Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1929, Blaðsíða 13

Fálkinn - 17.08.1929, Blaðsíða 13
F A L K I N N 13 Málninga- vörur Veggfóöur Landsins stærsta úrval. mpHRINN Reykjavík. Framköllun. Kopiering. Stækkanir Carl Ólafsson. VINDLAR: Danska vindilinn PHÖNIX þekkja allir reykingamenn. Gleymið ekki Cervantes — Amistad — Perfeccion o. fl. vindlategundum. Hefir ! heildsölu 3IGURGEIR EINARSSON Reykjavík — Simi 205. [Jerslið \ja \Jikat. Vörur l/ið l/ægu Verði. súkkulaðið er að dómi allra vandlátra hús- mæðra langbest. cFálfiinn er besta heimilisblaBiB. Ávalt fjölbreytlar birgBir af HÖNSKUM fyrirliggjandi. HANSKABÚÐIN. Maðnrinn minn - SKÁLDSAGA eftir FLORENCE KILPATRICK. símann. — Ert það þú, Freddie .... Já, það skil jeg vel .... Aumingja drenggarmur- inn .... Jeg var einmitt að hugsa um hvern- ig þú yrðir við því. Já, Virginia hefði átt að segja þjer af því .... já, auðvitað .... já, jeg vildi gjarna tala almennilega við þig .... já, þakka þjer fyrir . ... í kvöld kl. 7 .... við segjum það þá .... Sæll, Freddie. Joyce lagði frá sjer heyrnartólið og sagði brosandi við sjálfa sig: — Það eitt er þó víst, að Freddie verður leiðitamari en Billy. XVI. Jane frænka sat í stólnum sinum og var að hekla. Það þurfti engan sálfræðing til að sjá, að hún var í æstu skapi. Heklið gekk hálf skrykkjótt. — Er ekki William of seinn í dag? spurði hún Virginiu. — Ekki nema svo sem tuttugu mínútur, ef til vill hefir hann farið seint að sofa og sefur því dálítið lengur en ella. Vildirðu honum nokkuð sjerstakt? — Já, ekki laust við það. Frænka tók heklið fastari tökum en áður. Öðru hvoru leit hún fast á Virginiu og var auðsjáanlega reið. Virginia tók eftir því, að hún var eitt- hvað óróleg, stóð upp og leit út um glugg- ann. Henni til mikils Ijettis beygði Billy fyrir hornið í sama bili.—Jeg held jeg verði að fara og sjá hvort hann er kominn á fæt- ur, sagði hún og flýtti sjer út að taka á móti honum. — Þú ert seint á ferðinni í dag, hvíslaði hún. Frænka hefir spurt um þig. Hefir eitt- hvað tafið þig? — Jeg hefi verið að fá mjer vegabrjef, svaraði hann stuttaralega, — hvað vill frænka mjer? -— Það hefi jeg ekki hugmynd um, en jeg veit, að eitthvað er á seiði. Bara, að það sje nú ekki ný tilraun til að sætta okkur. — Ef svo er, er þjer best að vera eftir- lát — það styður þitt mál, seinna meir. Þau gengu saman inn í stofuna. Þegar hann heilsaði frænku, hafði hann það helst á með- vitundinni, að hún væri eins og að biðja hann hjálpar. Og hann sárskammaðist sín fyrir það, hvernig hann hafði gabbað hana. — Það var gott, að þú komst, sagði hún, — því jeg hefi dálitið, sem jeg þarf að segja ykkur. Komið þið og setjist, svo jeg geti bet- ur sagt ykkur það. Þau gerðu sem hún bauð og var ekki laust við, að hugarástand hennar hefði áhrif á þau. — Jeg þarf að gera ykkur játningu, hóf hún mál sitt, en áður en jeg kem að því, verð jeg að segja ykkur, að jeg varð allmjög vonsvikin þegar jeg kom til Englands og bjóst við, að Virginia lifði i farsælu hjóna- bandi, og .... — Er nokkur þörf á að fara að rifja það frekar upp? tók Virginia fram í. — Nei, jeg skal ekki fara lengra út í þá sálma, barnið gott. Jeg gat þess aðeins laus- lega til þess að gera grein fyrir því, sem jeg gerði seinna .... það voru lítilsháttar svik .... — Svik? Hvað áttu við, frænka? hrópaði Virginia forviða. Hjer voru orðin hlutverka- skifti. Nú var Jane frænka óstyrk og hrædd. Hvað gat hafa komið fyrir, sem gat hafa feykt burtu ró hennar og valdi yfir sjálfri sjer? Leit hún ekki á þau bænaraugum? — Jeg verð að biðja ykkur að fyrirgefa þessa pretti mina, hjelt hún áfram. Virginia, þú verður að vera viðbúin miklum vonbrigð- um. Jeg verð því miður að játa, að frá næstu ársfjórðungsskiftum hættirðu að geta fengið noltkurn lífeyri frá mjer. — Er það refsing fyrir hegðun mína gagnvart Billy? — Nei, sei-sei-nei . Það stendur í engu sambandi við hana. Síðan hann Davíð sál- ugi frændi þinn dó, hef jeg verið bjáni og legið i gróðrabralli eins og vitlaus mann- eskja. Æ, já, konan rekur eins og stýrislaust skip, ef hún hefir ekki greind karlmannsins að styðja sig við. — Já, en jeg skil þetta ekki, sagði Vir- ginia, meinarðu, að .... — Já, barnið gott. Jeg meina, að jeg hef tapað öllu, sem jeg átti til, nema þenna ve- sæla lifeyri, sem er rjett fyrir minum nauð- synjum, en heldur ekki meira. — Fyrsta og einasta hugsun Virginiu var meðaumkun með frænku. Hún klappaði ást- úðlega á hrukkótta hönd hennar. — Jeg vorkenni þjer svo, frænka. Ertu rjett nýbúin að frjetta hve illa fjárhagur þinn var kom- inn? — O, nei. Nú skal jeg segja þjer frá öllu saman. Jeg vissi það þegar er eg kom til Englands og ætlaði að segja þjer það sam- stundis. En þegar jeg sá hvernig samkomu- lagið var á milli yklcar Williams ákvað jeg að draga það þangað til jeg hefði sætt ykkur. Jeg hugsaði sem svo, að meðan þú hjeldir þig vera mjer háða, stæði jeg betur að vígi að neyta yfirráða minna. En það hefir alt orðið árangurslaust. Nú er ekki annað fyrir höndum, en að jeg verð að reyna að kom- ast af með þenna litla lífeyri minn. Og þú verður að gera þjer það ljóst, Virginia, að framvegis verðurðu algjörlega því háð, hversu mikið maðurinn þinn hefir efni á að gefa þjer. Hræðilegt hugleysi greip Virginiu. Allra fyrst hugsað hún aðeins um tjón frænku sinnar, en nú sá hún fram á hverjar afleið- ingarnar yrðu fyrir hana sjálfa. —- Fjár- hagslega háð manninum sínum? Það var falleg tilhugsun. Hugsanir hennar erfiðuðu i tryllingi til þess að ráða fram úr þessu. Frænlca, sem tók eftir fölvanum á andliti hennar, sagði vingjarnlega: — Mjer þykir þetta lifandi ó- sköp leitt, Virginia mín, að vera að baka þjer þessi vonbrigði. Þú verður að fyrirgefa mjer að svo miklu leyti, sem mjer er þetta að kenna, en reyndu nú, þótt kanske sje erfitt, skyldurækni þina við manninn þinn. Láttu þjer víti mitt að varnaði verða og reiddu þig framvegis eingöngu á dómgreind manns- ins þíns í einu og öllu. Það er það ráðleg- asta, sem fyrir hendi er. Og nú ætla jeg að láta ykkur ein, svo þið getið talast við. Hún stóð upp, eins og sú, sem hefir int af hendi þunga skyldu og gekk út. Löng þögn. Virginia virtist ætla að sleppa sjer, og hló tryllingslega. — Er þetta ekki matur fyrir gamansemi þína, Billy? Er þjer það ljóst, að jeg hefði getað sparað mjer allar áhyggjur og ráða- brugg, hefði jeg vitað af þessu? — Jeg get hreint ekki sjeð neitt skrítið i þessu, svaraði hann, — upprunalega á-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.