Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1930, Side 12

Fálkinn - 14.06.1930, Side 12
12 PÁLKINN Skrítlur. — Ilvað œtlar þá að verða þegar þú ert orðinn stór. — Jeg ætla að vera fallbussumað- ur og skjóta alla Ijóta og leiðinlega fótgönguliðsmenn. ÉÉH — Bróðir minn er svoddan hermikráka. Gefðu honum 25 aura, þá hermir hann eftir hænu. — Hjerna eru 25 aurar. Ætlar hann þá að gagga eins og hœna. — Meira en það. Hann œtlar að jeta ánamaðk. — Hefir þú vit á hljóðfæraslætti? — Já, svolítið. — Geturðu þá sagt mjer, hvað jeg jeg er að spila núna? — Já. Þú ert að spila á píanó. Dómarinn: Hvernig fóruð þjer að aka á grindina. Sáuð þjer ekki, að hún var lokuð. Bílstjórinn: Jeg pipti hvað eftir annað. Dómarinn: En af hverju staðnæmdust þjer ekki. Bílstj.: Maður getur ekki hugsað um alt l einu. .■■ ----- . ................................................................................ ] ' II . — Það vil jeg segja gður, að sá sem fær dóttur mína, fœr fjársjóð. — Ila, hvað er hann stór? — Saknið þjer ekki skelfing mannsins yðar, þegar hann er að ferðast? — Jæja .. Þegar hann er heima situr hann á skrifstofunni allan dag- inn og á kvöldin er hann í klúbbn- um. Núna set jeg bara Fálkann á rönd við diskinn hans á meðan við erum að borða, og þá er alveg eins og hann sje heima. Dómarinn: Þjer hafið sagt um kæranda í viðurvist margra vitna, að hann væri erkibjálfi! Ákærði: Já, en það gerði honum ekkert til, því þetta voru alt saman gamlir kunningjar hans, sem vissu það svo vel áður. ----x----- Gesturinn: Drengurinn yðar held- ur víst að jeg sje húslæknir hjerna. Frúin: Hversvegna haldið þjer það. Gesturinn: Vegna þess að hann hefir hvað eflir annað litið á mig og svo rekið út úr sjer tunguna. -----------------X-—

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.