Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1930, Síða 13

Fálkinn - 23.08.1930, Síða 13
FÁLKINN 13 Vegna reynds styrk- leika, ljetts aksturs, gc'ðrar endingar og ósvikinnar enskrar vöruvöndunar skul- uð þ.jer nota ALL-STEEL BICYCLE RALEIGH THE ALL STEEL BICYCLE Verðlistar og nánari upplýsingar fást hjá HF.ILDVERSLUN ÁSGEIRS SIGURÐSSONAR. Golumbia- ferðafónar standa framar öllum öðrum fón- um að gæSum. Kosta þó minna en aSrar sambærilegar tegundir. — Úrval af COLUMBIA ferSa-, borS- og skápfónum fyrirliggj- andi. — Hagkvæm greiSsla. Fálkinn. Sími 670. ASKA. Skáldsaga eftir Grazia Deledda. En þegar hann var einþykkur og sat viS sinn keip, sagSi hún: — Jæja farSu þá á morgun. Nú skaltu i>ætta aS vinna og hugsa um orS Salomons: »Sjertu reiSur aS kveldi, still þig til nsesta dags .... “ Mennirnir þrír gengu aftur aS vinnu sinni, en meSan olíupressarinn ók hjólinu gegn um ólíumaukiS, krepti liann hnefana og bölvaSi, iiinir piltarnir hlóu aS honum og kona hans sag&' stillilega: — Þey, þey, láttu ekki svona, þú mátt sjálf- um þjer um kenna. Þa'S væri liklega heldur hiitt aS veröa reiS, santa Caterina raia! Mundu það, Anania að guð gerir ekki upp á hverjum laugardegi (Guð launar seint en ör- Ugglega). — Hættu að gráta, drengur minn, sagði uún við htla drenginn, sem var aftur farinn að hrynna músum, á morgun skulum við koma þessu öllu í lag. Jaha, svona fljúga fuglsungarnir úr lireiðrinu strax og þeir fá vængi. — En vissir þú að þessi ungi var til? sagði annar piltanna hlæjandi. — Hvert fór móðir þín? Hvernig lítur hún Út, segðu mjer? sagði drengurinn og stað- Uæmdist fyrir framan Anania. — Bustianeddu, öskraði olíupressarinn, ef bú ekki ferð leiðar þinnar, skal jeg sparka bjer út .... — Reyndu bara! svaraði drengurinn djarf- lega. — Segðu heldur sjálfur frá því hvernig Oh lítur út, hrópaði annar piltanna. Hinn hló svo mikið, að hann varð að sleppa stöng- hini og halda fyrir brjóst sjer. Á meðan spurði zia Tatana litla drenginn spjörunum úr og skoðaSi tötra hans. Hann s'araði öllu stamandi og hálfgi-átandi, á •uilli ekkanna. — Vesalings barnið vesalings barnið! ^ængjalaus fuglsungi, sem dottinin er úr hreiðrinu og getur ekki flogið! sagði konan í ‘Ueðaumkvunarróm. Gráttu ekki hjartað mitt btla; ))ú ert svangur, ekki satt? Nú skulum yið strax fai'a lieim til mín, svo skal zia i*Uana gefa þjer eitthvaö að eta, og svo skal hún leggja þig til svefns undir verndarvæng e»glanna, og á morgun verður alt gott. Að svo mæltu leiddi hún hann inn i stofu bak við olíupressuna, gaf honum hveitibrauð, ost, egg og peru að borða. Aldrei hafði Anania fyr fengið svo góðan mat, og peran ásamt liinum blíðu orðum og móðurlega atlæti zia Tatana hugguðu Iiann að lokum. — Á morgun! sagði konan. — Á morgun, át drengurinn upp eftir henni. Á meðan hann var að borða spurði zia Tatana hann um alla heima og geima á með- an hún tilreiddi kveldmatinn handa bónda sínum, hún gaf honum góð ráð, sem hún sannaði með því að þau væri frá Salomon konungi og sankta Caterina. Alt í einu leit hún upp og varð vör við hið kringlótta andlit Bustineddu á glugg- anum. — Farðu heim, sagði hún, farðu heim ræfillinn þinn. Það er orðið kalt. Lofaðu mjer að koma inn, bað hann. Það cr verulega kalt. — Þá geturðu farið til olíupressarans. — Nei, pabbi hefir rekið mig þaðan. Ó, svo er komið svo margt fólk þangað! — Jæja, komdu þá inn, móðurlausi vesa- ingurinn þinn! Hvað sagði zio Anania? Hjelt hann áfram að nöldra. — Lofum honum að nöldra, sagði Busti- aneddu, settist á bak við Anania og tók upp kjarnahúsið af perunni og fór að naga það, enda þótt litli gesturinn hefði rækilega verið búinn að naga alt af þvi áður og verið búinn að kasta því frá sjer. — Það kom alt saman, hjelt hann áfram og var í tali og tilburðum eins og fullorðinn maður, meistari Pane, faðir minn, zio Pera, og Fi'anziu Cai’chide, zia Corredda, í stuttu máli alhr .... — Hvað sögðu þau? spurði konan forvitin. — Þeim fanst öllum að þið ættuð að taka drenginn til fósturs. Zia Pera hló og sagði: Anania, hvern ætlarðu svo sem að arfleiða að þvi sem þú átt ef þú ekki tekur drenginn til þin? Zio Anania stökk á eftir honum með skófluna á lofti, og þau hlóu öll eins og þau væru vitlaus. Konan gat víst ekki stjórnað forvitni sinni, því hún skipaði Bustineddu strax að vera kyrrum hjá Anania en sjálf fór hún aftur inn til olíupressarans. Þegar Bustineddu var orðin einn eftirhjá litla einstæðingnum, fór liann að segja hon- um ýmislegt í trúnaði. — Faðir minn á hundrað lirur i borðskúff- unni, og jeg veit livar lykillinn er geymdur. Við eigum heima lijerna í nágrenninu, og við þurfum að borga þrettán lira í skatt fyrir jörðina; en hjerna um daginn kom lögi-eglan og veðsetti kornið. Hvað er það sem snarkar svona i þai'na í pottinum? Heldurðu ekki að það sje að brenna við? Hann lyfti lokinu upp og leit niður í pottinn. Húrra! Það eru kart- öflur. Jeg hjelt það væri eitthvað annað. Nú bragða jeg á þeim. Hann tók upp kartöflu milli fingranna, velti henni til og bljes á liana, át hana og tók síðan aðra .... — Hvað ertu að gera? sag'íS Anania dálítið efablandinn, ef hún skyldi nú koma! .... — Við getum búið til makaróni við pabbi, hjelt hinn ókúganlegi Bustineddu áfram. Getur þú það? Sósuna líka? — Það kann jeg ekki, mælti Anania dap- ur í bragði. Hann hugsaði ekki um annað en móður sína og var altekin af hrygð og undrun. Hvert hafði hún farið? Hversvegna hafði hún ekki komið inn í pressuhúsið? Hversvegna hafði hún yfirgefið liann og gleymt honum? Nú þegar liann var orðinn saddur og heitur langaði hann aftur til að gráta og strjúka leiðar sinnar. Strjúka! Leita mömmu sinnar! Hann var gagntekin af þessari hugsun og gat ekki skeytt um annað. Stuttu seinna kom zia Tatana inn aftur, i fylgd með henni var töturlega klæddur kven- maður, sem slagaði eins og hún væri dauða- drukkin. Hún liafði stórt rautt nef og ó- hemjustóran blárauðan munn og slapti neðri vörin. — Er þetta .. þetta .. fuglsunginn? stam- aði þessi ófreskja og horfði með viðkvæmni á yfirgefna barnið. Láttu mig sjá framan i þig. Guð blessi þig! Að vísu er hann enginn ljómi! Og þetta vill hann ekki? Jæja, Tatana Atonzu, tak þú hann upp, taktu hann upp eins og konfektmola. Hún færði sig nær og kysti Anania, sem shjeri andlitinu undan með hryllingi, því brennivínsdauninn lagði út um hinn stóra munn hennar. — Zia Nanna, sagði Bustineddu og ljet eins og hann væri drukkinn, i dag hefurðu fengið helst til mikið neðan í því! — Hv. . hv. . segir þú? Hvað gjörir þú lijer? Ormurinn þinn móðurlausi anginn inn þinn, farðu og háttaðu! — Þjer veitti lieldur ekki af þvi sjálfri að

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.