Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1929, Blaðsíða 14

Fálkinn - 17.08.1929, Blaðsíða 14
14 FÁLEINN Líftryggið yður í stærsta líftryggingarfjelagi á Norðurlðndum: Stokkhólmi. Við árslok 1927 líftryggingar í gildi fyrir yfir kr. 658,500,000. Af ársarði 1927 fá hinir líftrygðu endurgreitt kr. 3,634,048,00, en hluthafar aðeins kr. 30,000 og fá aldrei meira. Aðalumboðsm. fyrir ísland: A. V. Tulinius, Sími 254. Póothúastr. 2. Reykjavfk. Simar 542, 154 og 20» (framkv.ati.). BBBfXMflfl Alíslenskí fyrirtæki. Allskonar bruna- og sjó-vátryggingar. Hvergi betri nje áreiöanlegri viðskifti. Leitið upplýsinga hjá nœsta umboösmanni! Komið og lítið á nýtísku hanskana f Hanskabúðinni. &Ráfi~éœmi nr. 19. EftirF. M. Teed. llÉ! i llll! áÉÍI . mm w& WHMh fáf am m m&ém m mi a m n' - J....WTM Hvítt byrjar og mátar í 3. leik. Vinsamlegast getið „Fálkans", þegar þjer skrifið til þeirra sem auglýsa í honum. Kvensokkar f miklu úrvali f Hanskabúðinni. Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. stæðan til ráðabruggsins er nú ekki iengur tili En hitt skil jeg ekki hvernig við eigum að fara að því að opinbera frænku það. — Við verðum fyrir hvern mun að leyna hana sannleikanum. Það væri illmenska að segja henni frá öllu núna. Nú er mjer það fyrst ljóst hve lúalega jeg hefði farið að. —- Já, en það var nú samt ekki þjer sjálfri í hag gert, heldur því málefni, sem þú hafðir tekið ástfóstri við. — Já, kvenfrelsisfjelagið .... það er orð- ið litils virði í mínum augum nú, og auk þess taka þær mig ekki sem frambjöðanda þegar jeg er orðin öreigi. — Eru það þjer mjög sár vonbrigði, spurði hann alvarlega. — Hin mestu á ævi .... Hún tók sig á, þvi ef satt skyldi segja, voru vonbrigðin ekki eins sár og hún hafði haldið. — Nú þarftu að minnsta kosti ekki að flýja land, Billy, sagði hún skömmu seinna. -— Þykir þjer það betra en eklci? — Auðvitað þykir mjer það. Mjer er illa við tilhugsunina um að eiga aldrei að sjá þig aftur. Við getum sagt frænku, að við sjeum skilin að borði og sæng. Meira þarf hún ekki að fá að vita. — En það er eitt, sem þú steingleymir, Virginia. — Hvað er það? — Hvað á um þig að verða þegar iífeyrir þinn hættir? Hún hló. — Settu um fram alt ekki upp neinn hátíðarsvip. Jeg sje fyrir mjer. — Og hvernig þá það? — Þrátt fyrir þína miklu vantrú á hæfi- leikum mínum til að sjá fyrir mjer sjálf, get jeg trúað þjer fyrir því, að gæfan brosir við mjer. Kvenfrelsisfjelagið vantar einmitt ritara, og jeg er sjálfkjörin í þá stöðu, ef jeg sæki um hana. Hún settist við skrifborðið. — Það er annars best að gera það sam- stundis, sagði hún. — Liggur svo mjög á því? spurði hann. — Já, jeg held nú það, svaraði hún, — nógir verða umsækjendurnir. — Meðan hún var að skrifa ákvarðaði hann sig í snatri: — Virginia, hættu við að senda umsókn, sagði hann. Hún leit upp. — Hversvegna? spurði hún. — Vegna þess, að jeg get ekki til þess hugsað. Þú verður hvort sem er ekki reið þó jeg segi það eins og mjer býr í brjósti. — Ekki vitund, Billy. —• Jeg get ekki til þess hugsað, að þú eigir að brjótast ein áfram i heiminum. Virginia brosti. — Jeg get víst aldrei snú- ið þjer yfir á mína skoðun. Þú ert alveg þrælbundinn við þessa gömlu hjátrú, að konan eigi að skríða bak við manninn, þessa alvitru veru. — Já, því hann er, samkvæmt eðli sínu, verndari hennar. Virginia brosti með sjálfri sjer er hún hugsaði til þess hve reið hún hefði orðið við þessi orð og þvílík, áður fyrr. Hún var nú farin að bera virðingu fyrir skoðunum hans, því hún vissi að þær bygðust á ó- sviknu drenglyndi. — Gott og vel, Billy, sagði hún. — þú getur álitið um það hvað þú vilt. En þar eð jeg á mjer ekki neina slíka vernd vísa, verð jeg að berjast upp á eigin spítur. Svo hjelt hún áfram að skrifa.. — Mjer líkar ekki, að þú takir við þess- ari stöðu, og á jeg að segja þjer hversvegna. Hún leit upp, lagði frá sjer pennan og leit fráman í hann. — Jeg fæ ekki sjeð hvernig það getur orðið, sagði hann. Við fá- um aldrei framar tækifæri til að sjást. — Væri það ekki heppilegast? spurði Virginia hægt. — Hemingway laut niður að henni. — Er þjer þetta alvara. Áður sagðistu ekki geta þolað tilhugsunina um að jeg færi af landi burt. —• Það veit jeg vel. En hversvegna ættir þú að kæra þig um að sjá mig framar? spurði hún með beiskju, og reyndi árangurs- laust að láta ekki á geðshræringu sinni bera. Jeg hefi farið svo svívirðilega með þig, að best væri að þú færir burt og gleymdir mjer fyrir fult og alt. — Jeg gleymi þjer aldrei — af því jeg elska þig. Jú .... jeg hefi lofað að koma ekki að því efni oftar, en jeg vil, að þú heyrir það eitt skifti fyrir öll, að, ef þú skyldir einhverntíma sjá þig um hönd, skal jeg alt af bíða eftir þjer. Og þó þú svo aldrei sjáir þig um hönd, skal jeg alt af vera besti vinur þinn. Viltu lofa mjer því, að muna þetta? Augu hennar voru tárvot, og hún var of hrærð til þess að geta svarað neinu. En hún var ósegjanlega örugg er hún hugsaði til þess að geta alt af skoðað hann sem vin sinn. — Þakka þjer fyrir, Billy, sagði hún loks og reyndi af fremsta megni að sýnast ró- leg, — jeg met vináttu þína meir en nokk- uð annað í þessum heimi. Hún horfði beint í augu honum meðan hún sagði þetta, og gleymdi sjálfri sjer og öllu öðru meðan hún starði inn í djúp þessara gráu augna. Ein ósk gagntók hana: að strjúka hrukkurnar burt af enni hans, og sjá aftur gamla bros- ið um varir hans. Alt í einu opnuðust dyrnar og Jane frænka kom inn. — Jæja, börnin mín góð, hafið þið ákveðið ykkur? spurði hún. — Já, frænka, svaraði Virginia og safír- bláu augunu ljómuðu. Hún talaði eins og hún væri móð. — Við Billy ætlum ekki að skilja. Framvegis verð jeg heima hjá mjer og hugsa um manninn minn, staga sokkana hans og sje um, að hann sje í ullarfötum næst sjer, og reyni á allan hátt að vera hon- um góð og ástrík eiginkona. Og hún lagði handleggina um háls honum og grúfði sig upp að öxl hans. —• Svei mjer ef jeg held ekki, að þið sje- uð orðin sátt, sagði frænka og bætti svo við: — En William, manni væri næst að halda að þetta sje í fyrsta sinni sem þið kyssist. — Og samt er það í annað sinn, svaraði hann gletnislega. (Endir). I næsta blaði hefst bráðskemtileg saga Eftik william le queux Fylgist með henni frá byrjun.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.