Fálkinn - 20.09.1930, Qupperneq 7
F A L K I N N
7
Pjetur sláni
Eftir John Ek.
Pjetur sláni var liann kallað-
ur, en það var ekki hans rjetta
nafn. I rauninni hjet hann Pjet-
ur Efraím Hedenström og var
fæddur á Heiði. En liann var
langur og renglulegur og var í
ótal hlykkjum þegar hann gekk,
eins og líkaminn væri allur sam-
settur úr liSugum lijörum. Hann
var eins og sláni og þvi festist
nafnið við hann. Hann kærði
sig kollóttan þó að strákarnir
hrópuðu Pjetur sláni eftir hon-
um, því að sannast að segja stóð
honum alveg á sama livað þeir
sögðu. Iiann kærði sig ekki
frekar um það en um tóbaksnef.
Og neftóbak kærði hann sig, þó
að undarlegt megi virðast, ekk-
ert um.
En Pjetur sláni liafði ást á
öðru. Ógæfusama ást. Hann var
bálskotinn i henni Línu á Bakka
sem gerði ekki annað en skop-
ast að honum, liún eins og allar
hinar stelpurnar. Og Lína átti
sjer meir að segja pilt, sem hún
ætlaði að eiga, — hann Lárus
Lind í Miklagarði. Hann var
duglegur og framtakssamur
maður, en það var meira en
hægt væri að segja um hann
Pjetur, sem var eiginlega hálf-
gerður draugur — eða algerð-
ur — eða svo fanst fólki yfir-
leitt. Og það var eins og Pjetur
yrði ennþá aumingjalegri því
meir sem Lína skopaðist að hon-
um, en hún skeytti vitanlega
ekkert um það og gerði sjer
ekki grein fyrir hve ljótar að-
farir liennar voru.
Þeir menn eru vitanlega til,
sem hefðu orðið gramir og reið-
ir af slíkri meðferð, en það varð
Pjetur ekki. Það var eins og
háðið og spottið hennar Linu
hefði mýkjandi áhrif á hann,
þvi liann var orðinn miklu þýð-
ari í lund en liann hefði verið
í æsku. Það var gaman að sjá
hann þegar hann safnaði strák-
unum úr þorpinu saman kring-
um sig og fór að segja þeim
sögur, til þess að hafa frið fyrir
þeim þá stundina, því þeir
sendu honurn þó ekki tóninn á
meðan. Enginn vissi liver liafði
kent honum allar þessar sögur,
og brjefhirðingamaðurinn full-
yrti að liann hefði sett þær sam-
an sjálfur. Og það var víst ekki
fjarri sanni.
Pjétur hafði ráðist i vinnu-
mensku að Kirkjubæ, en ekki
þótti hann neinn afkastamaður.
En hann fjekk að vera og seinna
kom það í ljós, að liann var ekki
óþarfur maður á bænum. Bónd-
inn ljet svo um mælt eftir á, að
það liefðu ekki margir farið í
fötin lians Pjeturs við það tæki-
færi, sem nú skal sagt frá.
Kirkjubæjarbóndinn áttiliólma
Úti á vatni skamt frá bænum og
þar í hólmanum var ágætis
slægja. Loðnasti bletturinn í
landareigninni. Heyið varð að
fljdja heim á bátum. Það var
eitt sinn að bátur fullhlaðinn af
lieyi lagði af stað heim úr hólm-
anum og á hátnum voru auk
lióndans sjálfs vinnumaður hans
og vinnukona. Bóndinn og vinnu
maðurinn voru undir árum en
stúlkan sat við stýrið; það hafði
hún gert oft áður. En í þetta sinn
hvolfdi bátnum og alt fór í vatn-
ið. Pjctur sláni stóð í vörinni og
horfði á. Hann vissi að vatnið
var djúpt þarna og fólkið mundi
drukna. En hann vai syndur og
fleygði sjer þegar út. Og hvern-
ig sem þessu var nú varið þá
bjargaði hann aleinn þeim
þremur, sem öll voru ósynd og
dró bátinn á þurt, en vitanlega
fór heyið forgörðum.
Eftir þetta atvik varð liljóð-
ara um þá, sem skopuðust að
Pjetri slána. Það voru eiginlega
ekki aðrir en Lárus og Lina sem
hjeldu áfram uppteknum hætti,
í hvert sinn sem Pjetur kom að
Miklagarði en þar var Lína lika
i vist.
En eftir þetta atvik þá varð
hugmyndaflug Pjeturs meira en
áður. í lieila hans skiftust mynd-
ir á, eins og á tjaldi í kvik-
myndahúsi. Og hvernig sem því
er varið þá verður altaf eitthvert
samhengi í grúskaraheilanum.
Hann hugsaði um björgunina
en nú var mynd af eldsvoða blý-
föst í huga hans. Ilann bjó til
allskonar myndir og Lína varð
aðalpersónan í þeim öllum.
Hugsum okkur ef Lína skyldi
lenda í eldsvoða, hún sem bjó
á þakherbergi í húsinu í Mikla-
garði! Og smám saman varð það
óbifanleg sannfæring Pjeturs, að
húsið í Miklagarði brjmni.
— Heyrðu Lína, sagði Pjetur
einu sinni við stúlkuna þegar þau
hittust af tilviljun, — þú skalt
ekki sofa þarna í þakherberginu;
hugsaðu þjer ef það kviknaði í
húsinu og þú brynnir inni!
— Mikill bjálfi ertu, sagði Lína
og hló. — Heldurðu að jeg þurfi
að hræðast. Ef svo kynni að fara
að það brynni í Miklagarði þá
mundi þjer ekki verða mikið fyr-
ir að bjarga mjer. Þú sem bjarg-
aðir stúlkunni í Iíirkjubæ frá
druknun. Það er annars skrítið
að þið skulið ekki hafa gifst. Svo-
leiðis er það altaf í skáldsögun-
um. Að minsta kosti er það svo-
leiðis í neðanmálssögunni í
Sveitahlaðinu.
— Þú veist vel hver það er,
sem jeg vil giftast, svaraði Pjet-
ur og horfði sakleysislega á Línu,
en liún liló fullum liálsi.
En Pjetur hafði fengið nýtt
umhugsunarefni við galsann i
lienni Línu. Vitanlega mundi
liann bjarga henni, ef Mikligarð-
ur brynni. Það var svo sem sjálf-
sagt.
Og af þessu leiddi svo, að Pjet-
ur gerðist einskonar brunavörð-
ur á Miklagarði margar nætur i
röð, enda þótt hann ætti heima í
Kirkjubæ eins og fyr. En enginn
kom bruninn og Pjelur fór aftur
að sofa heima lijá sjer á nóttunni,
enda þótt honum yrði ekki svefn-
samt. Hann lá lengst af vakandi
og hugsaði.
Svona leið heill mánuður. En
eina nóttina þegar Pjetur var ný-
sofnaður vaknaði hann alt í einu
— við hvað vissi liann ekki
gjörla. En honum fanst liann sjá
óvenjulegan bjarma og svo fanst
honum þessi bjarmi svoeinkenni-
lega flöktandi.. Hann þaut upp
úr rúminu og fór í buxur og vesti,
berfættur fór liann út og gaf sjer
ekki tíma til að fara í jakkann,
því að ermafóðrið var rifið og
seinlegt að komast í ermina þess
vegna. Hann fleygði jakkanum
út í horn.
Reyk jarmökk og loga bar við
himin i áttina að Miklagarði að
sjá. Og nú var Pjetur ekki leng-
ur í vafa. Hann vakti Kirkjubæj-
arfólkið og hljóp svo berfættur
beinustu leið yfir akra og girðing-
ar upp að Miklagarði.
Húsið stóð í björtu báli og
þarna var alt á ringulreið. Þar
þvældist hver fyrir öðrum og
brunatækin voru í ólagi. Lárus
stóð þarna í liópnum ráðalaus en
Pjetur hljóp beina leið að liúsinu.
Þakið var alelda og hann sá að
húsið sjálft var farið að brenna.
Þetta var langt hús og herbergi
Linu var við norðurgaflinn. Lang
ur var hann Pjetur sláni, víst var
um það, en samt gekk Mikla-
fólksfólkinu illa að skilja hvern-
ig hann fór að klifra upp gaflinn
og ná taki á gluggakarminum
þarna uppi undir þakskegginu.
Og það þótti furðulegt að sjá
hvernig liann lijelt sjer með ann-
ari hendinni meðan liann mölv-
aði rúðuna með hinni og náði
taki utan um gluggapóstinn.
Að vörmu spori var glugga-
póstinum hrundið hurtu með
nokkrum sterkum hnefahöggum
og nú sást Pjetur sláni i glugg-
anum. Lína lá yfir vinstri öxl
hans og liann hjelt henni með
vinstri hendi. Öllum þeim sem
stóðu fyrir neðan og liorfðu á
f jellust hendur þegar Pjetur kast-
aði sjer út um gluggann. Hann
hringsnerist og kastaðist til og
frá í fallinu, fjell á bakið niður
á hlaðið með Línu í fanginu og
hjelt' utan um liana báðum hönd-
um. Pjetur varð undir, svo að
Lína kom ekki afar hart niður
og þegar hún var losuð úr faðm-
lögunum var hún að vísu í yfir-
liði — sennilega liefir liðið yfir
hana af reyknum — en hvergi
var meiðsli á henni að sjá.
Húsið fjell saman með braki
og brestum og fólkið æddi fram
og aftur — flest á nærklæðunum,
en enginn liugsaði um það. Allir
þyrptust kringum Pjetur slána.
Það var hörmung að sjá hann.
Hendurnar allar skornar af gleri
og hnaklcinn gapandi sár. Hann
hafði lent með höfuðið á steini
þegar hann kom niður. Og var
steindauður.
Hún var falleg ræðan, sem
presturinn hjelt við gröfina ves-
lingsins hans Pjeturs slána. Miklu
fallegri en sú, sem hann hafði
haldið yfir stórbóndanum á
Skarði. En fóllci kom saman um,
að liann Pjetur hefði átt hana
skilið.