Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 15

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 15
ÞJOÐFELAGIÐ 15 GuÖmundur Steingrímsson formaður Stúdentaráðs: Niðurskurð má túlka sem markvissa niðurrifsstarfsemi „Nýsköpunarsjóður námsmanna, Rannsóknarnámssjóður og Vísindasjóður eru teknir fyrir í fjárlagafrumvarpinu og það er skorið niður í þá. Öll rannsóknarstarfsemi ungs fólks er skorin niður á einu bretti. Ef þetta á að standa svona í fjárlagaffumvarpinu þá er bara hægt að túlka það á einn veg, það er ekkert annað en markviss niður- rifsstarfsemi,“ sagði Guðmundur Stein- grímsson aðspurður um fjárlagafrumvarpið. „Eg trúi því ekki að þetta eigi að vera niðurstaðan. Mér þætti ákaflega undarlegt ef það reyndist vera eitthvert sérstakt metnaðarmál af hálfú menntamálaráðherra að þessar niðurskurðartölur standi. Honum ætti ekki að vera óljúft að gera ákvæði stjórnarsáttmálans að veruleika. Eg held að það séu reyndar fáir á móti þessari klausu í stjórnarsáttmálanum. Af hverju ætti menntamálaráðherra að vera sá eini? Eg skora á hann að nýta sér umræðuna, þá víðtæku sátt sem um málið er og standa fyrir metnaðar- fúllu og uppbyggilegu átaki í rannsóknum ungs fólks.“ Nú er jramlög til erlendra sjóða hœkkuð. Aukast ekki möguleikar íslenskra vísindamanna á erlendrigrundu við það? „Þótt þátttökugjöldin tíl Evrópusambandsins hækki þá breytir það engu um möguleika okkar til þess að fá styrk úr þessum sjóðum til baka. Þaö er gjaldið sem við þurfúm að greiða til þess að mega vera með. Við erum ekkert ffemur með, þó að gjaldið hækki. Eetta er í raun sambærilegt við að þurfa að borga hærri fargjöld í strætó án þess að fá betri þjónustu. Þar á ofan er það algjört lykilatriði, til þess að við fáum einhverjar upphæðir úr sjóðum Evrópusambandsins, að innlend vísinda- starfsemi sé öflug. I’að er í alla staði mjög gagnrýnisverður málflutningur að segja að niðurskurður til innlendrar vísindastarfsemi sé réttlætanlegur vegna þess að við séum að láta meiri fjármuni í rannsóknarsjóði í útlöndum.“ Erum að rífa niöur „Eg vek athygli á því að menn þurfa ekki að vera á Islandi til þess að fá styrki úr sjóðum ESB. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fýrir ungt fólk að löndin í kringum okkur leggja öll gríðarlega áherslu á menntun og vísindi en við gerum það ekki. Sama hvað nienn segja þá erum við ekki að byggja upp á þessu sviði. Við erum að rífa niður. Svo að maður tali um grundvallaratriði, þá verða menn að spyrja sig hvaða ffamtíðarsýn það er að skera niður innlenda rannsóknarsjóði, hafa Þjóðbókasafn og Háskóla í fjársvelti. Ef þetta á að vera niðurstaðan þá er hér um ótvíræð skilaboð að ræða til ungs fólks og þau eru þessi. Hæfileikar ykkar eru betur nýttir í útlöndum. Af hverju farið þið ekki þangað? Samanburður ó framlögum skv. fjórlagafrumvarpinu Ingvi Hrafn Óskarsson háskólaráösfulltrúi Vöku: Niðurskurður á ekki við í menntamálum „Það er ekki ásættanlegt að Háskóla Islands skuli enn haldið undir hungurmörkum, ekki Markviss niðurrifsstarfsemi stjórnvalda? aðeins fyrir nemendur og kennara stofnunarinnar heldur einnig fyrir þjóðina í heild. Það er því alger nauðsyn að reiknilíkaninu verði komið í gegn, það breytti þessu ástandi til batnaðar. Þetta er raunhæft reiknilíkan sem byggir að nokkru leyti á reiknilíkönum annarra skóla erlendis. Samkvæmt því yrði meiru fé varið í Háskólann og það er grundvöllur þess að við yrðum samkeppnishæf við háskóla erlendis. Það ber þó að taka ffam að við í Vöku getum vel fallist á þá meginstefnu sem er að finna í fjárlagafrumvarpinu. Það er löngu orðið tímabært að ríkisstjórn hafi það að meginstefnu að ná niður ríkishallanum og hætta að skrifa reikning á komandi kynslóðir. En þessi niðurskurður á ekki við í menntamálum, því að eina leiðin tíl að ráða bug á vanda þjóðarinnar er að mennta fólkið sem landið byggir. Fjárfestíng í mannauði er forsenda þess að nýsköpun eigi sér stað, sem er svo aftur forsendan fyrir því að við náum að ráða bug á fjárlagahallanum. Því mótmælum við þessum niðurskurði sjóða og vísindastarfs Háskólans og einnig því fjársvelti sem Háskólinn þarf að búa við. Við Vökumenn höfúm komið á framfæri mótmælum til menntamálaráðuneytisins vegna fýrirhugaðs niðurskurðar í Rannsóknarnámssjóð og hyggjumst beita okkur fýrir að fá aukið ffamlag til Háskólans. Enn er aðeins um frumvarp að ræða og með baráttu má vonandi ná einhverju ffam.“ Björn Bjarnason menntamálaráöherra: Meginmarkmið að ná fjárlagahalla niður „Meginmarkmið þessarar ríkisstjórnar er að ná fjárlagahallanum niður," sagði Björn Bjarnason menntamálaráðherra í samtali við Stúdentablaðið. „Til þess að ná því markmiði þarf að skera niður og menntamála- ráðuneytið sleppur ekki við þann niðurskurð. Það varð ofaná að skera niður í rannsóknar- og vísindastarfi um 15 milljónir, að öðrum kosti hefði þurft að taka þá peninga af rekstrarfé Háskólans. Þetta er niðurskurður um 0,02 % af þeirn fjármunum sem renna til vísinda og rannsóknarstarfa. I Vísindasjóði var skorið niður um 10 milljónir. Allar leiðir til að auka fjármagn til sjóðsins hljóta að vera til skoðunar, þar með talið að hlutur arðsjóðs Seðlabankans í Vísindasjóði verði aukinn. Urn Nýsköpunarsjóð er það að segja að hann fær sömu upphæð á fjárlögum næsta árs og á fjárlögum 1995. Rannsóknarnámssjóður var stofnaður 1993 og vinnubrögð og úthlutanir sjóðsins eru því enn í þróun. Niðurskurður á honum um 5 milljónir var að okkar matí skársti kosturinn, þó að ávallt rnegi deila um það. Viðræður hafa farið frarn um að koma á nýju reiknilíkani fýrir Háskólann. Það er eindreginn vilji innan menntamálaráðuneytisins að koma samningi á milli ríkisins og Háskólans sem byggist á þessu reiknilíkani sem tekur mið af reiknilíkönum sem notuð eru í háskólum erlendis." V I Ð T A L Háskóli íslands Stbl.: I fjárlggafrumvarpina er gert ráð fyrir 102,6 milljónmn vegna nýgerðra kjarasamninga við Félag háskólakennara Samkvœmt heimildum blaðsins þarf mun h&rri upph&ð til að fulln&gja samningunum. Er þetta rétt? Sveinbjörn: „Þegar gengið var frá ffumvarpinu urðu starfsmenn fjármálaráðu- neytisins að áætla hvað kjarasamningarnir rnyndu fela í sér og þess vegna var þessi upp- hæð, 102,6 milljónir, sett inn. Við höfúm aftur á mótí metíð það svo að kjarasamning- arnir muni kosta 168 milljónir. Þannig vant- ar tæpar 66 milljónir króna. Þegar við hitt- um menntamálaráðherra að máli vegna frumvarpsins var það staðfest af starfs- mönnum ráðuneytisins aö í ffumvarpinu væri bráðabirgðatala sem þyrfti að leiðrétta með hliðsjón af kjarasamningi við Félag háskólakennara og við væntum þess að svo verði gert.“ StbL: Er h&tta á því, ef framlag vegna kjarasamninga verður ekki leiðrétt, að við- bótina verði að taka af rekstrarfé Háskólans? Sveinbjörn: „Það getur vel verið að við þurfúm að leggja út fé vegna kjarasamninga og fá það síðan leiðrétt. Mér finnst rétt að ætla að við leiðréttinguna verði staðið. Það hefúr verið venjan að standa við kjara- samninga en þó oft með smávegis eftir- gangsmunum. Eg held þó að leiðréttíngin þurfi ekki að verða baráttumál.“ Stbl.: Nú hafa verið upþi hugmyndir um notkun reiknilíkans svo að framlag til grunnnáms verði nœgjanlegt? Sveinbjörn: „Já, það er okkur mikið kappsmál að fá slíkt líkan viðurkennt. Ef við berurn þá þjónustu sem Háskólinn veitir saman við háskóla í N-Evrópu má segja að skólann vantí um 20% af því sem hinir skólarnir hafa. Samkvæmt reiknilíkaninu eru það urn 287 milljónir. Við forum fram á að reynt verði að lagfæra þetta í skrefúm og Sveinbjörn Bjórnsson rektor Háskóla íslands segir ennþá langt í land að Háskólinn fái nxgar fjárveitingar úr ríkissjóði. Samkvxmt reiknilíkani Háskólans vantar 287 milljónir á að Háskóli íslands bjóði upp á samb&rilegt grunnnám og þjónustu fyrir nemendur sína og aðrir háskólar í nágrannalöndtmum. Stúdentablaðið hitti Sveinbjörn að máli ogfékk viðbrögð hans við þeim þáttum fjárlagafrumvarpsins sem snúa að Háskólanum. fýrsta skrefið yrði þá stigið núna með 140 milljónum. Aftur á mótí er ekki að sjá að felist nokkuð upp í þá upphæð. Á hinn bóginn er sagt í ffumvarpinu að það sé í athugun að gera samning um reiknilíkanið og það líst okkur rnjög vel á. Við viljum gera slíkan samning sem allra fýrst. Ráðuneytin óttast hins vegar að líkanið geti leitt til sjálfvirkni, þ.e. að útgjöld aukist óheft samfara fjölgun stúdenta við Háskólann. Við teljum að hægt sé að hafa gagn af líkaninu á rnargan hátt þótt ekki leiði af því sjálfvirkni.“ Stbl.: Hvers vegna hefur líkanið ekki verið lagt fram fyrr? Sveinbjörn: „Við sýndurn það í fyrra en síðan hefúr það verið þróað áfram. Það er fyrst í ár sem ítarlegar viðræður um líkanið hafa farið ffam. Þegar við fengum 46 milljón króna hækkun tíl kennslu við 3.umræðu urn fjárlagaffumvarp í fyrra var þó nefnt að úthluta ætti þeim samkvæmt reglum reiknilíkansins. Þannig var tílvist líkansins viðurkennd. En reiknilíkanið hefúr ekki enn verið notað sem forsenda fyrir fjárveitingu.“ Stbl.: Lettgi hafa verið uppi hugmyndir um að nota megi þaðfé sem fcst úr happdrxttinu til reksturs Háskólans. Hvernig hefur Háskólinn brugðist við þvi? Sveinbjörn: „Þær raddir heyrast alltaf öðru hvoru. Okkur líkar ekki að ríkið sé að reyna að ýta fleiri liðum á happdrættisféð. Áður fyrr fengurn við fé úr ríkissjóði til viðhalds á húsum og einnig tíl kaupa á rannsóknar- og kennslutækjum. Nú er það að gerast að ríkið ætlar Háskólanum að nota happdrættisféð til bókakaupa. Þannig er sífellt verið að færa liði sem voru borgaðir af ríkinu yfir á happdrættiö.“ Stbl.: Hvað með niðurskurðinn í rannsóknar- og vísindasjóðina? Sveinbjörn: „Það er ekki hægt að segja að skorið sé niður í sjóðum Háskólans sjálfs. Við biðjum reyndar sérstaklega um 99 milljóna aukningu til rannsóknarmála og til að byggja upp ffamhaldsnám. Þar fáum við aðeins 8 milljónir. Við teljum framhaldsnám vera helsta vaxtarbroddinn í Háskólanum og ef við fáum aukningu í rannsóknafé væri hægt að hefja uppbyggingu þess. Einnig væruni við viljug til að láta hluta af því fé renna til aðstoðarmannakerfisins.“ Stbl.: En nú lenda t.d. Nýsköpunarsjóður og Vísindasjóður einnig undir hnífnum. Sveinbjörn: „Já, þetta eru sjóðir sem skipta rniklu fyrir Háskólann og stúdenta. Nýsköpunarsjóður er skertur urn 5 milljónir og sömuleiðis Rannsóknarnámssjóöur og í Vísindasjóði er skorið niður um 10 milljónir. Auðvitað viljurn við hafa þessa sjóði sem besta en þeir eru ekki hluti af fjárlögum Háskólans. Mér þykir því sú gagnrýni réttmæt sem komið hefúr frá stúdentum að það sé misræmi að tala urn aukinn stuðning við sjóðina en klípa síðan af þeirn. Vonandi finnur menntamálaráðherra leiðir til að komast hjá þessari skerðingu. Alls ntun menntamálaráðuneytið ráða yfir 700-800 milljónum til rannsóknarmála. Þeirri spurningu má velta upp hvort ekki rnegi rnegi taka hluta af þeirri upphæð og nota til þess að efla þá sjóði sem stúdentar hafa mest gagn af.“

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.