Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 3
F R ETTI R 3 Svo gæti farið að starfsemi Félagsstofnunar stúdenta og Stúdentaráðs verði komin í nýtt og stærra húsnæði á háskóla- svæðinu fyrir aldamót. Fjóðminja- safn Islands hefur lýst yfir áhuga á því að yfirtaka hús Félagsstofnunar, Garnla Garð og Jarðfræðahús. Hafnar eru viðræöur fulltrúa Fjóð- minjasafnsins, Háskóla Islands og Félagsstofnunar stúdenta um kaup safnsins á byggingunum þremur og yfirtöku lóðaréttinda Háskólans. Fyrst þarf a& finna lóð Kaup á byggingum Félagsstofnunar er alfarið háð því að Félagsstofnun verði tryggður framtíðarstaður, að hún finni í samráði við háskóla- yfirvöld ásættanlega lóð fyrir nýtt og stærra hús. I’rír staðir koma einkum til greina. Bletturinn milli leikfimihúss-og Aðalbyggingar (sjá #1 á afstöðukorti), ein þriggja lóða vestan Suðurgötu en á hverri er hægt að reisa 2000 fermetra hús (#2) og lóð við Oddagötu (#3) í framtíðarbyggingahverfi Háskól- ans, nánar tiltekið milli lóða sem ætluð eru nýju leikfimihúsi og húsi fyrir heimspekideild. Sá staður yrði framtíðarstaður í ljósi þess að eftir 30-40 ár verður hús á þeirri lóð mitt inni í háskólahverfinu en ekki í útjaðri þess eins og sá staður er nú. Sá möguleiki hefur ennfremur verið nefndur að byggja beggja vegna Suðurgötu, á blettinum rnilli leikfimihúss og Aðalbyggingar og blettinum á móts við bakhlið Hótel Sögu (#l+#2). Fessa leið hafa menn kallað „Torgið“ eða „Trekt- ina“ en húsin yrðu hugsanlega tengd með undirgöngum. Hvaö veróur í nýju húsi? Verði nýtt hús reist þarf Félags- stofnun að gera forsögn að nýju húsi með arkitektum, þ.e. taka afstöðu til þess, í samráði við aðra notendur Stúdentaheimilisins, s.s. Stúdentaráð, SINE og Háskóla- fjölritun, hvaða þjónusta eigi að vera í húsinu. Til greina kemur að rekstur mötuneytis eða kaffistofu verði endurreistur í nýju félags- heimili stúdenta en þegar garnla Þjóðminjasafn íslands hefur áhu0ct á að kaupa hús Félapjsstofnunav, Gamla Garð ojj Jarðfr&ðahús Félagsstofnun skoðar lóðir fyrir nýtt hús húsið var reist var það allt í senn ætlað fyrir skrifstofu Félags- stofnunar, bóksölu, matsölu, Stúd- entaráð og nemendafélög. Svein- björn Björnsson háskólarektor úti- lokar ekki að öll þjónusta Háskól- ans sem snýr að stúdentum, s.s. Nemendaskrá, Náms- ráðgjöf, Alþjóðaskri- fstofa og upplýsinga- skrifstofa um nám erlendis verði flutt í nýtt hús. Leysir húsnæ&is- vandræði Sturla Böðvarsson, formaður Fjóðminja- ráðs, sagði í spjalli við Stúdentablaðið að byggingarnefnd safns- „Hús Félagsstofnunar yrði aftur á telur þau rök kunna að hafa haft móti sambland af sýningar-, skrifstofu- og geymsluaðstöðu. Síðan þarf að tengja byggingarnar saman, annað hvort ofan eða neðan jarðar. Auk þess er nauðsynlegt að endurbyggja gömlu I’jóðminja- áhrif að ekki væri rétt að yfirgefa þá byggingu sem þjóðin hafi gefið sjálfri sér. EndurskoSa verður hlutverk Félagsstofnunar Sveinbjörn Björns- son háskólarektor segir háskólayfirvöld reiðubúin að afsala sér Jarðfræðahúsi, semja um lóða- réttindi og finna lóð handa Félagsstofn- un. „Við höfðurn gefið Fjóðminjasafni vilyrði fyrir lóð vest- an Suðurgötu eða að það yfirtæki reit- inn við Hringbraut. ins telji yfirtöku þessara bygginga vænlega leið til að leysa húsnæðis- vandræði safnsins. Um leið gefist tækifæri gæfist til að bæta aðgengi bíla og fótgangandi að safninu. En hvernig hyggst Fjóðminjasafnið nýta húsin? „Ef af þessu verður kæmi Gamli Garður til með að hýsa skrifstofu- og vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn safnsins,“ sagði Sturla. safnsbygginguna að innan.“ Sturla segir raunhæft að æda að það komi fyrst til álita að safnið yfirtaki byggingar og lóðaréttindi árið 1998. Fað væri annars vegar háð undirbúningi safnsins og hins vegar yrði að virða þarfir Félagsstofnunar. Aðspurður sagði Sturla að ræddur hafi verið sá möguleiki að Fjóðminjasafn léti Háskólanum eftir safnahúsið en reisti sér nýja byggingu undir starfsemina á öðrum stað. Hann segir að ákveðið hafi verið að fara ekki þá leið, einfaldlega vegna þess að safnið hefði ekki haft efni á því. Hann Félagsstofnunar. Fegar það hafi Nú hallast stjórnendur safnsins að þeirri leið að yfirtaka reitinn og geri þeir það fellur jafnframt niður vilyrði Háskólans fyrir lóðinni vestan Suðurgötu,“ sagði Svein- björn í samtali við Stúdentablaðið. Rektor segir að þegar velja eigi nýjan stað fyrir Félagsstofnun þá verði menn að endurskoða hlutverk verið skilgreint komi í ljós hverju stórt húsið þurfi að vera og hversu góða aðkomu það þarf að hafa vegna umferðar bíla og fótgang- andi. „Spurningin er sú hvort Félagsstofnun, eins og hún er rekin í dag, sé sú Félagsstofnun sem við viljum í framtíðinni. Ef við skoðuni háskóla í öðrum löndum þá er félagsmiðstöð rekin í kringum stúdentafélög og ýmis fyrirtæki hanga þar utan á. Fyrirtækin eru ekki ríkjandi heldur eru þau rekin vegna þess að fólkið er til staðar.“ Til sko&unar hjó stjórn Félagsstofnunar Bernhard A. Petersen fram- kvæmdastjóri Félagsstofnunar stúd- enta segir að stjórn Félagsstofnunar hafi þegar tekið málið fyrir á einum firndi og ákveðið að skoða málið mjög gaumgæfilega. „Af þessu tilefni gefst okkur kostur á að endurmeta rekstrareiningar fyrir- tækisins og félagsaðstöðu fyrir stúdenta og þar er að mörgu að hyggja,“ sagði Bernhard. Hann fullyrðir að miðað við óbreyttan rekstur sé Félagsstofnun alls ekki í húsnæðisvandræðum. Fvert á móti hafi rnikið fé verið lagt í rekstur, innréttingar og viðhald á Stúd- entaheimilinu. „Við erurn mjög vel sett í dag og allar breytingar þarf að undirbúa rækilega með góðum fyrirvara. Við munum við endur- mat rekstarþátta leita til baka í hlutverk og markmið Félags- stofnunar eins og þau voru ákveðin við stofnun hennar fyrir 27 árum.“ Bernhard segir að ef Félagsstofnun flytti verði nýtt hús að vera miðsvæðis á háskólasvæðinu og aðgengi gott fyrir stúdenta og aðra viðskiptavini. Hann segir að við endurmatið verði m.a. tekin afstaða til þess hvort öll sú þjónusta sem nú er í Stúdentaheimilinu eigi að vera í nýju húsi. Agætt dæmi um það sé Ferðaskrifstofan. Vel kæmi til greina að hún flytti af háskólasvæðinu og eins mætti hugsa sér að ferðaskrifstofan ræki tvær skrifstofur, aðra á háskóla- svæðinu en hina í miðbænum. 1. OKTÓBER: Aðalfimdur norrænna kynfræðinga haldinn í Hveragerði. Preben Heroft kynfærðingur sagði að það yæru „allar forsendur fyrir hendi ti) að menntun og kunnátta kynfræðinga kæmu að góðum notum á Islandi.“ 2. OKTÓBER: Ólafur G. Einarsson setti Alþingi Islendinga og fór á kostum - að venju. Olafur kvartaði yfir lélegri mætingu almennings á setningu Alþingis og kom með vel ígrundaða lausn: Flytja þing- setninguna á Fingvelli. Fá nenna að minnsta kosti kindurnar að fylgjast með. 3. OKTÓBER: Einar S. Jónsson hreinræktaður lopabóndi og forystusauður Norræns mannkyns sagði að Gu&ni Ágústsson frá Simbakoti væri innsti koppur í búri samtaka sinna. 4. OKTÓBER: Guöni Ágústsson frá Simbakoti sagði í Alþýðublaðinu að hann væri alls ekki í félagsskapnum Norrænu mann- kyni, aðeins í Framsóknar- flokknum, ungmennafélaginu og kirkjunni. 5. OKTÓBER: Eldhúsdagsumræður FRETTAYFIRLITIÐ Fyrir þá vandlátu sem aðeins lesa Stúdentablaðið næstu aramot með kjaramál. vegna oanægju voru í þinginu í beinni útsendingu í Sjónvarpinu, landsmönnum til mikillar hrellingar. Fyrr um daginn kynnti fjármálaróóherra fjárlaga- frumvarpið, sem aldrei þessu vant var helgað kindum. 6. OKTÓBER: Kynntar hugmyndir nefndar um lausn „vandans“ í miðbænum. Helsti vandinn sem R-listinn glímir við þessa dagana er að fólk skemmti sér um helgar. Sem er vissulega hryllileg tilhugsun. 7. OKTÓBER: Strandverðir sneru aftur á dagskrá Sjónvarpsins. Flotholtið Pamela Anderson striplaðist á ströndum Bandaríkjanna og karl- peningur landsins hélt sig innan dyra. 8. OKTÓBER: Sontasystur fjölmenntu í sundlaug Arbæjar á meðan borgaryfirvöld skipuðu almennum sundlaugagestum að hypja sig heim. Karlkyns sundlaugaverbir voru einnig látnir hverfa enda 100 hálfberrasaðar skandinaviskar mussukerlingar ekki skilningsríkar í garð hins fordæmda kyns. Fegar selskapið var búið klukkan 23.00 var karlkyns starfslið sund- laugarinnar aftur skikkað á vettvang - til að þrífa. 9. OKTÓBER: Frétt dagsins var úr Morpunblaðinu. Fyrirsögn hennar var: „Tillaga um tilvísanakerfi ekki meðal tillagna tilvísunarnefndar en heimilislæknar vilja tilvísanakerfi." FRETT MANAÐARINS Fréft mánaSarins: Helsti vandinn sem R-listinn glímir viS þessa dagana er að fólk skemmti sér um helgar. Undirfyrirsögn: „Læknabréf dragi úr ofrannsóknum.“ Morgun- blaðið: Kjarni málsins. 11. OKTÓBER: Þrjár beljur fundust dauðar í nágrenni Isafjarðar. 13. OKTÓBER: Margrét Frímannsdóttir kosin formaður Alþýðubanda- lagsins. Viðstaddir urðu svo ánægðir að þeir byrjuðu strax að syngja um þjáða menn í þúsund löndum, auðvaldsógeðið og allt það. 15. OKTÓBER: Slökkviliðið kallað út til að kæla niður bandariska sendiherrann sem haföi kveikt í brauðrist. 16. OKTÓBER: 159 kindurn hent á haugana í Hólmavík. Fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna sagði að þetta væri einsdæmi. Menn yrðu að sýna stillingu. Næst yrði búinn til áburður úr kindunum til að rækta upp landið. Sumum fannst þó tilhugsunin hálf ógeðfelld: Litlu lömbin að éta mömmu sína úr áburðardreifara. 18. OKTÓBER: í fjölmiðlum landsins kom fram að 33 ríkisstarfsmenn eru með yfir 5 milljónir í árstekjur. Fjölmennasta stéttin í þeim hópi eru flugumferóarstjórar. Af kjaramálum þeirra er að öðru leyti það að frétta að þeir hafa allir, 45 að tölu, sagt upp störfum um 19. OKTÓBER: Ungur Reykvíkingur reyndi að ræna Landsbanakann en var stoppaður á útleið þegar vöskuni viðskiptavini, Gunnari Stefánssyni sendibílsstjóra, tókst að girða niður um hann. Bankadóninn var dæmdur í 6 mánaða fangelsi - það er ræninginn. 21. OKTÓBER: Finnur Ingólfsson lýsir því yfir að enn eitt álverið sé alveg að koma. Hann er fimmti iðnaðarráðherrann í röð sem gerir sig að fifli við tilefni sem þetta. 22. OKTOBER: Davió Oddson flutti ræðu á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóð- anna í tilefni af 50 ára afrnæli samtakanna. Ræðan var flutt á áður óþekktri enskri mállýsku. GBE

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.