Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 16
16 ÞJOÐFELAGIÐ M O L A R Vilja menn fá Stúdentablaðið sent heim til sín? - auðvitað, en skráið þá rétt aðsetur og símanúmer Ljóst er að vilji háskólastúdentar fá Stúdentablaðið sent heim til sín verða þeir að skrá rétt aðsetur sitt hjá Hagstofunni og í Nemendaskrá. Daginn eftir að 5.500 eintök af blaðinu fóru í póst fékk ritstjóri eitt prósent eintakanna í hausinn aftur eða txp 60 stykki. Ymist höfbu viótakendur verið farnir, flúið land eða flutt skyndilega úr heimkynnum sínum. Aö fenginni þessari reynslu hvetur Stúdentablaðið alla þá sem skipt hafa um aðsetur að tilkynna það hið fyrsta. Ekki síður er mikilvægt að stúdentar skrái rétt símanúmer í Nemendaskrá því að brátt kemur ný Akademía. Ekkert er óþægilegra en vera með vitlaust númer í símaskrá stúdenta. Enginn nær í mann og framundan er langur og einmana vetur. Hvað er verra en reykingar? Eitt af því sem er verra en reykingar fyrir fólk sem reykir ekki er reykingabann. Bíddu nú við. Hvernig má það vera? Jú, þannig háttar til m.a. í Lögbergi, Arnagarði og Odda, aó engin leið er að yfirgefa húsin á köldum vetrardögum í ffímínútum, á þessu akademíska korteri sem líöur milli tíma framyfir heila tímann. Við þessar aöstæður safnast allir stór- reykinganámsmenn húsanna saman í forstofúm, þ.e. klefanum milli tvennra dyra. Fólk sem reykir ekki þarf við þessar aðstæður alltaf aö ganga í gegnum það sama, reyk og andteppu. Stúdentablaðið ræöur því öllum sem vilja halda heilsu frá því að yfirgefa þessi hús og fleiri hús sem kunna að vera sett undir sama hatt, á ofangreindum tímum. Og þó, er ekki rétt að leita róta vandans.? Vandamáiið er reykingabannið. Hið ótak- markaða og ómannlega bann sem kemur öllum illa. Stúd- entablaðið tekur því undir með öllum þeim sem krefjast aðstöðu fyrir reykingafólk og að stúd- entar verði settir skyldunámskeiö í kvíða-, streitu- og reykinga- stjórnun. Fleiri myndir takk! Ritstjórn Stúdentablaðsins getur verið þokkalega ánægð með við- brögó við auglýsingu i síðasta blaði þess efnis að Ijósmyndara vantaði og ýmsar tækifærismynd- ir væru vel þegnar. Ljósmyndari er kominn fram en blaðið ítrekar áhuga sinn að fá ljósmyndir úr ferðalögum eða fýririestrum, úr vísinda- eða veiðiferð. Blaðið biður um fleiri myndir, takk! SPURT & SVARAÐ Sigrún Þorsteinsdóttir bau& sig fram til forseta órið 1988 en nó&i ekki nema um 5% fylgi. Hyggst þú bjóöa þijy frarn aö nýju tilforseta? „Eað er svolítið erfitt að svara þessari spurningu með jái eða neii. Ástæóan er sú að við í Húmanistahreyfingunni fórum út í framboðið á sínum tíma vegna þess að við vorum mjög fylgjandi virku lýðræói og þjóðaratkvæðagreiðslum. Við teljum að það sé ekkert síður þörf fyrir svona forseta núna en aðstæöur í Húmanistahreyfingunni eru þannig aö við teljum okkur ekki hafa bolmagn til þess að bjóða fram. Hins vegar, ef það kemur upp ósk um svona framboð og einhver hreyfing myndi myndast til þess, þá værum við alveg til í að styðja það og vera með, hvort sem þaö væri ég eða einhver annar sem væri frambjóðandi. Við teljum að það sé nauðsynlegt að forseti grípi til þjóðaratkvæðagreiðslu í mikilvægum málum sem varða tílveru fólks eins og launamál, heilbrigðis- og menntamál og að þessi máf séu í algjörum forgangi. I’aö er allt í lagi ef við ættum umframgróða af olíu eöa þess háttar, þá er allt í iagi að fara út í framkvæmdir eins og aö endurnýja Bessastaði en þar sem það þarf að velja í hvað peningarnir eru settir þá er þeim mun meiri ástæða til þess aó vanda sig. Við teljum að menntuð þjóð og heilbrigð geti nánast tekst á vió hvað sem er og leyst öll mál. Vió teljum fólkið sjálft vera mestu auðlindina sem við eigum.”

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.