Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1929, Blaðsíða 7

Fálkinn - 17.08.1929, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 Við dugðum ágætlega, þó að það kæmi mjög l'latt upp á okk- ur að mætast þarna, því að hvor- Ugt okkar ljóstaði neinu upp ineð látbragði eða orðum. Enginn af þeim, sem staddir voru í stofunni, gat látið sjer detta annað i hug, eftir fram- komu okkar að dæma, þegar-við vorum kynt hvort fyrir öðru, en að við hefðum aldrei sjest fyr. En — hvernig stóð á því að hún var hjerna? Hvað átti hún sameiginlegt við gestgjafafrúna okkar, hina feitu, hversdagslegu frú Holmgren? — Um það var jeg að liugsa meðan jeg át súp- una — cg um það hvað jeg ætti að spjalla við hana, því að hún var viss með að láta mig byrja. Vandamálið var á þessa leið: Tvær persónur, A og B, eru trú- •ofaðar, en skiljast ósáttar. Tólf mánuðir líða. Þá mætir A (það er jeg) B (það er hún) í mið- degisveislu og húsmóðirin læt- ur okkur sitja saman til borðs. Hvað á A að segja við B (B stein- þegir auðvitað). Jeg gat ekki leyst vandamálið, Ef til vill •nundi andinn koma yfir mig er jeg hefði etið fiskrjettinn. Það er sagt að fiskur hafi góð áhrif á heilann! Hún leit alt annað en vingjarnlega út þar sem hún sat — og sneri vanganum að nijer, vanganum sem var mjer að góðu kunnur, og sem injer fanst einu sinni svo yndisfagur. Hann var fallegur enn — að vísu dálítið kuldalegur. Jæja, jeg ætlaði nú samt að vera kuldalegur líka, og sýna henni hvernig mjer stæði alveg á sama um hana. Andinn kom yfir mig þegar jeg var að borða blessaðan laxinn. Jeg vildi láta • veðri vaka eins og jeg hefði heyrt að hún væri aftur trúlof- nð. — — Er það satt? spurði jeg og sneri mjer að henni, — má jeg óska yður til hamingju? Hún horfði harla illilega á niig: — Það er ekkert til í því • •.. Einu sinni var meira en nóg. — Dettur yður aldrei í hug að gifta yður? spurði jeg sak- •eysislega. — Ekki voru það míii orð. — Já, en afsakið mig, að vera trúlofuð einu sinni er nóg, sögð- nð þjer — og það er nú sama —• er ekki satt? Jeg sá, að henni gramdist að hafa jnist marlcs. Og því næst hjelt hún áfrain í kuldalegum römi, eins og áður: -— Hið óhamingjusama hjóna- hand mitt litar auðvitað dálítið skoðanir mínar á hjónaband- inu. En að sjálfsögðu get jeg ^hift um skoðanir eftir því sem !,r*n líða. Vonandi fullnægir shýring mín yður nú? — Já, takk, fullkomlega. sagði Íeg. — Heyrið þjer — þjer hafið alls ekki spurt eftir Hildu frænku, bætti jeg við í ásökun- nrrómi. — Hvernig líður frú Ström- felt? Taklí fyrir, henni liður vel. Hún hefir ekki fengið gallsteina- flog síðan þarna seinast. — Ver- öldin er vandakind. Ef hún hefði ekki orðið veik, hefðum við aldrei skammast og þá vær- um við harðgift núna. — Það eru smáinunirnir .... — Þú gctur kallað gallstein- ana hennar frænku smámuni —- sem ráða örlögum manna. Auk allra annara ytri og innri hæfileika voru það sameiginleg áhugamál á ýmsum sviðum, sem urðu orsök til þess að jeg varð ástfanginn af henni. Áhugaefni okkur drógu okkur hvort að öðru, og svo trúlofuðumst við •— við vorum mjög áþekk, en við vorum bæði aílstór í skapi, og á því fengum við brátt að kenna. Jeg á frænku, Hildu að nafni, sem býr upp i sveit. Þar er mjög fiskisælt. Hún hefir látið gera ágætis golfleiksvið heima hjá sjer, —• og þegar hún lieyrði um trúlofunina, bauð hún okkur heim. Við urðum himin- lifandi bæði tvö við voruin viss um að alt ljeki þar i lyndi við okkur. Okkur fanst að við þyrftum að vera dálitið út af fyrir okkur, og það gat elcki átt sjer stað, að frænka væri altaf oi'an í okkur. Hún lætur sjer það best lynda að sitja í stóln- um sínum og prjóna, svo að það var engin hætta á því að hún mundi baga okkur. Og við ætl- uðum að lifa útigangslífi, spila golf og tennis á daginn, en bill- ard á kvöldin. Eitthvað á þessa leið var dagskráin. En alt gekk öðruvísi en ætlað var. Ekkert fór að vonum okkar. Það rigndi þegar við komum, og Hilda fræiika ofltældi sig og fór að hátta. Læknirinn kom og tal- aði um gallsteina. Það rigndi dáginn eftir, og auk þess var hvast. Við komum hundvot og gegndrepa heim og vorum i versta skapi. Daginn eftir var veðrið ennþá verra, við urðum að halda okk- ur inni og urðum þreytt og leið á því. Hilda frænka sást aldrei. Þegar við vöknuðum morguninn eftir var veðrið ennþá verra — alt var á núllpunkti, skapið ekki síður en annað. Ef frænka hefði verið á fótum hefði það verið eitthvað skárra. En rigningin og innisetan, sem við kölluðum fangelsisvist, tóku á taugar okkar. Slcapið varð verra og verra. En hvað það var, sem kom sprengingunni af stað, man jeg ekki, en nákvæmlega klukkan hálf fjögur hættum við að vera trúlofuð. Rjett í því að klukkan sló hálf þeytti hún hringnum eftir borðinu til mín, en jeg opnaði gluggann og kast- áði honum út. Hálfri klukku- stund síðar var jeg á bak og lmrt, og hún fór daginn eftir. — Heilt ár leið, og jeg heyrði hana hvorki nje sá, þangað til frú Hohngren fjekk þá flugu, þó í mesta meinleysi, að láta okkur sitja saman til borðs. —- Ef til vill er það jeg, sem má óska yður til hamingju, sagði hún. -— Það er alt of fljótt. í „te- oríunni“ hefi jeg trú á hjóna- bandinu, og eins og þjer vitið reyndi jeg einu sinni að fram- kværna það, en .... — Þögn minni sagðist hjer vel. — Við vorum ósammála um flesta hluti. Og til allrar hamingju komst jeg brátt að raun um, live barnaleg þjer voruð, ef alt gekk yður ekki að óskum. Og jeg fjekk að kenna á því hversu heimtufrekar og óþolandi stúlkukindur geta verið, hafi verið dekrað alt of mikið við þær. Er það ekki heppilegt að við kyntumst hvort öðru svo bráðlega. — Jú, vissulega var það. Það væri sannarlega heppilegt, ef alt ungt og trúlof- að fólk væri þrjá rigningardaga í húsinu hennar Hildu frænku, með ósýnilegu húsmóðurinni. — Margar ungar stúlkur mundu nú standast eldraunina, sagði jeg ismeygilega og brosti um leið. — Ekki ef þjer eruð annars- vegar. — Nú, hvernig vitið þjer það? svaraði jeg. — Jeg þelcti eina, sem gat, og jeg vonaði .... Meðaumkvunarbros ljek um andlit hennar. — Guð minn góður! Er það Valborg Sommer. — Já, jeg hefi heyrt eitthvað um það. Það sagði mjer ein- hver, að þjer hefðuð verið hjá þeim í haust. — Það er satt, — en það var nú ekki hún, sem jeg átti við, þó að mjer dytti einu sinni í hug .... — Neitaði hún yður? spurði hún. — Jeg liefi ekki spurt hana um það, — nei, ekki er það hún. Samræðunni lauk í bili. Jeg sat grafkyr og virti hana vel fyrir mjer. Hún var fögur sem forðum. En breytt var hún, þó að ekki sje gott að lýsa því með orðum. Við horfðumst í augu og jeg sagði fljótlega: —• Hvernig hefir frú Holrn- gren getað náð í yður? Hún yfti öxlum á sinn ein- kennilega hátt, sem jeg kannað- ist svo vel við. — Jeg gæti spurt yður á sama hátt, hvernig hefir herra Holmgren getað náð í yður? — En mjer datt ekki í hug . .. Jeg sagði þessi orð í hálfum hljóðum, þó að jeg þyrfti þess ekki með, þar sem allir þvældu hver í kapp við annan .... — að þessi veisla væri svo hræði- leg, sem raun er á. Að yður sleptri eru dömurnar hund- leiðinlegar. — En, hvernig stendur á því að þjer eruð hjer? —. Jeg gat ekki komist hjá því! —Þjer gerið tilraun til þess að komast hjá spurningunni. Það skiftir mig heldur ekki máli. Við skulum nú tala um eitthvað annað. Hvernig líður Múller? Daufur roði færðist yfir van^a hennar. — Jeg veit það ekki. Það er langt síðan að jeg hefi sjeð hann. — Hvað er þetta? Byrjaði hann ekki á ný þegar blöðin birtu, að trúlofun okkar væri lokið? Jeg varð hissa þegar liún neitaði því. Þegar við mættumst í fyrsta skifti gaf hún honum dálítið undir fótinn. Enn á ný skil'ti jeg um um- ræðuefni. — Nú, og Flor Han- sen, yðar ágæti, auðugi skjol- stæðingur? Hún blóðroðnað: Jeg var ekki sem hepnastur með um.ræðu- efnið. — Hann er erlendis. Jeg rendi augunum yfir veislu- gestina. — Það var nú Ijóta samkundan; hún og jeg höfðum hrapað niður í hópinn. Ekki Vantaði hávaðann! Herrarnir voru blóðrauðir i framan — augsýnilega vanir að eta vfir sig. — Hevrið þjer mig! sagði jeg skyndilega. — Flor Hansen — hvað kemur hann trúlofun okk- ar við? — Þjer munið, að jeg var hjá honunt daginn áður en við fór- um lil Hildu frænku? — Mjer geðjaðist ekki hvern- ig hann kom fram gagnvart mjer. Hann sagði upp i opið geðið á mjer, að það væru pen- ingarnir yðar, en ekki þjer sjálfar, sem jeg væri að sælast eftir. Og það tók jeg óstint upp fyrir honum. — Það hefi jeg aldrei haldið um yður, og hann hafði enga á- stæðu til að láta sjer detta þetta i hug. Við náin kynni kom það i ljós að þjer voruð drotnunar- gjarn, uppstökkur og ruddaleg- ur, en þjer sóttust ekki eftir rnjer vegna peninganna. —• Jeg þakka fyrir mig, sagði jeg mjög auðmjúklega. En fram- koma hans stakk mig hræðilega. Jeg byrjaði heimsóknina lijá frænku í afleitu skapi og rign- ingarsullið varð sist til þess að bæta það eða þá fjarvera frænlcu! Ef hún hefði nú .... Nú stóð hún upp frá borðinu. Frú Holmgren og hinar hefðar- konurnar voru á leið inn í við- hafnarsalinn — og Elsa —• fyr- verandi unnustan mín — fór í huinátt á eftir og líktist mest svan innan um kjagandi gæsir. Með livaða hvötum kom hún hingað? Gat það verið að hún hefði komið til þess að hitta mig? •— Nei, það gat ekki verið. Hún var svo undrandi þegar hún sá mig. Jeg fór rakleitt til gestgjafans til þess að fá frjett- ir um hvernig í öllu lægi. Heyrið þjer inig, Holmgren, sagði jeg, — stúlkan sem sat til borðs með mjer, ungfrú Gorm Hann greip fram í fyrir mjer. — Já, kæri vinur, jeg veit ekki hvernig jeg á að afsaka mig við yður. Það er alt konunni minni að kenna. Þjer áttuð að hafa barónsfrú Werden fyrir borð- dömu, — en konan mín ruglaði saman nöfnunum. Okkur vanl- aði eina dömu og tókum því kenslukonuna. Frh. á bls. 15.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.