Fálkinn - 20.07.1929, Qupperneq 4
4
F ALKINN
I’essi hjörijiinarhátur getur elcki sokkiö. Haiux tekur 1 ht) manns.
tii Harboöre, þar sem svo inörg
og geigvænleg slys hafa orðið.
Nóttina inilli 12. og 13. april
1847 strandaði enska barkskip-
ið „Vertumnus“ í ofsaveðri við
Harboöre. Þrettán manns voru
á skipinu, en aðeins fjórir kom-
ust lifandi i land. Fólkið í landi
gerði það sem það gat til þess
að bjarga skipsbrotsmönnunum.
Þrjú rif voru við ströndina og
stóð skipið á miðrifinu, svo
nærri landi, að fólkið gat fylgst
með öllu þvi sem gerðist um
borð. Menn reyndu að koma
línu út í skipið. Það tókst að
lokum, en þegar draga skyldi
kaðal á linunni milli skips og
lands þá slitnaði hún. Næsta
dag allan og nóttina eftir sá
fólkið í landi skipsmennina
berjast við dauðann, og mann
eftir mann týnast fyrir borð.
Loks tókst að koma streng út
í skipið aftur og síðustu fjórir
mennirnir um borð björguðust
á síðustu stundu, aðfram
komnir.
Maðurinn sem stóð fyrir
björgunartilraununum í landi
hjet Claudi og var sandgræðslu-
maður þarna á staðnum. Og á
hann hafði viðburður þessi þau
áhrif, að hann hófst handa um
að beita sjer fyrir því, að kom-
ið yrði á fót öflugu slysavarna-
fjelagi. Starf hans bar heillarík-
an ávöxt og nú standa Danir
framarlega í þessum efnum.
Claudi tókst ferð á hendur til
Englands á eigin kostnað til
þess að kyiinast björgunarmál-
um Breta, en þar hafði slysa-
varnafjelag verið stofnað árið
1824 sem starfaði ineð sam-
skotafje, án nokkurs opinbers
styrks. Þegar hann kom heim
aftur fjekk hann „Foreningen til
Skibsfartens Fremme“ og Frí-
múraraf jelagið til þess að ljá
málinu fylgi og fyrsta sporið
var stigið: settir björgunarbátar
við Agger Kanal og Harboöre
og flugeldaáhöld við Klitmöllen.
Claufi var óþreytandi. Árið 1849
ljekk hann komið því til leiðar,
að stjórnin skipaði nefnd til
þess að ihuga björgunarmálin.
Átti hann vitanlega sjálfur sæti
í þeirri nefnd. Sköininu síðar —
á ríkisþinginu 1851—52 var
fyrsta fjárveitingin til björg-
unarstarfsemi tekin upp á fjár-
lögunum og lög samþykt um
slysavarnir. Gilda þau lög að
mestu leyti óbreytt, enn þann
dag í dag.
Nú eru í Danmörku yfir 60
fullkomnar björgunarstöðvar
með nýtisku áhöldum og starfs-
mönnum, sem heita inega ein-
valalið. Og síðan 1852 hefir
björgunarliðið alls bjargað um
11.000 manns úr greipum Ægis.
Maluerk af slysinu við Harboöre 1897, —
er bjönjunarbátinn rekur i land.
25
25
m
I
1
I
I
I
i
m
25
T h e r m a
Therma rafmagns suðu- og hitatæki hafa verið notuð á
íslandi um tvo áratugi samfleytt.
Margar gerðir af raftækjum hafa komið á íslenskan markað
á þeim tíma, en engin hefir tekið Therma fram.
Therma tæki eru ekki ódýrust í innkaupi, en þau verða
ódýrust í reyndinni, vegna þess að þau endast best og þurfa
minst viðhald.
Leitið nánari upplýsinga um Therma hjá
Júlíus Björnsson og Electvo Co.
raftækjaverslun Akurepri.
1
É
m
1
I
á
á
á
i
Það var elju Claudi að þakka,
að danska ríltið varð fyrst allra
ríkja til þess að taka björgunar-
málin í sínar hendur. Þremur
árum síðar gerði Svíþjóð það
sama, en það var ekki fyr en
nokkuð löngu síðar, að fyrstu
björgunarfjelögin voru stofnuð í
Frakklandi og Þýskalandi. Og
þó undarlegt megi virðast, var
norska slysvarnafjelagið ekki
stofnað fyr en 1893.
Christópher Berent Claudi
varð fyrsti forstjóri slysavarn-
anna í Norður-Jótlandi og
gegndi því starfi til 1870, að
hann varð að láta af því sök-
um lasleika. Og í ársskýrsl-
unni fyrir 1869 segir svo:
„Eins og stofnun björgunar-
starfseminnar hjer í landi má
þakkast þessum manni einum,
eins má segja að gengi þess
fram að þessum degi, sje að
þakka starfi þessa sama manns,
og missir málið mikils, er hans
hættir að njóta við“.
Maðurinn var Claudi, faðir
danskra slysavarna. Hann dó
1880.
ftalska ríkið hefir nýlega gefið
Mussolini skemtisnekkju eina og ætl-
ar hann að nota liana til ferðalaga
sinna um Miðjarðarhaf. Skipið heit-
ir „Aurora“ og var upprunalega eign
ensks auðkýfings, en lenti á stríðs-
árunum hjá Austurrikismanni, en
ítalir slógu eign sinni á það er þeir
tóku Fiume. Síðan Iiefir skipið verið
notað sem spitalaskip, en nú liefir
það verið dubbað upp og skreytt eftir
föngum, svo að það yrði boðlegt
handa Mussolini.
Það er haft til marks um, að fjár-
hagur Parisarbúa sje slæmur um
þessar mundir, að óvenjulega margir
veðsetja bifreiðarnar sinar. Hand-
veðslánastofur borgarinnar hafa alveg
gefist upp við að leigja pláss fyrir
allar bifreiðarnar sem þær lána út á,
og hafa því látið byggja geymslu-
skúra fyrir 600 bifreiðar — minna
telja þær ekki að komi að gagni, svo
að hægt sje að hýsa allar þær bif-
reiðar sem að jafnaði standa að veði
fyrir lánum.
Kerling ein suður i Serbiu, 93 ára
að aldri hefir nýlega orðið uppvis
að því, að hafa drepið yfir 60 manns.
Kerlingin heitir rjettu nafni Anjuka
Dee, en gengur undir nafninu „Banat-
nornin“. Hún eitraði fyrir fólk með
arseniki. Kerlingin hefir orðið að játa
á sig öll þessi morð, en lætur eigi
hugfallast eigi að siður og kveðst viss
um, að hún verði ekki dæmd til líf-
láts, — „og úr tugthúsinu kemst
maður einhverntima aftur“, segir hún.
Hún er mjög tilhaldssöm, liðar liár
sitt og farðar sig á hverjum degi og
hefir meira að segja fengið leyfi til
að láta tannlækni setja í sig nýjar
tennur, eftir að hún kom í gæslu-
varðhaldið.
Nýja-Sjáland er ennþá meira jarð-
skjálfta- og cldfjallaland en ísland,
og núna í síðasta mánuði var óvenju-
lega ókyrt suður þar. Á 36 klukkutim-
um komu 21 stórir jarðskjálftakippir
og í einum þeirra hvarf heilt fjall,
sökk bókstaflega i jörð. Heitir það
Mount Stevens. Ókunnugt er enn, hve
margt manna hefir farist þegar þetta
skeði, en sennilega hefir það verið
mesti fjöldi, því fjölmenn bygð var
undir fjallinu.
Fyrsta þing reykingamanna var ný-
lega liáð í Paris. Samþykti þingið
ýmsar tillögur, þar á meðal nokkrar
viðvíkjandi tilbúningi vindla og vindl-
inga, og voru þær sendar stjórn tó-
bakseinkasölunnar frönsku til álita
og væntanlega eftirbreytni. En i fund-
arlok var háð kappreykingamót og
unnin þar ýms „afreksverk". Kepp-
endum var skift í þrjá flokka, eftir
því hvort þeir reyktu vindla, vindl-
inga pða pípu, og var sama tóbaks-
tegundin notuð í hverjum flokki.
Einn maðurinn reykti 67 vindla á 6
tímum, annar 312 vindlinga á sama
tíma og þriðji eitt enskt fund af tó-
baki á 11 tímum — og hann var sá
eini, sem var eftir sig daginu eftir.
Kendi liann þvi um, að hann hefði
ckki mátt liafa nema tvær pipur til
skiftanna. „Hefðu þær verið fimm,
skyldi jeg ekki hafa fundið til þess“,
sagði hann.