Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1930, Blaðsíða 3

Fálkinn - 25.10.1930, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Bla'ði'ð kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. á þeirri vegalengd átti áður Jón Ingi Guðmundsson 1,35.5 mín). f| Sundið var þreytt við Örfirisey. Báðir eru þeir methafar á öðr- um vegalengdum. Jón á 100 m. stakkasundi 2,39 mín, og Þórð- ur á !t00 m. frjálsri aðferð á 7,10.8 mín. — Ljósmynd Alfred. sýnist mjer? Áttu þennan bíl? — „Já“. Allan, sjálfur? — „Hvernig spyrðu maðurl“ — „Nú, — það gengur vist bærilega hjá þjer verslunin! — Hvað er það helzt sem þú selur núna? — „Það eru niðursoðnir lævirkjar". Beer sýnir svo kunningja sínum dálitla blikkdós, 20 sm. háa og 10 sm. viða. „Hvað selurðu nú þetta dýrt“, spyr Bloch. „Jeg sel dósina á 3 kr. 50 au.“. — „Ertu að draga dár að mjer?“ — „Nei, jeg get ekki sannara orð talað. — Jeg get svarið það“. — „Selurðu niðursoðna lævirkja á 3.50 dósina?" „Já, sem jeg er lifandi maður“. — „Þú hcldur vist að jeg sje einhver krist- inn fáráðlingur, sem öllu megi ljúga i. — Það er eitthvað annað i dósinni en lævirkjar, það þarf enginn mér að segja“.. — „Nei, uppá mína æru, ekk- ert annað en lævirkjar". „Heyrðu nú, Beer! Jeg ælla ekkert að kaupa af þjer hvort sem er, svo að þú getur vel sagt mjer eins og er. Það hlýtur að vera eitthvað annað i dósinni en eintómir lævirkjar“. — „Ja-ah, eh-jú“. „En hvað er það?“ ,Það er hrossaket". „Mikið?“ „O-nei nei“. „Svo sem hvað mikið?“ — „Ja, svona dálítið, — svona kannske allt að helming, eða kannske liðlega það. Það er svona: lævirkja- læri — hrossaket — hálf lævirkja- bringa — hrossaket — bak af læ- virkja — hrossaket, — ja, svona eitt- hvað þessu likt?“ ----x----- ■ Sj | Hráslagaleot ‘ veður [ orsakar gjarnan ofkæling. ■ Notið því kveflinunar og ■ varnarmeðalið I tormatnitit j gegn særindum i munni og ■ hálsi. Yfir 13000 meðmæli ■ frá kunnum læknum. Fæst i öllum lyfjabúðum i ■ glösuin með 50 og rörum ■ með 20 töflum. ■ Sje itarlegri upplýsnga óskað, ■ ■ þá útfyllið miðann og sendið til: ■ ■ A/S Wiilfing Co., Köbenhavn V. ■ ■ St.Jörgensallé 7. S Sendið mjer ókeypis og burðar- S S gjaldsfritt: S Formamintsýnishorn og bækling S S Nafn ............................S 5 Staða............................3 s Heimili..........................S ■ ■ Skraddaraþankar. Síðustu árin bera greinilegan vitn- isburð um, að íslendingar sjeu nú loksins farnir að trúa á landið, en ekki eingöngu á sjóinn. Þar sýna verkin merkin. í smáriti, sem gefið var út í vor er lýst að nokkru helstu nýjun'gum í búnaði hjer sunnanlands. þar er sagt frá mjólkurbúunum stóru við Ölfusá og í Hveragerði, þar er lýst áveitunum miklu í Flóanum og á Skeiðunum, stórbúunum á Korp- ólfsstöðum og Vífilstöðum og viðar, grænmetisræktuninni á Reykjum, ræktuninni í Fossvogi, sandgræðsl- unn'i í Gunnarsholti og þvi um líku. Furðulegt má heita, að þessu öllu skuli hafa verið hrint í framkvæmd á minna en tíu árum og víst er um það, að sá, sem hefði sagt það fyrir 1920, að alt þetta yrði komið í fram- kvæmd 1930, hefði ekki þótt spá- manlega vaxinn en liklega verið kall aður skýjaglópur. En nú hefir við- spáhorfið bréyst og menn þora að spá framförum í landbúnaði nú, án þess að vera kallaðir afglapar. Það er í rauninni eftirtektarvert hve þessi breyting hefir orðið hrað- skreið þegar hún loksins byrjaði. Heilan mannsaldur höfðu menn ver- ið að gera tilraunir með fálmandi höndum og í smáum stíl en svo hefst alt í einu fullkomin bylting, sem nú breiðist út um landið — þrátt fyrir alt fólksleysi og erfiða tíma hjá bændum. Nú er meira land ræktað og unnið í einum hreppi en áður var á öllu landinu, tún, sem öldum saman höfðu staðið i stað að stærðinni til tvöfaldast skyndilega á fáum árum og suma bændur fer að dreyma um að taka allan hey- feng sin á ræktuðu landi í stað þess að þurfa að elta stráin út um mýr- ar og móa. T>etta er i raun og veru ein hin mesta bylting, sem orðið liefir í búnaðarháttum íslendinga frá Land- námstíð. Með ræktun einni hefir smájörð verið gerð að búskapar- jörðinni á landinu og kalla á einni svipstundu og aðrar jarðir hafa ver- ið margfaldaðar að afköstum. Og austur i Fljótshlið sjest að maður sem fer að rækta korn, lætur rækt- unina borga sig þegar á tilrauna- stiginu. Og fleira mætti telja. Er þá furða þó að menn sjeu farn- ir að trúa á landið? Jónas Jónasson fyrv. lögreglu- þjónn verður 75 ára á morgun. Sunnudaginn Ih. sept. settu þeir Jón D. Jónsson og Þórður Guð- mundsson (báðir úr Sundf jelag- inu Ægir) tvö ný met. Jón D. Jónsson á 50 m. frjálsri aðferð 31,6 sek. (Met þetta átti áður Friðrik Eyfjörð 33 sek.) og Þórður Guðmundsson á 100 m. bringusundi á l,3ft.2 mín (Met ar greinar er bók sr. Gunnars Bene- diktssonar í Saurbæ: Æfisaga Jesú frá Nazaret. Tvö lög eru i ritinu eftir Björgvin Guðmundsson tónskáld í Vesturheimi. Auk þess sem hjer hefir verið nefnt er fjöldi smærri greina, og má af þessu marka nokkuð fjölbreytni rits- ins. Frágangur allur er hin besti, og er rilstjóra og öðrum, sem að ritinu standa til hins mesta sóma. ----x---- ÍSLENSKU GRAMMAFONPLÖTURNAR í sumar sendi liið heimsfræga grammófónfjelag Columbia menn hingað til Reykjavíkur til þess að taka á plötur islenskan söng og hljóð- færaslált. Er þetta i fyrsta sinn sem plötur hafa verið hljóðritaðar hjer á landi, en áður hafa íslendingar sungið fyrir grammófónfjelög er- lendis. Þessar nýju plötur eru nú komn- ar hingað og hefir verið tekið svo vel, að sumar þeirra eru uppseldar í bili. Þarna eru plötur sungnar af Einari og Maríu Markan, Hreini Pálssyni frú Dóru Sigurðsson, Sig. Markan, Karlakóri K. F. U. M., Karla- kórinu Geysir á Akureyri, Landskór- inu, einnig hafa kvæðamenn kveðið rímur og Hljómsveit Reykjavíkur spilað. Frú Martha Iíalman segir æfintýri eftir Jónas Hallgrímsson. Og fleira mætti nefna. Með þesu plötusafni hefir feng- ist gott og fjölbreytt úrval af is- lenskri músík, eitthvað við allra hæfi. Og plötur þessar eru einkar vel teknar og skýrar, lausar við alla þá galla sem fylgja óvönduðum plöt- um enda er Columbia löngu heims- frægt fyrir vandaðar plötur. Það er verksmiðjan Fálkinn hjer í hænum sem hefir gengist fyrir þessari hljóðritun og komið henni í framkvæmd. Er firmað umboðs- menn Columbía hjer á landi. Vænt- anlega verður reynslan af þessu fyr- irtæki sú, að nýjar íslenskar plötur verði jafnan hljóðritaðar hjer við og við. ----x---- Júðasaga. Skömmu eftir ófriðinn mætir Bloch kunningja sínum Beer i splunkur nýj- «m og skrautlegum bil. — „Sæll vertu, Beer, — Það liggur bærilega á þjer, Prestaíjelaflsriíið 1930. ----x---- Prestafjelagsritið — 12. árgangur — er nýkomið út. Er þetta stórt rit 272 bls og af þeim eru nálæg 50 síður með smáu letri. Ritið er vandað í alla staði, og má að vissu leyti telja það hátíðarrit. — Það hefst með nokkr- um fallegum orðum um Alþingishá- tiðina og mynd frá guðsþjónustunni í Aalmannagjá, 26. júní. Á eftir eru birtir lofsöngvarnir úr kantötum Davíðs frá Fagraskógi og Jóhannes- ar úr ICötlum. Hefur Sigvaldi Kalda- Ións samið lag við Iofsöng Jóhannes- ar, og er það birt í ritinu. Næst kem- ur synodus-erindi ritstjórans, Sig. P. Sivertsen prófessors, er hann flutti í dómkirkjunni 19. júní í vor, og heitir: Bjartsýni á sigur hins góða. Trú framtíðarinnar heitir grein eftir Sir F'rancis Younghusband, Sem Ás- mundur dósent Guðmundsson hefur þýtt. Næst er grein eftir Kristinn F. Slefánsson cand theol, sem heitir: Kirkjan og þjóðfjelagsvandamálin. Þá er grein eftir sr. Helga Konráðs- son í Bíldudal: Eining kirkjunnar. Jón hiskup Helgason birtir hjer ræðu sína, er hann flutti yfir þeim Núpsfeðgum látnum, Valdimari vígslu biskupi og sr. Ólafi syni hans í maí í vor. Ennfremur langa og fróðlega ritgerð, sem heitir: Rómversk kat- ólska kirkjan á 19. öld. Þá er erindi Ásmundar dósents, er hann flutti á Prestafjelagsfundi í vor, og heitir: Framtið þjóðkirkjunnar. Hefur erindið nú verið sjerprentað og sent til safnaða út um land. Sjera Sigurður Einarsson á langa grein í ritinu, Trúarbragðafræðslu í skólum. Næst er synoduserindi sr. Friðriks Hallgrímssonar, Þjóðin og kirkjan. — Þá enn minningarorð sr. Þorsteins Briem yfir Eiriki Briem prófessor, föðurbróður hans, voru þau flutt í dómkirkjunni við útför prófessorsins 27. nóv. 1929. Næst er stutt ritgerð eftir Ásmund Gislason prófast. Heitir hún altaris- töflur. Tveir sálmar eru í ritinu auk lofsöngva þeirra, er áður eru taldir: Iíristur, eftir Jón skáld Magnússon, og Bænarstef, eftir sr. Gunnar Árna- son frá Skútustöðum. Næst er fyrirlestur, eftir Jóhannes Sigurðsson, forstöðumann Sjómanna- stofunnar i Reykjavík, og er hann um kirkjulegt starf meðal sjómanna. Ásmundur Guðmundsson skrifar um Ólafshátíðina miklu í Noregi, aft- an við greinina er litprentað ávarp íslensku guðfræðideildarinnar til kirkju Noregs við þetta tækifæri. Ritstjórinn á næstu grein. — Að hverju beindist æfistarf Jesú? Hver var lífshugsjón hans? Tilefni þeirr-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.