Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1930, Side 8

Fálkinn - 20.09.1930, Side 8
8 F Á L K I N N Eins og mörg önnar af hinum eldri ríkjum Asíu á Persía erfitt upp- dráttar um þessar mundir. Ríkið er í f járhagsuandræðum og sambúðin við nhgrannana einkum Tyrki, hin bágbornasta. Varð það nýlega að sundurþykkjuefni Persa og Tyrkja, að Tyrkir fóru í herferð gegn Kúrd- um og barst viðureignin inn í Per- síu. Mótmættu Persar þessu en Tyrk ir tóku þeim mótmælum með lítilli kurteisi og hafa verið viðsjár milli þessar þjóða síðan. TJm líkt leyti hófst uppreisn í einni af borgum Persa suður við Persaflóa og hefir stjórnin því haft nóg að hugsa í sumar. — Persía er fornt menning- arríki, um 15 sinnum stærra en ís- land, en um íbúatölu þess vita menn harla lítið, því manntal er þar öfull- komið .Leikur íbúafjöldinn á fjór- um til tíu miljónum. Auk Persa sjálfra búa í landinu hinir sundur- leitustu þjóðflokkar, svo sem Turk- menar, Armenar, Arabar, Gyðingar, Kurdar, Afganar og Belutsjar, en Persar, sem eru indo-evrópeiskir að ætterni þykjast hafnir yfir þessa þjóðflokka. Eru þeir glæsimenni í framgöngu og hafa löngum ráðið tískunni í Suðvestur-Asíu, enda hafa þeir verið kallaðir Frakkar austur- landa. Mestur hluti landslýðsins er múhameðstrúar. Iíeisari eða „sjah“ Persa var einvaldur fram að 1906 en þá voru gerðar ýmsar rjettarbætur og þing stofnað. En síðan hefir geng- ið á ýmsu. Frá 1915—’21 kom þing- ið aldrei saman en það ár gerðu Persar úl sendinefnd á friðarfund- inn í París til þess að bera fram mál sín. Nefndinni var elcki veitt viðtal en hinsvegar komu Bretar ár sinni fyrir borð hjá Persum og fengu hjá þeim víðtæk sjerleyfi, m. a. til járn- brautabygginga. En Rússar, sem áð- ur höfðu verið áhrifaríkir í Persíu mótmæltu þessu og fór svo að enski samningurinn var feldur úr gildi. 1921 var gömlu keisaraættinni velt af stóli og tók þá við Risa khan. — Hjer á myndinni t. v. sjest hann halda ræðu í þinginu. Þessi mynd er af forsetabústaðnum í Bolivíu. Þar hefir verið ókyrt á þessu ári og forsetinn verið rekinn frá völdum. Byrd pólfari er í miklu afhaldi hjá Amerikumönnum enda hef- ir hann flogið yfir bæði heimskautin. Hjer sjest hann akandi.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.