Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 12
12 STUDENTABLAÐIÐ Stefán Steinsson: Af fjöldatakmörkunum í læknadeíld — Fyrri hluti: Þróunin Hugmyndin um að ekki skuli mennta nemu takmarkaðan fjölda lækna er gömul. Þegar Kristján Sveinsson augnlæknir var að læra voru læknanemar fimrn og ekki var talið að hægt væri að hleypa nema þrem þeirra í gegn. í Stúdenta- blaðinu I936 er fjallað unt þessa takmörkun í Ijósi þess hversu marga lækna þjóðin þurfi að eiga. Á þeim árum voru kennarar læknadeildar almennt trúaðir á að markaðurinn væri að yfirfyllast. Samt er það ekki fyrr en á allra síðustu árum að atvinnulausir læknar hafa sést á kreiki. Þeir held ég þó að hafi ætíð átt kost á ein- hverri vinnu sem læknarán þessað kæra sig um hana. Mér er næst að fullyrða að þeir hafi ekki soltið. Það er loðið hugtak þetta atvinnuleysi. Upphaf nútíma fjöldatakmörkunar Baráttu deildarinnar fyrir þeirri fjöldatakmörkun sem nú er komin á má rekja aftur til ársins 1969. Ári áður hafði reglum reyndar verið breytt á þá lund að nú þurfti að ná öllum prófum á I. ári til að mega setjast á 2. ár. I þá daga mætti sú breyting harðri andstöðu, þótt þetta sé orðin viðtekin regla nú til dags. Vorið 1969 samþykkti deildin að krefja nýnema ákveðinnar lág- markseinkunnar á stúdentsprófi, 7,25 úr stærðfræðideild og 8,0 úr ntáladeild. Þáverandi mennta- málaráðherra Gylfi Þ. Gíslason staðfesti það. Nemar mótmæltu á þeim forsendum að stúdentapróf væri ekki samræmt. Auk þess væri þarna verið að núa ákveðnu getu- leysi um nasir menntaskólunum. Allt fólk með stúdentsgráðu hlyti að eiga að sitja við sama borð. Einnig vitnuðu menn til yfirlýsing- ar ráðherra hálfu ári áður um að aldrei skyldi hann líða neinar inn- tökutakmarkanir í læknadeild. Gerðu læknanemar og nýstúdentar m.a. út fjölmennan leiðangur og eltu Gylfa að skipshlið er hann var á förum utan. Þeir vildu fá hann til að staðfesta yfirlýsinguna skriflega. Ekki náðu þeir tali af ráðherra og skipið létti akkerum undir háværu bauli leiðangursmanna. Þessi inntökutakmörkun varð að heilmiklu blaðamáli. Deildin og ráðherra áttu í vök að verjast svo að samþykkt var að taka svo marga inn sem kennslurými í verklegri efnafræði leyfði. Reyndist rúm fyrir 108 svo að allir komust inn það árið. Deildinni hafði hins vegar farn- ast betur að berja á offjölgunar- grýlunni á öðrum vettvangi. Hún hafði hækkað lágmarkseinkunn eftir I. ár úr 7,0 upp í 9,0 á kvarð- anum frá —23 upp í 16,0. Nemar mótmæltu ákaft, án árangurs. Þannig féllu % þeirra sem innritast höfðu haustið 1968. Óskabarn fæðist Árið eftir var samþykkt að halda til streitu fyrrgreindri kröfu um lág- markseinkunn á stúdentsprófi, þ.e. hvað varðaði inntöku nýstúdenta haustið 1970. Jafnframt var skorað á stjórnvöld að staðla stúdentspróf. Skömrnu siðarfæddist„numerus elausus" í svipaðri mynd og hann er í dag. Var hann fljótlega sam- þykkturog staðfesturaf Gylfa Þ. Þá féll fyrri krafa um inntökuskilyrði úr gildi. Veturinn 1970—1971 gátu kenn- arar læknadeildar ekki komið sér saman um hversu mörgum skyldi hleypt upp af 1. ári. Talan 24 var vinsælust. Jafnframt lofaði rektor að rneira fé yrði veitt til deildar- innar. Því var fjöldatakmörkun frestað það árið. Fengu allir að fara upp sem náðu prófum. Næstu tvo vetur, 1971—1973, þróaðist fjöldatakmörkunin lítið. Ákvæðið var komið inn í reglugerð þótt beitingu þess væri frestað. Kennarar undu því nokkuð glaðir við sitt, enda var verið að breyta heilmörgu öðru í skipulagi deild- arinnar. Skrautlegar tillögur komu þó af og til fram en runnu út í sandinn. Má sem dæmi nefna hug- myndina um að miða fjöldann á 2. ári við krufningarými í Liverpool. Veturinn 1973—1974 fóru nem- ar og kennarar í kröfugöngu að menntamálaráðuneytinu til að krefjast úrbóta í byggingamálum deildarinnar. Var þáverandi deild- arforseta flaggað í fylkingarbroddi. Ýmislegt smálegt hafðist upp úr krafsinu. Þennan vetur var mikið rifist um hvort þeir sem á janúarprófum féllu mættu sitja til vors og taka vorpróf. Leitað var lögfræðings og á ýmsu gekk. Niðurstaðan var nemum í vil, meira að segja voru haldin haustpróf og enginn sleginn af nema hann félli. Þreföld postulatala 1974-1975 var deildin með einhver tilþrif sem runnu út í sandinn. Málinu var enn „frestað". 1975— 1976 samþykkti deildin að beita fjöldatakmörkun eftir janúarpróf. Nemar báru þó sigur úr býtum: Tilkynningin hafði borist allt of seint. Enn einn ósigurdeild- arinnar. 1976— 1977 heyrðist hin þre- falda postulatala 36, sem nú er orðin heilög í læknadeild. fyrst nefnd. I þá daga voru engin rök til fyrir henni. Deildin ætlaði eigi að síður að nota hana til viðmiðunar. Álit lögfræðings var að takmörk- unin væri illa undirbyggð. Deildin þráaðist við, hafði enda með sér annan lögfræðing sem taldi henni heimilt að beita takmörkuninni. Nemar höfðu ýmsar mótbárur i frantmi í deildarráði en tillögur þeirra voru felldar. 31 af 51 náði síðan vorprófum. Þá skyldi leyfa hinum 20 að keppa um þau 5 sæti sem eftir voru á haustprófum. Um sumarið fengu nemar Háskólaráð í lið meðsér. Krafði þaðdeildina um ýtarlega greinargerð fyrir nauðsyn takmarkana og rökstuðning hinnar þreföldu postulatölu. Þetta ásamt ótvíræðum stuðningi menntamála- ráðherra, Vilhjálms Hjálmarsson- ar. var mikill sigur fyrir lækna- nema. Á deildarfundi um málið urðu allharkalegar umræður sent lauk með stórsigri þeirra sem voru á móti takmörkun. 45 nemar hófu nám á 2. ári haustið 1977. Veturinn 1977—1978 voru óvenju margir á 1. ári eða 120. Deildin ákvað þá að skella skolla- eyrum við tilmælum Háskólaráðs og ráðherra. Skyldu 36 fá að halda áfram eftir jól og engin haustpróf haldin. Eftir heilmikið þref og stapp ákváðu Háskólaráð og ráð- herra að taka ákvörðunarvaldið af deildinni og fella fjöldatakmörkun niður að órökstuddu máli. Vor- prófin voru endurtekin að hausti þótt sumir nemar fengju tilkynn- inguna um það reyndarekki fyrren 4 dögum fyrir prófdag. Hvað um það, yfir 60 nemar settust á annað ár. Það má fljóta með að fram til þessa höfðu á bilinu 35—50 manns jafnan farið upp á annað ár. Ætíð höfðu einhverjir þeirra fallið út síðar meir. því að í læknadeild fá ntenn aðeins tvö próftækifæri í hverju fagi. Undanþágur eru sjald- gæfar sent sjálfur geirfuglinn. Á þessum tíma var slíkur fjöldi sem nú þekkist á einstökum árgöngum hinna efri námsára því óþekktur. Orrustan Eftir ósigurinn 1977 hafði lækna- deild sleikt sár sín í nokkra mánuði en síðan sett nefnd í málið. Skyldi hún „finna leiðir til að komast hjá fjöldatakmörkun". Nefndin pældi gauntgæfilega íöllum námskeiðum allra ára. Hún leitaði upplýsinga hjá forstöðumönnum allra greina. Það merkilegasta sem nefndin fékk út úr þeim var að fjöldi nemenda sem unnt er að mennta á hverju hinna 6 námsára nemur þrefaldri postulatölu. Nefndin skilaði áliti í ársbyrjun 1979. Er það skýrsla upp á nær 170 síður. nefnd gula skýrslan. Ekki verðurefni hennar rakið hér. en álit nefndarntanna var þetta: „Vafalít- ið má fjölga nemum sem deildin menntar nteð réttum breytingum á skipulagi hennar." 1978—1979 náði 51 nemi fyrsta árs prófum. Deildin hafði beðið unt leyfi til fjöldatakmörkunar en Há- skólaráð synjað. enda voru menn vart byrjaðir að grufla í gulu skýrslunni. Nú varð stutt hlé, lognið á undan stórviðrinu. Það sem síðan hefir gerst er flestum læknanemum í fersku ntinni. Deildin lét aðra nefnd taka feitustu bitana úr gulu skýrslunni og smíða ýtarlegan rök- stuðning fjöldatakmörkunar. Var hann síðan lagður fyrir Háskóla- ráð. Bað deildin um að mega tak- marka fjöldann við 36 og hækka meðaleinkunn milli ára upp í 6,5 úr 5,0. Ætluðu stúdentar í Háskóla- ráði að einbeita sér gegn hinu fyrr- nefnda, vitandi það aðólíklegt væri að þeim tækist að fá báðar tillög- urnar felldar. En þegar á hólminn kom kippti deildin tillögunni um hækkun meðaleinkunnar burtu, öllum að óvörum (?). Var fjölda- takmörkun þá samþykkt. Yrði miðað við meðaleinkunn allra prófa á I. ári og 36 efstu fengju að halda áfram. Veturinn 1981—1982 fengu fall- istar frá árinu áður að halda sinni gömlu skráningu. þ.e. frá hausti 1980. áður en takntörkunin var samþykkt. Stóðu þeir því utan við fjöldatakmörkun. Af nýskráðum náðu 40 prófum og átti að höggva 4 af. Læknanemar lögðu þá frant til- lögu þess efnis að hleypa þessum 4 upp. því að þeir gætu vart kallast „neyðarástand". Deildarráð felldi tillöguna. Hún var þá lögð óbreytt fvrir Háskólaráð og var mikið rædd þar. Að endingu samjrykkti ráðið að fresta beitingu þessa reglugerð- arákvæðis. án þess þó að fjölda- takmörkun yrði á neinn hátt lögð niður. Og loksins var hægt að takmarka Síðastliðinn vetur. 1982—1983, náðu 54 1. árs prófurn. 4 voru jafnir um 36. sætið. Nokkurt fát kom á deildina sent vildi þá ntiða við anatomíueinkunn eins og kveðið er á urn í reglugerðinni. Allmargir reyndust hins vegar hafa anatomíueinkunn jafn háa hinum 36, þótt lægri væru í meðaleinkunn. Einnig þótti sjúkrapróf hafa verið fullseint haldið og því ekki lestrar- jafnrétti með mönnunt. Loks var borin frarn tillaga um að fjór- menningunum yrði leyft að „sitja saman" í 36. sætinu. Deildarráð felldi hana. Var tillagan þá borin undir Háskólaráð sent samþykkti hana, m.a. vegna áskorunar frá hinurn 15 sem aftar voru á merinni. Því settust 39 á 2. ár í haust. Nú hafa fimmtánmenningarnir réttilega bent á að hér sé verið að hringla með svo alvarlegt mál sem fjöldatakmörkun. Eigi á annað borð að takmarka fjöldann verði reglurnar að vera nákvæmar og þeim fylgt út í æsar. Æskja þeirsetu á 2. ári á þessum forsendum. Þeir hafa fengið sér lögfræðing en allt bendir til þess að deildin og Há- skólaráð muni daufheyrast við bænum þeirra. Eitt umdeildasta atriðið í út- reikningunum í fyrra var að tvö núlleiningafög voru að fullu reikn- uð með í meðaleinkunn. Lofaði deildin að nota sumarið til að endurskoða reglugerðina m.t.t. þessa. Það „gleymdist“. Því mun sania ruglið halda áfram í vetur og vor.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.