Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1930, Blaðsíða 8

Fálkinn - 04.10.1930, Blaðsíða 8
8 F A L K I N N / ávaxtahjeruðum Ameríku þykir lítið til J)ess koma að borða ávext- ina eins og þeir koma af jörðinni, vegna þess að þar er svo mikið af þeim. Hinsvegar kosta menn kapps um, að búa til sem Ijúffengasta rjetti úr þeim. Á þeita ekki síst við um eplin, og meðal margs, sem Ame- ríkumenn hafa beitt hugviti sínu að, má nefna að þeir hafa lagt stund á að finna nýjar og nýjar tegundir af eplaköku. Þessar fimm stúlkur, sem sjást hjer á myndinni til vinstri þykja afar snjallar í þvi að búa til eplaköku og hafa fengið verðlaun fyrir þessar afurðir sínar á ýmsum sýningum. Og þessvegna hefir Ijós- myndarinn fundið upp á því snjall- ræði, að mynda þær í eplahrúgunni, sem sjest á myndinni. Ýmsir halda, að þjóðbúningar og gamlir þjóðsiðir sjeu fyrir löngu horfnir úr sögunni hjá hinum stærri þjóðum Evrópu. En því fer fjarri. Þjóðbúninga og þá marga má finna hjá nær öllum þjóðum Norð- urálfunnar. í Noregi skifta þeir lugum, þegar smærri afbrigði eru talin með, í Svíþjóð sömuleiðis, í Danmörku eru enn til ýmsir þjóð- búningar og sömuleiðis í Hollandi og Þýskalandi. Og þegar kemur suður í Tjekkóslóvakiu, Ungverja- tand og í Balkanlöndin, verður fyr- ir fjöldinn allur af svona búningum. Þjóðdansar eru til í flestum lönd- nm og á síðari árum hefir runnið apP fyrir mönnum að þar sje um þjóðlegt verðmæti að ræða, sem ekki megi glatast. Hafa því síðustu áratugir verið endurvakningartíma- bil þjóðdansanna í mörgum Ev- rópulöndum. Hjer til vinstri er mynd, sem fyrir skömmu var tek- in af skemtun í Spreewald í Þýska- landi. Sýnir hún vendneskar stúlk- ur vera að dansa þjóðdansa sina — vitanlega í æfagömlum þjóðbún- ingum 1 Buenos Aires, höfuðborg Argen- tínu varð mýlega uppþot mikið og úr því bylting, útaf óánægju með forsetann. Stjórnin veitti viðnám fyrst í stað en varð að gefast upp en byltingamenn tóku við völdum. Gerðist alt þetla að mestu leyti blóðsúthellingalaust. Hjer til vinstri birtist mynd af þinghúsi Argentínu, sem kallað er Capitol, og minnir mjög, hvað stil snertir á samskonar byggingu í Washington i Bandaríkj- unum. Buenos Aires er stórborg með um tveimur miljónum íbúa og er viðbrugðið fyrir fegurð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.