Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1929, Qupperneq 4

Fálkinn - 12.01.1929, Qupperneq 4
4 F Á L K I N N Ml/ndin „Fáttekir æltingjar“ eftir sænska málarann Axel F.bbe. uin sínum. Þau fyrirlíta hann og vilja ekki hafa neitt sam- neyti við hann. Hrafnsættin er Iiýsna stór fuglaætt og telur um 50 mis- munandi tegundir. Hjer á landi er þó eigi nema um eina að ræða, hrafninn (corvus corax) en í nágrannalöndunum her öllu meira á krákunni en hrafn- inum. Er krákan ininni en hrafninn og eigi svört nerna á hausnum, hálsinum, stjelinu og vængjunum neðanverðum en húkurinn sjálfur mógrár. Önn- ur krákutegund er til, hlásvört eins og hrafninn. Hrafninn. Árum sanian hafa menn verið að leita að kolanámum á Madagaskar og hafa nú fundist þar afar stór kola- lög, sem ná yfir 1800 kílómetra langt og 150 km. hreilt svæði. Telst mönn- um til, að )>essi lög hafi að geyma um 1 miljard smálesta af kolum. Áður hjeldu menn, að sjúkdómarnir kæmi af óhreinindum, sem fólk fengi ofan i sig með matnuin sem það nær- ist á. En nú er talið, að mest af þeim óhreinindum, sem sjúkdómum valda berist ofan i mann með loftinu, sem maður andar að sjer. Hvenær sem glugga er lokið upp í borg berast ó- grynnin öll af ryki inn í stofuna og fer það ofan í lurigun. En álitið að sem svarar fullri matskeið af ryki fari ofan i lungu hvers manns, sem býr í borgum, og að um 60% af öll- um sjúkdómum orsakist af banvænu lofti. í þýskalandi hafa ménri reiknað út, að 100 km. akstur með meðalstórri járnbrautareimreið kosti 666 mörk. Af því er fyrning 274 mörk, kol 213 mörk og vinnulaun 100 mörk. f borginni Tour í Frakkladi hefir til þessa staðið turn, sem kendur er við Karl mikla. Er liann siðustu leifarnar af kirkju einni mikilli sein Karl keisari Ijet byggja um aldamót- in 800 og var drotning lians grafin i þeirri kirkju. En í vor hrundi turn- inn í rústir. Var hann við fjölfarin gatnamót i borginni en við hrunið fyltust strætin af grjóti og nálæg hús skémdust. Radman Wanamaker, forstjóri Wanamaker-verslananna i New York, Philadelphia, London og París dó á síðastliðnu ári. Hann var Iíftrygður fyrir liærri upphæð en nokkur annar maður i veröldinni, eða alls fyrir sex miljónir dollara. Skiftist þetta á fjöldamórg líftryggingarbrjef hjá samtals 50 fjelögum. Coolidge Bandaríkjaforsetl lagði snemma i deseinber f járlagafrumvarp sitt fyrir |iingið. Eru gjöldin áætluð 3.780.719.647 dollarar en þó er tekju- afgangurinn áætlaður 60. 576.182 doll- arar. Forsetinn sagði í ræðu þeirri, er hann Ijet fylgja frumvarpinu, að af- komuliorfurnar fyrir næsta ór væri alls ekki glæsilegar. Fyrsti maðurinn sem smíðaði not- liæfa ritvjel var Þjóðverjinn Petter Mitterhofer, og fyrirmynd af vjelinni er enn til í iðnfræðasafninu í Wien. Stöfunum var raðað i hálfhring, eins og á flestum vjelum enn i dag. En það var mjög erfitt að skrifa á vjel- ina. í Rotterdam hefir veriö stofnaður banki fyrir kvenfólk. Skiftir bankinn eingöngu við konur og alt starfsfólk bankans er kvenfólk, jafnvel sendl- arnir. Aluminium, sem nú er eitt af al- gengustu efnum i heiminum, og sjálf- sagt verður miklu meira notað fram- vegis en það er nú, á sjer ekki langa sögu. Maðurinn sem fann fyrstur nokkurnvegin nothæfa aðferð til þess að framleiða aluminium hjet St. Claire Deville, og tókst honum, árið 1854 að frariíleiða dálítið af málm- inum, en framleiðslukostnaðurinn var — 750 kr. fyrir hvert kíló. 0iiiiiiiiiiiiiiiiaoiiiiiiiii9iiiiiiiiiiiiiiii» I Dlirkopp saumavjelar, stignar og handsnúnar, hafa ágæta reynslu hjer á landi. 1 Verslunin Björn Kristjánsson. \ Jón Björnsson & Co. Franski efnafræðingurinn .1. Busset liefir gert áliald til þess að búa til demanta úr kolum. Ilyggur hann, að takast megi að breyta kolum i dc- inanta, en loftþrýstingurinn þar sem breytingin fer fram, verður að vera 25000 sinnum meiri cn þrýstingur andrúmsloftsins. Maður nokkur í Montreal, sem heit- ir Salzmann, hefir fundið upp ágæta aðferð til að veiða úlfa. En úlfaplág- án hefir verið miliil í Canada siðustu árin og hafa bændur átt erfitt með að verja búfjenað sinn fyrir þeim, og hafa þeir hvað cftir annað leitað á náðir stjórnarinnar til þess að fá aðstoð til að útrýma úlfunum. Salz- mann hefir farið í dýragaröa, þar sem úlfar hafa verið, og tekið ýlfrið í þeim á grammófónplötur og á hann nú orðið yfir þúsund plötur með þessari „músik“. Hann hefir sem sje tekið eftir því, að þegar úlfar heyra væl jiá renna þeir á hljóðið. Og nú fer hann með grammófón á ]>ær slóð- ir, sem úlfarnir halda sig helst og spilar á grammófóninn. Úlfarnir þyrpast að — og eru skotnir jafn- harðan og þeir koma. I fyrsta sinn sem þetta var reynt veiddust um 400 úlfar. Prófessor Bergius, sá sem fyrir tveimur árum fór að gera oliu úr kol- unum segist nú hafa fundið aðferð til þess að breyta trjám í steinkol. Líta liessi gerfikol út eins og venjuleg kol. I Moskva er nýlega farið að gefa út blað á máli zigaunara. Tala þeir sama málið hvar sem er í veröldinni og er þvi búist við, að blaðið nái mikilli útbreiðslu. SIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIISIIIIIIIIIIIIHHW Pósthússtr. 2. ReykjavíU. Símar 542, 254 og 309 (framkv.stj.). BBBBSSaá Alíslenskt fyrirtæki. AUskonar bruna- og sjó-vátryggingar. Hvergi betri nje áreiðanlegri viðskifti. Leitið upplýsinga hjá næsta umboÐsmanni! Stærsti hitamælirinn i heiminum er í Miinchen og cr festur á turn „þýska safnsins" þar. Er mælirinn yfir 20 metra hár og tveggja metra breiður og sýnir hitann á hverri stundu sem er en auk þess hæsta og lægsta hita, sem verið hefir á sólarhringnum. Fyr- ir ofan mælirinn er loftþyngdarmælir, sem lesa má á neðan af strætunum. Maður einn norskur keypti í haust 8 ær og 2 hrúta af hinu svonefnda Karakul-f járkyni frá Asiu, og hefir flutt fjeð til Noregs og ætlar að koma sjer upp bústofni af þessu kyni. Dýrasti hrúturinn kostaði um 4000 krónur, en ærnar 800 krónur að með- altali. At' gærum ]>essa fjárkyns fá menn ýmsar dýrar skinntegundir, svo sem „persian" og „astrakan". Suez-skurðurinn. er ein af merkustu samgönguleið- um i heimi og þótti um langt skeið merkasta mannvirkið, sem til var i veröldinni. Hann er 101 enskar mílur á lengd og 45 metrar á breidd að meðaltali og það djúpur, að skip sem rista 9.75 metra geta farið um hann. Kostaði hann, með þeim aðgerðum sem síðar hala farið fram á lionum 857 miljón franka, en fjelag það sem Ijet gera hann, liafði 200 miljón franka höfuðstól. Fjelagið er að nafn- inu til undir stjórn Egypta, en enska stjórnin hefir fyrir löngu keypt mik- inn hluta hlutabrjefanna. Sitja 32 menn i stjórn fjelagsins og eru tiu þeirra Bretar. Skip scm fara um skurðinn borga að meðaltali 7.25 franka fyrir smá- lestina til fjelagsins. Verður þetta ekki smáræðis upphæð þegar ]iess er gætt, að sltipin sem fara ujri skurð- inn á ári hverju eru um ]>að bil 25 miljón smálestir samtals, enda nam siglingagjaldið 188 miljónum franka árið 1926. Er skurðurinn ]>ví með mestu stórgróðafyrirtækjum sem til eru í hciminum. Langmestur hluti skipa þeirra sem um skurðinn fara eru ensk, en næstir eru Hollcridingar, hafa miklar siglingar til Asíu vegna • nýlenda sinna þar.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.