Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1929, Qupperneq 13

Fálkinn - 14.09.1929, Qupperneq 13
F A L K I N N 13 Málninga- vörur Veggfóður Landsins stærsta úrval. TOHHRIWM Reykjavík. Framköllun. Kopiering. Stækkanir Carl Ólafsson. « £ VINDLAR: Danska vindilinn PHÖNIX þekkja allir reykingamenn. Gleymið ekki Cervantes — Amistad — Perfeccion o. fl. vindlategundum. Hefir í heildsölu SIGURGEIR EINARSSON Reykjavík — Sími 205. | Jevslið |/ið \Jikav. Vörur Við Vægu Verði. súkkulaðið er að dómi allra vandlátra hús- mæðra langbest. &álKinn er víðlesnasta blaðið. er besta heimilisblaðið. Notið eingöngu íslenska rúgmjölið í brauð og slátur. iMfRM Mjólkurtjelag Reykjavíkur. E NotiS þjer teikniblýantinn* „ÓÐINN"? Eftir william le queux Frh. sem hVer maður hefði gert í mínuin spor- um til að hjálpa bágstöddum bróður. — Já, en sjáið þjer til. Þúsundir manna hafa gengið fram hjá mjer og sjeð ástand mitt, en þó einstaka maður hafi stungið að mjer skilding, þá hafið þjer gert meira, sem sje bjargað lifi mínu og gefið mjer hciinili. Og ef til vill gæti jeg hjálpað vður dálítið ekki mikið, en dálítið. — Jeg myndi vera þakklátur íyrir hverja hjálp, sem þjer gætuð látið mjer í tje, svar- aði Hugh. — Jeg bið yður að fyrirgefa, herra minn, sagði Villi, að jeg kann ekld að haga orð- um mínum kurteislega, eins og aðrir, en þjer hafið verið á höttunum kringum Múr- brotaklúbhinn, til að gá að ungu stúlkunni með bláa hattinn, er það ekki? Valentroyd, sem varð steinhissa á þessum orðum Villa skræks, var rjett að því kominn að setja ofan í við hann, en tók sig þó á, þar eð hann sá, að þótt orð hans væru kanske ekki kurteis að búningnum til, var enginn efi á, að Villi vildi honum alt hið besta. Og hvað var þá að hugsa um formið, ef innihaldið var gott? Hann svaraði því: — Það er alveg rjett, að jeg hefi hitt stúlku með bláan hatt, sem jeg held, að sjc meðlimur í Múrbrotaklúbbnum, og jeg er hræddur um, að hún sje í hættu stödd. Ef þjer getið sagt mjer hvernig jeg á að ná tali af henni, skal jeg vera yður mjög þakklátur. — Gott cg vel, herra minn. Jeg var hrædd- ur um, að yður myndi sárna. að jeg fór að sletta mjer inn í yðar málefni, en jeg hefi allan huga á því að hjálpa yður og það gleður mig, að þjer viljið þiggja það. Nú skal jeg fræða yður um Múrhrotaklúbbinn og bláu stúlkuna. Klúbburinn er mjög ein- kennilegur staður, herra minn, það er ltlúbb- ur, sem enginn meðlimur þekkir i raun og veru út í æsar. Til dæmis, er jeg mcðlimur þar. Það hafði yður vist ekki dottið í hug, eða hvað? Hugh varð að játa, að svo væri, og fór þá ViIIi Skrækur með hönd sína inn undh' vest- ið og dró fram meðlimsskírteini frá klúbbn- um. Hugh kinkaði kolli til að láta í Ijósi á- nægju sína, og beið eftir því, áð eldspýtna- salinn hjeldi áfram. Það gerði hann líka eftir eina eða tvær mínútur. — Já, herra minn, kíúbburinn hefir mörg atriði á stefnuskrá sinni; hann er sumpart óheiðarlegur — þar fyrir eru c-kki allir með- limirnir óheiðarlegir, þótt flestir sjeu það. Hjer stöðvaði ákaft hóstakast frásögu Villa. Síðan hjelt hann áfram: — Nú, hvað snertir bláu stúlkuna, sem. þjer eruð að elta .... — Hvernig vitið þjer, að jeg sje að elta hana? spurði Hugh. — Vegna þess, að mitt starf er að standa fyrir utan dyrnar og selja eldspýtur og hafa vakandi auga með hverjum, sem er þar á sveimi — leynilögreglumönnuin og öðrum grunsamlegum persónum. Þegar jeg sje yð- ur, tilkyrini jeg það inni, og eftir litla stund fæ jeg að vita, að þjer sjeuð meinlaus, — aðeins dálitið skotinn í bláu stúlkunni. Það er alt og sumt — skiljið þjer? Eldspýtnasalinn þagði þangað til Hugh gaf hljóð frá sjer, sem bar vott um, að honum væri skeint, þótt hann væri hissa; síðan hjelt hann áfram: — Nú er bláa stúlkan allra besta mann- eskja, alveg eins og þjer — og það eru marg- ar ágætis manneskjur i klúbbnum. Hún heitir rjettu nafni Sylvia Peyton, en hún er altaf bláklædd, og við köllum hana bláu stúlkuna. — Ekki er hún þó glæpamanneskja, sagði Hugh, — og hvernig stendur þá á því, að hún kemur í klúbb, sem þjer segið, að sje að mestu leyti glæpamannasamkunda. — Hver segir, að hún sje glæpamann- eskja? svaraði Villi Skrækur með akafa. Eins og nokkur banni henrii að vera það, ef hana langar til? — Jeg meina aðeins, svaraði Hugh, að hún lítur ekki þannig út, og fyrir mitt leyti er jeg sannfærður um, að hún er heiðarleg. — Herra minn, sagði Villi, — þjer vitið ekki hvað þjer eruð að segja. Þjer hafið ver- ið mjer góður — það hafið þjer. En engu að síður getið þjer trúað mjer, að þjer hafið á röngu að standa. — En, segið mjer, mælti Hugh, hvern- ig getið þjer komið fram nieð svona vitleys- islega ásökun? — Hún er alls ekki vitleysisleg, svaraði Villi. Það er alls ekki vitleysislegt eða vont að vera góður glæpamaður. En viljið þjer, að jeg segi yður frá klúbbnum eða ekki? Jeg er hundinn dýrum eiði að gera það ekki, svo mjer væri hollara að stilla mig um það, en þjer hafið verið mjer góður, og jeg á skamt eftir, hvort sem er, og mjer er vel við bláu stúlkuna, svo mjer er sama þó jeg leggi í þá hættu, sem þessu er samfara. — Jæja, þá. Klúbbnum er í rauninni stjórnað af einhverjum, sem er ennþá valda- meiri en „Ránfuglinn". Ránfuglinn hefir herbergi i klúbbnum, inn af aðalsalnum til hægri. Hugh kinkaði kolli. Hann mundi eftir her- berginu — það var einmitt hið sama, sem bláa stúlkan hafði verið dregin inn i. Skrækur hjelt áfram: —- Ránfuglinn er hræðilegur maður, sem veit alt og ómögu- legt er að leika á. Það er sumt, sem jeg þori ekki að segja yður, en það er yðar sjálfs vegna — því um sjálfan mig stendur mjer á sama hjeðan af. Skrækur var í þann veg- inn að halda áfram, þegar dyrnar opnuðust og James kom inn, með innsiglaðan böggul í hendinni. — Þetta kom sendisveinn með, sagði hann, og vildi ekki bíða eftir svari. Hugh opnaði böggulinn og fann innan í honum öskju með bómull í, en í bóinullinni lá slifsnál ineð fagurri, svartri perlu í um- gjörð í klóar líki. Hugh horfði á dýrgripinn ineð aðdáun og var að því kominn að taka hann upp, þegar hann kom auga á pappírs- miða, sem lá hjá honum. Hann braut sund- ur miðann. Það var vindlingapappír og á liann ritað ineð fínni kvenhönd, sem virtist helst vera frönsk: „Hvaða kostnað, sem þjer verðið að leggja í, ef þjer farið i flakk, mun þessi perla nægja til að standast hann. Hvaða ráða, sem þjer neytið til að finna leyndardóminn við dauða vinar yðar, verður það ekki nema til ills fyrir yður“. Þetta fanst Hugh, að hlyti að verða orð- sending frá bláu stúlkunni, og í fyrstunni Ijetti honum, þótt hann fyndi jafnframt til vonbrigða, þvi stúlka, sem gat sent dýrind- is perlur, og gefið í skyn, að hún væri sam- sek í glæp, gat auðsjáanlega varið sig sjálf.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.