Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1930, Blaðsíða 7

Fálkinn - 04.10.1930, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 Astarbrjefið. Eftir STEFAN NORDENSON. Anna Lisa, hraust og falleg bónda- dóttir hafði stytt sjer leið og gekk stíginn gegn um skóginn í stað þess að fara akveginn. Það var iaugar- dagur að áliðnu sumri og hún hafði farið á járnbrautarstöðina til þess að sœkja póstinn. Það gerði hún á hverj- um laugardegi til þess að hafa eitt- hvað að lesa á sunnudögum. Það var skemtilegra að ganga þarna gegnum skóginn en þræða rykuga þjóðbrautina.íkorni einn elti hana um s.tund, hoppandi trje af trje svo að greinarnar gengu upp og niður, og þröstur fylgdi henni tistandi grein af grein. íkorninn og þrösturin hurfu áður en leiðin var á enda. Anna Lísa ætl- aði að stytta sjer stundir með þvi að syngja vísu og liafði þegar sung- ið nokkra tóna þegar hún þagnaði alt i einu, niðurlút og vandræðaleg. • Því þarna kom ungur maður labb- andi, prúðbúinn og laglegur maður, scm hún hafði aldrei sjeð fyr. Hann vjek sjer kurteislega til hliðar fyrir henni og kinkaði kolli. — Anna Lísa tók eftir hve augu hans voru fjörleg og ljómandi. En hún var svo vand- ræðaleg vegna þess að hann hafði heyrt til hennar. Hann sagði ekki orð og þau hjeldu áfram sitt í hVora áttina. Anna Lisa hafði ekki gengið mörg skref þegar hún heyrði hann kalla. Hún sneri sjer við. Hann kom á eftir henni með eitthvað hvítt í hendinni og rjetti það fram. Það var sendi- brjef. Anna Lisa leit eftir blaða- bögglinum sinum, þar hafði verið brjef til Brittu Mariu, systur hennar — en nú var það horfið. Hún hafði mist það meðan hún var að syngja. Hún hneigði sig og þakkaði og tók við brjefinu. — Héitið þjer Britta María, spurði ungi maðurinn. — Það getur vel verið, svaraði Anna Lísa kankvíslega, því að hún og Britta María voru tvíburar og svo likar að ekki mátti á milli sjá. Og oft höfðu þær skemt sjer við að láta villast á sjer. En það gat stundum hefnt sín. — Og svo týnið þjer ástarbrjef- unum yðar! — Þetta er varla ástarbrjef. — Er það ekki frá unnustanum? — Jeg á engan unnusta. — Jeg veit ekki hvað hæft er i því. En þjer eruð of falleg til þess að eiga ekki unnusta. — Anna Lisa hló og kunni hólinu vel. Henni varð venjulega ekki orð- fall, en livað átti hún að segja við glæsilegan ungan mann, sem talaði við hana í þessum tón. Nú heyrðist þrusk í runninum og það brakaði í kvistum, sem brotn- uðu. Og i sömu andránni kom kúa- hópur fram úr skóginum. — Æ, kúnum frá óðalssetrinu hefir verið slept út i skóginn. Og mann- eygði bolinn er með þeim, hrópaði Anna Lisa. — Við verðum að flýta okkur undan. Og hún tók undir eins til fótanna. Ungi maðurinn mun ekki liafa vilj- að láta sjá, að hann væri hræddur, þvi að hann kom i hægðum sinum á eftir. En bráðlega greikkaði hann sporið, þvi bolinn kom brokkandi á eftir honum bölvandi og baulandi, mcð hausinn milli lappanna. Þá var Anna Lisa komin yfir girð- ingu þar skamt frá og bráðlega kom Ungi maðúrinn líka inn fyrir girð- inguna. Þar staðnæmdist hann og var nú hinn rólegasti. Hann glápti á naut- ið og hjelt víst að öllu væri óhætt úr því að girðingin var á milli. En við þetta espaðist nautið og fór að stanga girðinguna. Hún var úr timbri og nú fauk hver spítan eftir aðra undan árásum bola, svo að ungi maðurinn varð að taka til fótanna á ný. — Nautið kemst gegnum girðing- una, hrópaði Anna Lisa. Við verðum að forða okkur undan niður í skurð- inn! Ungi maðurinn sá að hún hoppaði niður í djúpan skurð og hann var ekki seinn á sjer að koma á eftir. Hann lagðist endilangur í skurðinn, þó að hann væri alls ekki þurr i botninn. Og þar lá hann og bljes upp og niður mcðan nautið bolsót- aðist fram og aftur á bakkanum. Nautið stóð loks kyrt á bakkanum og hristi hausinn og fnæsti af vonsku. Það stóð þarna góða stund en um siðir rölti það á burt. — Nú er sjón að sjá okkur, sagði Anna Lisa um leið og hún stóð upp — Það er eina bótin, að maður á ekki langt heim. — Það fór vel sem fór, sagði ungi maðurinn. Nautið stóð enn við hliðið og leit til þeirra þegar þau bröltu upp úr skurðinum. Það virtist ekki vilja missa af bráðinni. — Jeg held að það sje vissast að við förum yfir rúgakurinn, sagði Anna Lísa. Það er akur frá óðalssetr- inu. Það er jafngott úr þvi að þeir sleptu út nautinu. Og svo komu þau inn á akurinn, sem var svo sprottinn að stöngin náði henni upp í axlir. Og þaðan komust þau niður á þjóðveginn, ekki langt frá þorpinu. — Þú ert dugleg og úrræðagóð stúlka, Britta Maria, sagði ungi mað- urinn, þegar þau voru komin á veg- inn. — Jeg skal ekki gleyma þessu. — Eigið þjer langt að ganga? spurði Anna Lisa. — Ónei, jeg bý á veitingahúsinu. — Það er ekki stutt þangað, nema maður fari skógarleiðina, og jeg býst varla við að þjer gerið það. — Nei, það geri jeg ekki. Svo skildu þau. Ungi maðurinn kvaddi Önnu Lísu með handarbandi, en hún hneigði sig eins og í fyrra skiftið — það var eins og hún væri orðin honum lcunnugri en áður. Og þegar hún hafði gengið spölkorn sneri hún sjer við og skellihló þegar liún sá hvað hann flýtti sjer mikið, með vegsummerki legunnar i skurðinum eftir endilangri hrygglengjunni. Svo leið nokkur timi, um það bil tvær vikur. Anna Lísa var aftur á járnbrautarstöðinni síðdegis á laug- ardegi til þess að sækja póst og í þetta skifti var líka brjef til Brittu Mariu, auk dagblaðanna. í þetta skifti var hún svo varkár að fara akveginn en ekki um skóginn. Því að nautið var enn í skóginum. Anna Lísa braut heilann um þetta brjef til hennar Brittu Maríu. Hún kannaðist ekki við skriftina. Og það voru ekki margir sem skrifuðust á við hana Brittu. Brjefið sem Anna Lísa hafði týnt þegar hún hitti unga manninn var frá vinnumanni, sem hafði verið þar í nágrenninu en var nú kominn til borgarinnar og hafði skrifað til þess að segja frá hvernig sjer liði. Eiginlega var Britta María ekki of góð til þess að sækja brjef- in sín sjálf, en liún var alla daga á óðalssetrinu að læra mjólkurverkun. Þegar Anna Lísa kom með póst- inn var Britta María komin heim. Hún varð forvitin þegar hún tók við brjefinu og gat síst skilið i frá hverj- um það væri. Hún opnaði það og leit fyrst á undirskriftina en var jafn- nær fyrir það. Svo fór hún að lesa og það leið ekki á löngu áður en liún blóðroðnaði og sneri sjer undan. Anna Lísa vildi ekki láta bera á því að hún var forvitin, en hugsaði sjer gott til glóðarinnar að lesa brjef- ið síðar. Og tækifærið gafst brátt þvi að Britta María sýndi lienni það sjálf. — Mig grunar hver muni hafa sent það, sagði hún. — En jeg vissi ekki hvað hann hjet. Hann hjet Artúr Wallin og var skógfræðingur. Hann hafði búið á gistihúsinu í nokkra daga og komið nokkrum sinnum á óðalssetrið til þess að skoða skóginn og þá hafði hann sjeð Brittu Maríu. Hann hafði heilsað henni kunnuglega, en þau höfðu eiginlcga aldrei talast við, enda þótt hann virtist hafa fullan hug á því. Og nú hafði hann skrif- að þetta: „Kæra Britta María. — Jeg nefni þig þessu nafni, sem mjer er orðið svo kært. Síðan við hittumst í fyrsta sinn, undir svo einkennilegum kring- umstæðum og jeg fjekk tækifæri til að dást að þjer fyrir snarræði og dirfsku, hcfi jeg ekki getað gleymt þjer. Þvi miður kölluðu störfin mig á burt fyr en jeg bjóst við og varð jeg að fara án þess að hitta þig og segja þjer instu hugsanir mínar. Engin stúlka sem jeg þekki likist þjer og jeg óska einskis meir en hitta þig aftur. — Jeg veit að þú ert óbundin — þú hefir sjálf sagt mjer það, og þessvegna hefi jeg vonir. Britta María, jeg fullvissa þig um, að jeg hefi elskað þig síðan jeg sá þig fyrst og að ást mín fer sívaxandi. Má jeg ala þá von að þú gerir mig hamingjusaman og verðir förunautur minn á lifsleiðinni? Jeg spyr og bið með óþreyju svars þins. Þinn ástfangni Artúr Wallin". Anna Lisa hafði undir eins og hún byrjaði á brjefinu sjeð, að það var frá unga manninum sem hún hafði hitt í skóginum. En hún ljet ekki á neinu bera og sagði: — Þetta er skrítið brjef. Hann er að tala um einkennilegar kringum- stæður er þið hittust fyrst. Hvað var það? — Hann sá mig fyrst í mjólkur- bústýrukjól með byttur og rjóma- flöskur, svaraði Britta María. Svo skrifar hann, að engin stúlka sem hann þekki, líkist þjer. Það er ekki rjett, því við erum alveg eins. — En hann hefir aldrei sjeð þig? — Hvað veist þú um það. — Hefir þú hitt hann? — Já, og meira að segja undir ein- kennilegum kringumstæðum. — Hvað segirðu? — Já, það var hann sem erti nautið svo að það braust inn um girðinguna, svo að við urðum að flýja ofan í skurðinn. Hefi jeg ekki sagt þjer frá því? — Var það hann? Nú varð Britta Maria óvissari. Hún gat ekki vitað, hvort brjefið væri til hennar eða systur hennar. Liklega væri það til systur hennar. Þá sagði Anna Lísa: — Við skul- um skrifa honum í sameiningu og biðja hann að koma hingað á sunnu- daginn. Við skrifum báðar undir. Og það gerðú þær og sendu brjef- ið. Og það kom svar til Brittu Mar- iu — vitanlega — um að hann mundi koma. Og svo var kveðja til Önnu Lísu. Ungi maðurinn kom. Báðar syst- urnar voru á járnbrautarstöðinni og tóku á móti honum. Ungi maðurinn var mjög vandræðalegur. Hann stóð með hattinn i hendinni og horfði á stúlkurnar á vixl. Hann gat ekki þekt þær sundur, þær voru svo líkar.. —Jæja, nú skuluð þjer segja okk- ur hvor okkar er Britta Maria. Það gat hann ekki. Og þær ljetu hann vera i óvissunni alla leið heim. Þegar þangað kom fjekk hann þó að vita hvor þeirra var Britta María, því hin systirin nefndi hana í ó- gáti með nafni. Og honum varð ljóst að það var hún, sem hann hafði sjeð á óðalssetrinu. En hann komst aldrei að sann- leikanum um það hvernig æfintýr- inu í skóginum var varið. Britta Maria vildi segja allan sannlcikann til þess að lenda ekki í mótsögn við sjálfa sig eftir á, en Anna Lísa neit- aði öllu og sló upp á glensi þegar á það var minst. Hún var alls ekki hrifin af Artúr Wallin. — Það ert þú, sem hann hefir skrifað ástarbrjefið til sagði hún hlæjandi við systur sína. — Og það sem hann hefir skrifað er hann vist maður til að standa við. — Viljið þjer ekki bíða og borða hjerna miðdegisverð úr þvi að veðrið er svona vont. — Nei, svo bölvað er það ekki — að það borgi sig. Besta bók ársins: Tiðlndalaust ð vesturvfgstöðvannm eftir Erlcb Maria Remarque, fœst hjá bóksölum um land alt. Einnlg mó panta bókina buröargjaldsfritt hjá Birni Benediktssynl, Tjarnargötu 47, Rcykjavik. Allir serða að elgnast bestu bðkina

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.