Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1929, Qupperneq 7

Fálkinn - 12.01.1929, Qupperneq 7
F A L K I N N 7 GÆFUTAFLIÐ New York er mjög stór borg. Þar lifir urmull manna og ein- staklingurinn hverfur algjörlega i þjóðahafinu. Þesskonar staðir eru alls ekki hcntugir þeim, sem vilja láta bcra á sjer og komast til vegs og virðinga. Annaðhvort —• það vill til í einu falli af t.iu — komast þeir upp á yfirborðið og sigrast á erfiðleikunum eftir harða baráttu, eða þeir — og það eru níu af hverjum tíu — sogast ofan í iðuna og sk'jóta al- drei upp kollinum aftur. Jimmy Jones var einn af þess- uin mönnum, sem langaði til að vaxa upp úr fjöldanum. Hann barðist eins og hetja, eigi aðeins fyrir því að halda sjer á floti, heldur ætlaði hann sjer að hljóta meistaratignina. Og má ráða af því, að það var mannsefni í hon- um. — / Jimmy Baltyhood Jones vann á skrifstofu í New York. Hann var hárviss og áreiðanlegur og stundaði starf sitt vel. En það gerðu hinir piltarnir á skrifstof- unni líka, svo að honum gat ekki skilist, að brautin til frægð- ar væri lionum opin þar. En hann hafði einsett sjer að verða frægur maður, og því varð hann að reyna aðrar leiðir. Einhvern- veginn var hann — og máske ekki að ástæðulausu — sann- færður um, að hann væri efni í rithöfund. Og þessvegna fór hann að skrifa, ekki ljóð eins og svo margir aðrir bjánar, sem líkt er ástatt fyrir, Iieldur langa skáldsögu. Honum fans< hún vera ágæt, en að því er reyndist voru útgefendurnir sjö. sem hann sendi söguna til prentun- ar eigi sömu skoðunar, því þeir endursendu handritið jafnharð- an. Svo skrifaði hann smásög- ur. Eftir mikla fyrirhöfn tókst honum — því eigi var honum alls varnað í ritlistinni — að selja sumar sögurnar sunnu- dagsblaði „The Daily Sun“, og birtist þar fjöldinn allur af smá- reyfurum eftir hann, sem ýms- ir gamlir lesendur blaðsins muna enn í dag. Einn góðan veðurdag sendi einn af vinum Jims honum að- göngumiða að grímudansleik, sem halda átti í höfðingjahverfi borgarinnar. Seinasta sagan hans hafði verið betur borguð en venja var til, svo að hann gat leigt sjer fallegan búning og ekiff í hestvagni á skemtistaðinn ■—- bil'reiðar voru þá aðeins framtíðardraumur. — Enginn mundi hafa þekt Jimmy Balty- hood Jones þegar hann var kominn í spánýjan ,,pierrot“- búning; hann líktist alls ekki unga manninum, sem þrælaði á skrifstofu á dagirin og skrifaði sögur á kvöldin. Nú bar svo við, að á dans- leiknum var fögur og ung stúlka í „columbinu“-klæðum. Auðvit- að fór Pierrot þegar í stað að draga sig eftir henni og varð eigi annað sjeð en að hún gæfi honum auga. Má af þessu marlca, að það fer stundum öðruvísi í daglega lífinu, en sýnt er i gamanleikunum. — Þegar grímurnar voru teknar ofan voru Pierrot og Columbina orð- in góðir vinir, þó ekki vissu þau nein deili hvort á öðru. Og vitanlega var ekki hægt að slíta þessuin kunningsskap umsvifa- laust; þau hittust daginn eftir —• af tilviljun eða tilviljun ekki, — það kemur okkur ekkert við. Columbina sagði til nafns síns: hún hjet Elsie Archiebald og var dóttir stálkonungsins Jones Archiebald. Þá fjell grím- an! og Adam var um aldur og æfi útrekinn úr Paradís. Því Pierrot var, eins og við vitum, ekki annað en óbreyttur skrif- stofuþjónn •—■ við minnustum ekki á rithöfundarstörfin — og Columbiná sá, að hann gæti al- drei orðið maðurinn hennar. En Jimmy fjell ekki allur ketill i eld. Sagði að það væri best að þau skildu strax, áður en ástin yrði of brennandi. En Colum- bina var ekki stálkonungsdótt- ir fyrir ekki neitt. Hún vildi halda í hann, og Jimmy stóðst ekki mátið, því Elsie var svo yndisleg — og eftir tvo mánuði voru þau trúlofuð, í leyni — vit- anlega. Þau voru hyggin bæði og gerðu vitanlega það eina rjetta —• þau íoru til stálkonungsins föður hennar og sögðu honum frá öllu. Og þessi mikli maður varð alls ekki reiður. Sagði aðeins, að það gæti ekkert orðið úr ráðahagn- um. Dóttir hans yrði að eiga mann, sem ætti peninga. Því vildi hann ráða. En að öðru leyti væri hún sjálfráð um hvaða mann hún kysi sjer. Honum hafði alls ekki litist illa á Jim- my Jones — Þvert á móti. En það var þetta með peningana. Hefði hann átt tvær miljónir, til dæmis, þá ....... og svo fram- vegis. Jimmy mælti ekki orð, horfði bara á Elsie, og þegar honum varð ljóst, að öll sund voru lokuð leist honuin betur á hana en nokkru sinni fyr. En nú kom Ameríkustúlkan upp í Elsie. Hún sagði: „Jæja, þá er ekki annað til ráða, Jinimy, en að þú krækir þjer í tvær miljónir dollara, úr því að pabbi vill endilega liafa það svo“. Jimmy Jones Ijet ei hugfaíl- ast. Hann skrifaði skáidsögur, Ijóð og smásögur, sorgarleiki og gamanleiki. En það stoðaði ekki hót. Og hrátt varð honum ljóst, að liann mundi aldrei verða ríkur á skáldskapnum. Eitt kvöld þegar Jiminy var á heimleið frá skrifstofunni hitti hann gamlan kunningja sinn. Þeir fylgdust að, og það kom á daginn að kunninginn hafði grætt talsvert fje síðustu árin. Þó ekki svo mikið, að hann gæti gefið Jinnny jiessar tvær mil- jónir, sem hann vanhagaði um, en hann gat lánað honum pen- inga til þess að komast til Klondyke. Þeir töluðu lengi saman, og morguninn eftir fjekk dóttir stálkonungsins svo Iátandi brjef: „Kæra Elsie: — Jeg fer til Ivlondyke lil að ná mjer í pen- ingana. Kem aftur að ári liðnu. Bíddu mín. Þinn Jimmy“. Þetta voru fyrsti og annar þátt- ur i gamanleiknum. Nú hefst þriðji þátturinn og nú verður gamanleikurinn sorgblandinn — al' ýmsum ástæðum. Meðal ann- ars af því, að í þessum þætti kemur fram hið sanna eðli kon- unnar.---------- Jimmy Balty sat í kofanuin sínum og var að lesa gömul brjef, angandi af ást og trúfesti, þegar hurðinni var lokið upp og gullgrafari einn kom inn. Jim stóð upp. ,,Brjef“? spurði hann. „Já, brjef til þín“. Og maður- in fleygði brjefi á borðið. „Hvað ert þú að gera? Lesa gömul brjef? Það er þó ekki komin heimþrá í þig? Komdu heldur yfrum til okkar. Við ætlum að gera okkur dagamun í kvöld. Sam hefir fundið fyrir mörg hundruð dollara i dag, og það stendur til að drekka það upp í kvöld! Ætlarðu að koma?“ „Jeg fer heim á morgun!“ Hinn varð forviða. „Hefirðu fundið nokkuð?“ Jim ypti öxlum. „Æ, jeg veit ekki“. Hann kærði sig ekki um að trúa neinum fyrir leyndar- máli sinu og vildi helst vera einn. Og auk þess brann hann af löngun eftir að l'á að lesa brjel'ið, — brjefið frá henni! Hinn lór. Undir eins og hurðin laukst aftur tók Jim brjefið og opnaði það. Það var aðeins fáar línur. „Iværi Jimmy! Jeg gifti mig á morgun. Pabbi vill það endi- lega. Það þýðir ekkert að vera að bíða eftir þjer; þú græðir al- drei þessa peninga. Jeg skal al- drei gleyma þjer. Þín Elsie.“ Það hafði aldrei fyr komið fyrir Jimmy Baltyhood Jones, að hann þyrfti að grípa eftir stól til þess að verjast falli af geðshræringu. Við öllu hafði hann verið búinn, — aðeins ekki þessu. Að hún sviki hann í trygðum. Alveg óhugsanlegt! Svo tók hann sig á og las brjef- ið aftur. Jú, hann hafði Iesið rjett. Hún giftist — öðrum. Hún var eigi hans framar. Einmitt þegar hann ‘ stóð við markið gekk sigurinn úr greipuin hon- um. Hann hafði unnið — og þó tapað. Engan gat grunað hve mjög hann hafði kvalist þarna norður frá, þangað til hann náði í auðæfin; enginn mundi nokkru sinni fá að vita það. Hann haí'ði barist harðri bar- áttu og í sama bili sem hann hjelt sig liafa unnið orustuna var sigurinn hrifsaður úr hönd- uijum á honum. Hann hafði teflt og — tapað. En taflið skyldi leikið til enda. Brjefið hafði verið þrjá mánuði á leið- inni —■ í þrjá mánuði hafði hún verið kona annars manns. Hún var eigi framar hans -— hún hafði enga þörf fyrir þrjár miljónirnar hans — og hann hal'ði ekkert að gera við þær heldur. Um kvöldið var glatt á hjalla í kránni. Tóbaksreykurinn var kæfandi og svo þjettur, að hann grilti varla í Ijósin á lömþun- um. Þar glamraði í glösurn og teningum, peningahrúgum var ýtt eftir borðunum og hásar for- mælingar kváðu við úr hverju horni. Rödd Jiins Balty skar upp úr öllum kliðnum. Hann hafði fengið sjer neðan í því í kvöld og gullgrafararnir höfðu aldrei sjeð hann eins gáskafenginn og ærslafullan. Þeir voru alveg hissa á honum, því hann var ekki vanur að láta svona, en hinsvegar þótti þeim vænt um, að liafa fengið hann í hópinn, því hann var hrókur alls fagn- aðar þarna. Þessa stundina stóð hann upp á stól og var að biðja sjer hljóðs. Hann var þjettkendur og varð að styðja sig við þilið með annari hend- inni. „Hljóð, strákar! Lofið þið mjer að tala! Þegi þú, Jack! Heyrið þið, drengir, jeg vil selja námuna mína!“ Almennur hlátur. „Já, hlæjið þið! En mjer er alvara! Hvers virði er hún, — milli vina?“ „Jeg býð tvo shillings“, sagði einhver. „Tvo shillings? Vitið þið hvers virði hún er, drengir? Hún er tvegga miljón dollara virði!“ Nú veltust allir um að hlátri. „Já, hlæjið þið! Bob, hvað viltu borga mjer fyrir námuna?" „Eina flösku af rommi, lasm“, svaraði Bob. Nú fóru aðrir að taka fram i. „Jim, þú ert fullur, Jim — þú veist ekki hvað þú ert að gera -— á morgun iðrast þú eftir all saman“. „Heyrið þið, piltar — Bob fær námuna mína — hún er hans eign frá þessari stundu!“ Og áður en nokkur gat varnað hon- um þess, hafði hann tekist í hendur við Bob — kaupin voru farin fram að gullgrafarasið — og jafn bindandi og skriflegur samningur. Undarlegu mannanna börn! Sömu nóttina lá dótlir stálkon- ungsins i rúmi i skrauthýsi einu í New York og tregaði og þráði manninn, sem hún hafði svikið. Og langt norður í fjar- ska, þúsundir mílna frá sið- inenningunni, úli á hjara ver- aldar og innan um drukna fanta og fúlmenni sat maður og Ijet sig dreyma um stúlkuna sína. — Undarleg eru örlögin! Hvers- vegna þurftu þau að skilja þessi tvö að? Pierrot og Colum- bia fengu ekki að ná saman, eftir alt saman. Hver átti sök- ina? Engan gat grunað neitt um það. Þau geymdu bæði söguna eins og minningu og í'öldu hana fyrir öllum. Elsie Archiebald þagði vegna þess að hún hafði engan, sem hún gæti trúað fyrir leyndarmáli sínu — og Jimmy Baltyhood Jones, sem vaknaði í þann mund er sólin varpaði fyrstu geislum sinum yfir sjón- deildarhringinn — gaf sjer ekki tíma til að hugleiða málið. Hann l'lýtti sjer að taka saman dótið sitt, og um það levti sem sólin hafði lil fulls yfirbugað næturmyrkrið, og gullgrafara- hverfið vaknaði af svefni, lagði hann einn af stað á eintrjánings- bátnum sinum norður — til eyðilandanna ókunnu.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.