisnefnd SHÍ. -b. SKÓLAFÓLK FER HULDU HÖFÐI — lítiö eitt um stöðu stúdenta og kennara í E1 Salvador Hinn tíunda októbersl. voru þrjú ár liðin frá stofnun FMLN, sem er hernaðarlegur armur þjóðfrelsis- aflanna I El Salvador. Þennan dag fyrir þremur árum sameinuðust allar skæruliðahreyfingar, sem berjast gegn ógnarstjórn hægriafl- anna í E1 Salvador, undir eitt merki, FMLN/FDR. Innan FMLN og FDR sem er hinn diplómatíski armur þjóð- frelsishreyfingarinnar eru m.a. flokkar Sósíaldemókrata, komm- únista. mestur hluti Kristilegra demókrata ásamt samtökum verkalýðsfélaga. stúdenta, bænda og millistétta, raunar öll stjórn- málaleg og félagsleg öfl sem ekki eru öfgasinnuð hægriöfl. í tilefni alþjóðlegu E1 Salvador vikunnar (10.—15. okt.) vegna stofnunar FMLN var boðið hingað til lands Gabriel Lara, fulltrúa þjóðfrelsisafla E1 Salvador á Norðurlöndum. Tólf flokkar og fé- Gabriel Lara og Ingibjörg Haralds., túikur hans á fundinum í Ganila bíó. lagasamtök stóðu að komu hans hingað til lands og dvaldi Lara hér í eina viku. Margt var á stundaskrá hans. en hvað stærstur liður í hing- aðkomu hans var ávarp á fundi í Gamla bíó, laugardaginn 15. októ- ber. Á þeim fundi var einnig sýnd kvikmynd frá El Salvador urn uppbyggingu þjóðfrelsisaflanna á hinum svo kölluðu frelsuðu svæð- um, en það eru landsvæði sem þau hafa á sínu valdi og stunda um- fangsmikið fræðslustarf á sviði hjúkrunar. lækninga auk kennslu lesturs og skriftar. Gamla bíó var vel setið þennan laugardag og virt- ust allir vera mjög ánægðir með útkomu fundarins. Gabriel Lara talaði við fulltrúa verkalýðssambanda og félaga sem og fulltrúa þingflokka. Honum var boðið að ávarpa þing verka- mannasambandsins (haldið í Vest- mannaeyjum) en komst ekki vegna veðurs. Auk þessa þá heimsótti Lara nemendur í kennslustund I Háskóla íslands, námskeiðs I sögu Mexico og Mið-Ameríku og var það góð uppfylling í námið. Einnig heimsótti hann forseta fslands, Vigdísi Finnbogadóttur, er veitti honum móttöku á skrifstofu sinni. Undirritaður var á nokkrum fundum með Gabriel Lara og var ég beðinn um að segja eitthvað frá komu hans og spyrja um stöðu stúdenta í El Salvador í dag. Ég mun reyna að verða við þessum óskunr ritstjórans og tína til nokkra þá mola er mér áskotnuðust á þessum fundum. Forvitni mín beindist vissulega fyrst og fremst að því er varðar háskólastúdenta í E1 Salvador þó margt athyglisvert kæmi franr á þessum fundum um ástandið í landinu síðustu vikurog mánuði. „Mið-Ameríku háskólinn er lok- aður,“ sagði Gabriel Lara, „en hann er til húsa í höfuðborginni, San Salvador, og því hefur engin kennsla farið þar fram um langan tíma. En það er ekki þar með sagt að háskólanemar sitji auðum höndum og fái enga kennslu, öðru nær. Bæði kennarar og nemendur hafa kennslustundir í sínum náms- greinum hér og þar út um borgina. Þeir hittast í smákompum eða íbúðum til að halda áfrarn þarsenr frá var horfið þegar skólanum var lokað. Þannig að háskólanámið gengur áfram þó við allt aðrar að- stæður sé. En því miður grisjast þessi hópur ört því stjórnvöld beina spjótum sínum mjög að kennurum og stúden(um og er nú svo komið að stúdentar eru annar stærsti hópur fallinna í El Salvador á eftir smábændunum. Fyrir svo utan þá sem eru horfnirog enginn veit um. Kennarar eru ekki langt undan svo þú skilur að ástandið í kennslu- málum er slæmt. Við þessar sí- felldu aðfarir stjórnvalda að kenn- urunum þá þora nrargir þeirra ekki að kenna og reyna að fara huldu höfði. Ég get sagt þér dæmi af ein- um kennara sem var að kenna þegar hópur þjóðvarðliða ruddist inn í kennslustundina og myrtu hann fyrir framan nemendurna eftir að hafa svívirt hann fyrst. Svona atburðir draga vissulega mátt og þor úr mörgum en samt halda flestir kennaranna áfram kennslu. einsog ég sagði, hérog þar um borgina. Þetta á iíka við um landsbyggðina en þar eru kennarar og nemendur ekki síður ofsóttir." Eftir þessar upplýsingar var maður nú töluvert sleginn en for- vitnin varð yfirsterkari svo ég spurði hann hvort stúdentar tækju mikinn þátt í skæruliðabaráttunni. „Stúdentar eru stór hluti af þjóðfrelsisöflunum í E1 Salvador" sagði Gabriel og hélt áfrarn „ekki bara í skæruhernaðinum. heldur einnig í kennslu og öðru uppbygg- ingastarfi á frelsuðu svæðunum. Ég get líka nefnt það strax, svona áður en þú spyrð að þvi, þá taka konur mikinn þátt í starfinu. Þæreru meir en helmingur uppistöðu þjóðfrels- isaflanna og þær eru mun djarfari og árásargjarnari en karlmennirnir í baráttunni." Að lokum spurði ég hann út í stöðu FMLN/FDR í E1 Salvador í dag og kvað hann stöðu þeirra í landinu vera það sterka og hljóta það mikinn stuðning meðal alþýð- unnar að stjórnin væri löngu fallin ef hún nyti ekki stuðnings Banda- ríkjastjórnar. Bandarísk stjórnvöld hafa m.a. viðurkennt það. Ég vona að lesendur séu nokkuð fróðari um stöðu stúdenta í EI Salvador og skilji ástand það sent samstúdentar þeirra eiga við að etja í landinu. Þessir punktar sem hér eru á prenti eru teknir úr viku skammti af minnisblöðum frá því í október og hef ég tínt til þau atriði sem mér fannst að þyrftu að korna fram í málgagni okkarstúdenta. Að auki setti ég þetta þannig saman að úr gæti koniið nokkuð samstæð heild spurninga og svara en þetta er aðeins lítið brot af því sem alþýða El Salvador má þola dag hvern af hendi stjórnvalda, sem nota hvað sem þeir geta til að kveða niður raddir frelsisins. Jón Gunnar Grjetarsson

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.