Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 9
STÚDENTABLAÐIÐ ALBERT IVÐ DRÍFA í AÐ ÞETTA! hús og leikritun hópur en þeim hópi kynntist ég aldrei enda varla vaxinn upp úr Kardemommubænum i þá daga. Poppléikurinn Öli er gott dæmi um þær hræringar sem voru í leik- húsi fyrir rúmum áratug. Leikhús sem spratt upp af neyö því allir þátttakendur voru ungir atvinnu- lausir leikarar sem áttu ekki inn- gengt i ófrjótt sæluástand at- vinnuleikhúsanna. Fátækt leik- hús sem haföi ekki efni á starfs- liði og uröu því leikarar aö gera allt sjálfir hanna búninga leik- mynd og selja miða. Leikmyndin var ódýr nokkrir vinnupallar og fátæklegur en vandlega nýttur Ijósabúnaður. Leikinn sömdu leikstjórar, leikarar og rokkhljóm- sveitin Oömenn i sameiningu og útkoman varö beinskeytt bráö- skemmtileg ádeila á skólakerfi, foreldravald og hernaöarbrölt svo nokkuð sé nefnt. Þriðja dæmiö sem ég vil nefna er Inúkhópurinn svonefndi. Sá hópur vann i sam- vinnu viö rithöfund ádeiluverk um meöferð hvitra manna á eski- móum. Þessi leikur var sýndur í Þjóðleikhúskjallaranum en geröi síðan viöreist um lönd. Viðtökur þær sem sá leikur fékk sýndi glögglega aö getan varfyrirhendi en áhuga og kjark hefur senni- lega vantað. Dæmi eru til um is- lendinga sem hafa starfrækt eöa starfað í frjálsum leikhópum er- lendis en þau dæmi ætla ég ekki aö tiunda. Reyndi hiö hefðbundna leikhús ekkert aö koma til móts viö til- raunaleikhúsiö? Sáralitið? Ég hef nefnt ínúkhópinn en segja má aö hann hafi starfað undir handar- jaöri Þjóðleikhússins þó hann lyti öllum lögmálum hins frjálsa leik- hóps. Eitt dæmi lofsvert verö ég þó aö nefna þó þaö sé reyndar um persónu eins manns aö ræöa fremur en hlut leikhússins. Jökull Jakobsson vann gjarna á þann hátt aö æfingar á verki voru hafnar áöur en hann haföi aö fullu lokið ritun þess. Siöan umritaði hann verkiö og lauk þvi jafnóðum, ölluheldur mótaöi þaö á sviðinu. Sannarlega lofsverö vinnubrögö og lífvænlegri heldur en allur sá skúffuskáldskapur sem nú veöur uppi. Flest islensk verk eru af þeirri tegund leikhúss sem nefnast vandamálaverk oft titluö skandin- avisk af þeim sem leiöast þau. Þessi tegund verka er undan- renna frá tilraunum frjálsu leik- hópanna til aö segja eitthvað nýtt deila á sem mótvægi viö hefð- bundna leikhúsið sem endurtók þaö sem búiö var að segja. End- uöu slikir leikir gjarna á þvi aö fram fóru umræöur milli leikara og áhorfenda um efni verksins og voru sem slik skemmtileg til að skapa umræöu og til skoðana- myndunar. Nú á dögum hafa frjálsir leik- hópar aflagt þessa aöferö þeir hafa hana i mesta lagi til hliðsjón- ar. Þaö eru helst pólitiskir hópar eða hagsmunahópar minnihluta sem nota hana i baráttu sinni: konur, hommar og lesbiur i jafn- réttisbaráttu sinni, friðarhreyfing- ar eöa kynþáttaminnihlutar og fatlaðir. Nú þegar hiö eiginlega vanda- málaverk er dautt taka hefö- bundna leikhúsið og leikrita- skáldin vandamálaverkiö uppá sína arma. Gráu sellurnar hranna upp vandamálunum upp ófrjóum samræöum í sófum eöa viö eld- húsborö mér og öllum þeim til ama sem ætlast til að sjónleikir höföi beint til tilfinninganna til hláturs eöa gráturs en ekki til sligaöra heilastööva okkar nú- timamanna. Allt er krufiö brotiö til mergjar afhjúpaö afklætt ekkert rúm fyrir imyndunarafliö fyrir upp- lifunina grár hversdagsleikinn birtist okkur á svióinu holdi klæddur eins og viö fáum ekki nóg af honum i daglega lifinu. Leikhús er ekki bókmenntir. Leikhús er myndir úr lifinu og spurningin er hvernig segjum viö söguna? Grátbrosleg mynd Dario Fos af normum samfélagsins segja mér meira en tveggja tíma rövl grámenna i sófum um diallektiska efnishyggju enda er hláturinn eöa álíka sterk tilfinning liklegri til aö koma boðskapnum til skila. Vandamálaverkiö er dautt en afturgöngurnar svífa um salina. Hérog nú! Meö jöfnu millibili skjóta óháö leikhús eöa leikhópar upp koll- inum. Hér er um aö ræöa atvinnu- lausa leikara þá sem ekki komast aö hjá leikhúsunum, hagsmuna- hópa eöa leikfólk meö brennandi áhuga. Ég nefni til: Alþýöuleik- húsið, Garöaleikhúsiö, Revíuleik- húsið, Breiðholtsleikhúsið, Kvennaleikhúsiö, Stúdentaleik- húsið, Svart og sykurlaust og þá blómlegu leiklistarstarfsemi sem fram fer í framhaldsskólum. Gam- an væri aö fjalla ítarlega um þessa hópa spyrja hver sé metn- aður þeirra ætla þeir aö troöa nýj- ar slóöir eöa apa þær gömlu? I þessari grein veröur fariö yfir á hundavaði. Grófar alhæf ingar: Ævi þessara hópa er fremur stutt. Fjárhags- staöa þeirra er slæm og þeir þiggja sjaldnast styrk frá rikinu. Þörfin fyrir þá viröist mikil vegna þess hve margir leikarar mennt- aöir sem ómenntaöir ganga um verkefnalausir. I verkefnavali kennir ýmsra grasa þó mest beri á þýddum erlendum verkum. Æfingar fara fram í frístundum. Húsnæðisleysi háir starfsemi þeirra. Alþýöuleikhúsiö er líklega gagnmerkast þessara hópa og sá lifseigasti. Þaö setti metnað sinn i aö bæta viö einu atvinnu- leikhúsi i borginni sem gekk ekki vel vegna fjárskorts og húsnæö- ishraks. Þegar hópurinn fékk inni i Hafnarbiói kom upp skemmtilegt rekstrarform sem er til eftir- breytni. Stofnaöir voru hópar sem sinntu vissu verkefni og starfaði hver hópur án afskipta hinna án neinnar yfirstjórnar i listrænum efnum en hóparnir sameinuðust um rekstur hússins og fram- kvæmdastjórn. Gæti slikt sam- starf orðið framtíðarlausn á vand- ræðum frjálsra leikhópa? Davið áttu ekki tóma skemmu sem hægt væri aö breyta i leikhús? Svart og sykurlaust hópurinn varö til uppúr götuleikhúsi sem stofnað var til aö vekja athygli á húsnæöisleysi frjálsu leikhóp- anna þegar Hafnarbío var rifiö. Hópurinn liföi góöu lífi stutt is- lenskt sumar og er ástæða til aö taka ofan fyrirfólki sem heldur úti götuleikhúsi á okkar kalda kalda landi og reyndir að bera lit i okkar gráu borg. Þar sem þetta er ritaö fyrir blað stúdenta þykir mér ástæöa til aö geta Stúdentaleikhússins. Þaö er rekið eftir svipaöri formúlu og Al- þýöuleikhúsiö sem lýst er hér aö framan og er kaffileikhús þ.e. gestir geta notið veitinga á meö- an á sýningu stendur. Hér er um brautryðjendastarf að ræöa en nú hefur Revíuleikhúsið fetaö i fótsporin og er von min að fram- hald veröi á jafnvel meö ekta reviu i gamla góöa stílnum eða kabarettsýningum þvi aldrei er of mikiö af leikhúsi hvunndagsins þessum spéspegli sem gerir okk- ur kleift aö skoöa þessa undar- legu tegund mannskepnuna frá nýju sjónarhorni. Stúdentaleik- húsiö hefur ekki sinnt islenskri leikritun sem slíkri né sýnt neinn metnáð i þá átt en leikgerðir þess á Ijóöum og skáldverkum hafa veriö firnaskemmtilegar. Ekki mun af veita aö finna nýjan vett- vang fyrir Ijóðið sem nú hvilir mest i bókaskápnum. Önnur starfsemi leikhússins hefur veriö kynningar á litt þekktum erlendum höfund- um og er þaö góöra gjalda vert. Kannski dálítill nefiöuppiloftiö- keimur af því en allt i lagi. Leik- húsið er enn mjög ungt og vetrar- starfsemi þess á eftir aö skera úr um stefnuna. Leikarar eru skemmtilegt sambland af at- vinnu- og áhugaleikurum sem margir hverjir koma úr sýningum framhaldsskólanna en skemmti- legustu sýningar sem ég hef séö hin síðari ár eru einmitt mennta- skólasýningar. Aö lokum vil ég geta einnar skemmtilegrar heföar i islensku leikhúslifi. Siðasta verkefni Nem- endaleikhússins á leikári semur íslenskur höfundur sérstaklega fyrir og í samvinnu við hópinn. Þessar sýningar eru þær athygl- isverðustu sem fram hafa Komið hin síðari ár og vil ég sérstaklega geta hlutar Sigurðar Pálssonar aö góöu. Meira af slíku. Frá mínum bæjardyrum séð er gróskan ekki í íslenskri leikritun heldur hjá ungu áhugafólki um leiklist. The show must go on! Benóný Ægisson

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.