Fálkinn


Fálkinn - 14.04.1928, Blaðsíða 16

Fálkinn - 14.04.1928, Blaðsíða 16
16 F Á L K I N N Bestu vörugæöi Lægsta verö Þessara tveggja afburða kosta, sem sjaldan er hægt að sameina, verða þeir aðnjótandi, sem kaupa Electrolux ryksugur. Vörugæðin eru beinn árangur af margra ára reynslu Lux - verksmiðjanna. Við smíðina á Electrolux hefir iðnfræði nútímans og síðustu framfarir vísindanna í þessu efni hvorttveggja verið notað með hinni mestu hugvitssemi og ítrustu nákvæmni, svo áhald þetta er sjerstaklega hentug ryk- suga fyrir heimilin og fullnægir öllum kröfum. Lága verðið er rökrjett afleiðing af hinum miklu afköstum Lux - verksmiðjanna og hinni gífurlegu viðskiftaveltu. Það liggur í augum uppi, að framleiðsla í smáum stíl getur aldrei haft í för með sjer sambærilega aðstöðu til samkeppni. Svo viðurkendir eru iðnfræðilegir yfirburðir Electrolux, að hún er notuð sem fyrirmynd við smíði annara ryksugutegunda, og að hverja umbót, sem hinir ágætu verkfræðingar Lux - verksmiðjanna gera, reyna aðrar verksmiðjur að stæla, venjulega þó árangurslaust. Svo ódýrt er Electrolux seld nú, að ekkert heimili þarf að láta sig vanta hana. Svo ódýr og haganleg í meðferð og svo mikil trygging heilsunni er Electrolux, að ekkert heimili getur afsakað að vera án hennar. En þessar staðreyndir verða smám saman hverjum manni ljósari. Þessvegna er salan á ....... Electrolux hin mesta. Þessvegna eru vörugæði .... Electrolux hin bestu. Þessvegna er verðið á .... Electrolux hið lægsta, sem nokkur vönduð ryksuga er boðin fyrir, og þessvegna er Electrolux líka eina ryksugan, sem komið getur til mála, þegar um kaup á slíku áhaldi er að ræða. Sannfærist um ágæti áhalda vorra með því að skrifa og biðja um ókeypis verðlista með myndum. Electrolux Frederiksberggade 11, Köbenhavn. Framleiða einnig Electrolux: Kæliskápa, Bone-vjelar,Vatnssíjur. Umboðsmenn fyrir ísland: Nathan & Olsen, Revkjavík, Akureyri — ísafirði — Seyðisfirði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.