Fálkinn - 25.01.1930, Blaðsíða 4
4
F Á L K I N N
Minning útlagans.
Línuveiðarinn Fróði.
Fyrir nokkru síðan vakti jeg máls
á því, að það væri vel viðeigandi,
að ungmennafjelög og iþróttafjelög
íslands reistu Gretti Ásmundssyni og
Illuga bróður hans minnismerki í
Drangey árið 1930 eða 1931, hlið-
stætt því, sem Jóni biskupi Arasyni
var reist i skálholti. Fróðir menn
telja þá bræður tekna af lifi árið
1031, var þá Grettir 35 ára en Illugi
18 vetra. Haustið • áður (1030)
synti Grettir úr Drangey til lands.
Næsta haust verða þá rétt 900 ár
liðin frá þeim atburði. Það er nú
einu sinni venja að halda einnar
Einstigið í Drangey.
aldar eða 10 alda afmæli einstakra
viðburða, sent gerst hafa á æfi þjóð-
arinnar, er því engin ástæða að
ganga fram hjá þessum atburði í
lífi Grettis eða æfilokum þeirra
bræðra í Drangey, án þess að minn-
ast þeirra. Grettir verður ætíð taiinn
þjóðhetja íslendinga og Illugi ímynd
hugprýði og fórnfýsi.
Minnisvarði um þá bræður ætti
að vera gerður úr óhöggnum steini,
og nafn þeirra rist á hann, ennfrem-
ur hvernig dauða jjeirra bar að
höndum og hvaða fjclög gengust fyr-
ir að reisa steininn. Ef ekki fengist
nógu hörð eða hentug bergtegund
hjer á landi, sem treysta mætti að
þyldi áhrif iofts og vatns, yrði að
fá steininn frá útlöndum. Og væri
þá helst að fá granít frá Noregi.
Einnig gæti komið til mála, að
greipa granít eða marmarahellu í
íslenskt stuðlaberg, með áletrun,
sem áður er greind. Steininn ætti að
reisa í tótt þeirri í Drangey, sem
kend er við Grettir og sagt er að
enn sjáist votta fyrir. Gæti komið til
mála að hlaða tóftina upp. Líklegt
væri að hægt yrði að finna upp
þann útbúnað, sem þyrfti, til að
koma 1—2 tonna bjargi upp á Drang-
ey. Ef til kæmi gæti sjerstök nefnd
rnanna fjallað um það mál.
Fyr á öldum bjuggu i flestum
hjeruðum landsins nafnfrægir menn,
margir liverjir gæddir andlegu og
líkamlegu atgerfi á borð við Grettir.
Má þar nefna Gunnar Hámundarson,
Egil Skallagrímsson, Ingimund Þor-
steinsson, Snorra Þorgrímsson o. fl.
o. fl. Sveitafjelög, sem hlut eiga að
máli, ættu að reisa mönnum þessum
nrinnisvarða ef þau vildu halda á
lofti mannkostunr þeirra og afreks-
verkum. Öðru máli er að gegna nreð
Grettir. Hann var heimilislaus, út-
skúfaður frá föðurleifð sinni og úr
bygðunr landsins, umsetinn af óvin-
um. Öræfi og óbygðir voru hans eina
athvarf og heimili. Engin ein sveit
getur í .raun og veru helgað sjer
hann. Öllum íslendingum — ekki
síst ungmennafjelögum unr land alt
— bæri jrvi skylda til að kosta
rninnisvarðann og konra honurn itpp
á Drangey, því að þar undi Grettir
best hag sinunr i útlegðinni.
Grettir sótti tvisvar sinnum eld á
æfi sinni, sem i frásögur er fært.
Bæði skiftin voru örlagarík í lífi
hans. t fyrra skiftið, sem Grettir
sótti eldinn urðu afleiðingarnar, út-
legð hans og ógæfusöm æfi, vegna
þess að það var — eins og hann
sjálfur komst að orði: — „Ilt ó-
drengjum lið að veita“. í seinna
skiftið snerist hugur almennings
honum til heilla. Vinir hans sem ó-
vinir viðurkendu nú „frábæran
frækleik hans bæði á sjó og landi'*.
Þaðan af var hann dásanraður sem
afreksmaður. Enginn þótti standa l
honunr á sporði í áræði, þreki og
karlmensku. Alnrenningsálitið veitti
honum fulla uppreisn og þjóðin hef-
ir síðan harnrað hvernig æfilok hans
bar að höndum. Fram á þennan dag
lrafa íþróttamenn, einkunr þeir, sem
iðka sund, tekið Grettir sjer til fyr-
irmyndar. Og í annan stað gæti III-
ugi bróðir hans orðið æskulýð lands-
ins fyrirmynd í hugrekki, mann-
dómi og fórnfýsi. Minnismerkið í
Drangey mætti því vel verða til þess
að tíðar ferðir tækjust þangað, gætu
þær orðið einhverjum að liði, sern
skortir eld til að glæða hjá sjer þá
mannkosti og dygðir, sem prýddu
|rá bræður, Illuga og Grettir.
Guðm. Davíðsson.
í kjallaranum undir pólska ræðis-
mannshúsinu í Wien fann lögreglan
nýlega lík af manni með trjefót.
'I’rjefóturinn var holur að innan og
jregar farið var að athuga hann fund-
ust í honum 80 þúsund dollarar í
seðlum.
----x—■—
Síðastliðið ár voru 99 manns í Osló,
sem áttu eina miljón eða meira. Flest-
ir auðkýfingarnir voru skipaeigend-
ur, tóbaksgerðarmenn eða ölgerðar-
menn.
----x----
Spánska stjórnin hefir nýlega skip-
að nefnd til að rannsaka, hvort til-
tækilegt sje að grafa neðansjávar-
göng undir Njö’rfasund. Er gert ráð
fyrir, að jarðgöngin kosti 125 miljón
krónur. Árið 1802 kom fram fyrsta
tillagan um að grafa þessi göng.
----x——
G. II. Unthan, snillingurinn hand-
leggjalausi, sem margir kannast við,
er nýlega látinn. Hann lærði m. a.
að leika á liljóðfæri með tánum og
var fimari í því, en margir aðrir með
fingrunum.
----x----
Ein af elstu prestum Dana, Möller
Holst sóknarprestur á Falstri varð
nýlega bráðkvaddur í kirkjunni, þar
sem hann stóð fyrir altarinu. Meðan
verið var að syngja útgöngusálm-
inn hneig hann niður og var þegar
örendur. Hann var 90 ára gainall.
-----x——
Sameinuðu brunabótafjelögin i
Bandaríkjunum hafa nýlega gefið út
auglýsingapjesa, sem prentaður er í
20 miljón eintökum. Á forsíðunni er
mynd af húsi, sem stendur í björtu
báli. Eii undir eins og kverinu er
flett upp finnur lesandinn megna
lykt af sviðnu timbri. Og á blaðinu
er prentað með stóru letri: „Þegar
þjer finnið þessa lykt í húsum yðar,
er orðið of seint að vátryggja“. Þeir
kunna að auglýsa í Ameríku!
Síðasiliðin ár hefir linuveiða-
gufuskipam fjölgað mjög hjer á
landi, og munu þau nú alls
vera um 30. Fálkanum þgkir
því hlýða að hirta hjer mynd
af línuveiðaranum Fróða, sem á
hinu siðastliðna ári varð afla
hæstur allra línuskipa er fisk-
veiðar slunda hjer við land.
Þess má einnig geta, að ekk-
ert annað línuskip hefir nokkru
sinni áður aflað svo mikið á
einu ári, Qg hefir því Fróði sett
íslenskt fisimet á línuveiðum,
og hver veit nema um heims-
met sje að ræða?
Afli skipsins nam alls um 800
smálestum eða 3200 skippund,
af saltfiski vigtuðum upp úr
skipi. — Vetrar og vorvertíðin
hófst um miðjan janúar og stóð
fram í júnímánuð. Á þessu
tímabili fiskaði Fróði 570 smá-
lestir og yfir sumarmánuðina
eða frá því um miðjan júlí og
þangað til í byrjun nóvember,
nam aflinn 230 smálestum.
Skipshöfnin var 18 menn:
skipstjóri, stýrimaður, tveir
vjelstjórar, einn matsveinn og
13 hásetar. Hluti hvers háseta
yfir vetrar og vorvertíðina (5
mán.) nam um )000 krónum og
yfir sumarmánuðina nam hlut-
urinn nærri 1600 kr.
Skipið er 7 ára gamalt, 98
smálestir (brutlo) og hefir 200
hestafla vjel. Sldpið er bygt i
Englandi og er einn af þeim 3
línuveiðurum, sem hr. Halldór
Kr. Þorsteinsson skipstjóri
keypti fyrir Isfirðinga fyrir 5
árum síðan. Hafa skip þessi
reynst sjerlega sterk og ágæt
sjóskip.
Hr. Þorsteinn J. Eyfirðingur
hefir verið skipstjóri á Fróða
frá því að hann kom hingað til
landsins. Hann er fæddúr á
Hofi í Svarfaðardal og er nú hö
ára gamaíl. Hefir liann stundað
formensku og skipstjórn lengi
og er orðlagður atorkumaður.
Ríkasti Indíáninn i Bandaríkjun-
um liefir nýlega fengið skilnað frá
kerlingunni sinni. Það gekk ekki
hljóðalaust af og hálfa miljón doll-
ara varð karlinn að punga út með
til þess að losna úr hjónabandinu.
-----------------x-----
Þjóðverjar eru að smiða stærstu
steinsteipubrú heimsins, rjett lijá
Oberammergau. Er aðalboginn 180
metrar á lengd.
----x----
Eitt af merkustu gistihúsum í New
York, Waldorf Astoria, var rifið ný-
lega, til þess að byggja annað og
stærra hús á lóðinni. Nýja húsið
verður 83 hæðir og á þaki þess
verður mastur handa loftskipum að
leggjast við.
------------------------
Þessi áflætu rakvjelablöð
Hreinar ljereftstuskur kaupir
Herbertsprent, Bankastræti 3.