Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1930, Blaðsíða 14

Fálkinn - 23.08.1930, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN fara að hátta, skaut zia Tatana inn í. Farið þið nú bæði; það er orðið framorðið. Hún ýtti hinni ölvuðu konu varlega fram. A meðan var hún að biðja um að fá eitthvað að drekka áður en liún færi. Bustianeddu fylti skál með vatni og rjetti henni; hún tók þakk- lát við henni, en strax og hún kom auga á hVáð í henni var hristi hún höfuðið og fjekk honum hana aftur. Síðan slangraði hún leið- ar sinnar. Zia Tatana sendi Bustianeddu einn- ig burtu og lokaði hurðinni. Nú ertu víst orðinn þreyttur, hjartað mitt, nú skal jeg liátta þig, sagði hún við Anania, fór með hann inn í stórt herbergi innar af eldhúsinu og hjálpaði honum til að klæða sig lir. Vertu ekki hræddur, drengur- inn minn, á morgun kemur mamma þín, eða við förum að leita að henni. Kantu að signa þig? Kantu trúarjátninguna? Já, þú verður að lesa trúarjátninguna á hverju kveldi. Seinna skal jeg kenna þjer margar aðrar bænir, eina til San Pasquale, sem lætur okk- ur vita hvenær dauðastundin nálgast. Já, bara að hennar væri ekki langt að bíða. Jæja, svo þú hefir þarna rezetta (verndargrip) ? En hvað hann er fallegur? Jájá, það er ágætt, San Giövanni mun vernda þig; hann er út- burður eins og þú, en þó skírði hann Herrann vorn Jesú. Sofðu nú hjartað mitt, i nafni Föðurins, Sönarins og hins Heilaga anda. Amen. Anania lá nú i stóru rúmi með rauðum kodda; zia Tatana tróð rúmfötunum vel um hann, fór síðan leiðar sinnar og skildi haun einan eftir i myrkrinu. Hann lagði hendina á verndargripinn, Ijet aftur augun. Hann hætli að gráta en ætlaði ekki að geta sofnað. Á morgun . . á morgun. . . En hve mörg ár voru ekki liðin frá því hann vai' i Fonni? Hvað hugsaði Zuanne eiginlega þegar vinur hans ekki kom aftur? Ruglingslegar hugsanir, undarlegar mynd- ir flugu um hinn litla heila; en andlit móð- ur hans hvarf aldrei úr huga honum. Iivert hafði hún farið? Skyldi henni ekki vera kalt ? Á morgun fjekk hann aftur að sjá hana . . á morgun . . Og færu þau ekki með hann til hennar þá skyldi hann strjúka .. á morg- un .. Hann heyrði olíupressarann koma inn og skiftast orðum á við konu sína; ótuktar karl- inn hrópaði upp yfir sig: — Jeg vil ekki hafa hann hjá mjer! Jeg vil það ekki! Svo varð þögn aftur. Alt i einu opnaði einhver djTnar, og laumaðist inn á tánum, færðist að rúminu og mjakaði varlega á- breiðunni ofan af Anania. Skeggbroddar strukust við kinn drengsins en hann ljest sofa, opnaði þó svolítið annað augað og sá að sú, sem kysti hann var faðir hans. Nokkrum augnblikum seinna kom zia Tatana inn og lagðist í breiða rúmið bak við Anania, sem lengi nætur heyrði hana biðjast fyrir muldrandi og andvarpandi. III. Enginn tilkynti yfirvöldunum að Anania litli hefði verið skilinn eftir einn síns liðs í Nuoro og Oli gat komist undan án þess nokk- ur skey11i um það. Það komst aldrei upp hvert hún hefði farið; en nokki’ir þóttust hafa sjeð hana á gufuskipinu, sem fór milli Sardiniu og Civitavecchia; og nokkru seinna staðhæfði kaupmaður frá Fonni, sem verið hafði í verslunarerindum á meginlandinu, að hann hefði liitt Oli í Rómaborg, fína til fara og með ljettúðugum kvenpersónum og að hann hefði verið með henni í nokkra klukkutíma. Um alt þetta var talað i pressuhúsinu svo di’engurinn heyrði, og hlustaði hann á sam- ræðuna með hinni mestu gaumgæfni. Hann var eins og lítið villidýr, sem ekki var tam- ið nema í ytri hegðun. Hann var altaf að hugsa um að flýja til Fonni; á sama hátt eins og hann á meðan hann var i Fonni hjá móður sinni var altaf að hugsa um að flýja til þess að leita uppi föður sinn, en nú þegar þessi draumur hafði ræst var honum ekki um annað meira hugað en hvernig hann ætti aftur að finna OIi. Það myndi vera ennþá auðveldara ef liún væri langt í burtu hinu megin við liafið; þvi lengra, sem hún væri í burtu þeim mun auðveldara hjelt hann að það væri fyrir sig að finna hana. Þrátt fyrir þetta fann hann ekki til neins kærleika til hennar. Hann elskaði hana ekki, því hún hafði oftar barið hann en klappað honum, og hún hafði vfirgefið hann, og það fanst honum inst inni vera stórkostlegur órjettur gagnvart sjer. Hann elskaði ekki heldur föð- ur sinn, þennan fituga karl, sem frá því fyrsta hfði sýnt honum óvilja og komið inn hjá honum hræðslu og ógeðskend, þennan mann, sem þó kysti hann í leyni en misþyrmdi hon- um og auðmýkti hann þegar aðrir sáu til. Zia Tatana hjelt verndarhendi j'fir hon- um og lionum þótti vænt um hana, og að henni hændist hann smámsaman. Hún þvoði honum, kemdi honum og klæddi hann, kendi honum bænir og orðskviður Salómons, fór með hann i kirkju, ljet hann sofa í rúminu sínu og gaf honum góðan mat að boi’ða. Ilann varð á skömmum tíma allur annar, sultarholurnar fyltust og hann fór að líta út eins og dálítill herra eftir að liann hafði skift á fonnisku fötunum sínum og var koininn í hversdagsföt úr dökku baðm- ullarefni. Annars var hann nú bvrjaður að tala nuoretisku og taka upp eftir Bustia- neddu orðalag hans. En hjarta hans breyttist ekki, gat ekki breyst. Undarlegir draumar um flótta, um æfintýr, um merkilega fyrirburði blandaðist alt saman djúpri þrá eftir átthögunum, cftir því fólki og þeiin lilutum, sem hann liafði mist, og blandaðist þránni eftir liinu óbundna frelsi, sem liann hafði hingað til notið ásamt hálf óljósum vanmáttar og blygðunartil- finningum og leyndum þrám eftir móðurinni, sem var langt i burtu. Hugur hans stefndi að einhverju óþektu liann vildi fara til móður sinnar af því að allir aðrir átlu mæður og af því að móður- leysið auðmýkti hann meira en liann bein- línis saknaði hennar. Hann skildi, að hún gat ekki verið hjá oliupressaranum, sem átti aðra konu, en þó kaus hann heldur að vera hjá konunni en honum. Ef til vill fann hann þegar óglöggt að hún var máttarminni en hann og dró þess vegna liennar taum. Eftir því sem tíminn leið dofnuðu þessar tilfinningar, en hurfu þó aldrei alveg úr lijarta hans; í huga hans brcyttist myndin af móðir hans, bæði hvað snerti ytra útlit og ciginleika, þó án þess nokkurntima að hverfa. En dag nokkurn sagði Bustianeddu honum frá merkilegu málefni. Bustianeddu hafði fljótlega bundist vinfengi við hann, var það frekar fljóttekin en beinlínis ánægjuleg AÚnátta. — Móðir mín er ekki dauð, sagði liann drengnum í trúnaði næstum því yfirlætis- lega. Hún er líka á meginlandinu, eins og mamma þín, hún strauk einusinni þegar pabbi sat í fangelsi. En þegar jeg verð stór skal jeg fara og leita hennar; já það skal jeg gera, jeg sver það! Auk þess á jeg föðurbróð- ur, sem er við nám á meginlandinu; og hann hefir skrifað að hann hafi sjeð móður mína ganga framhjá sjer á götunni og hefði ætlað að berja hana, cn fólkið liefði tekið hann og haldið honum. Sjáðu hjerna, þessa rauðu húfu hefir föðurbróður minn gefið mjer! Þessi stutta frásögn hugbreysti Anania og batt hann og Bustianeddu hlýjum vináttu- böndum. Þeir flæktust saman svo áruni skifti, í olíupressunni, i húsi zia Tatana, og jiar í grendinni. Bustianeddu var nær því jafnaldri Zuanne, vinarins horfna, og var í rauninni göfuglyndur og góður drengur. Hann gekk í skólann, eða sagðist að minsta kosti gera það, en oft sendi kennarinn smálappa til föður hans til jiess að spyrjast fyrir um lærisveininn, sem hvergi var hægt að finna. Og þá var faðirinn, scin hafði dálitla ullar- og skinnbúð, vanur að binda drenginn með nautshársreypi, loka hann inni og skipa honum stranglega að lesa- Og i livert skifti kom Bustianedda út aftur forhertari og illari viðureignar en áður, eins og fangi úr tugthúsi. Aðeins þegar faðir hans var á hinum löngu og mörgu ferðum sínum, og hann var einn lieima, var hann duglegur; hann þóttist þá finna til ábyrgðar á stöðu sinni, leit eftir hús- inu, sópaði, bjó til mat og jivoði föt sín. Olíupressarinn, sem eftir því hvaða árstíð i staðinn gaf Bustianeddu honum góð ráð og kencli honum ýmsa gagnlega liluti, og enriþá fleiri óþarfa. Þeir eyddu miklum hluta dags- ins og hinum löngu kveldum í pressuhúsinu, Jiar sem stóri Anania, eins og hann var kall' aður til aðgreiningar frá hinum, vann fyrir eigaridann, liinn rika signor Daniele Carboni- Olíupressarinn, se meftir Jiví hvaða árstíð stóð yfir, ýmist var akuryrkjumaður, trjá- ræktarinaður eða vínyrkjumaður, kallaði signor Carboni liúsbónda sinn, af því að liariU hafði unnið hjá honum svo árum skifli, en ■ rauninni var vinna hans mjög sjálfstæð, vcl borguð og ekki fastbundin. Oliupressuhúsið vissi öðrumegin að trjá- garði nokkrum, sem lá upp að veginum frari* dalinn. Það var fallegur garður, Jió hann vícri fremur óræktarlegur, grýttur með J>\Tiii' runnum og indverskum fíkjutrjesrunnuiri, persika- og möndlurunnum, þar stóð einriig stór eik, stofninn var fúinn og í honum hjeldu til hvítmaðkar, engisprettur, lirfur og fuglar. Trjágarður þessi var einnig eign signor Carboni. Hann var draumaland allra götustrákanna í nágrenninu; en Zio Pei'a Sa(/atta (kötturinn), gamh trjágarðsvörður- inn, sem altaf var með lurkinn í hendinriri leyrfði aldrei neinum að komast inn fyrir- Úr trjágarði Jiessum gat að líta fögru, li®' legu nuorisku stúlkurnar þegar þær gerig11 út að brunninum til þess að sækja vatn riieð krukurnar á höfðinu, alveg eins og konurnai í biblíunni. Zio Pera gaut til þcirra gletnis' legu hornauga, þegar hann var að sá baun- unum sínum, Jiremur i hverja holu og hottaði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.