Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1930, Side 7

Fálkinn - 23.08.1930, Side 7
F A L K I N N 7 Hvernig sagan fór. Josef Smith njeri saman lófunum brosti ánægður. Alt hafði leikið \ lyndi og hepnin hans var alveg óskiljanleg. . Hann virti notalegu stofuna fyrir sJer. Hún var alveg eins og hann hafði óskað sjer hennar. Arinn í norninu, dúnmjúkur leguhekkur með- *ram veggnum hinumegin, þykt teppi a gólfinu og skrifborð undir glugg- anum. Og þvílíkt útsýnil Út um stóra gluggann sá langt á haf út og Ib'æna hólma og eyjar. Það var sál- gófgandi að liorfa út um þennan ^ugga þegar veðrið var eins og í ?ag- Jósef Smith var upþlagður til a° vinna núna — skrifa. Jósef Smith leit á sig í speglinum. Hann var beinlínis grannvaxinn i nýju bláu fötunum. Hárið var orðið hUnt i kollinum, að visu var það — en það voru svo margir hugsandi 'nenn, sem ekki áttu eitt af hinum þneniur frægu hárum hans Bis- •^arcks á kollinum. Það gerði minst *>!• Hann hafði sofið ágætlega í nýja ‘'uminu sínu —- alt var sVo frábærl njerna i húsinu. En það hafði líka kostað skildinginn. Minstu ekki á Pað Jósef, hugsaði hann, — þessi tuttugu þúsund koma aftur. Hann leit kankvíslega í spegilinn aftur. Kinnarnar á honum voru svo nnöttóttar og fallegar í dag, rakstur- JUn hafði gengið svo vel þó að hann nefði ekki heitt vatn að raka sig úr. Það var varla hrukku að sjá í and- ntinu á honum þó hann væri kom- 'nn yfir fertugt. Hann leit á klukkuna, Hm, átta. ntú væri ekki amalegt að fá sjer bita :,ð borða. Hann hafði keypt sjer mat Jil margra daga þegar hann kom 1 gær, og honum skyldi ekki verða vandræði úr að matreiða. Hann fór fnam í éldhúsið. Ekki gaf það stof- Unni eftir. Ja, mikill fyrirmyndar- Uiaður hlaut hann að vera þessi fyrri eigandi hússins, þó ekki virt- ,st hann mikill fyrir mann að sjá. okritið að hann skyldi t, d. ekki tnuna hvar hann geymdi eldspíturn- un, Og svo var um fleira, t. d. síma- skrána. Hann hlaut að vera minnis- *aus, karlsauðurinn, Og Smith hafði ekki tekist að finna símaskrána enn °g hafði hann þó leitað dyrum og úyngjum. Meðan Smith var að hugleiða þetta uafði hitnað á katlinum. Svo sauð Uann sjer egg, skar brauð og srnurði ög settist síðan við gluggann og fór að snæða. Hann kveikti sjer i sigarettu um jeið og hann rendi niður siðasta ui'auðbitanum. Svo helti hann í boll- :,Un aftur og tók hann með sjer nið- l,r í stofuna. Þar settist hann i ‘Uýksta hægindastólinn, saup á boll- Unum, reykti sígarettuna og naut 'Hsins. Það var ekki lítils virði að hat'a Pessa skáldgáfu sem hann hafði. ,Jað var eitthvað annað að vera skáld en að sitja á skrifstofu og skrifa tölustafi í bækur. Honum Uafði aldrei dottið i hug að hann væri svona mikið skáld fyr — ja, uann hafði nú ekki ennþá komist j fyrsta flokk sögusamkepninnar, en uann var þó alla jat'na elcki langt jfú því. Hann hafði fengið æfingu. ^nt blöðum og tímaritum sögur og s,,mar þeirra verið teknar, þó flest- nr kæmi aldrei á prent. Ritlaunin v?i'u að vísu ekki stór, en blöðin 'Öfðu víst ekki efni á að hafa þau 'aa'ri, og þóttist Smith þó viss um í*u enginn fengi hærri borgun en jjann. En nú þegar hann fengi verð- :JUn í sögusamkepninni mundi ann- a? að verða uppi á teningnuin. En e}ginlega þyrfti hann ekki á neinum jHaunum að halda. Að minsta kosti ekki i bráð. Ja, var hann ekki óskabarn lukk- unnar? Um sama leyti, sem hann uppgötvaði að hann var rithöfund- ur, hafði hann unnið — ekki 30 eða 50 krónur heldur þrjátíu þúsund krónur í happdrætlinu. Og Smith var ekki svo auralaus að hann þyrfti á peningum að halda þegar í stað og yrði því að borga afföll af vinn- ingnum. Ónei, hann gat beðið mán- aðamótanna. Svo fjekk hann pen- ingana og þá var næst að skrifa bók heila bók. Þvi að þó hann yrði fræg- ur smásöguhöfundur þá var hitt þó betra að skrifa almennilega skáld- sögu. Bæði nafnsins vegna og rit- launanna. Og hann hafði fengið ósk sina uppfylta. Einu sinni fyrir mörgum árum hafði hann fengið brjef frá ríkum vini sínum, sem átti heima i skemtibústað fyrir innan bæinn. Hann hafði skrifað um hve vel sjer liði og hve gott hlyti að vera fyrir rithöfund að búa á slikum stað. Upp frá þeim degi hafði hann látið sig dreyma um að eignast hús sjálfur. Alveg eins og húsið sem hann átti nú. Og það hafði orðið eins og í æfintýri. Nú sat hann þarna undir eigin þaki. Og merkilegt var hvernig þetta atvikaðist. í sömu svifum og hann hafði unnið í happdrættinu barst honum tilboð frá nýstofnuðu húsa- braskarafjelagi um svona húseign. Það var alveg eins og þeir hefðu lesið liugsanir hans. Jæja, það gat verið að hann hefði látið orð falla um þetta við einhvern. Fasteignasalarnir voru alveg nýir af nálinni. Þeir höfðu meira að segja orðið að leigja sjer húsnæði á skrifstofu hjá öðrum og lána sím- ann þar. En fljótir voru þeir í snún- ingum, alveg eins og þeir væru ný- komnir frá Ameriku, og komu hon- um undir eins í samband við Her- inan Gran verkfræðing, þann sem húsið hafði átt. Hann ætlaði i langferð sögðu þeir, og vildi selja. Fasteignasalarnir höfðu sagt að þessi verkfræðingur væri eins konar ein- búi og sjervitringur og Jósef Smith sýndist útlit hans staðfesta þetta. En það var svo sem ekkert út á fram- komu hans að setja. Hann hafði und- ir eins komið og sýnt Smith húsið, sem var afbragðs vel haldið i alla staði, vandað að öllum frágangi og þar skorti ekkert, hvorki til eins nje annars. Svo var kaupsamningurinn skrifaður í snatri og kaupverðið borgað. 1 peni.ngum út í hönd. Smith átti peninga i bankanum. Það lá ekkert á að þinglýsa sölunni, það gæti Smith látið fasteignasalana gera við tækifæri. Þegar Smith spurði verkfræðinginn hvert hann ætlaði að fara, svaraði hann að hann ætlaði til Englands, út af einkaleyfi á uppgötvun sem hann hefði gert. Nú var sigarettan á enda t~ nú var best að fara að starfa. Og Smith stóð upp og leit út yfir fjörðinn. Langt úti sást reykur frá eimskipi og á öðrum stað sá hann seglskip. Annars var ekkert að sjá. Þá barst honum til eyrna kliður, eins og af verksmiðju í fjarlægð. En hjer var engin verksmiðja. Nú vissi hann hvað það var. Áætlunarflugvjelin til útlanda. Niðurinn varð sterkari og nú fór vjelin yfir húsið hans í lítilli hæð. Hann sá farþegana i gluggun- um. Voru þeir að veifa til hans. Bara að hann hefði verið með. Smith fann hjá sjer útþrána. — „út vil jeg, út svo langt svo langt“. Var það ekki fallega sagt hjá Ibsen. Nei, Björnson var það. Hann kunni stórskáldin, hann Jósef Smith. En nú varð hann að taka til starfa. Ekkert ónæði hjer. Hann settist við skrifborðið, tók papppírsörk, greip pennan og glápti fram fyrir sig upp i loftið og siðan á örkina. En hugurinn vildi ekki fara á flug. Það var þessi flugviel, sem hafði truflað hann. Reynandi að fá sjer nýja síg- arettu, það kom oft að gagni. En áður en Smith hafði náð i sigarettu var barið að dyrum. Hver gat það verið. Sjáum nú til. Smith kinkaði kolli uin leið og liann lauk upp hurðinni. Þarna var þá komin fyrverandi eigandi húss- ins, Gran verkfræðingur. Smith sá þegar að hann hafði breyst talsverl, var miklu betur klæddur og sæl- legri í andliti. Honum sýndist meira að segja að hann hefði stækkað. — Góðan daginn herra Gran, sagði Smith, — hvert var erindið? — Mig langaði til að tala ögn við yður, svaraði hinn alvarlega. Skrítið að hann skyldi ekki spyrja hvernig hann kynni við sig og þess- háttar, eins og menn eru vanir að gera undir likum kringumstæðum. Smith bauð honum inn í stofuna, settist sjálfur við skrifborðið og bauð hinum sæti þar lijá. Gran horfði, fast á Smith, en sagði ekki neitt. Þá brosti Smith. — Langar yður ekki til að heyra hvernig jeg kann við mig hjerna, spurði Smith glaðlega. — Jú, eiginlega langar mig tals- vert til að vRa það, svargði hinn. Og nú opnaðist munnurinn á Smith fyrir alvöru. Gamla eigand- anum hlaut að vera ánægja að því að heyra, hve vel þeim nýja fjelli við húsið. Og hann kleip ekkert af, þegar hann var að segja frá ánægju sinni yfir húsinu. Hinn sat og þagði á meðan en þegar Smith loks- ins þagnaði brosti verkfræðingur- inn og segir: — Svo ætla jeg að leggja fyrir yður eina eða tvær spurningar. — Gerið þjer svo vel, svaraði Smith. — Fyrri spurningin er þessi: Hvernig hafið þjer eiginlega komist inn í þetta hús? Smith gapti. — Ivomist hingað inn? Var maðurinn vitlaus? Kom- ist hingað inn? Hvað átti hann við? —Jeg skil ekki hvað þjer eigið við, stamaði hann. — Það er nú ekki neitt torskilið, svaraði hinn. — Jeg spyr einungis um það, hvernig því víkur við, að þjer sitjið hjer i þessari stofu. Smith tók að ókyrrast. Það hlaut að vera eitthvað athugavert við kollinn á manninum. Fasteignasal- inn hafði lýst honum sem sjervitr- ing, einsetumanni. Það var kann- ske betra að fara varlega. En þetta var þó hans eigið hús. —Jeg hlýt þó að hafa leyfi til að sitja i minni eigin stofu, sagði hann hálf vandræðalega. — Ha, ha, svara&i hinn hlæjandi. Vitfirringslegur hlátur, fanst Smith. — Stofunni yðar. Þar skjátlast yður nú dálítið. Hvað lengi eru þjer bún- ir að eiga húsið? — En herra minn trúr, Gran. Jeg keypti þetta hús af yður í fyrra- dag. Hafið þjer mist minnið? Þá varð hinn alvarlegur. — í fyrradag? Hvar, má' jeg spyrja? Smith þóttist nú viss um, að mað- urinn væri ekki með öllum injalla. — Já, í fyrradag. Inni i bænum hjá fasteignasalanum hjerna, sem þjer þekkið. — Hvað borguðuðþjer fyrir húsið? — Eruð þjer nú líka búinn að gleyma þvi. Tuttugu þúsund krón- ur út i hönd. — Hvað heitið þjer eiginlega? — Nei, þetta tekur út yfir allan þjófabálk, mælti Smith óþolinmóð- ur. Það var nú komið. nóg af svo góðu. — Reynið þjer að hafa yður á dyr. Að öðrum kosti hringi jeg til lögreglunnar. — Jeg held, að mjer stæði nú öllu nær að gera það, svaraði hinn ró- lega. Lánið mjer símaskrána. Smith varð aftur litið á manninn. Síðast þegar hann var staddur hjer hafði hann ekki getað fundið hana og nú vildi hann fá hana lánaða! — Nei það er satt, hún er læst niður í neðstu skúffunni, sagði hinn, beygði sig áfram, tók upp lykil og opnaði skúffuna. Þaðan dró hann brátt 'simaskrána upp og tók að blaða í henni. Smith skildi þetta ekki. Og hann ljet það í ljós. — En jeg þykist sjá, hvernig í öllu liggur, mælti hinn rólega. — Nú skulum við þegar í stað snúa okkur að því. Lögreglustjórinn er sennilcga ekki kominn á skrifstofuna ennþá, við verðum að drífa hann á fætur. Nr. 08. Því næst hringdi hann og fjekk samband. — Nú lögreglustjór- inn er að raka sig. Segið honum að l'lýta sjer og' hringja upp Gran verk- fræðing, Solstreif nr. 90, undir eins og hann er búinn. Það liggur ínikið á. Að því búnu snjeri Gran verk- fræðingur 'sjer að Smith. — Þjer haldið því fram, að þjer hafið keypt þetta hús af mjer í fyrradag inni í bænum? — Já. — 1 fyrradag var jeg i Miinchcn. Smith ldó. — Það er ekki hlæjandi að jiessu, svaraði hinn þurlega. Ef þjer takið ekki þessu máli með alvöru getur gamanið kostað yður tuttugu þús- und krónur. Svarið aðeins greiðlega og blátt áfram spurningum mínum! Þjer haldið því fram, að þjer hafið keypt húsið af mjer. Eruð þjer viss um, að það hafi verið jeg. — Þjer voruð að minsta kosti í öðrum fötum ekki jafn snyrtilegum og nú. Smith tók nú að gerast óviss. — Mjer virðist líka, að þjer væruð ekki heldur svona stór og breiður yfir brjóstið. — Nú, þarna kemur það. Nú skil jeg hvernig í öllu liggur. Við eigum nefnilega einn svartan s.auð í fjöl- skyldunni, frænda minn, sem er mjög líkur mjer í útliti. Þegar jeg fór skyldi jeg lyklana eftir hjá frænku ininni, sem býr ein út af fyrir sig. Hún gat ekki haft son sinn hjá sjer vegna órcglu hans. Sennilega hefir hann stolið lyklunum, látist vera eigandi hússins og gabbað yður. Þegar jeg kom til bæjarins í gær loftleiðis, var frænka mín ekki heima. Jeg hjelt þvi, að hún hefði hrugðið sjer hingað og bjóst við að hitta hapa hjer. Og svo finn jeg yð- ur í staðinn. Smith stundi og hnje aftur á bak i stólnum. — Svikinn, svikinn, ekki aðeins um 20 þúsund krónur, held- ur um alla framtiðardraúmana. í sama bili liringdi siminn. Það var lögreglustjórinn. Gran verkfræð- ingur var greiður i svörum. Með fám orðum skýrði hann, hvernig i öllu lá. Hann lagði sjerstaka áherslu á að skeyti yrðu send til allra landa- mærastöðva og viðkomustaða flug- vjelanna suður.á bóginn. Hann gaf mjög glögga lýsingu á sökudólgnum. Meðan á öllu þessu stóð sat Smith hreifingarlaus og alveg utan við sig. Loks var Gran verkfræðingur bú- inn. Hann leit á Smith, sem sat ná- fölur og niðurbeygður. Hann kink- aði koili framan i Smith. — Jæja, svona fór það fyrir okkur. Þetta er skáldlegt, finst yður það ekki, skáldlegt eins og — eins og efni í smásögu. En þá leið yfir Jósep Smitli. Á eldspýtnastokkum sænska eld- spýtnafjelagsins er limdur miði, sem á stendur: „Getir þú komið þvi til leiðar að sonur þinn stofni aldreh skuld, hefir þú gert honum stærsta greiðann‘“. Það er eldspýtnakóngur- inn Kreuger, stærsti lánveitandi heimsins, sem hefir látið prenta mið- ana!

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.