Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1930, Side 1

Fálkinn - 15.02.1930, Side 1
Síðan flotamálaráðstefnan var haldin í ^ashington 1921 hefir fátt gerst merkilegt um takmörkun vígbúnaðar á sjó, þó mikið hafi verið um það mál rætt. Þó var nýr fundur um málið haldinn 1927 í Genf, en úrslit hans urðu svo háðuleg, að flestir voru sammála um, að stórveldunum væri sæmra að þegja um málið en halda slika fundi. Nú situr ný ráðstefna á rökstólum í Lond- on um afvopnunarmálin og eftir undirbúningi hennar og undirtektum stórveldanna má ætla að hún beri nokkurn árangur, Stórveldin höfðu tekið þátt í ráðstefnunni Washington með hangandi hendi, en á þennan fund sendu þau aðalmenn sína sem fulltrúa, og gefur slarf fundarins hingað til von um góð úrslit. Ráðstefnan liófst í London 21. janúar og setti Georg Engla- konungur liana með ræðu. Eru þar samankomnir fulltrúar frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakíelandi, Ítalíu og Japan. Milda eftirtekt hefir vakið sú lillaga, að smíði kafbáta skuli hætt og þeir bannaðir í liernaði, en gegn henni lmfa Frakkar risið. Segja þeir að kafbátarnir sjeu vopn „fátæku þjóðanna“, sem eigi hafi fjármagn til að smíða hin dýru beitiskip og bryn- dreka. — Mijndin hjer að ofan er telcin í efri málstofu breska þingsins, en þar var ráðstefnan sett. Sýnir hún Georg konung vera að flytja ræðu sina í viðurvist allra fulltrúa ráðstefnunnar. Ramsay McDonald var kosinn forseti ráðstefnunnar. FLOTAMÁLAFUNDURINN í LONDON

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.