Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1929, Blaðsíða 6

Fálkinn - 10.08.1929, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Hjer gefur að líta mgnd af biskupsstólnum nýja i Landa- koti, sem ka- þólski söfnuö- urinn og sgst- urnar í Regkja- vík hafa gefið hinni nýju ka- þólsku kirkju. Stóllinn er úr mahogniviði og er smíðaður á vinnustofu Frið- riks Þorsteins- sonar, Laugaveg 1. — Ríkarður Jónsson skar stólinn út. — Sig. Guðmunds- son Ijósmgndari tók mgndina. ®®®®®®®®®®®® PJETUR J. THORSTEINSSON útgerðarmaður Ijest á heimili sínu í Ilafnarfirði 27. júlí s. I. Hann var 75 ára að aldri, fædd- ur árið 1854 í Otrardal á Barða- strönd. Kvæntur var liann Ást- hildi Guðmundsdóttur, Einars- sonar prests á Brciðabólstað. — Nafnkendastur barna þeirra var Guðmundur heitinn listmálari, sern öllum íslendingum er að góðu kunnur. Myndina eftir biskupsvígsluna i síð- asta tölublaði „Fálkans“ tók Óskar -Gíslason ljósmyndari. Viðskiftavelta sambands ensku sam- vinnufjclaganna (The Cooperative Wliolesale Society) var siðasta ár 87.3 miljón pund eða um 1570 miljón gullkrónur. Er l>að 6 %% meira en árið 1927. ítalska skáldið Gabriel d’Annunzio er likur sjálfum sjer. Nýlega Ijet hanu gera á sjer botnlangaskurð og gekk það vel. Daginn sem laeknirinn tilkynti honum, að hann vœri úr allri hættu ljet liann skjóta ellefu fall- byssuskotum til heiðurs sjer! Frú Word Life í New York er vell- auðug ekkja og getur þessvegna leyft sjer ýmislegt, sem öðrum er bannað. Nú liefir hún látið gera sjer glerliús og býr þar ein, með fjölda þjóna þó. Hún fer aldrei út fyrir dyr, og geng- ur um húsið klædd baðbúningi. Sjálf segir hún, að slík hús sjeu alveg fyr- irtak, þvi að með því sje hægt að hafa eftirlit með þjónustufólkinu um alt liúsið. Mussolini hefir fyrirskipað að allir háskólastúdentar skuli bera stráhatt á sumrin. Gerði liann það til þess að hjálpa stráhattaverksmiðjum lands- ins, sem komnar voru að gjaldþroti, vegna þess að karlmenn voru hættir að bera stráhatta. En fjöldi manna fetar í fótspor stúdentanna og strá- hattagerðin blómgast í ítaliu. Á uppboði í London var nýlega selt kvæði eftir Gray, sem heitir „Elegi“. Það kom fyrst út 1751 og kostaði þá 6 pence. En nú var kvæðið selt á 20 þús. krónur. Gray græddi samtals á öllum kvæðum sínum um 750 krónur. Á sama uppboði var fyrsta útgáfa af Danicl Defoe’s „Robinson Crusoe“ seld — fór hún á 22,000 krónur. Gleraugnabúöin, Laugaveg 2, er ein- asta gleraugnasjerverslun á fslandi, þar sem eigandinn er sjerfræöingur. Þar veröa gleraugu mátuö meö nýtísku áhöld- um, nákvæmt og ókeypis. I' eö fullu trausti getiö þjer snúiö yöur til elsfa og þektasta sjerfræöingsins: LAUGAVEG 2. Merkasti árlegi atburðurinn i iþróttalifi voru er Islandsglíman, sem háð er venjulega seinnipart júnimánaðar. I henni talca aðeins þátt fræknir glimumenn, bestu glímumenn Regkjavíkur og „glimukóngar“ ýmsra lijeraða utan af landi. Saga Íslandsglímunnar er orðin alllöng og merk. Fgrst var kept árið 1906 á Akuregri, hafði þá fjelagið „Grettir“ á Akuregri gefið belti eitt veglegt að keppa um, Grettis- bcltið. Fgrsti handhafi þess varð Ólafur V. Daviðsson, nú kaup- maður i Hafnarfirði. Næstu tvö ár vann Jóhannes Jósefsson það. 1909 sóttu Sunnlendingar beltið. Varð Guðmundur Stefánsson (mí í Ameriku) þá sigurvegari og eftir það hefir það aldrei komist norður. Næstu fjögur ár vann Sigurjón Pjetursson beltið. En frá 1914—1919 fjell Íslandsglíman niður. Árið. 1919 var hún hafin á ný og hefir aldrei fallið niður síðan. Það ár vann Trgggvi Gunnarsson Grettis- beltið og ennfremur árið eftir. 1921 vann Hermann Jónasson lög- reglustjóri beltið. Þá tók við Sigurður Greipsson til 1927. Þorgeir Jónsson 1927 og 1928, en 1929, s. I. vor, vann Sigurður Thorarcn- sen beltið og er þvi núverandi glímukóngur Islands. —- Mgndin hjer að ofan er af þátttakendum i síðustu íslandsglímu. Frá hægri til vinstri standa: Björgvin Jónsson, Georg Þorsteinsson, Iijartan Guð- jónsson, Sigurður Stefánsson, Lárus Salómonsson, Marino Nord- quist og Viggo Natlianaelsson. Þeir sem sitja eru Þorgeir Jónsson, Sigurður Thorarenscn og Jörgen Þorbergsson. Eins og áður er sagt vann Sig. Thorarensen beltið. Næstur honum var Þorgeir Jónsson. Verðlaun fgrir fallegasta glímu. Stefnuhornið, vann Jörgen Þor- bergsson. Glíman fór vel fram; margar glimur ágætar. — Glimu- kóngurinn Sig. Thorarensen er rúmlega tvítugur að aldri og er Rangæingur að ætt, sonur Gríms hreppstjóra, er lengi bjó i Kirkju- bæ á Rangárvöllum. Sigurður glimir vel og drengilega og er vcl að beltinu kominn. Marga mun langa til þess að sækja það í greipar lians á næsta ári, 1930. — En miklar líkur mæla með þvi að Sig- urður haldi velli. Mgndin hjer að ofan sýnir Ií. R.-stúlkurnar, sem kcptu í boðlúaupi á íþröttavellinum 17. júní í vor. Skeiðið var 300 stikur. Úrslit urðu þau að I. sveit (Saga Jósefsson, Sigríður Ólafsdóttir, Margrjet Thorlacius og Fanneg lngólfsdöttir) vann II. sveit (Heiðbjört Pjet- ursd., Tóta Guðmundsd., Fríða Guðmundsd. og Unnur Öladóttir). I. sveit rann skeiðið á 43,4 sek., en II. sveit á 44 sek. — Keppendur taldir frá hægri til vinstri: Margrjet, Fanneg, Saga, Sigríður, Fríða, Heiðbjört, Tóta, Unnur. — Mgndina tók Óskar Bjarnason prentari■

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.