Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 9
 V I Ð T A L I Ð 9 I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I L íslandi við framleiðslustarfsemi heldur en ella væri. Ef við ætlum að halda hér afburða- hæfurn mannskap til að reka framleiðslustarf- semina verður einnig að vera hér frambærileg menningarstarfsemi. “ Þú leggur nherslu á að legjgja þurfi meira fjármagn í skólakerfið til að auka mannauð á Islancii. Hí’að flciri þœttir skipta máli? „Launakjör menntamanna eru almennt nteð eindæmum á Islandi og hlutfallslega miklu lélegri en kjör verkamanna sé miðað við nágrannaþjóðirnar. Við þetta bætist að námslánakerfið gerir fólki nánast ókleift að fara í iangskólanám. Ef miðað er við launin sem fást að námi loknu, kjör á húsnæðis- markaðinum og endurgreiðslu námslána er það fjárhagslegt glapræði að fara út í doktorsnám. Það er rétt á mörkunum að það taki því að fara í 3-4 ára nám. Menn gera þetta einfaldlega af hugsjón og engu öðru. Þetta dregur að sjálfsögðu úr sókn í langskólanám. Þaö verður til þess að við drögumst aftur úr öðrum þjóðum. Menn verða að gera sér grein fyrir að til að fá gott fólk til starfa verður að borga sam- keppnishæf laun. Og sam- keppnismarkaðurinn fyrir menntafólk er ekki bara hérna innanlands, hann er út um allan heim. Ef við ætlum að auka og tryggja rnann- auðinn verðum við ekki aðeins að bæta skólakerfið og námslánakerfið. Við verðurn endurskoða launakerfið. Mér finnst satt að segja að verkalýðshreyf- ingin beri ekki nægilegt skynbragð á þetta atriði. Hún lítur á það sem hagsmuna- árekstur við menntafólk að það fái hærri laun. Foringjar verkalýðshreyfingarinnar skoða málið frá allt of þröngu sjónarhorni. I’eir virðast álykta sem svo: Ef' menntamenn fá hærra kaup, þá er minna til skiptanna fyrir okkur hin. Þar með vanmeta þeir gildi mannauðsins og yfirsést hið „dýnamíska“ afl hagkerfisins og framleiðslustarfseminnar. Ef við ætlum að halda uppi lífskjörum í landinu í bráð og lengd verðum við að halda Jesús Kristur var t.a.m. ekki manna vins&lastur á sínum tíma ojj ef farið hefðifram skoðanakönnun í Palestínu á þeim árum hefði hann líklejja ekki fenjjið mikið fylgi. einmg að menntafólkinu. Ef við ætlum að halda menntafólki verðum við að borga þeim santbærileg laun við það sem gerist annars staðar. Þetta viðhorf verkalýðshreyfingar- innar ber vott urn hræðilega skammsýni.“ Islendingar i einni dýpstu kreppu aldarinnar Sumir hapfraðinjjar hafa spáð því að við verðum meðal fát&kustu þjóða Evrópu upp úr aldamótum. Ertu sammála þessu? „Eg hef vakið athygli á því opinberlega að við séum í einni dýpstu og erfiðustu kreppu sem hefúr komið á þessari öld, miklu erfiðari en kreppan rnikla var á Islandi á fjórða áratugnum. Við höfúm haft lítinn sem engan hagvöxt á mann frá 1988. Þessi stöðnun stafar af ýmsu, m.a. fremur litlum hagvexd annars staðar í veröldinni og einstæðunt samdrætti í þorskveiðum okkar. Megin- ástæðan er aftur á móti sú að við erum einfaldlega að komast að endamörkum þess sem við getum fengið úr hefðbundnum fiskveiðum. Allan hagvöxt á Islandi á þessari öld má meira eða niinna rekja til útþenslu í sjávarútvegi. Við erurn eins konar Kuwait fiskjarins. Við höfúm haldið uppi hagvextí með því að hífa upp meiri og meiri fisk en erum nú einfaldlega að koma að endamörkum þess. Við verðum að finna nýjar leiðir. Ennþá höfiim við ekki getað sýnt fram á að við gerum neitt betur en aðrar þjóðir annað en að moka upp náttúruauðlindum. Eg get ekki sagt að ég sé ýkja bjartsýnn á framtíðina. Eg held að það séu meiri líkur á því en ekki að við höldum áfram að dragast aftur úr. Það getur verið að við þurfúm að horfast í augu við það sem þjóð að það verði elcki forsendur fyrir góðri lífsafkomu á Islandi fyrir fleiri en um 250.000 manns. Það getur því verið rétt sem sumir segja að okkar helsti útflutningsvegur í framtíðinni verði út- flutningur á fólki. Eg vil auðvitað ekki spá því að svo verði en það er því miður margt sem bendir til þess. Ísland er ekki besta land í heinti. Island er klettur í ntiðju Atlantshafi með vont loftslag og þar er lítið við að vera. Evrópa er að verða einn vinnumarkaður. Það er á margan hátt mun auðveldara að lifa í Evrópu en hér. Við óbreytt ástand held ég að það sé algerlega óraunsætt að ætla að við getum haldið áfram næstu 100 árin að fjölga þjóðinni um 1-2 prósent á ári og jafnframt búið við lífskjör eins og þau gerast best í heiminum. Eg vil þó taka eitt frarn. Eg held að við gætum náð okkur upp úr kreppunni til lengri tíma litið. Það væri hægt að gera það í krafti hugvits, fjárfestingar í mannauði og skynsam- legri nýtingu náttúruauðlinda. Við gætum skapað hérna fyrirmyndarríki eftir 50 ár, með um eða yfir hálfa milljón íbúa. Persónulega held ég hins vegar að við munum ekki ráða við það. Það yrði mun erfiðara skref fyrir okkur en það var fýrir Dani eða Hollendinga að komast í þá stöðu sem þessar þjóðir eru núna. Þetta eru þjóðir sem byggja afkomu sína nánast einungis á mannauði, en eiga litlar sem engar náttúru- auðlindir.“ RAGNAR ARNASON Fæddur í Reykjavík ó. febrúar 1949. Stúdent fró MR 1969. Cand. Oecon frá HÍ 1974. BA-próf í stjórn- málafræ&i frá HÍ 1974. M.Sc.-próf í hagfræði frá London School of Economics 1975. M.Sc.-próf í stærð- fræ&ilegri hagfræði frá sama skóla 1977. Doktorspróf í hagfræði frá University of British Columbia 1984. Ennþá höfum við ekkijjetað sýnt fram á að við jjerum neitt betur en aðrar þjóðir annað en að moka Afhverju heldurðu aðþaðyrði erfiðara jyrir okkur en þá? upp natturu auðlindum. „Vegna þess að ég held að við þyrftum að breyta lífsháttum okkar, félagskerfi og framleiðsluskipan miklu meira og á skemmri tíma en þessar þjóðir. Danir og Hollendingar fengu aldir til að aðlagast því að eiga engar náttúruauðlindir. Þjóðirnar voru miklar siglingaþjóðir fýrir 4-500 árum og urðu viðskipta-, verslunar- og iðnaðar- þjóðir vegna þess að þær breyttu hugviti og mannauði í gífúrleg verömæti. Við höfúrn fýrst og fremst verið veiðimannaþjóðfélag og byggt okkar auðlegð á fiskveiðum. Okkur vantar gífúrlega mikið upp á það að hafa þær hefðir, þekkingu og reynslu í almennum viðskiptum og verslun sem þessar þjóðir hafa.“ Fólk hrætt viS kerfisbreytingar Það hefur komið jram í könnunum að stctt hajjfrœðinpja sé ein óvinsœlasta stétt landsins. Hvaða skýringu telur þú vera á því? „Ég er nú ekki viss um að hagfræðingar séu svo óvinsælir. En ef svo er má auðvitað finna á því ýmsar skýringar. Sumir hagfræðingar hafa til dæmis gagnrýnt landbúnaöinn ótæpilega og skipt sér af efnahagsstarfsem- inni með því að leggja tíl ýmiss konar kerfisbreytingar. Og fólki líkar yfirleitt ekki við kerfisbreytíngar. Fólk er tregt til að breyta fram- leiðsluháttum sínum af ýmsum ástæðum. Ein er sú að öllum kerfisbreytingum fylgir áhætta og menn vilja búa að því sem þeir hafa og eru tortryggnir. Önnur er sú aö það er þægilegra að halda áfrarn að gera hlutina eins og venjulega heldur en að þurfa að taka upp nýjar aðferðir. I þriðja lagi eru ýmsar af þeim kerfis- breytingum sem hagfræðingar hafa talað mest um þess eðlis að þótt þjóðin í heild rnyndi hagnast á þeirn þá rnyndu vafalaust einhverjir tapa. Breytingar í landbúnaði eru ágætt dæmi um þetta. Það kann vel að vera að ýmsir sem er illa við þessar tillögur leggi nokkra fæði á hagfræðinga. Það eru ekki rnargir áratugir síðan menn hötuðust við dýralækna af því að þeir lögðu til aðrar lækningaaöferðir á búfjársjúkdómum en bændur töldu réttar. Frægt er kláðamálið sem setti Jón Sigurðsson næstum því út af kortínu. Það hefúr einnig verið rifist um brúargerð og vegagerð, virkjanir og fleira. Jesús Kristur var t.a.m. ekki manna vinsæl- astur á sínum tíma og ef farið hefði frarn skoðanakönnun í Palestínu á þeim árum hefði hann líklega ekki fengið mikið fýlgi.“

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.