Fálkinn - 10.08.1929, Side 10
10
FÁLKINN
tflf. Efnagerð fteyhjavikur.
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Silfurplettvöruv:
Matskeiðar, Desertskeiðar,
Hnífar, Gafflar, Teskeiðar,
— Kökugaflar, Kökuspaðar,
Compotskeiðar, Sósuskeiðar,
Rjómaskeiðar, Strausykurs-
skeiðar, Konfektskálar, A-
vaxtaskálar, Blómsturvasar.
Ódýrasf í bænum.
Sími 436.
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
^&rsí.Soðafoss X
Laugaveg 5. ^
♦ ♦
♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Húsmæður!
Gold Dust
þvottaefni og
Gold Dust
skúringar-duft
hreinsa best.
Sturlaugur Jónsson & Co.
Til daglegrar notkunar:
„Sirius" stjörnukakao.
Gætið vörumerkisins.
Fyrir kvenfólkið.
ÚTBREIDD MATREIÐSLUBÓK
I>að getur verið gróðafyrirtæki að
gefa út matreiðslubækur. Þær bækur
þessarar tegundar, sem á annað borð
komast fyrir manna sjónir og lika
vel, ná oft meiri útbreiðslu en fræg-
ar skáldsögur. Matreiðsluba'lcurnar
eru tvímælalaust l>au fræðirit sem
jafnaðarlega ná mestri útbreiðslu. Til
dæmis má nefna, að matreiðslubók
Scbönberg Erkes liefir verið gefin út
i 55.000 eintökum i Noregi. Ein dönsk
matreiðslubók befir verið gefin út í
90.000 eintökum og sænsk matreiðslu-
bók i 160.000 eintökum.
BERIR HANDLEGGIR
Sumarkjólarnir eru flestir erma-
lausir i ár. Og þá kemur það sjer vel,
að handleggirnir sjeu failegir. Vei
þeirri stúlku, sem annaðhvort hefir
of mjóa eða of gilda handleggi. Það
lýtir hana svo, að hversu falleg sem
hún er í andliti eða vel sköpuð, þá
verða handleggirnir lienni til skap-
raunar.
Ef handleggirnir eru of grannir má
bæta úr ])ví með nuddi og íimleika-
æfingum. Við nuddið á helst að nota
smyrsl úr lanolini og oliu, því livort-
tvcggja styður að því að gera hand-
leggina gildari. Eru handleggirnir
fyrst þvegnir og smyrslin siðan bor-
in á, sjerstaklega þar sem handlegg-
urinn á að gildna, og smyrslunum
siðan nuddað inn í hörundið. — En
til þcss að auka vcðvana er þessi
æfing ágæt: Krepp hnefann og rjett
út bcinan handlegginn i axlarliæð,
beyg handlegginn síðan svo langt aft-
ur sem liann getur komist. Endurtalc
æfinguna 10—12 sinnum i einu, tvisv-
ar til þrisvar á dag.
Ef liandleggurinn er of gildur, og
það er uppliandleggurinn oft, er til-
tölulega hægt að gera við þessu. Ein-
faldasta ráðið er að strjúka hann
með nuddkefli. Nuddkeflin eru mikið
notuð á siðustu árum til þess að eyða
fitu. Eftir nuddið er hörundið strok-
ið upp úr blöndu úr kamfóruspiritus
og rósavatni, jöfnu al' livoru. Nudda
verður handleggina vel og lengi með
keflinu í hvert sinn.
Ef liörundið er ójafnt á yfirborðinu
(gæsahörund) má bæta úr því með
því að nudda það vel með grófu hand-
klæði eftir hvern þvott og bera á
það coldkrem á eftir.
Handleggirnir verða hvítir ef þeir eru
nuddaðir upp úr þessari blöndu:
citrónusafa, glycerini, rósavatni og
„vandstofhyperoxyd", jafnt af hvcrju.
Þessu er blandað vel saman og núð
á hörundið eftir þvottinn og hand-
leggirnir siðan þurkaðir með mjúku
liandklæði.
AÐ HREINSA VEGGFÓÐUR
Veggfóður, sjerstaklega það sem
ekki er gljáandi á yfirborðinu, vill
skitna fljótt og verða ljótt. Einkum
er það til lýta, ef fitublettir koma á
það. Og þá taka flestar húsmæður
annan kostinn: láta veggfóðra á ný,
ef þær hafa ráð á, eða láta gamla
fóðrið vera cins og það er, sjálfum
sjer til ergelsis.
En það er alls ekki eins erfitt og
fólk lieldur að hreinsa veggfóður, og
ætti að rjettu lægi að byrja livcrja
hausthreingerningu með því. — Til
rcynslu má prófa á veggfóðrinu hvort
það þolir hreinsun, og ætti að velja
til þessa blett á veggnum, sem hul-
inn er af liúsgögnum eða mynd, svo
ekki komi að skaða þó illa fari.
Þar sem miðstöðvarhitun er í stof-
um er veggfóðrið oftast nær skítugra
yfir ofnunum en annarsstaðar.
Hið fyrsta sem maður gerir er að
taka allar myndir af veggjunum og
strjúka yfir veggfóðrið með mjúkri
tusku. En þetta vcrður að gera var-
lega og strjúka mjúkt, þvi annars á
maður á liættu að skemma inunstrin
í fóðrinu, ef litirnir eru lialdlitlir.
Það verður að strjúka afar laust.
Fitublettum er best að ná með því að
leggja hreint þerriblað yfir blettinn
og strjúka yfir með pressujárni. Þeg-
ar Jiessu er lokið er best að nudda
veggfóðrið laust með nýrri fransk-
brauðssneið, sem hefir sömu áhrif eins
og strokleður væri. Það telcur í sig
ólireiniudin úr veggfóðrinu. Þar sem
blettir eru verður að nudda lengur,
cn þó elíki fast. Skifta vcrður um
franskbrauðsmola undir eins og þeir
fara að skitna. Ef veggfóðrið er
dökkleitt en hefir rispast svo að sjái
í hvitar rákir verður að nudda þær
með snuddu af veggfóðrinu til þess að
rispan fái sama lit eða kaupa líkan
lit og bera hann á sárið. Svarta bletti
á Ijósu veggfóðri má laga með því að
beraá þá krit. — Margt veggfóð-
ur vill upplitast þar sem birtan skín
á það, en heldur litnum undir mynd-
um og bak við húsgögn. Við þessu
er ekkert að gera annað en það, að
liengja hverja mynd á sama stað og
áður og skipa liúsgögnunum eins, svo
að blettirnir sjáist ekki.
LJÁNINGALAUS FÆÐING
Læknarnir hafa lengi brotið heil-
ann um, hvernig hægt sje að deyfa
þjáningar kvenna, sem ala börn. Hafa
margar aðferðir verið reyndar og er
sú almennust að nota venjuleg deyf-
ingarlyf til þess að draga úr þján-
ingunum. En ýmsir eru þessu mót-
fallnir og tclja það meira að segja
hættulegt konunni.
A fæðingarstofnun ríkisspítalans i
Kaupmannahöfn, en þangað fara flest-
ir íslenskir læknar 1il þess að afla
sjer verklegrar æfingar, er ungur
læknir sem heitir Viggo Eskelund.
Hefir liann um tíma gert tilraunir
með nýtt deyfingarlyf eða svefnlyf
handa konum í barnsnauð og skrifar
nýlega um reynslu sína af þessu lyfi
í „Hospitaltidende". Þetta deyfilyf
heitir numal-nirvapon og er því
sprautað inn i sjúklinginn tveimur
tímum áður en fæðingin fer fram.
Fellur inóðirin þá i einskonar dá-
svefn og finnur eklcert til fæðingar-
hríðanna. Meira að segja fæðir liún
barnið oftast nær án þess að liún viti
af. Margar af konum þeim, sem notað
liafa þetta lyf segja, að þær liafi ekki
Iiaft. liugmynd um að þær ólu barnið.
Dr. Eskelund segir i niðurlagi rit-
gcrðar sinnar, að ennþá sje ekki
fengin nógu víðtæk reynsla fyrir
þessu lyfi, hvorki því hvort það
reynist óbrigðult nje hinu, livort síð-
armeir komi í Ijós á móður eða barni,
að ]>að sltaði þau. En ýmsir frægir
læknar liafa þegar gefið lyfi þessu
liin bestu meðmæli sin.
HÚSEIGENDUR oo LEIGJENDUR
Hjer á landi er það talinn voltur
um velmegun að eiga sjálfur liúsið
sein maður liýr í, og svo er það og á
Norðurlönduni. En í Englandi er þetta
öðruvísi, einkum í stórborgunum. Þar
Vandlátar húsmæður
kaupa
Tígulás-
jurtafeiti.
Brasso
fægilögur
ber sem gull af eir af öðrunt
fægilegi.
eru heiiir l)orgarlilutar, sem að mestu
leyti eru skipaðir tómum leiguliús-
um, og þar búa ekki aðrir en ríkis-
menn. Flestar þessar ibúðir liosta frá
10—50 þúsund krónur á ári í leigu,
en þær eru líka búnar öllum hugsan-
legum þægindum. f leigunni er inni-
falið uppliitun, heitt og kalt vatn,
lyftivjelar og því um likt, og sumum
ibúðunum fylgir meira að segja
vinnufóllc. Yfirleitt er að finna í dýr-
ari íbúðunum alt það sem hugsanlegt
er til þæginda, og ef eittlivað vantar
er ekki annað en að ná i umsjónar-
manninn. Fólkinu þykir fyrirhafnar-
minna að leigja íbúðirnar en að þurfa
að hugsa sjálft um alt er að húsinu
lýtur. Það vill með öðrum orðum
fremur leigja en eiga liús — til þess
að 'auka sjer lcti.
BODIL IPSEN
Bodil Ipsen er nú talin fremsta leik-
kona Dana. Hún er fjölliæf með af-
brigðum og þegar henni tekst best
upp má eflaust leggja liana að líku
við fremstu leikkonur stórþjóðanna.
Enski leikdómarinn og leikstjórinn
Gordon Craig hefir nýlega skrifað
langa grein um frú Ipsen i Ilaily
Telegraph og segir þar meðal annars
um leik hennar í sumum leikritum
Shakespeare: Hún er eins og liljóð-
pípa, sem flytur okkur ljóð Shake-
speare framan úr öldum, með hrein-
uin, nákvæmum og fullkomnum tón-
um. — Annars líkir hann henni við
freinstu leikkonu Breta á þessari öld,
Ellen Terry.
i