Fálkinn - 29.03.1930, Qupperneq 14
14
P X L K I N N
Áteiknaðar hannyrðir
fyrir hálfvirði.
Til þess að auglýsa verslun vora
og gera áteiknaðar vörur vorar
kunnar um alt ísland á sem skjót-
astan hátt bjóðum vjer öllu ís-
lensku kvenfólki eftirtaldar vörur
1 áteikn. kaffidúk .. 130xl30cm.
1 — ljósadúk .. 65 x 65 —
1 — „löber“ ... 35 X100 —
1 — pyntehandkl. 65x100 —
1 — „toiletgarniture" (4 stk.)
fyrir danskar kr. 6,85 auk burð-
argjalds.
Við ábyrgjumst að bannyrðirnar
sjeu úr 1. fl. ljerepti og með feg-
urstu nýtisku niunstrum. Aðeins
vegna mikillar framleiðlsu getum
við gert þetta tilboð, sem er hafið
yfir alla samkepni.
Sjerstök trygging vor: kf þjer
eruð óánœgð sendum við pen-
ingana til baka.
Pöntunarseðill: Fálkinn.
Nafn ..........................
Hc'mili .......................
Póststöð ......................
Undirrituð pantar hjermeð
gegn eftirkröfu og burðargjaldi
.......... sett hannyrðaefni á
danskar kr. 6,85 settið, 3 sett
send burðargjaldsfritt.
Skandinavisk Broderifabrik,
Herluf Trollesgade 6,
Köbenhavn K.
KROSSGÁTA nr. 56
1 2 3 m 4 5 G 7 8 9 m 10 11 12
13 14 m 15 m. 10
17 18 .yk/v m. m 19
<s>. 20 21 m 22 ■<s>:
23 24 25 m 2G 27 m 28
20 30 m. 31 m m 32
33 34 | ■ m. 35 3G
37 m W>| m m m m m 38
39 40 41 13*]42 43
44 m m 45 <$> m 40
m 47 48 m 49 50 51 m
5$ :>2 w 53 m 54 55
:>G ||g m í3> 57 58
59 m 00 G1 02 ÍH G3
64 M 05 m GG
V. B. K. selur „ÓÐINN“ teikniblýantinn.
Krossgáta nr. 56.
Skýring lárjett.
1 reiðskjoti. 4 sp.Tuaður. 10 lík. 13
fjöldi. 15 dáin. 16 gegnsætt efni. 17
sljett. 19 liná á. 20 viður. 21 slæmt.
22 húsdýr. 24 eftirnafn þjóðböfðingja.
26 ásýndum. 29 smáagnir. 31 fatan. 32
býli (þf.). 33 fornafn. 34 lár. 35 geð-
góð. 37 flas. 38 tónn. 39 bæta, 42 fugl.
44 fje. 45 símtal. 46 guð. 47 hraukur.
49 sífelt. 52 spónn. 53 tunga. 54 breyf-
ist. 56 fjörugt. 57 randir. 59 koma upp.
60 vatt. 63 suða. 64 mynnis. 65 gang-
ur. 66 leifar.
Skýring lóðrjett.
1 bókstafur. 2 krydd. 3 bljóð. 5 bor
(þf.)*6 kerlingarbók. 7 litur. 8 hirsla.
9 eir. 10 mælieining. 11 búsábald. 12
sómi. 14 tróð. 16 glampi. 18 bangsa.
19 feldur. 23 fje. 25 er gott á bjarni.
27 leyndarmál. 28 íþróttainenn. 30 let-
ur. 32 börundskvilli. 34 dráttur. 36 fá-
mál. 40 verða leiknari. 41 eldstæðið.
42 nema staðar, 43 veitir eftirför. 47
vagnfarmur. 48 sjá. 50 skelin. 51
skyldmenni. 52 spíta. 55 skjálfa. 56
visir til plöntu. 58 vísaði á brott. 60
samarium. 61 fornafn. 62 á fæti.
Fálkinn fæst eflirleiðis keypt-
ur á Hotel Borg (tóbakssölunni)-
en ekki ávarpaði hann Hugh einu orði. Samt
sem áður liafði Hugh það á tilfinningunni,
að vandlega væri eftir sjer tekið. Síðan var
haldið af stað, og Hugh tók upp skeyti For-
seta og fór að lesa úr því. Það var all-langt
og hljóðaði þannig:
„Segið Radicati, að sölcum veikinda vis-
indamannsins, sem í hlut á, hafi orðið leið-
inlegur dráttur á málinu, en algjörlega óum-
flýjanlegur. Innan viku er alt tilbúið til af-
hendingar. Fara verður sjerlega varlega,
þar eð njósnarar eru á hverju strái, sem
hafa fregnir af síðustu ferð yðar til Latiniu,
og mjer er ómögulegt að komast til vísinda-
mannsins nema eftir krókaleiðum. Þótt jeg
sje, í aðalatriðum fús til að halda áfram á
þeim grundvelli, sem um hefir verið rætt,
verða þó að koma eftirtaldar breytingar: I
viðbót við eina miljón sterlingspunda, sem
greiðist þegar eitt þúsund áhöld eru fullgerð
og prófuð í Latiniu, áskil jeg mjer árlegt
gjald æfilangt og 100000 pund nú, handa
vísindamanninum áður en lengra er haldið.
Þetta er óhjákvæmilegt. Jeg er í klóm vís-
indamannsins, sem segir að þetta sje æfi-
starf sitt, og hann hefir verið hlektur áður.
Loforð mín nægja honum ekki, heldur
heimtar hann upphæðina út í hönd. Þjer
verðið ])ví að fá ríkisskuldabrjef í Latiniu
upp á 100000 pund, sem greiðisL í London
eftir þrjá daga. Jeg mun gefa yður frekari
skipanir, er þjer símið til mín. Forseti yðar.“
Hugh varð órótt í skapi við þetta skeyti.
Hundrað þúsund pund höfðu þegar flutst úr
fjárhirslu Latiniu til Forseta og nú var farið
fram á sömu upphæð aftur, einmitt á þeim
tima er stjórnarvöld Latiniu voru sem óró-
legust vegna brigðmælgi Forseta livað það
snerti að enda loforð sín, sem svo Ilugh
sjálfur hafði ábyrgst, að væru áreiðanleg.
Hann kveið fyrir að hitta Radicati greifa.
Þegar annar áfanginn var á enda var Hugh
enn að hugsa um þetta leiðinlega mál. Er
þeir ætluðu að fara að hefja sig á loft aftur,
vakti flugmaðurinn athygli Huglis á lítilli
vjel, sem var þá rjett að lenda.
— Þetta er vjelin, sem lcom til Parísar
þegar við vorum að fara þaðan, sagði hann.
Hugh leit við og sá þá sama útlendinginn,
sem hafði veitt honum svo mikla athygli á
síðustu stöð. IJann fann þegar á sjer að ver-
ið var að elta liann. Flugmaðurinn var sá
sami, sem hafði flutt hann til Mosul forðum
og virtist vera svo að segja eingöngu í þjón-
ustu Forseta, svo Hugh ásetti sjer að gera
hann að trúnaðarmanni sínum að nokkru
leyti.
Sjáið þjer til, sagði hann, — jeg hefi
ástæðu til að lialda, að verið sje að veita
mjer eftirför á þessari litlu vjel, og jeg er
hinsvegar að ljúka áríðandi erindi. Það gæti
orðið Forseta bagalegt, ef við værum eltir.
— Það datt mjer einmitt í lnig líka, og
þessvegua sagði jeg yður til, svaraði flug-
maðurinn. — Jeg er líka meðlimur Múr-
brotaklúbbsins. Hugh leit forvitnislega á
manninn, er hann mætli þessi orð, — þó var
ekkcrt við það að athuga, að hann skyldi
vera meðlimur klúbbsins, er hann var í
þjónustu Forseta að staðaldri. Hann hafði
tekið þátt í svo mörgum kynlegum ævin-
týrum, að ])etta var í rauninni ekki nema
sjálfsagt. Samt gat það verið betra að vera
viss um þagmælsku hans.
- Ilvað haldið þjer að við getum gert til
að losna við hann? spurði Hugh.
— Ekki skal mjer verða skotaskuld úr
því, svaraði hinn, og í sama bili voru þeir
komnir á loft aftur og af stað. Sömu stefn-
unni var haldið um stundarsakir, en þá virt-
ist Hugli sem þeir sneru aftur og flýgju yfir
land í staðinn fyrir Miðjarðarhafið. Nóttin
kom og Hugh fór að móka, enda var hann
orðinn afar þreyttur. IJann liafði ekki sofið
nema þrjá klukkutíma nóttina áður, og um
daginn hafði hann orðið fyrir vonbrigðum
og kvíða. Hann vaknaði aftur við það, að
vjelin lækkaði í lofti, og er liann lcit út, sá
hann ljósin á flugstöðinni. Þeir voru komn-
ir til höfuðborgar Latiniu, Hugh steig út og
gekk inn í tollskúrinn, en þar voru tveir toll-
þjónar, er spurðu eftir vegabrjefi lians. Er
þeir höfðu lesið það, tók annar til húfunnar
og mælti: — Það hefir verið vonast eftir yð-
ur í nokkra klukkutíma, og vagn bíður yðar.
Maðurinn talaði ensku svo að segja galla-
laust þótt þarlendur væri. Hann fylgdi síð-
an Hugli að stórum vagni þar sem tveir
menn biðu hans. Annar var í einlcennisbún-
ingi majórs, en hinn var í venjulegum l'öl-
um. Tollþjónninn sagði við þá nokkur orð,
og annar þeirra tók ofan kurteislega. —
Þjer eruð signor Valentroyd? spurði hann.
— Já, svaraði Hugh.
— Leyfið mjer, signore, að kynna yður
Coderna majór, og mitt nafn er Victor
Rieciocci, og jer er ritari í utanríkisráðu-
neytinu. Við bjóðum yður velkominn, sig-
nore, og liöfum skipanir um að fara með
yður þegar í stað til Palazzo Radicati.
Hugh þakkaði þeim og steig upp í vagn-
inn, sem ók burt með miklum hraða, og án
þess að nokkur tollskoðun færi fram áður.
A leiðinni var herforinginn þögull mjög, en
ráðuneytisritarinn ljet dæluna ganga, og
kom þá í ljós, að hann þelcti vel til Eng-
lands og málefna þess, og sjerstaklega var
liann vel lieima livað allar íþróttir snerti
þær er þar eru mest iðkaðar. Það koin i
Ijós, að þessi alúðlegi ungi maður hafði um
eitt skeið verið ritari við sendisveit Latiniu
í London, og liafði þá fengið sjerlega mik-
inn áliuga á Rugby-knattspyrnu, og liafði
síðan unnið að því af mildu kappi að ryðja
lienni braut í ættlandi sínu, — en að því er
virtisl — með litlum árangri.
Rrátt var komið að liinum skraullegn
liliðum hallarinnar. Þar staðnæmdist vagn-
inn og herforinginn steig út. Hugli fór á eft-
ir og þeir gengu síðan þrír saman upp tröpp'
urnar. Afarstór vængjahurð opnaðist og þeir
komu inn í geysistóran forsal, sem var
skreyttur á Latiniu vísu. Gamlar brynjur
og hertýgi hengu alt um kring í forsalnuin,
og þar eð rafmagnsljósin gáfu ekki mikla