Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1930, Blaðsíða 13

Fálkinn - 04.10.1930, Blaðsíða 13
PALKTNN 13 II ARISTON eignast stöðugt fleiri aðdáendur. 20 stk. pakki kostar 1 krónu. JÍiQE3£=oEí íslenskar landslagsmyndir fylgja með í hverjum pakka. ARISTON er nýjasta Virginia Cigarettan. i IM M IM 1 " - ASKA. Skáldsaga eflir Grazia Deledda. ingja síns, en Bustianeddu, sem nú var orð- inn stór og hygginn, sagði honum frá öllu saman. Eftir því, sem zio Pera hrörnaði, liafði liann smátt og smátt fengið olíupressarann til þess að hjálpa sjer við að rækta baunir sinar og ertuskokkur. Anania hafði nú frjáls- an að gang að garðinum og undi sjer vel við að sitja á grasfletinum undir hinum stutta skugga fíkjukaktusins, og hafa fjöllin blas- andi við sjer. Bustianeddu kom þangað til að trúa honum fyrir heilabrotum sínum. — Hún er lcomin aftur! sagði hann, hann lá á maganum í grasinu með fæturnar upp í loftið. Það liefði verið betra að hún hefði ekki komið. Faðir minn ætlaði fyrst að drepa liana en svo stilti liann sig. — Hefurðu sjeð hana? — Víst hefi jeg sjeð hana. Pabbi vill ekki að jeg fari til hennar, en jeg fer livað sem hann segir. Hún er feit, og klædd eins og signora. Skollinn hafi að jeg þekti hana aftur! — Þektirðu hana ekki aftur? hrópaði Ana- nia og fjekk hjartslátt, alveg hissa á Busti- aneddu, og hugsaði um móður sína. Ó, hann var viss um að liann myndi hafa þekt hana strax. En svo sagði hann við sjálfan sig: Hún er kannske líka klædd eins og signora og greidd eftir nýjustu tisku.... Dio, Dio hvernig skyldi hún líta út?“ „Hvernig sem hún er get jeg þekt hana aftur, það er jeg viss um“! hugsaði hann aftur viss um eðlishvöt sína. —- Hversvegna er móðir þín komin aftur? spurði hann Bustianeddu einhverju sinni — Hversvegna? Ó, af því að þetta er fæðingar- staður hennar, auðvitað. Hún hefir saumað á saumavjel í verksmiðju einni í Turin, svo varð liún þreytt og fór heim. Dauðaþögn. Báðir drengirnir vissu að sag- an um saumaverksmiðjuna var lýgi, en þeir ljetu hana eiga sig án þess að gera athuga- semd við hana. Eftir nokkra stund sagði Anania: — Faðir þinn ætti að sættast við hana. — Nei! sagði Bustianeddu og ljet sem hann væri á sama máli og faðir lians. Hún á ekki að þurfa að vinna fyrir sjer. — Vinnur þá ekki faðir þinn? Er nokkur skömm að því að vinna? — Faðir minn er kaupmaður mælti liinn. — Hvað ætlar móðir þín að gera og lijá hverjum ætlar hún að vera? — Hver veit? En með degi hverjum urðu skýrslurnar merkilegri. — Ef þú bara vissir hvað það eru margir sem koma til föður míns og reyna að telja hann á að sættast við liana! FuIImegtuga kom sjálf, jáhá. Amma gamla kom í gœr- kveldi og sagði við pabba: „Jesú fyrirgaf Magdalenu. Sonur minn minstu þess að við erum fædd til þcss að deyja, og hugsaðu um það að við tökum ekki með okkur yfrum nema góðverk okkar. Sjáðu hvað eyðilagt húsið þitt er orðið, rotturnar dansa þar sýknt og heilagt“. — Og faðir þinn? —„ Farðu hjeðan“, hrópaði hann utan við sig af bræði, „farðu á stundinni og reyndu að skammast þín!“ — Nei, veistu nú kona, sagði Bustianeddu daginn eftir, nú hefir zia Tatana lika bland- að sjer inn í málið. Þú hefðir átt að heyra þær prjedikanir, sem hún hjelt! „Heyrðu“, sagði hún við pabba, „hugsaðu þjer að þú takir vinkonu þína í húsið til þín. Taktu hana til þín, hún iðrast, liún betrar sig. Hvað á svo sem að verða af henni ef þú neitar? Salómon konungur hafði sjötiu vinkonur í húsi sínu, og hann var vitrasti maður á jörðunni.“ — Hvað sagði hann? — Hann var harður eins og steinn, hann sagði líka að vinkonurnar hefðu gert Salo- mon æran. Kaupmaðurinn ljet ekki undan og konan settist að í hinum liluta borgarinnar í nánd við klausturbygginguna, þar sem skóhnn var. Hún ldæddi sig nú aftur í þjóðbúning en slcreytti sig með böndum og blúndum, svo það var strax hægt að sjá á henni að hún var vafasöm kona. Maður hennar vildi ekki sættast við hana og hún hjelt áfram sinni fyrri atvinnugrein. Dag nokkurn sá Anania hana og svo altaf annað slagið á meðan hann gekk á gagn- fræðaskólann. Hún bjó í svörtu húsi. Glugg- arnir voru málaðir hvítir. Fyrir framan dyrn- ar voru fjögur þrep. Á þeim sat konan oft. Hún var liá og falleg, þó hún væri eklci lengur ung og saumaði eitthvað af búningi sínum. Stundum var hún berhöfðuð með

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.