Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 10
10 Útgefandi: Stúdentaráö Háskóla islands Ritstjóri og ábyrgbarmaöur: Þórmundur Jónatansson Framkvæmdastjóri: Sæmundur Norðfjörð Ritstjórn: Dalla Olafsdóttir, Gauti B. Eggertsson, Jón Ottar Birgisson, Kristján Guy Burgess og Sigurjón Pálsson Ljósmyndir: Sæmundur Norðfjörð, Sindre Williamson Aarsbog og fleiri Teikningar: Þorri Hringsson Prófarkalestur: Armann Jakobsson Umbrot og hönnun: Reykvísk útgáfa Filmuvinnsla og prentun: Isafoldarprentsmiðja Með blaðinu fylgir kynningarbæklingur frá Kristilega stúdentafélaginu. Skrifstofa Stúdentablaðsins er i Stúdentaheimilinu við Hringbraut. Hún er opin alla virka daga frá kl. 9-17. Sími: 562-1080, Bréfasími: 562-1040, Netfang: thormund@rhi.hi.is L E I Ð A R I Metnaðarleysi ríkisstjórnar Fjárlagafrumvarpið er komið. Fátt er það á ári hverju sem beðið er eftir með jafn mikilli eftirvæntingu og þessu skyldufrumvarpi ríkisstjórnar. Ríkisstjórninni ber skylda til að reka ríkissjóð af skynsemi og fyrirhyggju og styrkja stoðir samfélagsins á sama tíma. Björn Bjarnason menntamálaráðherra segir í viðtali við Stúdentablaðið að meginmarkmið stjórnarinnar sé aö ná fjárlagahallanum niður. Þetta er hárrétt hjá Birni. Metnaður ríkisstjórnarinnar felst í engu öðru en þeim ásetningi að skera niður eða halda aftur af ríkisútgjöldum. Stúdentablaðió telur að skynsemin og fyrirhyggjan hafi snúist upp í andhverfu sína í ýmsum málaflokkum. Er Stúdentablaðinu þannig nærtækast að nefna framlög til skóla- og menntamála, Háskóla Islands og rannsókna- og vísindastarfs. An efa er það rétt sem heimildir blaðsins herma, að ráóherra telji sig hafa staðið sig vel við verja sitt ráðuneyti fyrir niðurskuróarhnífnum. Frammistaða er afstæð eins og margt annað og ráðherra stóð sig í besta falii vel miðað við félaga sína í ríkisstjórn. Eða stóð hann sig verst með því að hafa skorið lítið sem ekkert niður? Obreytt ffamlög til Háskóla Islands og niðurskurður í rannsóknasjóði stúdenta endurspeglar stórkosdegt metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í málaflokki sem forseti Islands telur gegna lykilhlutverki í framfaraþróun íslenskrar þjóðar. Fjórfesting til framtíðar Fullyrða má að stjórnvöld leggi allt of litia rækt við að fjárfesta í þekkingu og menntun þjóðarinnar. Ragnar Arnason, prófessor í hagfræði viö Háskóla Islands, segir í athyglisverðu viötali í blaðinu aö stjórnvöld skilji ekki gildi mannauðs, þ.e. samanlagðrar menntunar og þekkingar þjóðarinnar. Hann segir að rekja megi fjóróung allrar landsframleiðslu til mannauðs og hugvits. Ohætt er að taka undir með Ragnari þegar hann varar stjórnvöld viö því að vanmeta þátt menntunar í hagvexti og framleiöslu. Ragnar segir í viötalinu: „A meóan aðrar þjóðir leggja 8-10 prósent af þjóðartekjum sínum í menntun og rannsóknir erum við að leggja 5-6 prósent. A öllum sviðum íslensks menntakerfis hafa íslensk stjórnvöld kosið að gera minna en nágrannaþjóðirnar. ... þetta [mun] koma harkalega niður á velsæld þjóðarinnar í framtíöinni og hefur líklega gert það nú þegar.“ Ragnar bendir ennffemur á þaó að jafnvel þótt Svíar hafi skorið stórkostiega niður í opinberri þjónustu um ár- ið hafi menntakerfið verið alveg undanþegið þeim niðurskurði. I upphafi skal endinn skoða Fjársvelti Háskólans til margra ára og fyrirhuguð lækkun fram- laga í Vísindasjóð, Rannsóknarnámssjóð og Nýsköpunarsjóð má rekja beint til huglausra tilrauna til þess að rétta viö íslenskt hagkerfi. I upphafi skyldi endinn skoða. Ef hugað er að ffamtíðinni og harðnandi samkeppni þjóðanna felst lausnin í menntun og rannsóknum. Vert er aö huga að því aö allar aðstæður eru fyrir hendi til að rannsóknastarf og atvinnulíf blómstri hér í landi. Hagkerfið er á hinn bóginn mjög viðkvæmt og má illa viö skammsýnum lausnum. Ragnar Arna- son segir í blaðinu að svo gæri farið „viö verðum að horfast í augu vió það sem þjóð að það verði ekki forsendur fyrir góðri lífsafkomu á Islandi fyrir fleiri en um 250.000 manns.“ Að sama skapi telur hann Islendinga aðeins geta náð sér upp úr einni verstu kreppu aldarinnar ef til lengri tíma sé litið. „Það væri hægt að gera það í krafti hugvits, fjárfestingar í mannauöi og skynsamlegri nýtingar náttúruauðlinda,“ sagði Ragnar. Stúdentablaðiö hvetur stjórnvöld til að endurskoóa hug sinn til skóla- og menntamála, eins og hann birtist í fjárlagafrum- varpinu. Ríkisframlög til menntamála og rannsóknarstarfs eiga ekki aðeins að vera undanþegin niöurskurði heldur verður að auka þau markvisst og af skynsemi. Menntun er fjárfesting til framtíðar. Þórmundur Jónatansson Margrét og Maeve Frásagnir úr reynsluheimi Erasmus-kvenna Stúdentablaðið fékk þá andríku hugmynd að hitta þær Margréti og Maeve, sem báðar hafa verið Erasmus skiptinemar - Margrét í Cork í fýrra og Maeve í Reykavík í ár - og fá þær til að bera saman reynslu sína af þeirri reynslu á skipulegan hátt. Ur því varð þó ekki, eins og sjá má hér að neðan. Nietzsche sagði um Grikki til forna að hin mikla andlega dýpt þeirra hefði gert þá grunnhyggna. Við verðum að vona að um þetta viðtal gildi hið andstæða: að grunnhyggni þess geri það djúpt. Margrét er skáletruð, Maeve „normal“ og blaða- menn feitletraðir. Húsnæði: Margrét: Ég bjó á garði medfullt af saiitján ára stelpum, sem voru með regluleg vatnsáflog. Maeve: Eg bý núna á gistiheimili nálægt miðbænum; það er ágætt. Eg held að Háskólinn hafi ekki viljað hafa alla Erasmus-nemana saman á einum stúdentagarði. Matur: Eg held að ég hafi smakkað mest af vonda matnum í báðum löndum. Hér hef ég fengið hákarl, lunda... hvað fleira? Enga höfrunga? Nei, enga höfrunga. En hákarlinn er allt í lagi; lyktin er hræðileg en þegar maður er búinn að bragða á honum er hann ekki svo slæmur. A Irlandi er slátur kallað hinu frekar óhuggulega nafni “blood pudding.” írar borða líka mikið af kartöflum. Leyfðu mér að giska: „...Because all the other food, the meat, the vegetables, / was shipped, under armed guard, back to England / while the Irish people starved?” Fólk: Á Irlandi eru allir svo afslappaðir. Efþeir segjast munu koma klukkan átta, koma þeir örugglega ekki fyrr en níu eða tíu. Hér finnst mér allir vera miklu uppteknari; maður fær á tilfmninguna að fólk vilji bara ganga sinna erinda, án þess að vera ónáðað. En skólinn er miklu skiþulggðari á írlandi. Þeir eru miklu strangari á ritgerðaskilum,ojj þess háttar. Bíó: Eitt sem alltaf kemur mér á óvart er þegar bíómyndir hætta í miðju kafi til að allir geti farið og keypt sér meira nammi. Eg er búin að fara oft í bíó hérna en ég gleymi þessu alltaf. A írlandi er auglýst hvenœr myndir byrja. Ef maður kemur á réttum tíma, þarf maður fyrst að horfa á auglýsingar í hálftíma, þá er hlé. Það er gæti verið verra. Eg meina, hér kemur maður á réttum tíma og stundum þarf maður að horfa á íslenska kvikmynd í tvo tíma. Túrismi og regnhlífar: Hefur þú farið eitthvert, Meave? Þórsmörk, Landmannalaugar; fúllt af stöðum sem ég man ekki nöfnin á eða kann ekki að bera fram. Ég var ekki mjög góður túristi á írlandi. Ég skoðaði bara eitthvað þegar ég fékk gesti. Það er allt mjög gmnt en það er líka mikil rigning. Það rigndi of mikið á síðasta ári. Þegar Julio kom í apríl var allt á kafi í vatni. Fólk varð að búa til brýr til að komast á milli húsa. En það góða við rigninguna á Irlandi er að hún kemur beint niður en ekki á hlið eins og hér. Já, það er hœgt að nota regnhlífar. Það góða við Irland, fýrir fólk eins og mig, sem alltaf er að týna regnhlífum, er að ef mann vantar regnhlíf heldur maður bara partí í rigningu. Allir gestirnir koma með regnhlíf verða kófdrukknir og gleyma að taka þ<er þegar þeir fara heim þannig að á eftir á maður tólfnýjar regnhlífar. Miðbærinn um helgar: Eg hef aldrei séð svona margt fólk á einum stað í Reykjavík. Göturnar eru alltaf næstum því mannlausar nema á næturnar. Gaman? Ja, sennilega ef maður er fimmtán ára. En það er aldrei sungið hérna. Á Irlandi heyrir maður alltaf einhverja vera að syngja á næturnar, mjög falskt. Hérna eru allir alveg jafn drukknir, en enginn syngur. Þeir eru sennilega of uppteknir við að slást. Eða bara drekka. [Og á þessum stað í samtalinu, eins og til að vera fulltrúi hinna drekkandi stétta, kemur að borði okkar maður sem spyr hvort við séum mennta- skólafólk. Hann segist vera vélstjóri, nýkom- inn suður, og vera að skrifa undir samning við General Motors upp á sjö milljónir dollara. Við bjóðum honum að gera upp reikning okkar við kaffihúsið en hann hafnar því og leitar fljótlega á önnur mið.] Tungumólið: Eg tala svolitla íslensku. Eg skil oftast það sem fólk segir við mig í búðum. Fyrsta orðið sem ég lærði kenndi Margrét mér á Irlandi: „Hann ... er ... asni ...” Talar þú írsku? Eg get það, en ég geri það næstum aldrei. Það er mjög erfitt tungumál, er það ekki? Jú ætli það ekki. Ég meina, allt öðruvísi en enska eða franska og hún hefur beygingar eins og íslenska. Það eru meira að segja orð sem þýða það sama á írsku og tslensku, eins og “blaður. ” Og borð er „bourd.“ Hvernig pantar maður bjór á írsku? Bjór? Ja, bjór er... „beor.“ Er það? Hvað með nafnið þitt? Það má stafa það bæði Maeve og Meave. Eg nota ensku stafsetninguna. Upprunalega er það írskt en eins og mörg írsk nöfn er það er stafað á ensku. Það eru mjög mörg nöfn þannig. Eins og Neil, Kieran... [Og á þessum stað breytist skipulagt samtalið um stimd í ruglingslegar samræður viðmælendanna um ýmis nöfin og verður smám saman að ruglingslegum samræðum um þá sem bera þessi nöfn, sem eru nær undantekningalaust einhverjir karlmenn í Cork. Háttvísir blaðamenn skipta sér ekki af því.] Það var fýndið þegar ég hitti Rory Jýrst. Hann spurði mig hvað ég héti og ég sagði „Margrét, “ og hann sagði. he said „Fuck! I’ve met three Icelanders and they all have these easy names, like Magnus, Anna and Margaret. “ Svo að ég sagði honum föðurnafn mitt og þá varð hann ánxgður. Eg á erfitt með að muna íslensk nöfn og eina ástæðan fyrir því að ég mundi hvað kærastinn minn hét eftir að við hittumst fyrst - hann heitir Jökull - er að nafnið hans minnir mig alltaf á „jógúrt“. Mjög ánægð með íslenska nemendur Why are you here? „Heimspekiskorin hér var að leita að kennara frá Genóa til að koma og kenna stutt námskeið. Fleiri en ég komu til greina en ég var eina konan þannig að það var ákveðið að ég færi.” How do you like Iceland? „Eg er aðeins búin að vera hér í nokkrar vikur en ég mér finnst Island vera frábær staður til að „stúdera” og búa á. Eg vildi gjarnan vera lengur. Hér hef ég tækifæri til að einbeita mér betur að rannsóknum. Það er gott fyrir kennara að fá tækifæri til að hugsa og skrifa í friði.“ Valeria Ottonelli, Erasmus-gistikennari frá háskólanum í Genúa, kennir sex vikna námskeið í nýklassískum líberalisma - öðru nafni frjálshyggju - í heimsþekiskor. Stúdenta- blaðið lagði Jýrir hana nokkrar sígildar spurningar. How do you like Erasmus? „Það er öðruvísi að kenna sem Erasmus-kennari. Maður kemur betur auga á kostina við alþjóðlegt samstarf. Það er líka gott fyrir mig, sem ungan kennara, að fá þetta tækifæri.” How do you like your students? „Nemendurnir eru eldri en ég bjóst við. Á Italíu og raunar almennt í Evrópu byrjar fólk fyrr í háskóla. En ég er mjög ánægð með nemendurna og þeir eru miklu betur upplýstir en ég bjóst við en auðvitað er erfitt að vita fyrirfram að hvaða þekkingu fólk býr og hvaða menningarlegan bakgrunn það hefúr. Eg hef líka kennt í Bandaríkjunum og mér sýnist að þau námskeið sem kennd eru hér séu á svipuðu stigi og námskeið á meistarastigi þar.” I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.