Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 22

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 22
22 STUDENTAR S P U R T & Gísli Marteinn Baldursson oddviti Vöku i Stúdentaróði Hvernig tclja Vökumenn Röskru hafa staðið sig við að uppfylla kosningaloforð, kennd við 13. október? „Afþeim tíu loforðum sem Röskvufólk xtluðu að uppfylla tókst þeim aðetns að uppfylla þögur, þar á meðal hið snúna verkefni að birta loforðalistann þann 13. október síðastliðinn. Hin þrjú loforðín sem tókst aö efna voru eftirfarandi: 1. „Farió verði fram á formlegar viðræöur um nýtt námslánakerfi.“ Þetta hefiir verió gert og vel það. En eins og Vökumenn bcntu á er það ekki mjög erfitt að „fara fram á“ viðræður um eitthvað. haó gerist venjulega með einu símtali eóa bréfi. 2. „Stjórnmálaflokkar styðji menntamál fyrir þessar kosningar ... rétt eins og fyrir allar aðrar. 3. „Leikskóli byggður.“ Bygging hans er hafin enda var búið að samþykkja og undirrita samning um byggingu þessa leikskóla fyrir kosningarnar í fyrra. Fetta eru þau 4 loforð sem Röskvu tókst að uppfylla af hinurn fagra lista fyrirheita. Hin sex sem svikin voru náöust ekki fyrir 13. október eins og lofað var.“ Hvað finnst Vökumönnum um þar aðferðir Röskvu að stilla upp lista af loforðum sem iippfylla áfyrir tiltekinn dag? „Þaö er aö sjálfsögóu allt í góðu lagi að menn bindi sig við ákveóna dagsetningu tíl þess að uppfylla loforð sín. Slíkt gefiir stúdentum betra tækifæri tíl þess að fylgjast með því hverjar efndirnar verða. Fyrir okkur Vökufólk skiptir dagurinn sjálfur litlu máli, það var enginn sem bað Röskvu um aö nefna akkúrat 13. október. En fyrst þau ákváðu að slá þessu upp í kosningunum þá verða þau líka að standa við þaó en því miður hefur þaó ekki tekist. Brotín loforð eru aftur á mótí engar nýjar fréttir þegar Röskva á í hlut.“ R Guðmundur Steingrímsson, formaður Stúdentaráðs Vökumcnn halda því frani að Röskva hafi einfyángH uppfyllt þriðjunpj kosninjjaloforða, kennd við 13. október. Hverju svarar þit þcirrigagnrýni? „Lykilatriðið er aö við höfiim unnið stíft í öllum þessum málurn og alls staóar náð árangri. JVlenn hljóta t.d. að teija það sem árangur að ríkisstjórnin skuli viðurkenna málflutning námsmanna í lánasjóðsmálum og einnig taka undir hugmyndir námsmanna um átak í rannsóknum ungs fólks í stjórnarsáttmála. Við stóðum einnig fyrir sérstöku átaki tíl þess að vekja athygli á menntamálum fyrir kosningarnar. I'aö er verið að byggja leikskóla, verið er að fjölga tölvum og tölvuverum og við erum búin að fá aðstööu fyrir nemendafélögin í suðurkjallara Aðalbyggingarinnar og í garnla bókasafninu til bráóabirgða. Tveir hlutir standa ekki alveg upp á dagsetninguna. Hollvinasamtökin verða stofnuð 1. des. og Réttindaskráin, eða Góðar starfsvenjur, fer ekki í prent fyrr en Háskólaráð hefiir staöfest hana endanlega. Hið eina sem er tvísýnt að verði aó veruleika af þessum lista eru stúdentaíbúðir í miðbænum. I'ar sögðumst við ætla að stuðla að því að Félagsstofnun tæki þátt í átakinu „Ibúð á efri hæó“ á vegum borgarinnar. I'að komu aftur á móti mjög fáar íbúðir út úr því átaki. Ef maóur á að stílla þessu upp í prósentum, þá erum við að tala um 90% árangur, ef ekki mcira.“ Vökumenn tclja cinnig að það hafi rcrið óábyrjjt af Röskvu að lofa því sem ekki v&ri í valdi Stúdentaráðs að framkrsma, s.s. að efla Rannsóknarnámssjóð. Eru svona loforð ckki til þcss fallin að slá ryki í auqtt fólks? „Stúdentaráð hefur áhrif. Átak í rannsóknum ungs fólks væri ekki til umræðu á Alþingi og það væri ekki verið að endurskoða lánasjóðslögin ef Stúdentaráð hefði ekki talað fyrir því. I'að er tekið mark á Stúdentaráði og þess vegna er það auðvitað mikilvægt að kjósendur viti hvað Röskva leggur áherslu á í sínum málflutningi. I’aó er síðan algert lykilatriði aó þær áherslur séu raunhæfar, komi stúdentum við og séu studdar rökum. Röskva hefúr ekki farið út fyrir þessi mörk og þess vegna geta áherslur Röskvu orðið að veruleika. Til samanburðar má nefna að við höfúm ekki verið að lofa því að Reykjavík verði menningarborg árið 2000 eins og Vaka hefúr gert.“ Veitinga- staðir Framsóknarmenn Matstofa Alþingis Sjónvarp Hasar á heimavelli Útlönd Orenthal James Simpson málið Fjölmiölar Granni, húmanískt hverfisblað í Vesturbæ Þrátt fyrir að vera í ríkisstjórn sem er að taka óvinsælar ákvarð- anir og vera í forsvari fyrir ráðuneytum sem styrr hefur staðið um. I'rátt fyrir að einn af forystumönnum flokksins hafi verið kenndur við hin íslensku nasistasamtök, Norrænt mann- kyn. I’rátt fyrir að standa fyrir hinum nýgerða búvörusamningi sem tryggir kindum 12 milljarða af skattfé borgaranna á fimm ár- um. I’rátt fyrir allt þetta eru framsóknarmenn ánægðustu menn á Islandi. I nýrri skoðanakönnun Gallup um viðhorf manna til fjögurra forsvarsmanna í þjóðfélaginu, Vigdísar Finnbogadóttur, for- seta, Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur, borgarstjóra, Olafs Skúlasonar, biskups og Heimis Steinssonar, útvarpsstjóra, kemur fram að þeir sem eru ánægðastir með störf þessara manna eru í öllum tilfellum framsóknarmenn. Og það þrátt fyrir að einungis um 18% samtals hafi treyst sér til þess að segja að Heimir hafi staðið sig vel. Eins var einungis minnihluti þjóðarinnar tilbúinn til þess að segja að Ólafúr biskup hefði staðið sig vel. I’aö má því ótvírætt segja að framsóknar- menn séu á uppleið í þjóð- félaginu á meðan mussukommar halda áfram að syngja um þjáöa menn í þúsund löndum sem eiga aó sameinast í allherjarorgíu landsfundar Alþýóubandalagsins. Matstofa Alþingis er mekka íslenskrar matargerðarlistar. I’angað hljóta allir að sækja sem elska séríslenskan mat. Hver man ekki eftir vellingnum hans Denna, Nígeríuskreiðinni og finnsku kartöflunum? Hvert haust þegar fjárlagafrumvarpið er lagt fram keyrir þó um þverbak í eldhúsinu svo aö æra mætti óstöðugan. I'á er sem kokkarnir sjái ofsjónum ær í hverju horni. I’aö verður að viðurkenna að þetta er ekki af tilefnislausu. Sauðfé hefúr fylgt þinghaldi allt frá landnámsöld, íjárbændur eru margir á þingi, kindur og annað búfé er vegsamað í þingskjölum, einkum þeim er tengjast búvöru- samningi og fjárlagafrumvarpi, og loks eru þingmenn ýmist ærlegir eöa í besta falli meinlausir æringjar. Af þessu leiðir að matseðill matstofúnnar er ærið kindarlegur. Súpukjöt er borið fram sem forréttur, lystauki milli rétta eru snyrtir kálbögglar. Þá er boðið upp á fjölbreytt úrval aðalrétta. Grafið lamb, skað- brennt lamb á eldi eða mjög sérstakt gamalt lambakjöt er á boðstólum auk þess þingmenn naga í afgangs Nagga. Þar sem menn verða undantekningarlaust saddir eftir svona máltíð er ekkert magapláss fyrir eftirrétt. Þess í stað hvíla þingmenn sig yfir spilamennsku en nokkrir geta ekki staðist mátið og leika sér meö legg og skel. Sjónvarpið á laugardagskvöldum Sá tími er liðinn að íjölskyldan geti setið saman á laugar- dagskvöldum og maulaó sælgæti og snakk yfir sjónvarpinu. Þegar Lotta hefúr sagt okkur hvaða tölur eru bestar og Radíus djók- að um stund er Grace under Fire eða Hasar á heimavelli á dagskrá. Þar situr hinn fyldi fúlltrúi bandarísku verkakvennasamtak- anna, Grace, ásamt nokkrum leiðindagaurum, með fylusvip og segir eitthvað sem afar erfitt er að ímynda sér að nokkrum þyki broslegt (Roseanne myndi ekki einu sinni hlæja að þessu). Sá sem þetta skrifar man reyndar einungis eftir einum „gaman- þætti“ sem er leiðinlegri en Grace under Fire. Sá var á dag- skrá á miðvikudögum og fjallaði um ungan markaðsfræóing sem átti erfitt uppdráttar í einkalífinu. Líklegt er að sami maður hafi stjórnað segulbandinu með klappinu í þessum tveimur þátt- um og langar undirritaðan margt meira en að hitta viðkomandi. Stúdentablaðið telur raunar að þættir á borð við Hasar á heimavelli leiði beinlínis til aukinnar unglingadrykkju því þegar Simpson var og hét þá héldu krakkarnir sig heima en nú er þeim beinlínis ýtt frá sjónvarpinu og að heiman - út í ruglið. Gáum að því. í gamanmyndinni Kentucky Fried Movie er ævintýramaður sýndur hlaupa inn í hóp þel- dökkra manna og kalla „Negrar eru hálfvitar“ og í Die Hard 3 er Bruce Willis látinn standa í Harlem íklæddur spjaldi sem stendur á „I hate niggers". Þetta þótti nægilegt til þess að reita hina þeldökku til reiði og menn verðskulduðu vissulega barsmíð- ar fyrir þessi uppátæki. Hliðstætt væri nú fyrir einhvern að æpa í Harlem að OJ Simpson væri sekur og hann yrði laminn jafn örugglega og þvottabjörninn Rodney King á sínum tíma. Annars gera sumir gys að þessu OJ Simpson máli og heyrði Stúdentablaðið meira að segja eina kaldhæðna sögu þar sem spurt er hvað OJ hafi sagt við Lance Ito dómara þegar dómur- inn hafði verið kveðinn upp. Svarið: Heyróu, fyrirgefóu, gæti ég þá kannski fengið hanskana mína núna. Ekki ætlar blaðið að taka neina afstöðu til þess hvort þetta sé fyndið eða hvort Simpson hafi verið sekur eða ekki en segir eins og Clinton að það sé betra að sekur maður sleppi en saklaus sé dæmdur. Stúdenta- blaðið er þó fyrst og fremst óánægt með hversu umfjöllun um það hefur verið gríðarleg að allir virðast hafa skoðun á því. í Vesturbænum búa ungir hug- vitsmenn sem gefa út sitt eigið blað sem dreift er í kjörbúðum í Vesturbænum. Inn á ritstjórn Stúdentablabsins barst þriðja tölublað hverfisblaðsins Granna. Þar er meðal annars að finna út- tekt á vændi í Reykjavík. í upp- hafi sér greinarhöfúndurinn, Karl Ágúst Ipsen, 16 ára, ástæðu til þess að vara við efni hennar og ráðleggur foreldrum að lesa greinina áður en unglingum sé fengin hún í hendur. Karl þessi á aðra grein í þessu þriðja tölublaði Granna. Það er viðtal við Einar Sigurðsson landsbókavörð. Þeir ræða saman um heima og geima en á næstu síðu er að finna „Skoðun blaðamanns". Þar skýrir Karl frá því að Einar hafi reynt að endurskrifa viðtalið og sýnt þannig „þvílíkan hroka, yfirlæti og hreinan og beinan dónaskap“ og það þótt blaða- maður hafi áður tekið viðtal við frú Vigdísi Finnbogadóttur og herra Einar Magnússon skóla- stjóra. Karl segir: „Hann [Einar Sigurðsson] talaði aldrei við mig, heldur niður til mín, og þegar hann sá afkáraleg svör sín á prenti skammaðist hann sín og ákvað að breyta þeim, svo að hann yrði ekki talinn upp- skafningur.“ Ekki ætlar Stúd- entablaðið að leggja dóm á þessi hörðu ummæli hins 16 ára Vesturbæings en Grannar fá plús- inn fyrir viöleitnina.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.