Fálkinn - 10.08.1929, Page 1
TYRKIR LÆRA
AÐ SKRIFA
mmrn
I Aa BbC.
Ff GgGg Hh l i j
Öö PP Rr Ss$$T t
11 UuÚö'Vvyy.Zz
msmmm
< * !
£ins oí/ kunnugt er gaf hinn öluli stjórnandi Tyrkja, Mustafa Kemal Pasha úl skipun um það í fyrra, að allur landslýður
skyldi læra að lesa og skrifa. Skólar voru stofnaðir um alt land, og á strætum og gatnamótum voru fest upp stór spjöld með
latínuletri og arabisku letri hlið við hlið, svo að þeir sem skrifandi væru eða læsir á arabisku gætu lært letur Vestur-Evrópu-
manna. Þjóðin hefir möglað furðu lílið gegn þessum fyrirmælum og má marka af því, hversu áhrifamikill Mustafa Kcmal er.
Og nú nýlega hefir hann, til þess að lierða á mönnum, mælt svo fyrir, að enginn fái að ganga í hjónaband i Tyrkjaveldi, nema
hann geli sýnt og sannað að hann sje læs og skrifandi. Á myndunum lijer að ofan er ýmislegt sýnt viðvíkjandi skriftarkenslu
og Iestrar í Tyrklandi: I. Rakari sem lætur mála latínuletur á gluggann sinn. II. Gamall gölusali, sem er að læra nýja slaf-
rófið. III. Þegar auglýst var að nýja stdfrófið væri lögtekið. IV. Kvenstúdentar, sem verða að læra stafrófið á ný. I miðju að
ofan er mynd af götuauglýsingu með báðum stafrófunum og þar fyrir neðan mynd af Mustafa Kemal.