Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1929, Side 4

Fálkinn - 08.06.1929, Side 4
4 F A L K I N N Bœndur í Korea við maisuppskeru. menn tóku að hafa afskifti af honuin. Ræktunaraðferð tndiána var mjög óhrotin. Kvenfóllcið annaðist um ræktunina, — ruddi skóginn, með því að kveikja í honum, rótaði mold- inni og öskunni saman í hauga og gróðursettu þar maís-Kjarna. Bændurnir í Ameríku, sem i fyrstu lærðu maísrækt hjá Indí- ánum nota ennþá orðin „hills of corn“ — eða maíshóla, um maís- akrana, og sýnir þetta, að rækt- unin hefir í fyrstu verið í smá- hólum, en ekki á flatlendi, j)ó þetta sje nú orðið breytt. ög það er eftirtekarvert, að það sem Ameríkumenn kalla „corn“: þ. e. korn, er einmitt mais. Nú á tímum hefir mais breiðst um víða veröld, en vitanlega eru ræktunarskilyrðin undir loftslag- inu komin. f Evrópu eru það einkum Dónár-löndin, sem stunda maísrækt að nokkrum mun, í hlutfalli við aðra korn- yrkju. Einnig er talsverð maís- rækt i Spáni og þó fremur i ftaliu. En Ameríka er ennþá aðal heimkynni maísins og verður sennilega um ófyrirsjáanlegan tima. í Norður-Ameríku eru ræktaðir % af allri heimsfram- leiðslunni. Hagskýrslurnar sýna, að í Norður-Ameríku, eða rjett- ara sagt Bandaríkjunum er maís ræktaður á 40.000 hektörum lands, en í þeim löndunum, sem næst koma, Rúmeníu og Argen- tínu, á aðeins 3 til 4 þúsund hekturum. Og vjelaiðnaðurinn hefir haft óumræðileg áhrif á maísframleiðsluna. Fyrir 50 ár- um kostaði það 16—17 stunda vinnu að framleiða 100 kg. af maís, en nú tvær stundir eða minna. Landbúnaðarvjelarnar hafa orsakað byltingu í þessari grein, og áhrif þeirrar byltingar má fyrst og fremst marka af stórfeldri verðlækkun. En þó verða svo miklar verðbreytingar á maís, eftir því hvort upp- skeran er mikil eða lítil, að sum þau lönd, sem venjulega kaupa þessa ódýru korntegund til skepnufóðurs, verða að vera án hennar, þegar framboðið er lít- ið. Hinsvegar fer uppskeran svo fram úr hófi stundum, að bænd- ur verða að nota kornið til elds- neytis í stað þess að flytja það á markaðinn. Maisinn er af grasættinni, sem kölluð er í jurtafræðinni. Stráið verður 3—4 metra langt, og um hálfan sentimetra á þykt. Kólfurinn með maísbaununum er á lilaðstöngli i miðri blað- hvirfingunni. Maiskornin eru svo þjett, að þegar þau fara að vaxa, fletja þau hvert annað út og verða þessvegna köntuð og af- löng. Á maís með gisnum korn- um eru þau í laginu eins og stórar baunir og alveg kúlu- mynduð, en slík korn eru mjög sjaldgæf. Talið er, að um 120 inismunandi tegundir sjeu til af maís. Stönglar jurtarinnar og blöð, eru notuð til skepnufóðurs ástaðnum, og jafnast að fóður- gildi á við hey. Mais er notaður á ýinsan hátt. I flestum þeiin landbúnaðarlönd- um, sem einkum leggja stund á framleiðslu mjólkur, osta og smjörs er hann notaður afar mikið sem gripafóður. Danskir bændur hafa t. d. aukið maís- kaup sin frá öðrum löndum úr 4000 smálestum í 500000 síðan um 1880. í Ameríku standa menn það fram- ar Evrópumönn- um, að maís- brauð þykir ó- missandi á borð- inu með öðru brauði, í Ítalíu er maísgrautur alstaðar á borði fátækra, — Spán- verjar baka kök- ur og brauð úr maísmjöli, Indí- ánar í Suður- Ameríku brugga maísbrennivín og í Mexíkó brugga menn öl úr maís- stönglunum. Og svo hafa síðustu ára bæti- efnarannsóknir leitt í ljós, að þessi korntegund er auðug af bæti- efnum eða líf- gjafaefnum, sem allir sár-þreyttir menn sækjast eft- ir til þess að endurnýja fjörið í sjálfum sjer. Og því hafa risið ur, sem taka Ljósmyndastofa Óskars Gísla- sonar, Austurstræti 14. Opin virka daga kl. 10—7 og sunnud. kl. 1—4. LÖNG HJÓLREIÐAFERÐ Nýlega kom Portúgalinn de Lima til Lissabon úr 15 þúsund enskra mílna ferðalagi á reiðhjóli. Hann lagði i ferðina í Loanda í Suðvestur-Afríku í mars 1927. Var hann aleinn alia leið og fór um Kongo, Sudan, Egyptaland, Sýrland, Tyrkland, Grikkland, Alhan- iu, Jugoslavíu, ítaliu, Frakkland, Belg- íu og Spán til Portúgal. Hann var ár og níu mánuði á leiðinni, notaði sama reiðhjólið alla leið og varð ekki fyrir neinum verulegum óhöppum, þó hann yrði víða að fara vegleysur. hlutann af maísnum og setja hann í fallega pakka, sem nú ganga um víða veröld undir nafninu „Corn FIakes“ og öðr- um nöfnum, og þykja ómiss- andi, þegar inaður hefir vanist þeiin á annað borð. — Og þar með er því slegið föstu, að maís- inn er að ryðja sjer braut að þeim sessi, sem hveitið hefir Eftir maísuppskcrn á Haiti. Kólfarnir liengdir upp i trje til fierris. upp verksmiðj- setið í hingað til. Því bætiefnin bætiefnaríkasta eru orðtak nútímans. nýkomið. m •iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiia ) Mitið ínalj af góðum og ódýrum 5 ! fataefnum I s S •iiiiiiiiiiuniiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiii* Maður i Tennesee í Ameriku hafði Iagt ríkt á við konu sina að lileypa ekki kcttinum út. Hún hlýddi ekki skipun lians. Eitt sinn er hann kom heim, mætti liann kisu á hlaðinu. Hann gekk síðan inn — og skaut konuna sína með skammbyssu. ----x---- David Davies, eða „hirðinginu frá Dartmoor“, sem hann venjulega var nefndur, andaðist nýlega í London. Hann var „frægur“ fyrir að liafa setið i varðhaldi í samtals 50 ár. Hann gat nfl. qkki hætt að stela, cinkum úr kirkjum, og var álitið af sumum að hann væri stelsjúkur og ætti því ekki heima í fangelsi. Lloyd George og Cliurchill liöfðu báðir notað iiann til styrktar frumvarpinu um rjettarbætur, og því varð Davies „frægur“. Hann vax-ð 79 ára. Hinn nýji foringi Hjálpræðisliersins, Higgins, hefir fengið leyfi frakknesku stjórnarinnar til þess að senda flokk manna til „djöflaeyjunnar“ i Guiana, þar sem 8000 glæpamenn eru hafðir I haldi. Þar liefir aldrei verið prestur, engir skólar nje fyrirlestrar haldnir fyrir fangana og yfileitt ekkert gert til þess að betra þá. Hiti er þar óskap- Iegur og hafið kringum eyna er krökt af hákarli, sem gleypt liefir hvern þann sem freistað hefir þess að synda í land. Á eyju þessari eru allir liættu- lcgustu afbrotamenn Frakklands, svo ]iað er ekki liættulaust að ætla sjer að lifa meðal þeirra sem kristniboði. Charles Edison, sonur liins fræga uppfyndingamanns, tilkynnir nýlega, að faðir hans sje að leita fyrir sjer eftir ungum manni sem geti „haldið áfram“ starfsemi gamla mannsins eftir hans dag. Verður nú valinn einn efnilegur maður úr liverju fylki og ])eir síðan allir sendir til Edisons „til' yfirheyrslu". Sá sem valinn verður, verður kostaður á skóla af Edison og á siðan að starfa á verksiniðju lians. í Toronto kom fyrir nýlega að brúðguminn, sem verið var að gifta, fjekk svo ákafan hiksta meðan hann stóð fyrir altarinu, að fresta varð at- höfninni. Prestur nokkur í Ameríku liefir fundið upp á ágætu ráði til þess að að fá fólk til að sækja kirkju lians. Hann lætur taka ljósmyndir af kirkju- gestum alveg ókeypis, svo nú er kirkj- an troðfull livern messudag. I

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.