Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1930, Page 13

Fálkinn - 20.09.1930, Page 13
FALKINN 13 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Kol “ Kol Höfum fengið okkar ágætu Steamkol. — Athufíið Yerð og vörugæði ofí gerið haust-innkaup á meðan á upp- skipun stendur og kolin eru þur úr skipi. Fljót og góð afgreiðsla í Kolaverslun Guðna Einarssonar & Einars Sími 595. ------- Sími 595. ■ Biðjið kaupmann yðar um- jHolmblaðs-spilj [-^Greinilegar myndir.=-J S— Haldgott efni. —3 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ BEST A Ð AUGLÝSA t FÁLKANUM ASKA. Skáldsaga eftir Grazia Deledda. og sagði fóstursyni sinum sögur. Annað slagið kom Bustianeddu til að hlusta á. — Það var einu sinni konungur, með sjö gullaugu í höfðinu, þau ljómuðu eins og sjö stjörnur. Eða það var um risann og Marianeddu. Marianeddu hafði flúið úr húsi risans. Hún hljóp og hljóp og kastaði nögl- um á eftir sjer, þeir urðu altaf fleiri og fleiri og að lokum þöktu þeir alla jörðina þar sem risinn fór um. Risinn hljóp á eftir henni, en hann gat ekki náð í hana, því að nagl- arnir stungu hann neðan i iljarnar.... Hvílík þægindi fundu ekki litlu áheyrend- urnir þegar þeir hlustuðu á frásögnina um flótta Marianeddu! Munurinn var mikill á ekkjunni í Fonni, kofanum hennar og sögunum, og hlýja og heimalega eldhúsinu hennar zia Tatana, blíða andlitinu hennar og hinum undur- samlegu sögum sem hún sagði. Stundum fanst Anania það þó ekki eins skemtilegt, eða fann að minsta kosti ekki til hinna miklu geðshræringa sem sögur ekkjunnar höfðu áður vakið hjá honum; ef til vill af þvi, að hann í stað hins vingjarnlega Zuan- nes, fósturbróðursins, sem honum hafði þótt svo vænt um, hafði þennan vonda, óupplýsta Bustianeddu, sem kleip hann og kallaði hann svikara og lausaleikskrakka jafnvel þó aðrir heyrðu til, þrátt fyrir allar bænir zia Tatana. Kvöld eitt kallaði hann Anania lausa- leikslcrakka svo að Margherita Carboni heyrði. Hún liafði komið ásamt vinnustúlk- unni í einhverjum erindagjörðum í olíu- pressuhúsið. Zia Tatana kastaði sjer á hann og tók hendinni fyrir munn honm, en það var of seint. Hún liafði heyrt það, og Anania fann til ósegjanlega mikils sárs- auka, sem ekki linaði við hunangsbrauðið sem zia Tatana gaf þeim Margheritu og honum. Bustianeddu fjekk ekki neitt. En h^að var hunangsbrauð á móts við það að vera kallaður lausaleikskrakki svo Marghe- rita Carboni lieyrði? Hún var grænklædd, í fjólubláum sokkum, um höfuðið hafði hún rauðan ullarklút, sem gerði búlduleitu kinnarnar hennar ennþá rjóðari og skæru bláu augun hennar ennþá blárri. Þá nótt dreymdi Anania að hún væri spengileg og fögur eins og regnbogi og jafnvel i draumn- Um fann hann til sársaukans yfir því að hafa verið kallaður lausaleikskrakki í nær- veru hennar. í páskavikunni — páskarnir voru það ár- ið i apríl lok — skriftaði olíupressarinn eins og þá var siður, og skriftafaðirinn skipaði honum að gangast við syni sínum. Anania var fermdur í það sama sinn, hann var orðinn átta ára, signor Carboni var fermingarvottur. Það var mikill atburður í lífi drengsins og allra bæjarbúa, sem þyrptust í kirkju. Monsignor Demartis, fallegi, tigulegi bisk- upinn átti að ferma um hundrað börn. Gegnum liinar galopnu kirkjudyr, sem Anania fanst óendanlega víðar, streymdi vorloftið, kirkjan var full ljúfri angan. Hún var þjettskipuð fólki, konum í rauðum klæðum, skrautlega klæddum frúm og glöðum börnum. Signor Carboni var þar einnig feitur og rauður í framan, með blá augu og rauðleitt hár, gild gullkeðja hjelck utan á flauelsvestinu hans. Alt lieldra fólk- ið í kirkjunni heilsaði lionum, bændurnir og bændakonurnar, frúrnar og börnin — alt heilsaði honum. Anania var upp með sjer og ánægður yfir að eiga slíkan verndara; að vísu átti signor Carboni að vera ferm- ingarvottur seytján annara fermingar- barna, en það dró ekld úr heiðrinum fyrir hvert þeirra um sig. Að atliöfninni lokinni fylgdu fermingar- börnin átján ásamt foreldrum sínum signor Carboni heim í hús hans. Og Anania fjekk að sjá og dáðst að sal Margheritu, sem hann hafi heyrt svo mikið lofaðan og talað um. Það var stórt herbergi, fóðrað innan með rauðu. Stólar voru í því frá átjándu öld og skrifborð, skreytt tilbúnum blómum með glerhylkjum yfir, hlaðar af ávöxtum og diskar með osti, alt úr marmara. Það var veitt kaffi, líkörar, tvibökur og möndlubrauð. Hin fagra signora Carboni, með svart uppgreitt hár, var mjög fallega klædd i innikjól úr rauð- og bláköflóttu bómullarefni með skáköntum og knipling- um, hún var ástúðleg við alla, kysti börnin og gaf þeim öllum einhverja gjöf. Anania mundi lengi vel alt, sem við bar. Hann mintist þess, að hann brann af löng- un eftir því að Marglierita kæmi inn í sal- inn og sæi hann í gulu, nýju hómullarföt- unum hans, sem voru eins hörð og stíf eins og fílshúð. Hann mintist þess einnig að signora Cicita Carboni klappaði ljettilega með hvingskreyttum fingrunum á snoðkoll- inn á honum og sagði við föður hans: — Segið mjer, faðir góður, hversvegna hafið þjer farið svona með drenginn? Það er eins og hann væri sköllóttur. — Það kann að vera heppilegt, móðir góð, svaraði faðir Anania, sem tók vel gam-r ansemi signorunnar. Siðan sagði frúin: — Jæja, þjer eruð nú búnir að gera skyldu yðar heyri jeg sagt? — Já, vist er það. — Það þykir mjer vænt um að heyra. Þjer megið trúa mjer, að það verða ekki aðrir synir, sem verða til að hugsa um föðurinn i ellinni, en þeir, sem faðirinn hefir sjálfur kannast við. Nú kom signor Carboni til þeirra. — Sá þykir mjer vera glaðtýrulegur í aug- unum, fjallabúinn sá arna! sagði hann og leit í augun á drengnum. Nú hversvegna líturðu undan. Ertu að lilægja, htli þorparinn þinn. Anania hló. Hann var svo glaður yfir því að verndari hans skyldi ávarpa hann og yfir hinum bliðlegu strokum signora Car- boni. — Hvað ætlarðu að verða, litli þorpari? Sá, sem þánnig var ávarpaður leit hinum tindrandi augum á verndara sinn — ástúð zia Tatana og umhyggjusemi voru alveg búin að lækna þau — og hann reyndi að fela sig bak við föður sinn. — Svaraðu verndara þínum, heyrirðu það, sagði olíupressarinn og liristi hann til. Hvað ætlarðu þjer að verða, þorpari? — Kannske þú ætlir að verða olíupress- ari? spurði signoran. Hann liristi höfuðið. — Nú svo þú vilt ekki vera það? Kannske þú viljir þá verða bóndi? — Nei, ekki það heldur. — Nú viltu þá læra? spurði olíupressar- inn gletnislega? — Já. — Ágætt! sagði signor CarbonL Þú vilt læra og verða prestur? — Nei. — Málafærslumaður? — Já. — Diavolo! Sagði jeg ekki að snáðinn liefði fjörleg augu! Nú gvo hann vill verða málafærslumaður ormurinn sá arna! Ó, caro mio, við erum fátæklingar, sagði olíupressarinn andvarpandi. — Ef drenginn langar til að lesa skal hann ekki þurfa að vanta fje til þess, sagði padroninn. — Ekki skal standa á því, tók padrónan upp eftir lionum. Þessi orð ákváðu lífsf^pil Anania og hann gleymdi þeim aldrei.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.