Fálkinn - 25.01.1930, Síða 2
J
FXLIINK
------ GAMLA BÍÓ -------
PENINGAR.
Heimsfræg stórmynd í 10 þáttum
Tekin af
Cinéramans Film de France.
Leikin af þýskum og frönskum
leikurum.
Aðalhlutverk leika:
BIItGITTE HILM
PIERRE ALCOVER
ALFRED ABEL.
Nútíinamynd. Efnið peningar.
Prjónafatnaður frá Malln er bestnr.
Kaupið oo reynið. Komið í dag!
Priónastofan Malfn, Lauoaveo 20.
■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiMmiiiiimimiiiiiiiiiiÉiiimiiimiiiii!
SJERKOSTIR.
Gegnsær rúmgóður
blekgeymir. Engin
Gúmmíblaðra. Gerður
úr „Bakelite", • hald-
góðu efni áður ó-
þektu í lindarpenna-
iðnaðinum.
Algerlega loftþjettur
Fæst t
sjerverslunum. I
Umboðsm.:
Sturlaugnr Jóns-1
son & Co.
■IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIH
------ NÝJA BÍÓ ----------
í dal risatrjánna.
Kvikmyndasjónleikur i 7 þáttum.
Aðalhlutverkin leika
þau hjónin
MILTON SILLS
og
DORIS KENYON-SILLS.
Sýnd um helgina.
TRIDMF oo TIK0F0N
fltvarpstæki
2—3—4—5 lampa fyrir Bat-
terí og bæjarstrauminn eru
þau bestu, fegurstu og ódýr-
ustu útvarpstæki sem fáanleg
eru.
Ef þjer eruð að liugsa um að
kaupa útvarpstæki, ættuð þjer
sjálfs yðar vegna að skoða
þessi tæki áður en þjer festið
kaup annarsstaðar. Mynda-
verðlisti sendur ókeypis.
Triumf og Tikofon eru al-
gjörlega dönsk vinna.
Til sýnis hjá aðalumboðs-
manni verksmiðjunnar á ís-
landi
GUÐJÓNI JÓNSSYNI,
Vatnsstíg 4, Reykjavík.
Pósthólf 392. Sími 1285.
Best er að auglýsa í Fálkanum
I
Kvikmyndir.
í DAL RISATRJÁNNA.
Nýja Bíó sýnir um hélgina fall-
ega og skemtilega mynd, sem tekin
er í hinum risavöxnu skógum Kale-
forníu, rauðskógum svokölluðu. Mynd
þessi gerist mikið til undir berum
liimni og er íeikin af hinum ágæta
leikara Milton Sills og hinni fögru
konu hans Doris Kenyon.
Aðalefni myndarinnar er i fám
dráttum þetta: Maður að nafni John
Cardigan sest að i frumskógum Kale-
forniu og tekur að ryðja þá. Kemur
hann upp gríðarstórum sögunarmill-
um. Smátt og smátt ris þarna Upp
mikill bær með þúsundum verka-
manna. Kona Cardigans deyr þegar
Brice sonur þeirra er fjórtán ára.
Cardigan lætur grafa hana i dal risa-
trjánna og bannar að fella megi eitt
einasta af hinum eldgönilu trjám,
þau eiga að vera miimismerki yfir
konu hans. Brice er sendur i skóla
og er mörg ár í burtu. Þegar hann
kemur heim aftur er faðir hans orð-
inn blindur og tekur Brice þá við
sögunarmyllunum. Versti keppinaut-
ur Cardigans er Pennington. Á hanii
járnbrautina,- sem flytur allan trjá-
viðinn fyrir sögunarmyllurnar. Penn-
ington segir upp samningnum uin við-
arflutninginn og sjá þeir feðgar þá
ekki annað ráð vænna en að fara
að byggja braut sjálfir. Penning-
ton á ákaflega fallega unga frænd-
konu, sem talsvert mikið kemur við
söguna. Tekst Brice einu sinni með
miklu snarræði og karlmensku að
hjarga henni úr lífsháska og fær það
uáttúrlega endurgoldið að makleg-
leikum. Ekki hafa þó hugir unga
fólksins áhrif á skapferli gamla
Penningtons, sem reynir á állan h’&tt
að eyðileggja brautarbyggingnna fyr-
ir þeim feðgum. Lendir í git'urleg-
urn slagsmálúm niilli verkamann-
annna, sem endar þó með því að ,
verkamenn Cardigans bera sigur úr
býtum og járnbrautin er lögð.
PENINGAR,
myndin, sem Gamlá Bí'p sýnir á næst-
unni, hefir vakið mikla eftirtekt um
allan heim.
Nicholas Saccard er fjárglæfra-
maður og bankastjóri. Hann trúir á
mátt gullsins og skeytir ekki um á
hvern hátt hann aflar þess. Það geng-
ur á ýmsum endum fyrir honum, ým-
ist er hann vellríkur eða fjeþrota.
Einu sinni þegar illa ganga fyrir hon-
um fjármálin liittir hann flugmann-
inn Hamelin. Hamelin er liugsjóna-
maður og hefir keypt olíuland í Mið-
Ameríku fyrir aleigu sína, jafnframt
hefir han smíðað nýja tegund flug-
vjela, sem hann langar til að reyna.
Hugsar nú Saccard að nota mégi þetta
hvorttveggja til gróða. Stofnar hann
hlutafjelag til olíuvinslunnar og send-
ir Hameliii á flugvelinni yfir Atlands-
hafið og á hann að lenda á olíusvæð-
inu. P7n einkum hefir þó Saccard lit-
ist vel á hina ungu og fallegu konu
Hamelíns og luigsar sjer gott til glóð-
arinar að kynnast henni á meðan
maðurinn er í burtu. Eiginlega trúir
Saccard alis ekki á olíulindirnar en
hugsar sjer aðeins að græða á því
að telja fólki trú um þær. Hamelín
keinst heilu og höldnu yfir. Þetta
veit þó engin néína Sáccard. því jap-
anskt skip, sem var á léið yfir um
hafði sjeð flugvjel falla í sjóinn og
hjeldu allir að það hefði, verið Hame-
lin. Falla nú hlutabrjefin í verði og
reynir Saccard þá að komast yfir
eins mikið' af þeim eins og auðið er
því hann veit sem sje að þau muni
hækka þegar hið rjetta kemur í Ijós.
Gengur þetta alt að óskum, hækka
verðbrjefin óðum eftir að frjeltist urn
fiugið. Tekur nú Hamelín að grafa
eftir olíunni óg finnur ekkert. Þessu
heldur Saecard leyndu og græðist nú
ógrynni fjár. Jafnframt reynir hann
að ginna’ konu flugmannsins með
gulli og gersemum, trúir hún honum
i fyrstu en kemst brátt að því hvern
'inann hánn’ hefir að geyrría. —- Banka-
stjóri annar að náfni Gunderman hef-
ir kómist á snoðir uni liið glsepsám-
iega athæfi Saccards og vinnur. að því
öllum árúm að koma honum á knje.
— Iíftir langt og mikið erfiði er flug-
manninum farið að leiðast oliugröft-
urinn og snýr aftur heim. Kemst nú
alt upp um gróðabraskið og eru þeir
iiáðir teknir fastir Saccard og Hame-
lín. Gunderman getur þó sannáð að
flugmaðurinn sje saklaus, en Saccard
verður að sitja í fangelsi. En þar
hyrjar hann að undirbúa nýtt brask,
og á því endar myndin.
ZAIMIS OG HJÚKRUNARKONAN
Gríski stjórnmálamaðurinn Zaimis,
sem varð förseti núna rjett fyrir ára-
mótin, náði sjer fyrir skömmu í konu
með mjög einkennilegu móti.
Zaimis var augnaveikur og ágerð-
ist veikini svo, að hann var rjett
orðinn blindur. Fór hann þvi til
L.
augnlæknisins próf. Mellor í Áugs-
burg, sem áður hafði læknað bróð-
ur hans við samskonar veikindum.
Á sjúkradeildinni var hjúkrunarkona
ein, ungfrú Kennerth, „Sussie systir“,
dóttir prófessors eins frá Wien. Hafði
hún gerst hjúkrunárkona á striðsár-
unum og hjelt starfinu áfram. Hún
var látin hjúkra Zaimis og varð hann
ástfanginn af henni, þó kominn væri
um sjötugt. Hún lás fyrir hann með-
an hann máttti ekki nota augún,
skrifaði brjefin fyrir hann og varð
honum svo handgengin, að hann gat
ekki án hennar verið. Þegar hann fór
af spítalanum á hressingarhælið
hafði hann hana með sjer.þangað
og þegar kom að því að hann færi
til Aþenuborgar aftur spurði hanh
hana livor hún vildi ekki koma með
sjer þangað og verða konan sín. Og
hún gat ekki vcrið að skorast und-
an þvi. Skömniu eftir að þau komu
til Grikklahds var Zaimis kosinn for-
seti lýðveldisins og nú er ungfrú
Kennerth orðin frú Zaimis og situr í
mestu tignarstöðu, sem hlotnast get-
ur nokkurri konu i Grikklandi.
----x——
Það er alkunna, að Englendingar
sækja veðreiðar af miklu kappi og
veðja óspart. En þó munu flestir
reka upp stór augu er þeir sjá,- að
þjóðin veðjar árlega um 5 miljard
krónum á veðreiðunum. Fyrir nokkr-
um árum var lagður rikisskattur á
veðreiðar og síðan hafa viðskiftin
við opinberu veðbankana farið
minkandi, en að sama skapi hafa
veðmál manna á milli aukist. Og
fjöldinn allur af jiví fólki, sem veðj-
&r, kemur alls ekki á veðreiðarnar,
heldur veðjar um úrslilin heima hjá
sjer.