Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1930, Qupperneq 10

Fálkinn - 08.02.1930, Qupperneq 10
Þú ert þreyttur daufur og dapur í skapi. — Þetta er vissulega í sambandi við slit tauganna. Sellur likamans þarfn- ast endurnýjunar. Þú þarft strax að byrja að nota Fersól. — Þá færðu nýjan lífskraft, sem endur- lífgar líkamsstarfsemina. Fersól herðir taugarnar, styrkir hjartað og eykur líkamlegan kraft og lífsmagn. Til daglegrar notkunar: „Sirius“ stjörnukakó. 3 Gætið vörumerkisins. : Vandlátar húsmæður nota eingöngu | Van Houtens heimsins besta j Suðusúkkulaði. : Fæst í öllum verslunum. Húsmæður! Gold Dust þvottaefni og Gold Dust skúringar-duft hreinsa best. Sturlaugur Jónsson & Co. Aðeins ekta Steinway- Piano oo Flyoel bera jþetta raerki. Einkaumboðsenn: Sturlaugur Jónsson & Co. Tvær flugur í einu höggi. JpilllllllllllllllBIIIIIIIIIIIIIIIIIJ í idozan! ■■ ma tm wm er hið besta meðal við blóðleysi sem til er Fæst í Lyf jabúðum 1 S riiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiinii Stúlkan á myndinni hjer að ofan hefir verið svo liagsýn að hún hefir gert sjer kjól er hún getur notað hvort sem hún vill heldur á dansleik eða í kveldhoð. Kjóllinn er gerður úr grænu „georgette" og fylgir hon- um dálítil „blúsa“, sem gengur utan- yfir, er hún með löngum ermum. Er það sjerstaklega hentugt í miðdegis- samkvæmi, þegar ekki á að dansa. inn ermalausan og hefir þá við hann perlusaumaðan kraga eins og sjest á myndinni. Það er nú að verða tíska að hafa langa hanska á dans- leiki, þetta er þvi miður nokkuð dýrt, því hanskarnir eru fljótir að verða óhreinir. Kjóllinn er síður og jafnlangur alt í kring. HÖFÐINGLEGASTA KONA HEIMSINS. Nú liafa menn um tíma haft það sjer til gamans að velja fegurstu konurnar í ýmsum löndum. Á skemtun, sem „Rauði krossinn" lijelt nýlega á Aix-les-Bains til ágóða fyrir málefni sín, var ákveðið að velja höfðinglegustu konuna. Það vildi svo til að þarna var saman- komið margt göfugra manna úr ýms- um löndum og álfum. í einum hótel- salnum sat fjöldi vel klædds fólks át og drakk og dansaði milli borðanna. Öll horðin voru tölusett. Það mátti ekki sitja nema einn karl og ein kona við hvert borð. Dómararnir sátu þar líka, en enginn vissi hverjir þeir voru eða hvar þeir sátu. Alt í einu hirtust þeir og úrskurðuðu að kona ein sem sat við horð nr. 3 væri göf- ugmannlegust og háttprúðasta kona heimsins. Konan, sem fyrir valinu varð var ítölsk markgreifafrú Anna d’Angelo di Bartolino, hertogadóttir, fædd Somma di Circello og dótturdóttir prinsessunnar frá Patti. Blöðin fóru nú strax á stúfana eins og vant er og tóku að spyrja konuna spjörunum úr: Eg leik golf og ríð út, jeg hefi sjerstaklega gaman af að vera á hestbaki, annað liefi jeg ekki að segja ykkur. Fyrsta æfintýrið, sem jeg hefi lent i á æfinnni, er að vera kjörin liöfðinglegasta kona heimsins. ---x-— SKÓR OG SKYNSEMI. Skórnir eru álfaf að verða íherki- legri og merkilegri. Það er ekki leng- ur nóg að fá sjer skó í sama lit og kvenkjólinn, heldur verða þeir lika lielst að vera úr sania efni. Þetta á einkum við um samkvæmisskó en sje hægt að koma því við um hversdags- skóna þykir það mjög áferðarfallegt. T. d. kvað Raquel Meller ganga með dúkskó af sÖmu gerð og taska henn- ar og búningur. Hvað hentugt þetta er íslensku loftslagi skal látið ósagt. ---x---- KARTÖFLUR. íslenskar konur eiga ekki því láni að fagna ennþá, að hafa eins mikið úrval grænmetis og aðrar konur víða um heim, en það er enginn vafi á að þess verður ekki langt að bíða að þær geta valið um þessar fæðutegundir. En eitt eiga þær þó, sem altaf má nota og enginn verður leiður á, en það eru kartöflurnar. Ef tími er til og konur liafa gaman af að breyta tii og reyna eitthvað nýtt, skal þeim bent á hvernig matreiða má karöflur á ýmsan hátt: Franskar kartöflur IV2 til 2 kg. fastar góðar kartöflur, 1 kg. pálmafeiti. Kartöflurnar eru afhýddar liráar og skornar í þunnar flísar., best að nota agúrkuhefil. Þær eru látnar hggja í tíu mínútur í köldu valni og þerraðar i hreinum klút rjett áður en þær eru soðnar. Feitin er hituð i járnpotti. (Til þess að vita livenær feitin er orðin mátulega heit má skera flís úr hreinni eldspýtu og flegja ofan í, ef að fitan sýður í kring um eldspýtuna er hún mátulega heit, en sjáist engar loftbólur í kringum eldspýtuna er hún köld). Kartöfluflísarnar eru lagð- ar í gisið sigti og er því dýft i fituna. Sigtið er fært fram og aftur i fitunni svo kartöflurnar steikist jafnt á alla vegu. Þegar kartöflurnar eru orðnar fallega ljós-gul-brúnar er þeim livolft á hreinan hvítan pappír og salti stráð yfir þær, síðan er fitan látin hitna dálítið áður cn byrjað er að steikja að nýju. Rjett áður en kartpflurnar eru bornar fram er blaðinu með þéim á skotið sem snöggvast inn í ofninn, til þess að liita þær, en má ekki vera nema sem allra snöggvast, þvi annars geta þær orðið of dökkar. Kartöflurnar eru afhýddar og telgdar þannig að þær verða ferkant- aðar í laginu, síðan eru þær skorn- ar í V2 sm. þykkar sneiðar, og sneið- arnar aftur skórnar í ræmur að sömu' þykt. Farið, með þær á sama hátt og hinar. Pont-Neuf kartöflur. Stórar kartöflur eru afhýddar og skornar á langs í ferkantaðar lengj- ur, sem eru 1 sm. að þvermáli. Þessar kartöflustengur eru lagðar í sjóðandi fitu og soðnar þangað lil þær eru mjúkar innah en harðar ut- an. Farið með þær á sama hátt og franskar kartöflur. „Souffleraðar“ kartöflur. Kartöflurnar eru lireinsaðar af- liýddar og tálgað af þeim svo þær verði nokkurnveginn ferkantaðar, þá eru þær skornar sundur i lengjur V2 —1 sm. að þvermáli. Þær eru þvegn- ar og þerraðar og lagðar niður í hálf- volga feitina. (Þetta má ekki gera með neinar aðrar kartöflur). Fitan er nú látin hitna með kartöflunum í. Þegar þær eru soðnar skýtur þeim upp á yfirborðið og eru þær þá lekn- ar upp úr. Þegar búið er að sjóðja kartöfl- urnar á þennan hátt, er fitan hituð þangað til hún er orðin sjóðandi heit og kartöflunum siðan dýft nið- ur í sem snöggvast i gisnu sigti. Við að koina niður í svona mikinn hita myndast blöðrur á lengjurnar. Kartöflurnar eru eins og vant er lagðar á hvítan hreinan pappír og stráð á þær salti. Þær eru bornar fram strax og fitan er runnin af þeim'. ——-x------ Bóksali einn i Cambridge fjekk nýlega mánaðar fangelsi og 100 punda sekt fyrir að selja bók, eftir rithöfundinn D. H. Lawrence, sem gerð hafði verið upptæk. Heitir bók- in „Elskhugi frú Chattery“ og var prentuð i Italíu fyrir tveimur árum, en þótti svo sóðaleg, að hún var bönnuð í Englandi. Bóksalinn hafði stolið undan eintaki þegar bókin var gerð upptæk en fjekk að súpa af því seyðið.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.