Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1930, Síða 5

Fálkinn - 14.06.1930, Síða 5
5 Snnnudagshagleidino. ----x---- Tekstinn Lúk. 7. 11—17. Dauðinn gerir ekki boð á und- an sjer, hann getur ráðist jafnt á þanri unga og gamla, á hinn hrausta og veika. Þar, sem liann ber að dyrum getur enginn neit- að að vera lieima. Og fjöldanum er dauðinn ókær gestur, menn telja liann óvin — geigvænlegan óvin, sem þeir hræðast. Sá maður, sem ekki á trúna á annað lif, hlýtur að telja dauð- ann óvin sinn. Frá haps sjónar- iniði er hann útgöngudyr út í myrkur og algerða tortímingu mannsins. En hinum, sem trúa, er dauðinn ekki eins ægilegur. Þeim er dauðinn aðein's útgöngu- dyr af einu tilverustiginu á ann- að: inngangur til nýs betra lífs, i samfjelagi við Guð og hans út- völdu. Með dauðanum liefst sælulif hiris trúaða manns, eða hið eiginlega líf, eftir líf ófull- komlegleikans hjer á jörðu. Vjer inegum ekkilátablekkjast af þvi, að sumir menn lifa á- riægjulegu lífi að þvi er virðist, án þess að hugsa nokurntíma um dauðann og dóminn. Því þeim fer líkt eins og skipstjóranum, sem i viðtali við aðra talaði um dauða og dóm eins og vantrúarmaður, en i einrúmi sat liann með bibl- íuna og las og braut lieilann um ráðgátur tilverunnar og bað Guð um að hjálpa trúleysi sínu. Mörg- um er likt farið; á yfirborðinu hafna þeir trúnni á Guð en í sál- arfylgsnum þeirra berst hin á- skapaða trúhneigð við að slíta af sjer hinn falska búning. Og mörg eru dæmin til þess, að ein- mitt þegar dauðinn liefir nálg- ast, þá fyrst nær hin innri hugs- un, sem legið hefir í leyni, fram á yfirborðið og skynsemistrúin verður að þoka fyrir dýpstu og instu hugrenningum. Við eigum huggun gegn dauð- anum hjer í lífi. Dauði, hvar er broddur þinn, dauði, livar er sig- ur þinn, segir Páll postuli. Og þessi orð eru ekki komin fram sem óhugsuð orð, og ekki af van- þekkingu. Hann vissi að broddur dauðans var syndin. Og liann vissi, að Kristur hafði með fórn- ardauða sínum numið á burt brodd syndarinnar og opnað lærisveinum sinum leiðina til ei- hfa lífsins. Eins og Jesús vakti son ekkj- unnar i Nain upp frá dauðurn, svo liefir liann gefið oss fyrir- lieitið um, að vjer munum aftur vakna frá líkamans dauða til nýs og betra lífs. Orðin hans: hver, sem á inig trúir mun lifa þótt hann deyi, eru oss fvrirheit um það. HLKINN Fæðingarstaður Napóleons. Margir vita lítið annað um eyjuna Korsíku en að þar fædd- ist Napóleon mikli. Hún Jiefir setið á hakanum fvrir stærri svstrum sínum, Sikiley og Sar- diníu og verið meira úrleiðis en þær, svo að liún á ekki eins mik- illi frægð að fagna. En eigi að síður er margt merkilegt um þessa ey. Hú er alls ekki eins lítil og margur kynni að lialda, nfl. Ung stúlka ú Korsíka. um ellefu sinnum minni en ís- land, en þjettbýli er þar nálægt 34 sinnum meira, og eyjaskeggj- ar því um 300.000 alls. Og þó er þess að goeta, að eyjan er liálend og því ekki eins fólksmörg og ella gæti. Hæstu fjöllin eru Monto Cinto, 2710 metrar og Monte Rotonde, 2625 metrar á hæð. Korsika á sjer einkennilega sögu, sem liægt er að rekja nokk- urnveginn greinilega síðustu 1400 árin, Þessar aldir liafa verið tími hyltinga og óróa, því Korsíkubú- a eru blóðlieitir merin. í forn- öld deildu Rómverjar og Karþa- góborgarmenn um eyna og Sara- senar fóru þangað þrásinnis með lier manns og rændu fólkið og drápu, ef andstaða var sýnd, en á najstu öldum varð Korsíka þrætuepli itölsku lýðveldanna og rjeðu þau Jiar lögum og lofum til skiftis. KorsíkUmenn urðu oftast að lúta lægra Jialdi og höfðu því tekið til liragðs að leita á náðir páfans og fela sig forsjá lians, en liann afhenti þá lýðveldinu Pisa, til „eignar og umráða“ eða að minsta kosti þess siðarnefnda. En þessu kunnu Genúabúar illa, veldi þeirra var mildð á miðöld- um og náðu þeir eynni undir sig, um árið 1300 og hafði þá Pisa liaft þar töglin og liagldirnar í 300 ár. En þó Genúabúar væri voldug- ir, geldc þeim illa að friða Kor- síku. Nú rak livert uppþotið ann- að, og mátti svo heita, að sjaldan væri flóafriður næstu aldir. For- Strœti i elsta bæjarhlutamim í Bastia, sem er éinn af verslimar- biejnm Korsika. ingjar cyjaskeggja gripu jafnan lil vopna eftir liverja óför og ár- ið 1735 gerðu þeir einn aðalfor- ingja sinn í baráttunni gegn Genúa að konungi sínum, og gáfu honúm heitið Theodor I., en rjettú nafni hjet hann Tlieodor Neulioff. Þá var það að Genúa- búar flýðu á náðir Frakka og báðust lijálpar til þess að ná Kor- síku aftur; sendu Frakkar þá lier manns til Korsíku en Tlieo- dor konungur varð að flýja land, árið 1738. Tlieodor þessi var alls ekki Korsíkubúi lieldur land- liornamaður og æfintýra, — þýskur barón, sem einn góðan veðurdag hafði komið til Korsíku með skip, hlaðið vopnum lianda uppreisnarmönnum. En undir eins og franski herinn hafði sigr- að uppreisnarmenn og var far- inn á burt aítur, liófst uppreisnin að nýju undir forustu innlends manns, sem var dugandi hermað- ur og lijet Pasquale Paoli. Loks gerðu Frakka og Genúamenn Hi'ts i Ajácco, með minningarspjaldi sem segir frá, að mánudaginn 8. apríl 1792 hafi kona ein í Ajoccio bjargað lifi liðsforingjans Napoleons Bonaparte, i blóðugum róstum milli uppreisnarmanna og franskra liðs- sveita.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.