Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 8
8 V I Ð T A L I Ð Gætum orðið fyrirmyndarríki eftir 50 ár - en ráðum vantcmlega ekki við það / Inýlegri könnun Alþjóðabankans á auðlegð þjóða sem kynnt var á dögunum kom í Ijós að Island er í sjöunda sæti auðugustu þjóða heims. Athygli vakti að einn þeirra þriggja þátta sem notaðir voru til að reikna út auð þjóöanna var mannauður. Er þetta í fyrsta sinn sem Alþjóðabankinn notar mannauð við útreikn- inga af þessu tagi. Ennfremur kom í ljós að af þeim 10 þjóðum sem taldar voru auðugastar var mannauðurinn minnstur á íslandi. Þannig virðist Alþjóðabankinn til dæmis komast að þeirri niöurstöðu að hver Islend- ingur sé ríflega þrisvar sinnum minna virði en hver Dani. Auður Islendinga virðist byggjast á hverum, fossum og fiskum en ekki fólkinu sjálfú. Stúdentablaðið fór á fúnd Ragnars Arnasonar, prófessors í hagfræði og spurði hann að því af hverju þessi aukni áhugi á mannauði stafaði. „Síðastliðin 50 ár hafa hagfræöingar reynt að finna hvaó það sé sem orsaki hagvöxt og þjóðarframleiðslu. A síðari áratugum hafa þeir komist að því að ekki sé nóg að reikna eingöngu út frá fjármagni og vinnuafli heldur þurfi að taka tækniþróun og mannauð, samanlagða menntun og þekkingu fólksins, með í reikninginn. I nýlegri rannsókn Tryggva I’órs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræði- stofnunar, kemur í ljós að um 28 prósent af hagvexti Islands á eftirstríðsárunum er hægt að skýra með mannauði sem var mældur sem uppsöfnuð fjárfesting í menntun. Sam- kvæmt þessum tölum eiga yfir 100 milljaróar af þjóðar- framleiðslunni nú rætur sínar að rekja til mannauðsins. I’að er um fjórðungur allrar framleiöslu á Islandi. Mann- auður er lykilatriði í hagvexti og framleiðslu og skiptir sköpum í samkeppni þjóðanna á alþjóðlegum mörkuðum. Eg held að íslensk stjórnvöld skilji ekki almennilega hvað hér er átt við. Ráöamenn tala stundum um þetta en ég held að það tal nái hvorki til hjartans né heilans. Eg held að íslensk stjórnvöld skilji ekki að fjárfesting í mannauði er algerlega sambærileg við fjárfestingu í verksmiðjum og öðrum fram- leiðslutækjum. Afleiðingin er sú að við Ragnar Arnason prófessor í hagfrœði sejjir í viðtali við Kristján Guy Burgess ojj Gauta B. Eggertsson að Islendinjjargeti rakið um 100 milljarða af þjóðarframleiðslu sinni til mannauðs ojf hujjvits. Rajjnar sejjir stjórnvöld ekki skiljajjildi mannauðs ojj telur að Islendinjjar haldi áfram að drajjast aftur úr öðrum þjóðum ef ekki verði aljjer hujjarfarsbreytinjj jjajjnvart menntun á Islandi. Rajjnar sejyir að Islendinjjar jyeti þurft að horfast í aujyu við það sem þjóð að það verði ekki forsendur fyrir jjóðri lífsafkomu á Islandi fyrir fleiri en um 250 þúsund manns. Á öllum sviðum íslensks mennakerfis hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að jjera minna en nájjrannaþjóðirnar leggjum lítið fé til fjárfestingar í mannauði á Islandi. A meðan aðrar þjóðir eru að leggja 8-10 prósent af þjóðartekjum í menntun og rannsóknir erum við að leggja 5-6 prósent. A öllum sviöum íslensks menntakerfis hafa íslensk stjórnvöld kosið að gera minna en nágrannaþjóðirnar. Samkvæmt almennum skoðunum hagfræóinga mun þetta koma harkalega niður á velsæld þjóðarinnar í framtíðinni og hefúr líklega gert það nú þegar.“ Menntun skilar fimmföldum arði Hvað er það sem bendir helst til þess að xskile^t sé að verja meira fjármajjni til fjárfestinjjar í menntun á Islandi í dag? „Við getum litið á tvennt. í fýrsta lagi skilar menntun ef til vill um 100 milljörðum fyrir hverja 20 milljarða sem fjárfestir eru í henni. Við erum þannig hugsanlega að fá fimm sinnum meira til baka en við fjárfestum. Arðsemi hverrar krónu sem fer í menntun á Islandi er þvf fimmföld en við getum talist heppin ef við fáum 15-20 prósent til baka við fjárfestingu í fastafjármunum. I öóru lagi sjáum viöað þjóöir sem búið hafa viö öran hagvöxt, lönd eins og Bandaríkin, Danmörk, Elolland, Japan, og Svíþjóð hafa öll ákveðið að leggja miklu meira í menntun og rannsóknir en við. I’essar þjóöir hafa varið miklum fjármunum í að meta og mæla hvað er skynsamlegt í þessum efnum. I’ær hafa farið í gegnum alls kyns kostnaðar- og ábatagreiningar og komist aö þessari rökstuddu niðurstöðu sem þær hafa fylgt í stórum dráttum. Bandaríkja- menn eru alltaf að leita leiða til sparnaðar í opinberum rekstri. Samt sem áður hafa þeir ákveðið að leggja mun meira í menntun og rannsóknir en við. Svíar skáru stórkostlega mikið niður í opinberri þjónustu fyrir nokkrum árum en menntakerfið var undan- þegið niðurskurði. Þetta tvennt er sterk vísbending um að ástæða er til að verja mun hærri fjárhæðum í menntun og rannsóknir á Islandi. Eg verð þó að bæta einu við. I’að er enginn vandi að sólunda peningum. Jafnframt því að auka framlög til menntamála þarf aö reka menntakerfið á skynsamlegri og straumlínu- lagaóri hátt. Viö gætum örugglega fengið meira fyrir þær fjárhæðir í dag. Jafnframt ættum við að leggja fram miklu hærri fjárhæðir." Nú halda marjjir að mannauður einskorðist ísland er ekki besta land í heimi. / Island er klettur í miðju Atlantshafi með vont loftslajj oj; þar er lítið við að vera. við t&kni- ojj framlciðslujjreinar. Skipta hujjvísindajjreinar einhvcrju máli þejjar talað er um mannauð? „Það á ekki að tala um að ein grein sé mikilvægari en önnur. Þetta eru allt hlekkir í sömu keðju. Það sem skiptir máli í fyrirtækjum er fyrst og fremst að þar sé góðir menn sem eru útsjónarsamir stjórnendur, snjallir fjármálamenn og góðir skipu- leggjendur. Fyrirtæki þurfa menn sem taka réttar ákvarðanir og hafa gott hugmyndaflug. Þeir geta verið með hvaða menntun sem er. Sérfræðiþjónustu er hægt að kaupa. Þetta verður jafnframt að skoða þetta í víðara samhengi. Það er gríðarlega mikilvægt að þjóðir, sérstaklega lýðræðisþjóðir, skilji hvernig valdakerfið í samfélaginu er, hvar ákvarðanir eru teknar og unnt sé að reiða sig á það að þau málefni sem þjóðin í heild tekur ákvarðanir um séu lagðir fram með réttum formerkum á skýran og skipulegan hátt þannig að þeir sem eru ekki beinlínis inni í þessum málum geti tekið um þau skynsamlega ákvörðun. Þar held ég til dæmis að stjórnmálafræðingar og félagsfræðingar hafi t.d. miklu hlutverki að gegna. Það er mjög margt í efnahagslegri umgjörð þjóða sem er ákvarðað af stjórnvöldum, jafnvel þjóða sem leggja hvað mesta áherslu á markaðsbúskap. Markaðsbúskapurinn sjálfúr er til dæmis ákvörðun um tiltekið skipulag í efnahags- lífinu. Þess vegna skiptir það svo gríðarlega miklu máli í lýðræðissamfélögum að öll þjóðin sé almennt vel upplýst þannig að ekki sé hægt að draga hana á tálar með pólitískum popúlisma. Þar fyrir utan má ekki gleyma að til þess að þjóðin verði hamingjusöm þarf hún ekki aðeins að framleiða vörur heldur líka alls kyns þjónustu fyrir fólkið og þá erum við ekki aðeins að ræða um læknisþjónustu, sálfræðiþjónustu eða félagsráðgjöf. Við erum einnig að tala um listir og listsköpun, sagnfræði, siðfræði, heimspeki og svo framvegis. Það er þetta sem skapar manninn. Ég er t.d. sannfærður um að sú staðreynd að í Reykjavík eru nokkur leikhús, Sinfóníuhljómsveit og jafnvel vísir að ballett hefiir haldið fleiri hæfum mönnum á I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.