Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1929, Blaðsíða 13

Fálkinn - 16.11.1929, Blaðsíða 13
P A L K I N N 13 Málninga- vörur Veggfóður Landsins stærsta úrval. Mpmmwif í® Reykjavfk. K ^ Framköllun. Kopiering. L Stækkanir Carl Ólafsson. Aðeins ekta jSteinway- Piano og Flygel bera þetta merki. Einkaumboðsmenn: Sturlaugur Jónsson Ö Co. V?*!i5 \/g ife Vörur l/ið l/ægu Verði. * ♦ * * * * $ * ******** súkkulaðið er að dómi allra vandlátra hús- mæðra langbest Notið eingöngu íslenska rúgmjölið í brauð og slátur. MfRJO Mjóikurfjelag Rcykjavíkur. c^álRinn er víðlesnasta blaðið. er besta heimilisblaðið. Eftir william le queux Frh. i einkennisbúningi, en enginn þeirra talaði orð við Hugh, nema hvað þeir samþyktu það álit hans, að veðrið væri gott. Þeir voru sýni- lega dálitið hræddir við þennan útlending, sem kom svona varinn í bak og fyrir, og var svo hátt settur, að jafnvel tollbátar voru sett- ir undir hann um miðja nótt. Við uppgang- inn á skipið kom háseti einn til að taka móti Hugh, og sýnilega hafði Forseti skipað að vekja sig ef hann kæmi um nóttina, því þeg- ar hann kom inn í salinn var Forseti þar fyr- ir i innifrakka utan yfir náttfötunum. — Nú, þarna komið þjer, drengur minn, sagði hann við Hugh. — Komið hjerna og fáið eitthvað að drekka. Alt í lagi, er það ekki? — Jú, herra Forseti, að minsta kosti kem jeg með brjefið, svaraði Hugh. — Gott, sagði Forseti, — þakka yður fyr- ir, bætti hann við, er Hugh rjetti honum innsiglaða brjefið. Fáið yður whisky, — hafið þjer fengið noklcuð að eta? Jeg bað þjóninn að vera uppi við, ef þjer þyrftuð einhvers. Hugh þakkaði og bað um dálítið af brauði. Meðan hann át það, var Forseti að þýða brjefið, sem var langt. Hann hafði ekki nærri lokið því, er Hugh hafði lokið máltíðinni. Nokkru seinna leit hann upp. — Valentroyd, sagði hann, — þjer hljótið að vera þreyttur, farið þjer í rúmið. — Þakka yður fyrir, svaraði Hugh, en er- uð þjer viss um, að þjer þurfið mín ekki meir með? — Nei, ekkert. Sofið þjer nú, og á morg- un getið þjer sagt mjer frá ævintýri yðar. Hugh fór í rúmið og svaf vært langt fram á morgun. Honum virtist það einkennilegt, að hvaða fantabrögð, sem Forseti lcynni að hafa á samviskunni, og hve svívirðilegir sem hjálparmenn hans ltynnu að vera, var eitt- hvað svo göfugmannlegt í fari hans, að hann fann altaf til öryggis í nærveru hans. Ef til vill var það einmitt þessi eiginleiki, sem ljeði honum hið ótakmarkaða vald yfir hinum mislita hóp, sem fylgdi honuin. Þegar hann kom inn í salinn, sá hann, að lagt var á borð fyrir hann, og meðan hann sat við máltíð sína, kom Eunice de Lane inn, og Hugh tók þegar að hugsa um það, hve fögur hún væri. — Veslingurinn, sagði hún, — þjer hljótið að hafa verið afskaplega þreyttur. Jeg ætla að gera yður dálítið bylt við fyrst, en að því loknu getið þjer sagt mjer frá ævintýri yðar. Gerið svo vel. Hún rjetti honum brjef með rithönd For- seta utan á. Hugh las: Kæri Valentroyd! Jeg verð að fara snögglega burt, en kem til ykkar aftur í Cairo. Þjer skuluð annast skipið. Jeg hefi látið skipstjór- ann vita og þið Eunice farið með hon- um til Alexandrínu og þaðan til Shep- herds í Cairo. Þar hitti jeg ykkur aftur. Forseti yðar. Hugh varð steinhissa. Það var ófært, að stúlka eins og Eunice væri alein með honum á skútu í Miðjarðarhafinu. Hvað gat Forseti verið að hugsa? En siðustu orðin í brjefinu voru þó vingjarnleg, þótt brjefið væri stutt- ort en jafnframt eins og áminning um eið hans. „Forseti yðar“. Jú, rjett, honuin var skipað og hann varð að hlýða, og sjálfs sín vegna stóð honum á sama, nema hvað hann þráði einhverjar frjettir af Sylviu Peyton. Það var þessi Eunice de Laine og staða liennar á skipinu, sem honum líkaði ekki. Hann leit upp og sá, að hún var að reyna að kæfa niður í sjer hláturinn. — O, veslingur- inn, sagði hún milli hláturhviðanna. — Jeg vissi, að „borgaramenskunni" yðar yrði ein- hverntíma nóg boðið. Mjer þykir það leið- inlegt yðar vegna, — svei mjer þá. —- Þjer virðist ekki skilja málið, svaraði Hugh. — Það er yðar vegna, sem mjer líkar þetta ekki. Hvað í ósköpunum mvndi fólk segja, ef það vissi, að við verðum ein saman á skemtiskipi. Það getur alls ekki svo til gengið. — Hugsið ekki um mig, svaraði stúlkan — Mjer mun þykja gaman að ferðinni. Og við skulum ekki eyða tímanum í að hugsa um, hvað fólk kann að segja. — En jeg vil ekki verða orsök til þess, að þjer fáið á yður óorð, sagði Hugh. — Reynið að gleyma því, svaraði hún. — Jæja, herra varaforseti, hvenær förum við af stað? Getum við fengið okkur skemti- göngu i borginni fyrst? — Jeg er hræddur um, að olckur væri betra að fara ekki í land, svaraði Hugh, sem hafði í fersku minni ævintýri sín í landi. Og jeg skal segja yður hvers vegna, bætli hann við og sagði henni síðan alla söguna. — Það er rjett — þjer hafið verið í hættu staddur. Þá skulum við ekki gefa um skemti- gönguna en reyna heldur að komast af stað undir eins. Mjer verður rórra þegar við er- um komin nokkrar mílur hjeðan burt. Þegar Hugh hafði gefið skipanir sínar, sigldi slcútan af stað, því vjelarnar höfðu ver- ið tilbúnar til gangs allan tímann, og brátt hvarf hin einkennilega, fallega höfn sjónum þeirra, en skútan stefndi til Malta, þar sem skipstjóri stakk upp á að taka kol áður en haldið væri til Alexandríu. Tíminn var fljót- ur að líða og ekkert raskaði liugariósemi Hughs nema hugsunin um Sylviu Peyton. Þessi óró óx dag frá degi og oftar en einu sinni ásetti hann sjer að brydda upp á þessu við Eunice, en hætti þó altaf við það aftur, sökum viðvörunar Sylviu Peyton gegn Eu- nice. Að vísu þóttist hann þess viss, að Syl- viu skjátlaðist í þessu efni, en engu að sið- ur varð hann að fara eftir óskum hennar. Um það leyti sem komið var til Malta. voru hann og Eunice orðin góðir vinir Eftir liennar eigin uppástungu kallaði hann hana skírnarnafni hennar og hún kallaði hann Hugh. Oft bar það við, er þau sátu uppi á þilfari og horfðu á sólarlagið eða eitthvert tígulegt Indlandsfar sigla framhjá, að hún var að þvi komin að segja honum ævisögu sína, en altaf hætti hún við það á siðasta augnabliki, og fór að tala um eitthvað annað. Nú voru þau farin að nálgast Malta og er skipið skreið hægt inn í höfnina kom toll- bátur og benti skipstjóra að nema staðar. Hann gerði svo og báturinn kom að skipinu. Stigi var settur út og tveir tollmenn ásamt tveiin þreknum mönnum, sem ekki voru í einkennisbúningi komu upp á þiífarið. Eunice greip andann á lofti og Hugh leit við og kannaðist jafnskjótt við hið gilda vaxtarlag Overtleys yfirumsjónarmanns frá Scotland Yard. XI. KAPÍTULI. Hugh Valentroyd varð bæði hissa og skelfdur, er hann sá ógeðslega náúngann frá Scotland Yard fyrir framan sig, og hinn hafði augsýnilega gaman af óró hans, því hann sagði brosandi: — Mig hafið þjer vist búist við að sjá síðastan manna, herra Val- entroyd. Hugh, sem reiddist brosi hins og hafði andstygð á manninum, svaraði: — Jeg er hættur að verða hissa á nokkru, sem yður viðkemur, eftir spurningarnar, sem yður

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.