Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1929, Blaðsíða 5

Fálkinn - 10.08.1929, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. Matt. 7, 7—8. Guðspjöll vor clraga oft upp inyndir af Jesú Kristi á bæn. Ein af fyrstu frásögnunum um Jesú í Markúsarguðspjalli er á þá leið: „Og árla, löngu fyrir dögun, fór hann á fætur og gekk, út, og fór á óbygðan stað og baðst þar fyrir“. Jesús Kristur á bæn uppi á fjalli í skini upprennandi morg- nnsólar verður oss ávalt ó- gleymanleg mynd. Bæði með orðum sínum og gjörðum brýndi Jesús fyrir oss nð biðja — biðja himneska föð- urinn um hjálp og styrk i lífs- baráttunni. Nú á tímum líta margir svo á að það sje aðeins barnaskapur að biðja. Það gat að vísu verið gott fyrir feður okkar og mæður í myrkri fáfræði fyrri tíma. Sumir segja sem svo: Jeg hefi i'eynt það að biðja undir örðug- um kringumstæðum, en ekkert svar fengið. En af hverju hefir það stafað? Varstu nógu ein- huga í bæninni? Lagðirðu rækt við bænalíf þitt? Jesús sagði: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þjer mun- uð finna, knýjið á og fyrir yður mun upplokið verða. Það er mikill munur á því hvernig beðið er. Sumir biðja, en þreytast strax, ef þeir fá ekki svar, en aðrir knýja á og fyrir þeim mun verða lokið upp. Jes- ús endurtók það að menn yrðu að leggja rækt við bænalíf sitt, ef þeir ættu að njóta blessunar hænarinnar. Annars mun það reynsla allra hænarinnar manna að fyr eða seinna hafa þeir fengið svar við hænum sínum, og þeir hafa þá °ft sjeð að það kom á miklu hagkvæmari tíma en þeir höfðu i fyrstu óskað eftir. Ætlir þú að öðlast eitthvað úýrmætt verður þú að knýja á leggja þig allan fram. Þetta a heima um hænina eins og ann- að. Þú verður að biðja óskiftur. hrá þín öll verður að beinast til guðs — þú þarft sem mest að verða í samræmi við hann til þess að bæn þín geti borið á- ''angur. Þú þarft ekki að biðja hann með orðum, heldur opna hug þinn og hjarta fyrir hon- }'m, svo að geislana frá almætt- iseldi hans leggi inn í sjúka sál þína. Undramáttur bænarinnar hefir yerið viðurkendur á öllum öld- Um og er enn í dag. Hann er viðurkendur af fjölda manna hjer í þessum bæ. Mjer dettur í hug í þessu sambandi samtal er Jeg átti við konu eina í bænum, Sem gert hefir mikið að því að hjálpa öðrum — og er bænar- jUnar kona. Gjafmildi hennar hefir stundum gengið svo langt, uð hún hefir ekkert átt eftir hnnda sjálfri sjer — en hún heíir beðið og hjálp hefir hún :,Itaf fengið á undraverðan hátt, l'aðan sem hún gat ekki látið sjer detta i hug að hjálp kæmi frá. Eyrir skömmu vissi jeg um J'ögan inann, sem varð fyrir þeirri sáru sorg að missa stúíku, •r hann unni hugástum. Maður- inn var mjög trúaður á fram- haldslíf, og hann og þessi sama stúlka höfðu rætt mikið um það. Nú dó stúlkan og hann lagðist aldrei svo til hvíldar vikum og inánuðum saman að hann ekki bæði að stúlkan mætti senda honum svar yfir djúpið, — en það kom ekki. Hann byrjaði jafnvel að efast um líf eftir þetta. Hann lenti í hræðilegp hugarstríði. En eftir nokkra mánaða efasemdir fekk hann svarið. Hann lá í rúminu sínu milli svefns og vöku. Honum fanst stúlkan dána koma til sín og faðma hann að sjer. Hann fann það glöggt, en efinn var búinn að grípa hann þeim helj- artökum, að hann ýtti henni frá sjer — hugarburður, draum- órar hugsaði hann. — En þá fann hann hvernig hún þrýsti honum enn fastar að sjer og fór um hann þeim krafti, sem þaggaði niður allar efa- semdirnar hans. Ungi maðurinn fyltist fögn- uði og lofaði guð, sem hafði veitt honum þessa opinberun. Upp frá þessu gat enginn efi átt sjer stað. Hann hafði loks- ins fengið svar. Árla, löngu fyrir dögun, fór Jesús einsamall að hiðjast fyrir — biðjast fyrir undir starfið, sem beið hans á degi þeim, sem í hönd fór. Vjer skulum jafnan byrja hvern dag með því að biðja guð um styrk til starfa vorra, svo að þau megi verða í sem mestu samræmi við vilja hans. — Jes- ús Kristur gerði það sjálfur. Hvers mundi oss þörf, breysk- um bræðrum hans og systrum? Amen. Læknið íslenska tungu. Frh. Þó jeg sje ekki kennari og því sið- ur málfrœðingur, vil jeg samt árœða að benda á það, hvernig sum fyr- nefndu mállýtin og örfá önnur — sem flestir kunna, en fáir muna — mætti ögn betur af munni mæla. — Dæmin gríp jcg af handahófi viðs- vegar, úr daglegu tali, dagblöðum — og sumt úr ritum margra lærðra manna nú á dögum. (Sleppi auðvitað bæði tilvitn. og málfr.): „að að sjálfsögðu gæti gengi það á sterlingspundi“ = að gengi það á sterlingspundi gæti að sjálfsögðu. afsláttur = verðlækkun (að „slá af“ = lækka verðið). alckerið, ánkerið = atkyrið (að- kyrið, scm skipið lielst kyrt við). á sjer stað = er, her við, vill verða, kemur fyrir. átt sjer stað = verið, orðið, viljað til. Barometerinn = loftvogin (stendur illa = er lág, st. vel = er há, fellur = lækkar, stígur = hækkar). bítta = skifta. bókhaldari = bókari, ritari. búðardiskur = búðarborð. dekk á skipi = þilfar. eldri maður eða kona (þegar yngri er ei nefndur) = fullorðinn, roskin. „ekki fengið augun opin fyrir þvi“ = ekki sjeð það, ekki getað greint það. Fröken = yngismeyja, ungfrú. fimman (spil, og sexan, sjöan) = fimmið (sexið, sjöið). galli (lin 1) = hlífðarföt, yfirhafn- ir, regnföt, sjóklæði, gera hreint = ræsta, hreinsa, Jivo hús (við hreingerning = að ræsta). gera innkaup = kaupa (gera góð — stór — innkaup = kaupa lágu verði, komast að góðum kjörum, — fara með mikinn kaupskap). „Hafðu það gott“ = Líði þjer vel, farnist þjer vel, vegni þjer vel. haldari — sjá bók-, kirkju-, staðar-. „Hdr eru teknir saumar“ = Föt eru sauinuð hjer. hissa = hlessa (hlaðinn af undrun). liíva! = upp! huggulegt = geðfelt, laglegt, við- feldið, þægilegt. „Hvernig hefurðu það?“ = Hvernig líður þjer? Hvernig vegnar þjer? Hversu likar þjer nú? „í smáum stíl“ = litlum inæli, skamt á vegi („gerði tilraun í smá- um síl“ =-------litla, einfalda, ódýra). keyra (bíl, vagn, sleða) = aka („hann er í keyrslu“ = að aka). kirkjuhaldari = kirkjuvörður, -bóndi. kíkja inn = líta inn, koma inn. knúbbur, knúppur = knappur. komandobrú = stjórnpallur, lyft- ing. kostgangarar = matsveinar (mat- borðssveinar?), -meyjar. (Matselja „liefir marga kostg.“ = fæðir marga, selur mörgum fæði. — Ivaupendurnir eru i mötuneyti, þeir eru mötunautar). laga mat = matreiða. („Vantar stúlku sm kann að laga mat“ = mat- reiðslu). „leifir ekki miklu af“ = munar litlu, liggur við. los! = niður! lóð (landsnepill) = grund*). lóðaskrárritari = grundi (beygist eins og goði). manni! (many, e.) = maður! „má ekki eiga sjer stað“ = má ekki koma fyrir, má aldrei verða. „Með bæjarins lægst verði“ = Lægsta verð(i) i bænum. „Menn eru teknir í þjónustu“ = Föt verða þvegin fyrir menn. Þjónusta býðst, Mönnum verður þjónað. — Stúlkan sem þjónar, nefnist þjónusta (líklega á ekki að „taka mennina i liana!!). Þvotturinn og það er lion- um heyrir til, nefnist líka þjónusta, eða þjónustuhrögð. Þvottastúlkur, er óska „að taka menn í þjónustu“, biðja þá líklegast um það, að mega þvo karlmönnum kroppinn!! niður til Danmerkur = til D. „og því skal lijer slegið föstu" = og hcr skal það fullyrt; talið víst. ódó = ótó (sem ekki verður táið — til að spinna —, eða getur þrifist með sinum lílca. — Sbr. ,,tagi“). „ó! hvað þetta er sætt“ = (en livað) þetta er laglegt, fallegt, yndælt, ágætt. „Óska cftir störfum við skriftir" = Vil taka í liendur ritstörf. pent = snoturt, myndarlegt. pússa = sljetta (pússning = sljctt- un, pússningarsandur = sljettisand- ur). „rákust tveir mótorbátar á á Ólafs- firði“ = r. á tveir vjelbátar á Ó. „skotinn í henni“ = ástfanginn af henni. skúra = þvo (gólf). Skúringar = (liún er við) ræstun, húsþvott. slagta = slátra. „Slögtunarhús“ = sláturhús. staðarhaldari = staðarbóndi, -ráðs- maðuí, -forstöðumaður. „standi krónan liátt“ = þegar hátt er gengi kr. „stendur beint undir ráðhcrranum" = lýtur ráðherra. stjórnarráð = a) ríkisstjórn, b) stjórnarstofur, -liús. stórum stíl = ríkum mæli, mikilli inergð, mjög mikið. strauja = sljetta, strjúka lin. *) Orðið „lóð“ (um grund) er að visu gamal nokkuð og fast orðiö í málinu, cn afsltræmi samt. „Grundár- leigu“ greiddi Ögm. bisk. Pálss. í Nor- egi (um 1525), en ekki lóðargjald, af garði þeim er hann keypti ]iar. sætur (maður) = laglegur, fríður, snotur, kurteis, geðþekkur, Ijúflyndur. tagi = tæi (það er af því tæi, sem er táið — eða á að tæja — i þessa voð) .* ) til baka = eftir. til góða = inni. tíkall = tiukr. seðill, tikrýningur (tvíkall = 2 kr., 5 kall, 50 kall, 100 kall, sömulciðis ill og óþörf máls- spjöll, en 6 kall, 18 kall o. s. frv. ætti liver maður að skammast sín fyrir að láta lieyrast). „upp á siðkastið" = á síðari stund- um, siðustu dögum — vikum — mán- uðum — árum. „upp i stjórnarráð“ = inn í stjórn- arstofur, til ríkisstjórnar, að finna ráðuneytið. upplifað = lifað, liðið, reynt, þolað. útlandinu = útlöndum. vaska = þvo (fisk). vaskur = þvegill (bej’gist eins og' legill). viskustykki = þurka, þvottarýja. vörupartí = vöruforði, -fúlga, -byrgðir, talsvert af vörum. yfirsetukonuumdæmið = Ijósmóður- staðan. „Það kunngerist lijer með, að hr. N. N. liefir tjáð mjer að liann þurfi að....“ = Hr. N. N. þarf að ............ „þar sem gæðin eru best“ = þar sem varan — efnið — er best. (Segja má: gæði flest og gæði mest, en þá er ctið smjer við floti, þegar gæðin eru best). Brot eitt örlitið sýna þessi fáu dæmi, af öllum þeim vörtum sem enn loða við tungu vora, og af þeim sár- um, sem nú er verið að stinga i hana. All það er særir tungu voru og hyl- ur lireinleik og fegurð hennar, þarf að lækna og útrýma. Og þetta litla brot, á einungis að minna menn á þörfina fyrir leiðbeiningu á ýmsum sviðum málfars og ritháttar. Einn sjer þetta, annar hitt. Þarf því hver að hjálpa öðrum. Enginn má þykjast of- góður til að leiðbeina, eða of vitur til að nota leiðbeiningar. V. G. Bráðum á að rifa til grunna hið fræga söngleikahús Covent Garden í London. Við söngleikahúsið er aðal grænmetismarkaður Lundúnabúa, og er svo þröngt orðið á markaðnum, að liúsið verður að víkja, og verður það rifið undir eins og núgildandi leigu- máli á þvi er útrunninn, árið 1933. Núverandi söngleikahús er 70 ára gamalt, en tvö söngleikahús sem bæði brunnu, liafa verið þarna áður. Var liið fyrra bygt 1733. Söngleikar hafa ekki verið sýndir að staðaldri i Covent Carden lieldur aðeins á vorin; þá safnast þangað lieimsfrægt sönglið úr ýmsum áttum, en aðgöngumiðar eru svo dýrir, að söngleilcarnir i London eru ekki nema fyrir rikt fólk. Húsið tekur aðeins 2000 áliorfendur. Nú er i ráði að byggja nýtt og fullkomið söngleikaliús fyrir 5000 áhorfendur og stendur ekki á öðru en því, að finna lientugan stað fyrir það. Siærsti vindill í lieimi, er til sýn- is á spansk-suðurameríkönsku sýning- unni í Sevilla. Hann er 2% metra langur og er 200 kg. á þyngd. Vind- illinn er gerður af einum stærsta vindlaframleiðandanum á Kúba, Buel- to Abajo og liefir úrvals tóbak verið notað i hann. *) Margar ágætar samlíkingar i máli voru cru frá ýmiskonar vinnu- brögðum, en gleymast og glatast með brcyttum vinnubrögðum, málinu til tjóns og þjóðinni til vanvirðu (sbr. t. d. um forna vefnaðinn: að útkljá, i miðjum kliðum o. s. frv.) Efnið er ótæmandi, og ærið eitt i doktorsritgerð fyrir málfræðing.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.