Fálkinn - 16.11.1929, Blaðsíða 11
P A L K I N N
11
Til þess eru vítin að varast þau.
Þið lesið oft í blöðunum um alls-
konar slys, sem bera að höndum.
Hjer á landi eru druknanir tíðustu
slysin, enda hefir tiltölulega milcill
hluti þjóðarinnar atvinnu af sjó-
mensku. Stundum lesið þið um skip-
strönd og druknanir. Við mörg skip-
strönd ber það við, að sumir af á-
höfninni bjargast á sundi, ef skipið
strandar nærri landi. Líka lesið þið
um menn, sem verða úti, eða fólk
sem verður undir bifrciðum og bein-
brotnar eða bíður bana. Stundum
geta slysin orsakast af rafmagninu,
af þvi að leiðslurnar eru ekki í lagi,
og stundum hljótast sprengingar og
eldsvoðar af gasi. Og líka má minna
á slysin, sem hljótast af þvi að menn
fara óvarlega með skotvopn. Þau eru
ekki fátíð.
<2
Vertu varkár á götunni.
Þegar þú gengur á strætum, þar
sem nokkur umferð er, áttu jafnan
að ganga á gangstjettinni, eða utar-
lega á götunni, ef engin gangstjett
er. Það er mesti ósiður að ganga á
miðri götunni, þar sem vagnarnir
ciga að aka. Og þurfir þú að fara yfir
götuna þá verðurðu að vera varkár.
Fyrst átt þú að athuga hvort nokkur
vagn sje nálægur og ef svo er, þá bið-
ur þú þangað til hann er kominn
framhjá. Að skjótast fyrir framan
vagn á síðustu stundu er ósiður, sem
getur kostað þig lífið. Segjum að þjer
skriki fótur og þú dettir rjett fyrir
framan vagninn. Þá átt þú á hættu að
hann geti ekki staðnæmst nógu fljótt
heldur aki yfir þig.
Ekki aö vega salt á stólum.
Margir unglingar liafa gaman af
því að vega salt á stólnum sínum,
eins og þið sjáið drenginn gera á
myndinni. Þótt þetta virðist meinlaust
gaman þá getur það samt orðið að
slysi. Það hefir þráfaldlega komið
íyrir, að börn liafa stórmeitt sig á
þessu, ef stóllinn hefir dottið aftur
yfir sig. Og þar að auki skemmir
þetta stólana. Stóllinn er með fjörum
fótum og þeir eru gerðir til þess að
þeir sjeu notaðir. Munið það.
Margir krakkar hafa gaman af að
leika sjer að hnífum, tálga spitu
eða þessháttar. Og stundum er krökk-
um gefinn hnífur áður en þau kunna
með liann að fara. Þegar þið fáið
fyrsta hnífinn, þá verðið þið að biðja
fullorðna fólkið að kenna ykkur
livernig þið eigið að nota liann. Ann-
ars eigið þið víst að skera ykkur eða
stinga.
Haltu lilaupinu niður.
Ungir drengir eiga í raun og veru
aldrei að fara með skotvopn. En sjeu
þeir lcomnir á þann aldur að þeim
megi leyfast að eiga byssu, þá verða
þeir að temja sjer ítrustu varkárni.
Sumir hafa gaman af þvi að hræða
aðra með því að miða á þá óhlaðinni
byssu. Þetta er versti ósiður, sem þið
aldrei skulið gera ykkur sek i, og
meira að segja skuluð þið ávita livern
þann, sem þið sjáið gera þetta. Því
maður veit aldrei hvað af þessu kann
að hljótast. Byssan getur verið hlað-
in þó maður lialdi annað, enda eru
þess mörg dæmi, að þessi ósiður hef-
ir orðið mönnum að bana.
Ef þið eigið byssu, þá eigið þið að
gera ykkur að reglu, að skilja aldrei
við hana lilaðna, hvernig sem stendur
á. Þvi ávalt getur einhver komið að
og farið að fitla við byssuna og þá
er ekki slysið lengi að verða. Þegar
þið berið hlaðna byssu, eigið þið
altaf að láta hlaupið snúa skáhalt,
niður, ef ske kynni að skotið riði af.
Tóta fbænka.
z
<
l-l
UJ
CL
SjERKOSTIR
Gagnsær rúmgóður
blekgeymir. Engin
Gumiblaðra. Gerður
úr »Bekalite«, hald-
góðu efni áður ó-
þektu í lindarpenna-
iðnaðinum.
Algerlega loftþiettur
A|s NORSK-ISLANDSK HANDELSKOMPANI
TELEGR.ADR. GERM. OSLO.
Kaupið það besta.
Nankinsföt
með þessu alviðurkenda
er trygginQ fyrir hald-
góðum og velsniðnum
slitfötum.
Sillirnle
oaoaooaaooaaooooooooooao?
o
o
o
o
o
o
O UHIUlUltlJii
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
ö
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
Silfurplett - borðbúnaður,
Kaffistell, Rafmagns-
lampar, Burstastell,
Ávaxtaskálar, Konfekt-
skálar, Blómsturvasar,
Kiyddílát, Blykbyttur
og margt fleira.
Hvergi ódýrara.
Laugaveg 5. Simi 436.
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
0000000000000000000000000
Bruni varð nýlega i stærstu kvik-
myndagerð Breta í Wimbledon í
London. Brunnu þar kvikmyndir fyrir
margar miljónir Itróna, þar á meðal
eina eintakið sem til var af nýtekinni
mynd, sem kostað hafði um tvær
miljónir króna. Verður því að taka
myndina aftur.
Iialli turninn i Píza er frægur um
allan iieim og liklega liefir þessi
lurn dregið mestan liluta ferða-
mannastraumsins til Píza fremur en
nokkuð annað. Nú hefir það komið á
daginn, að i enska smábænum Chester-
field, sem hægindastólarnir eru kendir
við, er kirkjuturn einn sem hallast.
Og i ensku ferðamannabæklingunum
verður framvegis lýsing á þessum
turni og áskorun til allra ferðamanna
um að koma til Chesterfield og skoða
turninn. Annars eru það margir turn-
ar, sem ekki eru nákvæmlega lóðrjett-
ir, t. d. kirkjuturninn i Salisbury. En
liann hallast aðeins um tvö fet frá
lóðrjettri línu.
Ung stiilka i Paris vakti nýlega at-
hygli á sjer með cinkennilegum hætti.
Hún kom inn á veitingastað með
hund i bandi. Hundurinn var eins og
liundar gei’ast að öðru leyti en því,
að rófan á honum var máluð með
þrem litum, rauðu, bláu og gulu. Og
nú er annarhver hundur i Paris með
málaða rófu!