Fálkinn - 05.05.1928, Síða 5
F Á L K I N N
5
„Protos" hárþurkur, sjerlega varanlegar.
„Protos" hitabakstrar, með og án gúmmípoka.
Rafmagns-giktarvjelar, vandaðar.
Therma brauðristar, til að hafa á borði.
Therma hárjárnsofnar, til að hita hárjárn.
JÚLÍUS BJÖRNSSON
raftækjaverslun. Austurstræti 12.
Sunnudagshugleiðing.
7/. sunnudaq eftir páslm.
• •Kn siðasta daginn, hátíðardaginn
rnikla, stóð Jesús þar og kallaði og
sagði: E[ nokkurn þyrstir, þá komi
hann lil niin og drekkt“ — Jóh. 7, 37.
Alla menn þyrstir. En þá
Þyrstir ekki alla eftir því samá.
Fjölda manns þyrstir eftir
L'aígð og fje. Suma þyrstir eftir
skarti, suma eftir allskonar
nautnum.
Og menn flykkjast þangað,
sem þeir hafa von um að fá
þorsta sínum svalað. Menn
teyga af þeim brunnum, sem
bjóðast. En menn fá ekki svöl-
Un- Þorsti sumra æsist aðeins
því
meir, sem þeir láta Undan
honum. Aðra hættir að vísu að
þyrsta. En það er ekki af því
þeir hafi fundið svölun, held-
Ur af því að einhver ósegjan-
Iegur leiði grípur þá, leiði á öllu
°g lika því, sem þá þyrsti mest
eftir áður.
En inst í sálu fjölda, og ef til
yill allra inanna, er anhar þorsti.
Og það er sá þorsti, sem .Tesús
:i við, þegar hann kallar þá
'Uenn sæla, sem hungrar og
þyrstir eftir rjettlætinu. Það er
su tilfinning, sem hann fann
sjálfur til þegar hann sagði:
Minn matur er að gera viija jiess
er sendi mig og Ieysa hans verk
M hendi.
Agústínus kirkjufaðir lýsir
þessum sama þorsta þegar hann
Segir: Hjarta vort er órótt þar
til það fær hvíld i þjer.
Hefir þú ekki, vinur tninn,
fem þetta lest, fundið þennan
iunri þorsta, þessa tilfinning
þins innra manns fyrir fánýti
allra veraldargæða og þessa þrá
eitir einhverju æðra'? Er ekki
stundum eins og einhver andvari
trá æðri veröld fari um þig,
feyki hurt því, sem annars fyll-
ir hugann, og svifti tjaldi frá
annari og miklu háleitari iitsýn?
Það er ef til vill aðeins skamma
stund í senn, en þó svo, að sú
stund lýsir sem leiftur um nótt.
°g þessi þrá, þessi þorsti, sem
þá er kveiktur, er ef til vill óá-
kveðinn, þú veist hvorki hvaðan
bann kemur eða hvert hann fer
eða hvernig honum á að svala.
En hjer segir Jesús: Ei' nokk-
Ul'n þyrstir, þá komi hann til
ruin og drekki!
í fyrstu hefðu menn getað
elast um, að Jesús hefði vald til
að segja svona stórt orð. En nú
er það l'yrir löngu sýnt, að hann
beldur í hendi sjer svaladrykk
lyrir hverja guðiþyrsta sál. Mil-
jónir manna hafa komið til hans
°g fengið svölun, og þá hefir
ekki þyrst aftur, heldur liel'ir sá
drykkúr orðið að lind, sem
sprettur upp til eilíl's lífs, eins
°8 hann sagði sjálfur. Friður
Þnðs, sem er æðri öllum skiln-
iugi, fyllir hjarta og hugskot
þess, sem kemur til Jesú, drekk-
Ur hjá honum og horfir ii! hans
uieð trausti.
Koin þú til hans, þyrsta
ruannssál! Þá getur þú sagt eins
°g skáldið:
■k‘íí kom til Jesú, örþyrst önd
l)ur alla svölun fann.
Hjá lionum drakk jeg lifs af lind
n,;tt líf er sjálfur hann.
Ainen.
Magnús Jónsson.
U M VÍÐA
VERÖLD.
Franska stúlkan, sem giftist
Kínverjanum.
í Ameríku er það algengt að
hvítar konur giftist svertingjum,
en í Norðurálfu voru slík hjóna-
bönd harla ótíð fyrir heims-
styrjöldina. En stríðið breytti
hugsanahætti fólltsins í þessari
grein sem öðrum, Einkum á
Fraltklandi virðist fólkið líta
öðrum augum á svertingja nú,
en áður. Frakkar gleyma því
ekki, að sverlingjahermennirnir,
sein þeir sóttu til Afríku, börð-
ust sem hetjur á vígvellinum í
Frakklandi — og fransltar kon-
ur litu upp til þeirra fyrir
hreysti og karlmensku. Árang-
urinn hefir orðið sá, að fjöldi
franskra kvenna og svertingjar
hafa gengið í hjónaband síðustu
árin. Eru svo mikil brögð að
þessu, að menn eru farnir að
tala um „svertingjasótt“ í stúlk-
unum.
Miklu sjaldgæfara er að hvít-
ar stúlkur giftist Mongólum,
Kínverjum og Japönum. Fyrir
tveim árum giftist frönsk stúlka
Kínvérja nokkrum, Ju að nafni.
Hann var háskólanemandi við
Sorbonne, l'aðir lians var em-
bættismaður í utanríkisráðuneyt-
inu í Peking og ættin göfug.
Þau kyntust á háskólanum, hún
hauð honum heim í foreldra-
húsið, og svo feldu þau hug
hvort til annars. Það var ekkert
við því að gera — foreldrarnir
urðu að láta undan. Vorið 1924
stóð brúðkaupið og ungu hjónin
lifðu hamingjusömu lífi fyrsta
árið. Konan eignaðist sveinharn,
hálfgerðan Kínverja, og jók það
mjög á hamingju hjónanna.
En svo á öðru ári fjekk Ju
brjef að heiman. Faðir hans
hafði útvegað honum stöðu í
stjórnarráðinu í Peking, hann
átti að koma heim sem fljótast.
Og svo tóku hjónin sig upp og
fóru áleiðis til Kína.
Nú er venjan sú þar í landi,
að foreldrar og afar og ömmur
hafa ótakmarkaðan rjett yfir
börnum sínum. .Ju átti ðmmu á
lífi, kvenskass hið mesta. Hún
bar hatur til hvítra kvenna og
þar sem frú Ju var fögur mjög
og ung, jók það hatrið mjög.
„Burt með hana“, sagði hún,
en Ju þorði ekki að mótmæla.
Kerling tók því konuna og lok-
aði hana inni. Hún fjekk ekki
að tala við mann sinn og barnið
var tekið frá henni. Og þarna
varð hún að.vera i marga mán-
uði án þess maður hennar gæti
við í'áðið. Hann fór líka að slcip-
un foreldra sinna og gekk að
eiga tigna konu kínverska, svo
franska konan varð einskonar
hjákona.
Loks tókst henni að smygla
brjefi á póstinn. Hún skýrði for-
eldrum sínum frá meðferðinni,
hvernig ldnverska kerlingin
hefði lamið sig og spaikað og
síðan lokað sig inni. Faðir henn-
ar bað utanríkisráðherrann í
París hjálpai' og eftir mikla
erfiðleika tókst loks að losa hana
úr varðhaldinu, þó ekki fyr en
franski sendiherrann í Peking
hafði hótað öllu illu. Og nú er
hún komin heim til París,
reynslunni rikari.
Maður á bágt með að skilja til
fulls þær hvítu konur sem geta
giftst svertingjum eða mongól-
um. Það hlýtur að vera eitt-
hvað óheilbrigt við þær. „Aust-
ur er austur og vestur er vestur,
og aldrei geta þau mætst“, segir
Kipling, og hann hefir áreiðan-
lega á rjettu að standa.
MOSENS TEIN KLÆÐSKERI.
Gharles, Jolin og William erfðu hver
10,000 krónur eftir föður sinn. Wil-
liam opnaði þegar í stað skraddara-
húð. Hinir hræðurnir hugsuðu sem
svo, að það væri hest að híða og sjá
livernig William gengi.
Honum gekk ágætlega og Jolin tók
nú hiVð á leigu i öðru liúsi frá búð
Williams. Hann útbjó sína búð ná-
kvæmlega eins og húð Williams, liafði
nákvæmlega samskonar vörur á boð-
stólum, seldi þær sáma verði og ijet
húa til skilti alveg eins og William:
„Mosenstcin klæðskeri“.
Nú veit maður ekkert um livernig
bræðrunum búnaðist í samkepninni.
En líklega hefir þeim báðum gengið
vel, þvi noivkru seinna ákvað þriðji
bróðirinn að byrja skraddarabúð —
og • tók á leigu búðina mitt á milli
búða bræðranna. Síðan keypti liann
sjer skilti og Ijet mála á það: „Mo-
senstein l;læðskeri“. — En þar fyrir
neðan stóð með stórum stöfum: Inn-
gangurinn!
V\§) ©r :
Handalausi maðurinn.
í síðasta mánuði varð merkilegur
maður áttræður. Það var Þjóðverjinn
Karl Hermann Unthan.
Hann fæddist handleggjalaus. En
faðir hans, sem var skólakennari,
hugðist gera mann úr honum eigi að
síður, enda var hann vel gefinn að
öllu leyti hema þessu eina, að liann
vantaði báða handleggina.
Hann langaði snemma til að læra
fiðluleik. Og eftir nokkrar tilraunir
tókst honum að leika á fiðlu — með
fótunum. Fiðlan var fest við stól, en
t'ntlian tókst að leika á strengina
með tánum á hægra fæti, en með liin-
um fætinum hreifði hann bogann.
Hann varð svo leikinn í þessari list
að undrum sætti og gekk í skóla hjú
úrvals kennurum. 19 ára gamall hjelt
hann fyrstu opinberu hljómleikana
sína i Gewandhaus í Leipzig.
Allir undruðust þennan mann, og
um eitt skeið var ekki meira um
annan liljómlistarmann talað en liann.
Hann fjekk tilboð úr öllum áttum og
ferðaðist um og sýndi sig á fjölleika
lnVsum i 48 ár samfleytt. Hann lærði
einnig að leika á horn og liann varð
ágæt skytta. Hann virtist vera eigi ó-
fimari í fótunum en aðrir menn eru
i höndunum. Hann lærði að synda og
varð góður sundmaður. Handaleysið
virtist ekki vera honum til neins baga.
Untlian hefir nýlega gefið út end-
urminningar sinar, skeintilega bók og
fróðlega, ekki síst um það, hve miklu
maður getur afrekað ef viljinn er
nógur. Handritið að bókinni er einkar
vandað að öllum frágangi og skriftin
prýðileg, ]>ó alt sje skrifað með fót-
unum.
Þegar styrjöldin skall á bauð lianu
sig fram til herþjónustu, en var vit-
anlega ekki tekinn í herinn. Hann var
i stað þess gerður að aðstoðarmanni
við sjúkrahús og vann þar verk sitt
á við hvern annan. Og hann varð ó-
bætanleg huggun ýmsum þeim mönn-
um, sem mistu liandleggina í styrj-
öldinni og gat talað í þá kjark og
sýnt þeim fram á, að þeim gæti orðið
góðrar ævi auðið, þó að þeir væri orðn-
ir það, sem venjulega er kallað ör-
kumlamenn.
(ST^)
Danir geta svei mjer borgað. Svert-
ingjadansmærin Josefina Baker er
væntanleg til Kaupmannahafnar og fær
40,000 króna kaup fyrir einn mánuð.
Og hin heimsfræga söngkona Jeritza,
sem líka er væntanleg þangað, fær
21,000 krónur fyrir að syngja í þrjú
kvöld.
Zubkoff, hinn rússneski æfintýra-
maður sem geklc að eiga Viktoriu
systur Villijálms Þýskalandskeisara,
hefir nú verið rekinn úr landi. f
Bryssel kom liann öllu i uppnám ný-
lega, drakk sig blindfullan og lögregl-
an varð að skerast í leikinn.