Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1930, Blaðsíða 3

Fálkinn - 08.11.1930, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 (gfanzinn. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavik. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaði'ð kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Um víða veröld. ----X---- ÞJÓFAFJELAGIÐ í sumar sem leið hefir verið fram- inn fjöldi innbrota í London og um alt England. Margar nafnkunnar og ríkar fjölskyldur hafa á þennan hátt tapað dýrgripum sínum, mál- verkum eftir fræga málara og gim- steinum. Lögreglan ætlar að á bak við þjófa þessa standi ríkur forn- gripasali í Ameríku, sem svo leigi þjófana til starfsins. Meðal annars heldur lögreglan að bófar þessir standi í sambandi við önnur þjófa- félög annarsstaðar í Evrópu og muni þau öll mynda eitt stórt fyrirtæki. En engu að síður geti nokkur liluti starfskraftanna verið leigður til ein- stakra manna ef vel sé borgað fyrir Þá. Lögreglan þekkir nöfnin á þjófum þeim, sem fyrir þessu standa. En þeir eru svo slungnir að ómögulegt er að festa hendur í hári þeirra. Og svo vel eru bjófar þessir skipu- lagðir að hver hefur sina sérstöku iðn, sem hann á að gæta. T. d. myndi gmsiteinaþjóf aldrei detta í hug að fara að ræna sparisjóðsbók- um eða peningum. af því sem það væri að grípa inn í verksvið félaga hans. Þjófarnir ráða yfir nýtísku flutn- ingatækjum, svo sem mótorlijólum og bílum. Ekki vita menn ennþá hvort þeir eiga nokkurar fluggvélar. En það er ekkert fráleitt að ætla það. Það hefir ennþá reynst ógjörn- ingur að handsama þjófa þessa vegna þess að engar sannánir hafa verið fyrir höndum. Þeir láta ekki eftir sig nein fingraför eða önnur vegsummerki, og sennilega geyma þeir þýfið þangað til allir eru bún- ir að gleyma þjófnaðinum og hægt er að koma því af landi burt án þess að nokkur viti. ---x---- Frímerkin áttu 90 ára afmæli í vor þvi að fyrstu frímerkin sem gefin voru út komu á markaðinn í Eng- landi ö. mai 1840. Voru það eins pencefrimerki. Victoría var þá orð- in drotning í Englandi og var mynd af lienni á þessu frímerki, gert eftir mynd, sem gerð hafði verið af drotn- ingunni í tilefni af því, að hún hjelt „innreið" sína í London 9. nóv. 1837. Alls hafa í Englandi og nýlendunum verið gerð 2882 mismunandi frímerki með mynd af Victoríu drotningu og er það heimsmet. En annars eru drotningarmyndir mikið notaðar á frímerkjum. Þannig eru til 312 mis- munandi frimerki með myndum af Vilhelminu Hollandsdrotningu. Það er of seint að iðrast. Harmarkaðir eru töluvert algengir í ýmsum löndum. Þegar það fór að verða tíska að klippa sig minkaði mjög eftirspurn á afskornu hári. Nú kvað aftur vera að hefjast mikil eft- irspurn á þessum varningi eink- um i borgarhluta þeim í Lond- on sem kallaður er Soho, og í Limo- ges i Frakklandi. Til Soho hefir streymt svo árhundruðum skifti hóp- ar af sveitastúlkum hvert haust, sem hafa boðið hár sitt til sölu til kaup- mangaranna. Um miðja siðustu öld var hárið í svo háu verði að það kom fyrir að stúlkan fjekk alt að 500 til 700 krónur fyrir hvert pund af hári ef það var reglulega fallegt. í Limoges er aftur farið að koma hár á markaðinn eftir því, sem franskt tískublað hermir. Stúlkur eru þar aftur farnar að bjóða fram hár sitt. Enda sýnist langt hár aftur ætla að fara að verða algengt. í Limoges borga þeir nú 200 franka fyrir pundið af góðu hári. ----x----- Konan frá sjónarmiði hóteleigandans. Franskt blað nokkurt hefir spurt hó- teleiganda einn um það hvað lionum findist einkenna konurnar frá hin- um ýmsu löndum. Það væri synd að segja að hann sé mjúkhentur i dóm- um sínum. — í Ameriku eru konur verst uppaldar. Amerísku konurnar kasta óhreinu skónum ofan á lireinu nær- fötin sín. Þær búa til einhverja hræðilega rjetti á daunillum spritt- vjelum, rjettir þessir eru mestmegnis búnir til úr hrísgrjónum. Á borðinu hjá sjer láta þær altaf standa hálf- tóma whiskyflösku. Amerískar kon- ur eru án efa drkkfeldastar af öll- um konum heimsins. Rússneskar konur virðast ákaflega háværar. Þær tala saman alla nóttina og fram á morgun. Annað slagið skrækja þær upp. Þær eru ákaflega afbrýðisamar. Þegar þær eru ást- fangaar geta þær fundið upp á að stinga elskhuga sinn með hníf, það er nóg til þess að meiða hann en varla nóg til þess að hann geti far- ið með það til lögreglunnar. Egypsku konurnar sýnast vera orðnar vanar þvi eftir alt harems- lífið að geta ekki verið einar, þær þurfa altaf að hafa aðrar konur hjá sjer. Egypsku konurnar sem gista hjá mér láta sjaldan hjá líða að koma að minsta kosti með 5—6 af vinkon- um sínum með sér til að hafa hjá sér yfir nóttina. Þær sofa um alt, í hægindastólunum, á gólfinu, borð- inu í baðkerinu. Norrænu stúlkurnar hafa þann ljóta ósið að skera á lífæðina á sér. Sjaldan kemur það þó fyrir að þær deyja af þessu. Enska stúlkan lætur mjög sjald- an nokkurn koma inn í herbergið til sín. Hún hefir altaf fult af alls- konar vínflöskum innan um hrúgur af bókum. Loksins er það kínverska stúlkan. Hún fær á hverjum degi meira af dagblöðum en allir hinir hótelgest- irnir að samanlögðu. ——x------ Morðið, sem heyrðist gegnum símann. í mánuðinum, seni leið kom það fyrir í Lundúnum að brotist var inn í hús eitt í Holloway-hverfinu. Klukk- an 2 sömu nóttina vaknaði forstöðu- konan við saumavjelabúð Mac Clanes við það að liringt var í simann. Það var sendill verslunarinnar sem hringdi heiman að frá eiganda versl unarinnar. Drengurinn kallaði í sím- ann: „Iljálp, miss Hall, það eru inn- brotsþjófar, hjálp!“ Á sama augna- bliki heyrði hún gegnum símann, að skotið var tveimur skotum, og drengurinn sagði ekki meira. Hún hringdi strax á lögregluna, náði í bíl og ók þangað sem eigandinn bjó. Hann liafði viku áður farið til Ostende ásamt konu sinni, og var sendillinn, sem hét Jacíc Phelps, lát- inn sofa í húsinu, því alt þjónustu- fólkið átti frí á meðan hjónin voru í burtu. Drengurinn átti að sjá um húsið og lítinn hund, sem var i hús- inu. Þessa nótt, sem frá greinir, höfðu innbrotsþjófar ráðist inn í húsið. Jack kallaði á hjálp gegnum símann og hefir ósjálfrátt hrópað símanúmer forstöðukonunnar. Þegar lögreglan kom fann hún drenginn í vinnuherbergi Mac Clanes, var stórt sár á baki hans og streymdi blóðið úr því. Hann hélt ennþá á heyrnar- tólinu i hendinni. Þjófarnir höfðu flúið og ekki tekið með sjer annað en nokkra silfurmuni, þvi hrópin i drengnum höfðu hrætt þá. Dreng- urinn var fluttur á sjúkrahús. Kom í ljós að mænan hafði skemst og kúlan sat í hrygg hans, og er lítil von um að hann lifi það af. Lög- reglan hefir úti allar klær um að finna þorparana. Hundinn höfðu þjófarnir eitrað fyrir og lá hann dauður í herberginu. ----x---- EINKENNILEG VEÐMÁL. Veðmálin eru einna algengust kapp- þraut manna á meðal. Kappþraut mega þau heita vegna þess, að þau reyna á vitsmuni og þekkingu þeirra, sem í lilut eiga. Stundum veðja menn líka um, að þeir geti gert ýmislegt, sem aðrir trúa ekki að hægt sje að gera og reynir þá veðmálið á aðra eiginlegleika mannsins. Það eru engin takmörk fyrir því hve fáránlegt það getur verið, sem fólk veðjar um. Eitt af síðustu veð- málum, sem athygli hefir vakið er veðmál Jolin Moguily; hann veðjaði við hvern sem hafa vildi um það, að hann gæti jetið 40 eggjakökur án þess að láta nokkurt hlje verða á. John át 48 eggjalcökur og drakk með 2% líter af sírópi, fjóra kaffibolla og sex glös af vatni. Bernay Johnson veðjaði um, að hann skyldi sleppa óskaddaður frá því, að láta jafnsterkan rafstraum og notaður er í aftökustólum Banda- ríkjanna ganga gegnum sig. Hann hefir nú gert þetta tíu sinnum og aldrei sakað. Danskur rithöfundur hefir einnig viljað gera þetta, en enginn viljað taka mark á honum. Enska skáldið Sheridan var altaf í sífeldum peningavandræðum með- an hann lifði, og loks var hann orð- inn svo alræmdur, að enginn fjekst til þess að lána honum. Einu sinni var hann orðinn mjög illa til fara og veðjaði þá við nokkra kunningja sína um, að hann skyldi á einum einasta klukkutíma ná sjer í ný föt, án þess það kostaði sig einn eyri. Kunningjarnir játtu þessu og rann- sökuðu vasa Sheridans til þess að ganga úr skugga um, að hann væri peningalaus. Eftir þrjá stundarfjórð- unga kom hann aftur í snánýjum fötum, með nýjan hatt og stigvjel og vinir hans urðu að greiða honum veðfjeð. Sheridan vildi þó ekki taka við þvi öllu en taldi frá ákveðna upphæð og fjekk einum kunningj- anna, Aberly lávarði með þessum orðum: „Viljið þjer gera svo vel að afhenda konunni yðar þessa upp- hæð. Jeg fjekk hana hjá henni áðan og sagði, að jeg ætti að sækja pen- ingana fyrir yður upp i veðm:l, sem þjer hefðuð tapað. Nú á tímum þykir ekkert varið í veðmál, nema veðjað sje of fjár. Þannig veðjaði ungfrú Vonceil Vik- ing nýlega 25.000 dollurum við von Donegal greifa um að hún skyldi kom- ast ríðandi frá New York til San Francisco á 100 dögum. Og það gerði liún. Sænsk stúlka, Linde von Krinck- ovström veðjaði við rikan landa sinn í Paris, að liún skyldi fara ríðandi frá Stockhólmi til Parísar á ákveðn- um tima og vann veðmálið. Hún var tvo mánuði á leiðinni. Ung stúlka i Wien veðjaði 25.000 dollurum um að hún skyldi ferðast 100.000 kílómetra á einu ári og Jack Vanco vann veð- mál um, að liann skyldi i þrjá mán- uði samfleytt aka í bifreið um Banda- ríkin og vera lilekkjaður fastur við bílinn svo að hann skyldi aldrei við hann. Þegar hnefaleikamennirnir Demp- sey og Tunney börðust um heims- meistaratignina voru mörg skrítin veðmál gerð. En skrítnast var þó veðmál þeirra söngvaranna Marti- nelli og Chamlee. Sá sem tapaði átti að aka hinum í hjólbörum um allar aðalgöturnar í san Francisco. Demp- sey lapaði og Chamlee, sem hafði talið honum sigurin vísan, varð að aka Martinelli í hjólbörunum. Stundum hafa veðmálin sorglegar afleiðingar eins og hjá Dreher nokkrum, sem kunnur var fyrir kappakstur í bifreiðum. Hann veðj- aði um að hann skyldi komast helm- ingi fljótar i bíl milli Wien og Klag- enfurt en hraðlestin milli þessara staða. Á leiðinni lenti fugl á vind- glerinu hjá honum og það brotnaði, en hann misti stjórnina á vagninum og beið bana. -----x---- Stokkhólmssýningunni miklu var lokað 30. september og i október fór fram uppboð á ýmsu frá sýning- unni. Þar á meðal var nýtisku inál- verk eitt, sem virt var á 1000 krónur. Málverk þetta var í svonefndum „funktionalistiskum stíl“ eins og sýningin öll. En ekki virðast Sviar vera hrifnir af þessari listastefnu ef marka má af afdrifum málverks- ins. Það var selt á sjö krónur, en ramminn utan um það hafði kostað um 150 krónur. Því nógu var það stórt. -----x---- Verkfræðingur einn í Philadelp- hia hefir smíðað klukku, sem i stað þess að slá, segir manni hvað klukk- an er. Þetta er með öðrum orðum talandi klukka og til þess að gera hana talandi hefir vitanlega þurft grammofón. Klukkan segir ekki að- eins til um heila og hálfa klukku- tima, heldur bætir hún við ýmsu öðru. T. d. segir hún á morgnana: „Góðan daginn, klukkan er sex“, „góðanótt — klukkan er 22“ og þvi um líkt. -----x---- Nýlega hafa verið metnar upp all- ar opinberar hallir í Danmörku og nokkrir skemtigarðar í Kaupmanna- höfn. Varð Kristjánsborgarhöll, sein endurbygð var að fullu fyrir nálægt 10 árum efst á blaði; hún var í fyrstu virt á 50 miljón krónur en virðing- in seinna færð niður i 35 miljónir. Hinar fjórar hallir á Amalienborg eru virtar á 12 miljón krónur, Frið- riksborgarhöll við Hillereröd á 15 miljónir, Fredensborg á 2i/9 miljón, Ivrónborg á 5 miljónir. Af hallargörð- unum er Rósenborgargarður lang- hæstur að virðingu, nfl. 8 miljón krónur, Söndermarken og Frederiks- berg Have eru virtir á 3% miljón og hallargarðarnir við Friðriksborg og Fredensborg ekki nema á 416.000 og 309.000 krónur. ----x---- Ameríski blaðakongurinn Hearst, sem Frakkar ráku úr landi í sumar hefir nýlega keypt inanstokksmuni i borðstofu úr Gillinghöll í Yorkshire og eru þesi húsgögn talin þau feg- urstu húsgögn sem til eru frá tím- um Elísabetar drotningar, enda kost- uðu þau um 400.000 krónur. Hearst flytur þessi liúsgögn til Wales, i höllina Saint Donat, sem hann keypti fyrir 5 árum og ætlar að nota sem skemtibústað framvegis. ----x----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað: 45. Tölublað (08.11.1930)
https://timarit.is/issue/293997

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

45. Tölublað (08.11.1930)

Aðgerðir: