Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1930, Blaðsíða 14

Fálkinn - 08.11.1930, Blaðsíða 14
14 F A L K I N N ur nefinu harkalega niður í ennið á aumingja manninum. Dunk, dunk, dunk. Margherita kemuur fram í dyrnar til að opna, tekur rós- rauða hrjefið með grænu línunum og fer að fljúga. Anania ætlar að reyna að fj'lgja henni eftir, en getur það ekki, hann getur ekki hreyft sig, ekki mælt orð frá vörum; en þarna kemur pósturinn og togar í hann .... — Klukkan er þrjú, drengur minn, hvenær ertu að liugsa um að fara til guðföður þíns; spyr zia Tatana; það var hún sem hristi hann til. Hann stökk á fætur, með annað augað opið, rjóður í annari kinninni, fölur í hinni. — Ó, jeg liefi sofnað! sagði hann og teygði úr sjer. Það er af því að jeg svaf varla nokk- uð i nótt. Nú skal jeg fara. Hann fór inn til þess að þvo sjer og greiða, var i hálftíma að skifta hárinu fyrst í vang- anum og svo beint framan í og seinast greiddi hann það alveg sljett, hjarta hans barðist af óróa. „Hvað er þetta? Hvað gengur að mjer?“ hugsaði liann og reyndi að stilla sig en gat það ekki. — Ertu enn þá heima? Hvenær ertu að hugsa um að komast á stað? Kallaði kerling- in utan úr garðinum. Hann gekk út að glugg- anum. — Hvað á jeg að segja? — Að þú farir á morgun; að þú skulir standa þig vel; að þú altaf skulir vera þakk- látur verndara þínum. — Amen, og hvað segir hann? — Hann gefur þjer góð ráð. — Fer hann ekki að tala við mig um þetta? — Hvað þá? Um peningana, sagði hann lágt og tók hendinni fyrir munninn. — Hamingjan sanna! sagði kerlingin og sló á lærið. Hvað kemur það þjer við? Hvað veist þú um það. — Jæja, þá fer jeg. En í stað þess fór hann til Bustianeddu, síðan út í trjágarðinn til þess að kveðja zia Pera, fíkjutrjeð, ertuskokkurnar og útsýnið. Hann fann karlinn endilangan í grasinu með lurkinn við hlið sjer. — Jæja, nú er jeg að fara, sio Pera, vertu sæll. Líði þjer vel og góða ánægju! — Hvað segirðu? sagði karlinn, sem var farinn að heyra illa. — Jeg er að fara burtu! hrópaði Anania. Jeg fer til Cagliari til að læra! — Já, þar er nú meira um manninn en hjerna? Já, í Cagliari er fleiri .... Guð veri með þjer og blessi þig, sonur minn. Gamli zio Pera hefir elckert að gefa þjer, en hann skal biðja fyrir þjer. — Er það ekkert sem jeg get gert fyrir þig? spurði Anania, sem stóð boginn yfir honum með liendurnar á hnjánum. — Hvað ætti það svo sem að vera? Jeg fer bráðum sjálfur. — Þú lílca! hrópaði stúdentinn upp yfir sig og glotti út í annað munnvikið yfir þeirri hugmynd sem allir virtust hafa fengið um að ferðast, jafnvel örvasa karlfauskar. — Jeg líka. — Hvert þá, zio Pera? —Langt burtu, sagði karlinn og benti með hendinni út i sjóndeildarhringinn. Inn í ei- lífðina! Anania var lengi búinn að spigspora fram og aftur fyrir framan gluggan lijá Marglie- ritu án þess að koma auga á hana, að svo búrtu geklc liann inn til guðföður síns. — Það er enginn heima. Ef þú vilt bíða þá kemur fjölskyldan bráðlega inn, sagði stúlkan snefsin. Hversvegna komstu ekki fyrri ? — Af því að jeg geri eins og mjer sýnist, sagði liann og gekk inn. — Alveg rjett, það er hetra að eyða tíman- um með drós eins og Agötu heldur en koma inn og hneigja sig fyrir velgjörðamanni sín- um. — Svei! Hann gekk út að glugganum í vinnustofunni og studdi olnboganum á gluggakistuna. Já, stúlkan gysaðist að honum á sama hátt og kvöld eitt fyrir langa löngu þegar hann hafði komið þangað með Bustianeddu til þess að biðja um bolla af súpu, alt var óbreytt, hann var altaf undirlægja, sem tók á móti velgjörðum af öðrum. Beiðitárin vættu kinnar hans. „En jeg er maður!“ hugsaði liann. „Jeg get kastað því öllu frá mjer og unnið við jörðina, orðið hermaður, bara ekki vera aum- ingi. Jeg fer leiðar minnar“. Hann sneri sjer frá glugganum, en þegar hann straukst fram hjá skrifborðinu, sem var lýst upp af tunglskininu, tók hann eftir rósrauðu umslagi með grændum línum í haug af öðrum brjefum. Blóðið stje honum til höfuðsins, það suðaði fyrir eyrum hans, ósjálfrátt laut hann fram og tók umslagið. Já, það var umslagið hans, slcorið upp og tómt. Honum fanst hann koma við leifarnar að einhverju heilögu, sem hafði verið saurg- að, og öllu, öllu var lokið fyrir lionum, lif hans var tómt og sundurslitið eins og þetta umslag. Skyndilega varð herbergið logabjart, liann sá Margheritu koma inn og fjekk aðeins tima til að sleppa umslaginu; en fann að stúlkan gat sjer til hvað hafði gerst, djúp skömm- ustukend blandaðist sorg hans. — Gott kvöld, sagði Margherita og setti ljósið á slcrifborðið, þau liafa látið þig sitja i myrkrinu. — Gott kveld, muldraði hann og ákvað að skíra henni frá öllu saman og flýja síðan burtu eins fljótt og lian gæti. — Fáðu þjer sæti! Hann leit hræddur á liana; já, það var Margherita, en i þessu augnabliki hataði hann hana. — Fyrirgefðu, byrjaði hann stamandi. Jeg gerði það ekki af ásettu ráði, jeg er ekki svo litilfjörlegur, en jeg sá það lijerna .... þetta uslag, liann snerti við þvi með fingrinum .. og jeg gat ekki .. jeg fór að skoða það .. — Er það frá þjer? — Já. Margherita roðnaði og var feimnisleg, en Anania, sem var laus við byrði sína, fór að geta hugsað slcýrara og fá aftur vald yfir sjálfum sjer. Stolt hans sem búið var að særa vegna skammarinnar, sem hann varð að líða ráðlagði honum að segja að kvæðið hefði aðeins verið gaman; en Margherita var svo fögur og jómfrúleg í sumarfötunum með Ijósgræna mittisbandinu, að það að fara að Ijúga að henni, hefði verið sama og fara að ljúga að engli. Anania langaði til að slökkva Ijósið til þess að fá að vera einn með henni í tunglskininu, svo að hann gæti fallið að fótum hennar og kallað hana liinum ljúfustu nöfnum; en hann gat það ekki, — jafnvel þó að hann tæki eftir að hún ýmist horfði niður fyrir sig eða leit upp augunum með ljúfri eftirvæntingu, og biði eftir ástarjátningu hans. — Hefir faðir þinn lesið það, spurði hann lágt. — Já. það hefir hann; og hann hló, sagði hún í gremju róm. Já, hann hló. Loksins fjekk hann mjer blaðið og sagði: — Hver skyldi nú það vera? — Og þú .... þú? — Jeg .... Þau töluðu í hálfum hljóðum og slitu sund- ur setningar, gagntekin af hinum loklcandi töfrum, sem voru við að eiga sameiginlegt leyndarmál; en skyndilega breytti Marglierita um rödd og látbragð. — Ó, þarna kemur pabbi. Hjerna er An- ania! kallaði hún og hljóp fram að dyrunum; hún flýtti sjer út en Anania komst aftur í vandræði. Hann fann liið hlýja og mjúka handtak guðföður síns, hann sá blá augun og glitandi gullkeðjuna, en liann gat aldrei seinna munað neitt af góðu ráðunum sem faðir Margheritu jós yfir liann. Órólegur efi þjáði hann. Hafði Margherita skilið hina réttu þýðingu kvæðisins, eða hafði hún ekki leitt getur í það? Og hvernig fanst henni það vera? Hún hafði elcki minst á það hin fáu dýr- mætu augnablik, sem hann á svo bjánalegan hált hafði látið ganga úr greypum sjer. Geðs- hræringar liennar var honum ekki nóg, nei hann vildi vita meira, hann vildi vita alt.... „Alt . . hvað? sagði hann angurvær við sjálfann sig. „Ekkert“. Alt var árangurslaust. Jafnvel þó að liún hefði skilið, jafnvel þó að hún vildi honum vel . . En þetta var vitleysa altsaman. Það var hvort sem var ekki til neins! Takmarkalaus tómleiki greip hann, og hann hætti að lieyra rödd signor Carbonis; hún hvarf eins og niður í botnlaust hyldýpi. — Vertu glaður og liugsaðu ekki um ann- að en að lesa — sagði guðfaðir hans að lok- um, þegar hann tók eftir andvörpum Ana- nia. Vertu hugrakkur! Við verðum að vera karlar í krapinu og gera okkur sóma! Margherita kom aftur í fylgd með móður sinni. Og frú Carboni jós nú aftur yfir stú- dentinn góðum ráðum og hughreystandi upp- örfunum. Dóttiriri gekk aftur og fram um herbergið, liún hafði greitt liár sitt eftir nýj- ustu tísku og látið lokk lianga niður vinslra megin, og það sem meira var hún liafði púðrað sig. Augu hennar tindruðu, liún var töfrandi, og Anania fylgdi henni með fjötr- uðu augnaráði og hugsaði um koss Agötu. Það var engu líkara en að þetta augnatillit væri segulmagnað, því hún fylgdi honum eft- ir og gekk meira að segja alla leið að hlið- inu með honum. Tunglið lýsti upp garðinn alveg eins og kveldið góða fyrir löngu sið- an, þegar hinn fyrirmannlegi svipur Marg- heritu og milda viðmót liafði vakið skyldu tilfinningar drengsins. Og í þetta skifti fanst honum hún ennþá tiguleg og mild, og hún gekk svo Ijettilega og um leið og liún gekk heyrðist vængjaþytur eins og hún væri að hefja sig til flugs, Anania hjelt að hann væri ennþá að dreyma, hjelt að hann í raun og veru hlyti að sjá hana líða út í geyminn og hverfa sjónum lians að fullu, svo að liann

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.