Fálkinn - 08.11.1930, Blaðsíða 8
8
F A L K I N N
Það er sjaldgœfl, að skip reldst jafn
eftirminnilega á og sænska skipið
„Femern" og ameríska skipið
„Chickasaw“ gerðu í sumar rjett
fyrir utan Skagen á Jótlandi.
„Chikasaw" lenti með stefnið mið-
skipa á „Femern“ með svo miklu
afli, að „Femern“ brotnaði í tvent
við áreksturinn og sökk fremri hluti
skipsins þegar í stað. Hjer á mynd-
inni til vinstri sjest afturhluti skips-
ins enn á floti og má furðulegt heita
að hann skyldi eklci sökkva undir
eins líka.
Ofsaveðrin sem tíðum koma í
Japan og víðar í Austurlöndum gera
stundum eigi minni tjón en jarð-
skjálftarnir. Hús brotna i spón og
fjúka og í þeim stöðum sem liggja að
sjó og eru láglendir ganga flóð á
land og leggja alt undir vatn. Mynd-
in hjer til vinstri er frá smábæ ein-
um rjett hjá Tokíó. Hefir flóð komið
yfir bæinn svo að stræti eru þar öll
í kafi og fólk fer á bátum milli
húsanna.
Mynd þessi er af fegurstu kvik-
myndaleikkonu Svía, Gretu Garbo,
sem undanfarin ár hefir leikið t
ýmsum stærstu kvikmyndum Amer-
íkumanna og nú er farin að leika i
talmyndum. Er henni viðbrugðið
fyrir fegurð, og sagt að hún hafi ver-
ið trúlofuð einum syni Gustafs
Adolfs Svíakrónprins, en að kon-
ungur liafi lagt blátt bann við ráða-
hagnum.
Myndin neðst til vinstri er tekin i
Ítalíu i sumar við eitt þorpið, sem
jarðskjálftarnir hafa dunið yfir.
Húsin eru svo fallin, að þau eru al-
gerlega ónothæf til íbúðar og verður
því fólkið að lifa í tjöldum eða slcál-
um gerðum úr segldúki.