Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 11
STUDENTABLAÐIÐ Elín Lýðsdóttir Guðvarður Már og Tapani Að þessu sinni var Nordiskt ordförande möte (NOM) haldið i Stokkhólmi dagana 12. og 13. nóvember s.l. Upphaflega stóð til aö NOM yrði haldið i byrjun okt- óber en þar sem sum samtak- anna áttu erfitt meö aö senda fulltrúa þá, þá var NOMinu frestað um rúman mánuð. Af þeim sökum var nægur timi til undirbúnings. Á dagskrá voru þrjú umræðu- efni: staða og vandamál kvenna í æðri menntun, aðgangur að æðri menntun og samskipti norrænu stúdentasamtakanna í framtið- inni. Einnig átti framkvæmdastjóri West European Student Informa- tion Bureau (WESIB) að kynna stofnun sina. Þar sem nægur timi var til undirbúnings voru íslend- ingar betur undirbúnir til að taka þátt i umræðunum en oft áður. Undirnefnd menntamálanefndar haföi búiö til plagg um stöðu kvenna í Hl og jafnframt haföi menntamálanefnd rætt um að- gangskerfið og stjórnin hafði tek- ið samskiptin i framtiðinni til um- ræðu. Ekki dreifðum viö þó neinu nema plagginu um stöðu kvenna. Frá Danmörku (DSF) komu 3 fulltrúar, frá Noregi (NSU) komu 2 fulltrúar, frá Finnlandi (SYL) komu 3 fulltrúar og frá gestgjöf- unum (SFS) tóku þátt i fundinum 6 fulltrúar á einn eða annan hátt. Hvorki Færeyingar né Grænlend- ingar sendu fulltrúa en hins vegar sátu 3 áheyrnarfulltrúar frá ROK (Sambandi finnskra stúdenta i Sviþjóð) fundinn um lengri eða skemmri tíma. Staöa kvenna Umræður á fundunum sjálfum voru oftast góðar og markvissar, var það ekki sist að þakka góðri fundarstjórn. Fyrst var rætt um stöðu og vandamál kvenna i æðri ’menntun. Formaður sænska jafn- réttisráðsins („Sveriges Jám- stálldhetsombudsman“) flutti fyrst tölu um jafnrétti og jafnrétt- isbaráttu i Sviþjóð. Var það hin fróðlegasta ræða. Við dreifðum greinargerð frá menntamálanefnd SHI. I þeirri greinargerð kom fram skipting kynjanna eftir fögum i HÍ og þró- unin undanfarin ár. Aukningin er fyrst og fremst konum að þakka, þarsem fjöldi kvenna hefuraukist um 194%. En konur eru núna 46% stúdenta við Hl, en viö þurf- um örugglega að biða lengi þar til konur verða 46% i fögum eins og verkfræði, eðlisfræöi, stæröfræði, heimspeki, guðfræði og tann- lækningum. Einnig kom fram í greinargerð- inni að konureru 17% allra kenn- ara við Hl, en flestar þeirra eru stundakennarar. Kvenkennurum hefur fjölgað töluvert s.l. 12 ár en ástæöan fyrir þeirri fjölgun er ekki bara aukið jafnrétti heldur fyrst og fremst sú aö tekin hefur verið upp kennsla i hefðbundnum kvennagreinum eins og hjúkrun- arfræði og sjúkraþjálfun. ’l máli fulltrúa stúdentahreyfing- anna kom fram að ástandið er mjög svipaö i löndunum 5, hvað varðar stööu og vandamál kvenna i æðri menntun. Þó eru konur meirihluti stúdenta alls staðar nema á Íslandi. Finnarnir bentu á að næstum allar náms- bækur eru skrifaðar af körlum. Svíarnir bentu á að þrátt fyrir um- ræðu siðustu 10 ára heföi ástandið ekkert batnað konum i hag. Þeir bentu einnig á að i lyfja- fræði í Svíþjóö væru konur um 80% nemenda, en fagið væri „þröngt" á þann hátt að lyfja- fræðingur getur yfirleitt ekki unn- ið við annað en lyf, en hins vegar er lögfræði „vítt“ fag, þ.e. lög- fræðingar geta fengið vinnu víða, en karlar eru í meirihluta i lög- fræði. Sviarnir sögðu einnig að þar sem karlar hafi farið i ein- hverjum mæli inn í hefðbundin kvennastörf i einhverju mæli að þá hafi status starfsins hækkaö. Sviarnir sögöust vera hræddir um að ástandið ætti eftir að versna, konum i óhag, vegna deildavals i framhaldsskólum, en deildirfram- haldsskólanna verða sífellt sér- hæfðari svo unglingar verða að velja mjög ungir (15—17 ára), sbr. orð jafnréttisráðsformannsins um að unglingar (16—17 ára) væru mjög meðvitaðir um kyn sitt. Norðmenn sögðu að færri konur tækju námslán en karlar sem kæmi fram í þvi að margar konur ynnu hlutastarf með námi. Sögð- ustu Norðmennirnir vera hræddir um að ástandið ætti eftir aö versna fyrir konum með auknu at- vinnuleysi. En norskar konur eru af einhverjum ástæðum hræddari en karlar við að taka námslán. Ástæðan hlýtur aö liggja i endur- greiðslum, að þvi er við komumst næst. „Kvinnepolitik" Sunnudagurinn hófst á um- ræðu utan dagskrár um „Nordisk seminar om kvinners situasjon pá universitetet". Á NOMi i Finn- landi í vor var rætt um slikt sem- inar og ákveðið að NSU skyldi hefja undirbúning að slikri ráð- stefnu en SYL skyldi athuga fjár- málahliöina. Fulltrúar NSU til- kynntu aö það stæði til að halda ráðstefnuna miösvæðis, eða i Danmörku eða Sviþjóð!!! næsta haust. Jafnframt var ákveöið að þetta yröi rætt nánar á Islandi i vor. Ákveöið var að einungis kon- ur fengju að taka þátt i ráðstefn- unni. Á ráðstefnunni á aö ræða stöðu og vandamál kvenna og „kvinnepolitik" en ekki jafnrétti kynjanna sem slíkt. Næst kom framkvæmdastjóri WESIB og kynnti stofnun sína, markmið og starf. Nú eru 8 sam- tökaðilaraðWESIB. Aögangur að háskólum Þvi næst var farið að ræða að- gang að æðri menntun. Þar sögð- um við frá þeim reglum sem gilda hérlendis. I fyrsta lagi að almennt séð er stúdentspróf krafa til aö komast inn i Hl, þó kröfur um sér- stakt stúdentspróf inn i verk- fræði- og raunvisindadeild og lyfjafræði lyfsala og að fjöldatak- markanir væru i læknisfræði, tannlæknisfræði og sjúkraþjálfun. Jafnframt aö SHI væri á móti öll- um fjöldatakmörkunum á fors- endum jafnréttis til náms og frels- is. Einnig sögðum við frá frekari hugmyndum um fjöldatakmark- anir. Þó SHÍ sé ekki fulltrúi ann- arra námsmanna en háskóla- stúdenta sögðum við einnig frá takmörkunum og inntökuskilyrö- um i Kennaraháskóla Islands, Tækniskóla íslands (tæknibraut- ir) og Búnaðarskólann á Hvann- eyri (búvísindadeildl. Samkvæmt þvi sem fulltrúar annarra stúdentahreyfinga sögðu þá virðist það vera svo að fjöldatakmarkanir eru regla en ekki undantekning á Norðurlönd- unum. I dönskum lögum frá 1976 er kveðið á um að i hverri grein sé einungis til ákveðinn fjöldi plássa fyrir stúdenta og jafnframt hvern- ig eigi að velja fólk ef umsækj- endur eru fleiri en plássin. Að- gangi er svo stýrt af rikinu i formi fjárveitinga. Sú hugsun er rikjandi að mest eftirspurn úti i þjóðfélag- inu sé eftir hagfræði- og tækni- menntuðu fólki svo fjárveitingar i þær greinar hefur verið riflegri en aðrar. Reynt var að reikna út hve marga stúdenta samfélagið hefði ráð á að mennta og einnig var reynt að reikna út þörf samfé- lagsins fyrir menntamenn. Takmarkanir hafa leitt af sér atvinnuleysi fyrir ungt fólk. Árið 1977 var um 4000 ungmennum visað frá námi i háskólum og 1983 var um 10100 ungmennum vísað frá. Þó var 10% fleiri hleypt inn i skólana 1983 en 1982. Ástæðan er ekki góður árangur af baráttu stúdentasamtakanna gegn fjöldatakmörkunum heldur líklega vegna þess að rikisvaldið virðist hafa áttað sig á þvi að það er ódýrara að hafa ungt fólk í skólum en á atvinnuleysisbótum. DSF er á móti fjöldatakmörk- unum. Það er álit DSF að það eigi aö vera frjáls aðgangur að há- skólum og að nám eigi að vera réttur en ekki forréttindi. I Finnlandi útskrifast 27000 stúdentar árlega en ekki nema 12—13000 eru teknir inn i há- skólana, það er að segja það eru fjöldatakmarkanir alls staðar. menn eru valdir inn eftir prófskírt- einum þar sem reynsla af vinnu- markaði og herþjónusta geta gef- ið aukastig. Inntökupróf eru einn- ig algeng eða blanda af inntöku- prófi og mati á skirteini. STL virðist ekki vera á móti fjöldatakmörkunum en SYL er á móti þvi að herþjónusta gefi aukastig, það er ekkert jafnrétti i þvi. I Noregi eru takmarkanir viðast hvar. Stúdentspróf ér hin venju- lega krafa um inngöngu i háskóla en að sjálfsögðu er sums staðar gerðar kröfur um sérstakt stúd- entspróf. i Sviþjóð eru almenn skilyrði til inngöngu i háskóla þau að nem- andi hafi lokið a.m.k. tveggja ára framhaldsskólanámi eða sé orð- inn 25 ára gamall og hafi unnið a.m.k. 4 ár á hinum almenna vinnumarkaði (barnauppeldi og herþjónusta flokkast hér með). Viðast hvar eru gerðar meiri kröf- uren þetta. Öll æðri menntun er takmörk- uð, það er ákveðinn fjöldi plássa i hverri grein við hverja stofnun. Valið er eftir skirteini og reynslu á vinnumarkaði. Þar sem ásókn er mikil er kvótakerfi, þ.e. ákveðinn fjöldi 25 ára og eldri kemst inn o.s.frv. Helst virðist vera deilt um hvort hvernig eigi að meta atvinnulífs- reynsluna, þ.e. hvort krefjast eigi almennrar reynslu eöa reynslu í vinnu í sérhæfðu starfi. Næsta NOM Að lokum var rætt um sam- skipti norrænna stúdentahreyf- inga i framtiðinni og næsta NOM. Ekki var mikið rætt um sam- skiptin i framtíðinni þar sem tölu- verður tími fór í að skamma Svíana fyrir ógestrisni. Fór svo að ákveðið var að í framtiðinni skyldu gestir borga fargjald, en gestgjafi uppihald fyrir allt að 3 fulltrúa frá hverju sambandi þá daga sem NOM stendur. Einnig var ákveðið að gestgjafi sendi frá sér stutta skýrslu um NOMið strax eftir fundinn. Að öðru leyti var upræðunni um samskiptin frestað til næsta NOMs. Mikiö var rætt um næsta NOM, en þar sem okkur þótti 2 daga of stuttur timi til að ræða allt sem ræða þurfti i Stokkhólmi, buð- umst við til að halda þriggja daga NOM i Reykjavík. Ekki var endan- lega gengið frá efni næsta NOMs þar eö sitt sýndist hverjum en örugglega fer einn dagur í að ræða það sem er efst á baugi í hverju landi fyrir sig, samskiptin í framtiðinni og kvennaráðstefn- una. Einnig var ákveðið að eyða um þaö bil hálfum degi i umræður um alþjóðleg samskipti norrænna stúdentahreyfinga, sérstaklega samskipti og aöstoö stúdenta- hreyfingar í þróunarrikjunum. Aðalmál NOMsins (einn og hálfur dagur) verður svo líklega niðurskurður til háskóla/mennta- mála, menntastefna, áhrif og áhugi stjórnmálamanna og rikis- valds á háskólum og afleiðingar niðurskurðarins fyrir samfélag framtiðarinnar. Við sögðumst stefna að þvi að halda NOMið í Reykjavík í júní 1984. Nokkur orð frá eigin brjósti. Ögestrisni Svíanna var nánast ófyrirgefanleg. Hins vegar voru umræður oft góðar og markvissar og var ástæðan m.a. fólgin í góðri fundarstjórn og einnig því að á þessu NOMi voru margir er höfðu tekið þátt i NOMi áður og voru orðnir hagvanir. Á hinn bóginn var litill sem enginn tími til umræðna utan fundanna, en slikar umræð- ur eru oft mjög gagnlegár. I heildina séð vel heppnað NOM. Elín og Guðvarður í STOKKHÓLMI

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.